Morgunblaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Samband menntunar og dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma
Mun lægri dánartíðni hjá
fólki með meiri menntun
RANNSÓKN sem Maríanna Garðarsdóttir
læknanemi hefur gert á sambandi menntunar
og dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma
hefur leitt í ljós að mun lægri dánartíðni er hjá
þeim sem hafa meiri menntun. Að sögn Marí-
önnu liggur ekki fyrir skýring á þessum mun
en ýmsir þættir í því sambandi eru til athugunar.
Urtakið sem notað var við rannsóknina er
úr hóprannsókn Hjartaverndar sem hefur verið
í gangi allt frá árinu 1967. Rannsakaðir voru
fjórir ólíkir menntahópar, þ.e. fólk sem var með
háskólapróf eða sambærilega menntun, fólk
með stúdentspróf eða sambærilega menntun,
fólk með gagnfræðapróf eða sambærilega
menntun og fólk sem einungis var með barna-
skólapróf eða minni menntun.
Helstu áhættuþættir höfðu ekki
áhrif á niðurstöður
Maríanna sagði í samtali við Morgunblaðið
að sá hópur sem einungis hafði barnaskólapróf
eða minni menntun hefði verið borinn saman
við hina hópana og í ljós hefði komið staðfast-
lega minni hætta á dauðsfalli af völdum krans-
æðasjúkdóma í efri menntahópunum.
„Við tókum helstu áhættuþætti kransæða-
sjúkdóma, reykingar, blóðfitu, sykurþol og blóð-
þrýsting og drógum þá frá, en þessi munur
milli menntahópanna minnkaði mjög lítið við
það. Það er því eitthvað annað sem er þarna á
ferðinni. Það er þó ýmislegt sem við erum að
velta fyrir okkur og skoða, en það er ekki neitt
ákveðið sem við getum sagt um á þessu stigi
málsins.
Við notum þarna menntun sem mælikvarða
á þjóðfélagsstétt og hefur hún reyndar ekki
verið notuð í öllum rannsóknum en er yfirleitt
tekin inn í skilgreiningu á þjóðfélagsstétt. Þetta
er því eitthvað sem er tengt menntun og lífs-
stíl, kannski mataræði og kannski einhveijir
sálrænir eða félagslegir þættir,“ sagði Marí-
anna.
Rannsókn Maríönnu er hluti af rannsóknar-
verkefni læknanema á 4. ári og vann hún rann-
sóknina undir leiðsögn Þórðar Harðarsonar pró-
fessors, Guðmundar Þorgeirssonar læknis,
Helga Sigvaldasonar verkfræðings og Nikulásar
Sigfússonar, yfirlæknis hjá Hjartavernd.
Morgunblaðið/Golli
ÍBÚAR Seljahverfis fjölmenntu á borgarafund um skipulagsmál í gær.
Fyrsta inntökupróf í
Kennaraháskólann
Sýnir aðra
hlið en
einkunn-
irnar einar
INNTÖKUPRÓF verður haldið
næstkomandi laugardag fyrir þá
sem sótt hafa um nám í Kennarahá-
skóla íslands næsta skólaár. Þetta
er í fyrsta sinn sem slíkt próf er
haldið þar á bæ og er það að sögn
kennslustjóra hugsað sem tilraun.
Undanfarin ár hafa umsækjendur
verið rúmlega þrefalt fleiri en þeir
sem teknir eru inn á fyrsta ár í
KHÍ og erfítt þykir að gera upp á
milli þeirra á forsendum einkunna
eingöngu. Að undanförnu hafa um
130 nemendur verið teknir inn á
fyrsta ár og nú verða þeir 125.
„Það er alltaf nokkuð stór hópur
sem erfítt er að velja úr og við
höfum verið að velta því fyrir okkur
héma síðustu árin hvað væri til
ráða. Við höfum því miður ekki fjár-
magn til þess að taka viðtöl við
alla umsækjendur, sem auðvitað
væri langbest, þannig að við ákváð-
um að gera þessa tilraun núna og
athuga hvort það myndi hjálpa inn-
tökunefndinni," sagði Erla Kristj-
ánsdóttir, kennslustjóri í KHÍ.
----» ♦ ♦---
Hús stór-
skemmdist í
eldsvoða
BORGARAFUNDUR íbúa í Setfa-
hverfi sem haldinn var um skipu-
lagsmál í gær samþykkti einróma
að beina þeirri áskorun til borg-
arstjórnar og borgarskipulags
Reykjavíkur að tengibraut úr
Fífuhvammshverfi í Kópavogi
inn á Jaðarsel í Seljahverfi verði
felld út af aðalskipulagi Reykja-
víkur 1996 til 2016.
Jafnframt ítrekaði fundurinn,
sem um 300 manns sóttu, mót-
mæli gegn staðsetningu Arnar-
nesvegar vestan í Vatnsenda-
hvarfi á „vinsælu útivistarsvæði"
við jaðar Seljahverfis.
Skorað á yf-
irvöld að
breyta aðal-
skipulagi
Sagði í ályktun fundarins að
allt frá árinu 1982 hefði fyrir-
hugaðri legu hans verið mót-
mælt við ýmis tækifæri. Skorað
var á yfírvöld að fella þessa
stofnbraut út af aðalskipulagi
Reykjavíkur og leita raunhæfra
leiða til að leggja hana austan
Vatnsendahvarfs þar sem að-
stæður væru mun betri.
í máli Margrétar Sæmunds-
dóttur úr skipulagsnefnd
Reykjavíkurborgar kom fram
að ekki yrði af lagningu tengi-
brautar milli Fífuhvammsvegar
og Jaðarsels nema Arnarnesveg-
ur yrði lagður. Þannig að ekki
yrði um eins mikla umferðar-
aukningu að ræða um Jaðarsel
og margir fundarmanna
óttuðust.
Tíu ára
fangelsis-
vist fyrir
manndráp
NÍTJÁN ára maður, Sigurgeir
Bergsson, var í gær dæmdur í Hér-
aðsdómi Reykjaness til tíu ára fang-
elsisvistar fyrir að hafa svipt stjúp-
föður sinn lífí að morgni 1. janúar
síðastliðins á heimili þeirra í Sand-
gerði. Ákærði undi dómnum, sem
verður ekki áfrýjað af ákæruvald-
inu, og hefur hinn ákærði hafíð
afplánun á refsingunni. Dóminn
kvað upp Guðmundur L. Jóhannes-
son héraðsdómari.
í dómnum kemur m.a. fram að
hinn ákærði hafí játað að hafa vald-
ið dauða stjúpföður síns með því að
stinga byssusting á kaf framan í
miðjan háls hans þannig að honum
blæddi út, en stingurinn gekk 15 sm
inn í brjóstholið svo að vinstri slagæð
skarst í sundur. Fram kemur að
ákærði hafi ekki skýrt ástæðu fyrir
verknaði sínum, en fyrir liggi að
hann hafi stungið stjúpföður sinn í
hálsinn eftir að hafa reiðst honum.
Samkvæmt ályktun geðlæknis
telst hinn ákærði vera sakhæfur, en
í dómnum segir að taka beri tillit
til hins unga aldurs ákærða og að
hann hafí vegna erfíðra uppeldis-
aðstæðna vart komist til fulls þroska
sem maður. Einnig beri að líta til
þess að eftir að rannsókn málsins
hófst hafi ákærði skýrt hreinskilnis-
lega frá verknaðinum.
Frá refsingu ákærða dregst
gæsluvarðhaldsvist frá 2. janúar til
28. maí síðastliðins. Hann var
dæmdur til að greiða allan sakar-
kostnað, þar með talin saksóknara-
laun í ríkissjóð, 115.000 kr. og
málsvarnarlaun til skipaðs verj-
anda, Arnar Clausen hrl., 130.000
kr. auk virðisaukaskatts, og
116.250 kr. auk virðisaukaskatts í
þóknun til Vilhjálms Þórhallssonar
hrl., skipaðs verjanda hins ákærða,
við frumrannsókn málsins.
------» » ♦
Alþjóðabraut
tekin upp í VÍ
ALGJÖR uppstokkun mun eiga sér
stað á kennsluaðferðum og upp-
byggingu náms innan Verslunar-
skóla Islands frá og með næsta
hausti. Meðal nýrra brauta sem
boðið verður upp á er alþjóðabraut.
Verður þar lögð áhersla á aukna
tungumálakennslu, málefni tengd
ESB, samstarf Norðurlanda og að
nemendur fái nokkra þjálfun í al-
þjóðlegu samstarfí. Gert er ráð fyr-
ir að námsefni verði að hluta á er-
lendum tungumálum.
■ Stúdentar/33
Sumarlokanir hjá Ríkisspítölum og S.júkrahúsi Reykiavíkur
Mestar lokanir á
lyflækningasviði
EINBÝLISHÚS við Bleiksárhlíð á
Eskifírði stórskemmdist í eldsvoða
upp úr klukkan 18 í gærkvöldi.
Fimm manna fjölskylda er búsett í
húsinu en einungis unglingsdrengur
var heima þegar eldurinn kom upp.
Pilturinn, sem er 15 ára gamall,
varð var við eldinn og hljóp yfir til
nágranna síns og gerði viðvart.
Skömmu síðar kom slökkvilið og
lögregla á staðinn og tókst að ráða
niðurlögum eldsins.
Hrikaleg aðkoma
Mikill eldur var í húsinu þegar
að var komið og stóðu eldtungur
út úr gluggum, samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglu. Eldsupptök eru
ókunn.
Húsið er mikið skemmt að innan-
verðu og einnig eru talsverðar
skemmdir að utanverðu, en um
timburhús er að ræða. Aðkoman
eftir slökkvistarf var „hrikalega
slærn" að sögn lögreglu, og bæði
varð tjón af völdum elds og reyks.
SUMARLOKANIR á vefrænum
deildum og geðdeildum Ríkisspít-
ala nema u.þ.b. 12.000 legudögum
að meðtöldum dagdeildum. Svarar
það til tæplega 5% af hámarks-
legudagafjölda á spítalanum.
Áætlað er að heildarlokanir á árinu
nemi um 15.000 legudögum eða
um 6% af hámarkslegudagafjölda.
Inni í þeim tölum eru einnig lokan-
ir sem þegar hafa verið í gangi.
Minna verður um beinar lokanir
deilda á Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Mestar verða sumarlokanimar
á vefrænum deildum á lyflækn-
ingasviði Ríkisspítalanna. Tauga-
lækningadeild 32-A verður lokuð
frá 14. júní til 20. júlí, hjúkrunar-
deild Vífílsstaðaspítala verður lok-
uð 14. júní til 26. júlí, lyflækninga-
deild 11-B verður lokuð frá 28.
júní til 27. júlí og lyflækningadeild
11-B frá 19. júlí til 16. ágúst.
Þá verður handlækningadeild
13-D lokuð frá 30. maí til 1. sept-
ember, helmingur af leguplássi á
ungbamadeild 13-E verður lokað-
ur frá 1. júní til 1. september og
dagdeild frá 8. júní til 6. septem-
ber. Kvenlækningadeild 21-A
verður lokuð frá 15. júní til 2.
ágúst og verða 10 rúm síðan opin
á deildinni frá 3. ágúst til 30.
ágúst.
Mismunandi er eftir vikum hve
mörg rúm verða lokuð á hinum
ýmsu deildum Sjúkrahúss Reykja-
víkur.
Á lyflækninga- og endurhæf-
ingasviði em samtals 154 rúm en
nýting í sumar verður 86%. Mestar
verða lokanimar 3.-10. ágúst þegar
105 rúm verða í notkun. Grensás-
deild E-62 verður lokuð alveg frá
3.-17. ágúst. Minnst verður nýting
á rúmum vikuna 3.-10. ágúst, eða
68,2%. Þá verður dregið úr hjarta-
þræðingum um mitt sumar.
Á skurðsviði eru samtals 114
rúm og verður nýtingin þar 84%
í sumar. Frá 15. júní til 14. sept-
ember verða 87 rúm opin. Lokanir
verða mestar á skurðlækninga-
deildum.
Skurðstofa á slysa- og bráða-
vakt verður lokuð 1. júní til 31.
ágúst og gæsludeild lokuð á sama
tíma frá kl. 18-08 þá daga sem
ekki er bráðavakt.
145 rúm eru á öldrunarsviði og
verður nýtingin þar í sumar 86%.
Öldrunardeild 2-A verður lokuð frá
25. maí til 29. júní, öldrunardeild
2-B frá 29. júní til 3. ágúst og
öldrunardeild 3-B frá 3. ágúst til
7. september.
Á geðsviði eru samtals 126 rúm
og verður nýting þar í sumar 91%.
Lokað verður frá 6. júlí til 3. ág-
úst á dagdeild í Hafnarbúðum.