Morgunblaðið - 29.05.1997, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Atvinnuþróun
134 fengu
styrki
BYGGÐASTOFNUN hefur
gengið frá úthlutun styrkja til
atvinnuþróunar á landsbyggð-
inni. 134 aðilar fengu styrki
að fjárhæð samtals liðlega 68
milljónir kr.
Yfír 300 sóttu um atvinnu-
þróunarstyrkina og þurfti
Byggðastofnun því að synja
fleiri verkefnum en hún gat
styrkt. Guðmundur Malm-
quist, forstjóri stofnunarinnar,
segir að fram hafí komið mik-
ill áhugi á atvinnuþróun og
tilraunastarfsemi og fjöldi
verkefna verið áhugaverður.
Af þeim verkefnum sem
Byggðastofnun ákvað að
styrkja er afþreying í ferða-
þjónustu mest áberandi.
Flugfélag íslands og
samkeppnisráð
Treystum á
viðunandi
niðurstöðu
„AUÐVITAÐ hefur úrskurður sam-
keppnisráðs sett strik í okkar undir-
búning og það er ákveðinn óvissu-
þáttur sem kom í málið en eftir að
hafa skoðað þetta efnislega fannst
okkur að við hefðum það sterk rök
að við höfum haldið áfram og treyst-
um því að niðurstaðan verði ásætt-
anleg,“ sagði Páll Halldórsson,
framkvæmdastjóri Flugfélags ís-
lands, fyrirtækisins sem á að taka
við starfsemi innanlandsflugs Flug-
leiða og Flugfélags Norðurlands
áður en frelsi í innanlandsflugi
gengur í gildi þann 1. júlí næstkom-
andi. Fyrirtækið hefur ekki tekið til
starfa en samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins verður starfsemi
þess væntanlega kynnt formlega
eftir helgina.
Páll kveðst bjartsýnn á að áfrýj-
unarnefnd samkeppnismála taki til-
lit til athugasemda félagsins við
skilyrði Samkeppnisráðs, a.m.k. að
hluta.
„Kjötlaus“ með tugi
tonna í geymslum
HOFN-ÞRIHYRNINGUR á Suður-
landi hefur ekki haft kindakjöt til
sölu í þijár vikur þótt félagið eigi
tugi tonna af frystu kjöti í geymsl-
um en það kjöt er félagið skyldugt
að flytja úr landi. Framkvæmda-
stjóri félagsins segir að ekki sé hag-
kvæmt að kaupa lambakjöt af öðr-
um vegna þess að verðið hafi hækk-
að og í staðinn verði lögð áhersla á
sölu á svína- og nautakjöti í sumar
og reynt að ná I lambakjöt með
átaki í sumarslátrun.
Áhersla á
svín og naut
Höfn-Þríhyrningur hefur mark-
að fyrir um 500 tonn af kindakjöti
að sögn Gests Hjaltasonar fram-
kvæmdastjóra. Félagið fékk 425
tonn út úr slátrun síðastliðið haust
en vegna kvaða um útflutning má
félagið ekki selja 19% af birgðun-
um innanlands. Sú staða er því
kominn upp að þó félagið eigi kjöt
má það ekki selja það innanlands.
„Okkur stendur til boða að kaupa
kjöt af öðrum sláturleyfishöfum en
verðið hefur hækkað um 4-6% vegna
kjötskortsins og það er ekki fýsilegt
fyrir okkur að kaupa það til endur-
sölu. Við sjáum okkur ekki fært að
standa undir þeim kostnaði og í
vöruþróun okkar fyrir sumarið
leggjum við því áherslu á svína- og
nautakjöt," segir Gestur. Segir hann
hugsanlegt að útflutningsskyldan
sé nauðsynleg_ en hún komi ein-
kennilega út. Á meðan hann sé að
reyna að flytja sitt kjöt út sé verið
að flytja lambakjöt af Norðurlandi
á markaðinn sunnanlands.
Aukin sumarslátrun
Höfn-Þríhyrningur leggur ofur-
kapp á að ná sér í lambakjöt með
því að stuðla að aukinni sumarslátr-
un. Hefur félagið gert samning við
Hagkaup um kaup á að minnsta
kosti 200 dilkum á viku frá byijun
júní og fram undir miðjan desem-
ber. Fyrirkomulag er um margt
svipað og hjá Félagi ferskra fjár-
bænda í Vestur-Húnavatnssýslu og
víðar og er fyrirhugað að stofna
sérstakt félag sunnlenskra fjár-
bænda til að skipuleggja slátrunina.
Greitt er yfirverð fyrir ferska
kjötið, allt frá 58% yfír grundvallar-
verði í byijun júní en álagið fer stig-
lækkandi fram að sláturtíð.
Gestur segir að það taki ákveðinn
tíma að fá bændur til að auka sum-
arslátrun. Hann bendir hins vegar
á að aðstæður séu hvergi betri en
á Suðurlandi til að gera þetta og
hvetur bændur til taka þátt. „Þetta
kjöt vantar á markaðinn. Það eru
ekki mörg ár síðan allt nautakjöt
var selt frosið en núna dettur engum
í hug að bjóða það öðruvísi en
ferskt,“ segir Gestur. Hann segir
að ferskt lambakjöt nýtist betur í
vinnslu og gæði þess séu meiri en
eftir frystingu.
Morgunblaðið/Jón Svavarson
ÞORGEIR Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri „Reylq'avík -
menningarborg Evrópu árið
2000“ og Illugi Eysteinsson.
List í tösku
í TILEFNI af fundi menningar-
borga Evrópu árið 2000, sem
haldinn verður í Reykjvík í dag,
fimmtudag, og á föstudaginn,
hefur Illugi Eysteinsson myndlist-
armaður útbúið tösku með sýnis-
hornum af íslenskri listsköpun. 1
henni eru hljómdiskar, kvikmynd-
ir, dans á myndbandi, bækur um
myndlist og byggingarlist, úrval
Ijóða í enskri þýðingu og fleira.
Menningarborgir Evrópu árið
2000 eru Avignon í Frakklandi,
Bergen í Noregi, Bologna á Italíu,
Brussel í Belgiu, Helsingfors í
Finnlandi, Kraká í Póllandi, Prag
í Tékklandi, Reykjavík og Sant-
iago de Compostela á Spáni. Þetta
er í fyrsta sinn sem fulltrúar
borganna hittast til fundar í
Reykjavík.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
JÓN Haraldsson hefur á skömmum tíma flogið tvisvar til megin-
lands Evrópu á þessari flugvél.
19 ára flugmaður flaug á eins
hreyfils vél til meginlandsins
Gaman að sjá olíubor-
pallana í Norðursjó
„ÞAÐ var mjög gaman að fljúga
yfir Norðursjóinn og sjá alla ol-
íuborpallana. Þeir eru ótrúlega
margir og það leggur frá þeim
mikla elda,“ sagði Jón M. Har-
aldsson flugmaður, sem nýlega
flaug eins hreyfils flugvél frá
íslandi til Skotlands, Danmerkur
og Þýskalands.
Jón er aðeins 19 ára gamall,
en hefur á stuttum flugmanns-
ferli aflað sér meiri reynslu af
flugi en margir eldri flugmenn.
í september í fyrra flaug hann
til Korsíku. Þá var gamalreynd-
ur flugmaður með í för, honum
til halds og trausts, en núna
flaug kunningi hans með honum
sem er að byija að læra flug.
Vélin sem hann flaug er af gerð-
inni Aerospatiale Socata TB20
Trinidad.
Fátítt er að íslendingar fljúgi
á eins hreyfils flugvélum frá ís-
landi til meginlands Evrópu.
Ástæðan er sú að margir telja
að áhætta fylgi því að fljúga á
einum hreyfli yfir hafið og eins
óttast margir þá miklu flugum-
ferð sem er yfir meginlandinu.
Jón gerir hins vegar ekki mikið
úr þessu.
Flugið gekk mjög vel
„Það var talsverð umferð við
Hamborg, en maður tók því
bara rólega og fór eftir fyrir-
mælum flugstjórnar sem raðaði
vélunum inn til lendingar. Þetta
gekk því mjög vel. Það er búið
að hræða mann mikið með þess-
ari umferð yfir Evrópu, en þetta
er ekki svo mikið mál. Það segja
líka margir að það sé varasamt
að fljúga svona langt á einum
hreyfli, en ég spyr af hverju
ætti mótorinn frekar að þagna
þessa fjóra tíma sem þú ert að
fljúga yfir hafið en í veiy'ulegu
flugi yfir íslandi," sagði Jón.
Jón flaug frá íslandi tilBkot-
lands og þaðan til Hróarskeldu
í Danmörku og áfram til Ham-
borgar. Frá Hamborg sneri Jón
við og flaug til íslands með við-
komu í Skotlandi. Heildarflug-
tíminn var 18 klukkutímar, en
ferðin var farin á tveimur dög-
um. Jón sagði að ferðin hefði
gengið n\jög vel og alveg sam-
kvæmt áætlun.
Jón sagði að þessi ferð hefði
verið farin bæði sem skemmti-
ferð og eins til að afla reynslu
af flugi við nýjar aðstæður.
Hann sagðist vera farinn að
huga að næstu ferð, en vildi
ekki upplýsa hvert hún yrði far-
in. Það yrði hins vegar stórt og
mikið ferðalag.
Jón hefur lokið einkaflug-
mannsprófi og blindflugsprófi.
í haust fer hann til Englands
til að taka próf sem veitir hon-
um full atvinnuflugmannsrétt-
indi.
Hestur aflífaður eftir að hafa skaddast við leit að heyi
Leigjandi hesthúss
kærður fyrir vanhirðu
EIGANDI hesthúss í Mosfellsbæ
hefur kært leigjanda hússins til
lögreglu fyrir vanhirðu. Hákon
Hákonarson, eigandi hússins, segir
að allt sé meira og minna ónýtt í
húsinu eftir veturinn og hafí hestar
sem voru í húsinu verið illa hirtir.
Aflífa þurfti hest, ótamda
hryssu, sem fannst í húsinu í fyrra-
dag eftir að fóðureftirlitsmaður fór
þar inn ásamt eiganda hestsins,
dýralækni og fleiri aðilum. Hreinn
Ólafsson fóðureftirlitsmaður segir
að aðkoman hafi verið hryllileg.
Gjöf hafi verið óregluleg en hins
vegar hafi dýrin ekki soltið.
Mjög slæm umgengni
„Hryssa sem þarna var hafði
brotist út og farið inn í hlöðu í
leit að heyi. Hún hafði skaðað sig
svo mikið við þetta að það varð
að aflífa hana, og sennilega hefur
mænan skemmst. Hún lá fyrir þeg-
ar við komum að, en hefur varla
legið meira en í sex eða sjö stund-
ir,“ segir Hreinn.
Hann segir að dýraeftirlitsmað-
ur í Mosfellsbæ hafí farið nær
daglega að undanförnu til að fylgj-
ast með líðan skepnanna, enda
hafi hestamenn í nágrenninu haft
veður af því um skeið að ekki
væri allt með felldu. „Dýrin voru
ekki vannærð en gjöf var óregluleg
og umgengnin slæm,“ segir
Hreinn.
Hákon kveðst þeirrar skoðunar
að ástand húss og dýra hafi einkum
drabbast niður seinustu vikur.
„Meðferðin á húsi og skepnum var
ill. Hann hugsaði lítið um að gefa
og húsið var orðið eitt drullusvað.
Mér skilst að heylaust hafi verið
þegar menn fóru þarna inn. Fimm
hross voru í húsinu sem hann var
með í tamningu og eitt þurfti að
aflífa, en hin voru flutt í hesthús
föður þessa manns, þar sem ekki
á að væsa um þau. Lögregla í
Mosfellsbæ var búin að fylgjast
með húsinu um skeið því ég hafði
grun um að lítið væri hirt um hús
og dýr. Hestarnir voru lausir í
húsinu og búið að eyðileggja milli-
gerði og jötur, svo eitthvað sé
nefnt,“ segir Hákon.
Hann kveðst búast við að hann
geri skaðabótakröfu á hendur leigj-
andanum vegna umgengninnar og
sé ljóst að dýr verði ekki geymd í
húsinu í bráð. Hreinsað var út úr
hesthúsinu í gær.