Morgunblaðið - 29.05.1997, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Uppsöfnuð kvótareiði-~-----------------------
Kvótahandhafar vafta
f mllljónum og sýna |
EF ÞÚ hættir ekki þessu gelti og heldur áfram að naga beinið þitt fer ég og borða hann
annarsstaðar . . .
Fulltrúi RKÍ í
Afghanistan
kallaður heim
Þjóðvaki hefur
áfram hlutverk
„VIÐ erum í miðju verki að vinna
að sameiginlegu framboði allra
jafnaðarmanna og félagshyggju-
fólks í næstu kosningum og meðan
því verki er ekki lokið hefur Þjóð-
vaki hlutverki að gegna í pólitík-
inni,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir
aðspurð um þau ummæli Svanfríðar
Jónasdóttur að hlutverki Þjóðvaka
í íslenskum stjórnmálum væri lokið.
„Um það er enginn ágreiningur í
Þjóðvaka.
„Hins vegar skil ég Svanfríði svo
að hún líti svo á að hlutverki Þjóð-
vaka sem framboðsafls sé lokið af
því að ekki verði aftur snúið í sam-
einingarmálunum og eitt sameigin-
legt framboð jafnaðarmanna og
félagshyggjufólks verði að veru-
leika í næstu kosningum," sagði
Jóhanna.
„Ég er sammála því að ekki verði
aftur snúið í sameiningarmálunum
og að vilji fólksins muni ná fram
að ganga. Við þær aðstæður er
auðvitað sjálfgefið að hlutverki
Þjóðvaka sem framboðsafls í
flokkakerfinu er lokið. En þing-
menn Þjóðvaka hafa skyldur við þá
sem kusu þá út kjörtímabilið; að
fylgja stefnu flokksins og ekki síst
vinna að meginmarkmiði Þjóðvaka
að koma á sameiginlegu framboði
jafnaðarmanna og félagshyggju-
fólks í næstu kosningum. Það er í
okkar huga alveg ljóst að flokkar
eiga ekki að viðhalda sjálfum sér
ef til er betri vettvangur til að ná
fram sterku afli jafnaðarmanna og
félagshyggjufólks og ég tel að það
verði að veruleika í næstu kosning-
um,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir.
RAUÐI kross íslands hefur ákveðið
að sendifulltrúi hans í Afghanistan,
Inga Margrét Róbertsdóttir snúi
heim á leið í næstu viku.
Hún hefur verið í landinu um sex
mánaða skeið og hefur starf hennar
orðið stöðugt erfíðara vegna stefnu
talebana sem halda um stjórnartau-
mana í Afghanistan, að sögn Sigríð-
ar Guðmundsdóttur hjá RKÍ.
RKÍ hefur nokkrum sinnum þurft
að kalla sendifulltrúa sína heim frá
störfum erlendis vegna skorts á
starfsfriði vegna ástandsins í við-
komandi ríki.
Inga Margrét hefur starfað í borg-
inni Masari-Sharif og segir Sigríður
að seinustu daga hafí talebanar hert
tökin enn frekar. „Til stóð að kona
leysti Ingu Margréti af, reyndar
ekki íslendingur. Alþjóða Rauði
krossinn hefur ákveðið að fleiri kon-
ur verði ekki sendar tii Afghanist-
an,“ segir hún.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um rekstur bílastæða
„Eg er tilbúin að skoða
allar góðar hugmyndir“
„ÉG ER tilbúin að skoða allar góð-
ar hugmyndir, en þeir hafa ekki
rætt þetta sérstaklega við okkur
eða komið fram með hugmyndir um
þetta," sagði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, borgarstjóri í Reykja-
vík, um þá hugmynd sem Guðmund-
ur G. Kristinsson, formaður Mið-
borgarsamtaka Reykjavíkur setti
fram í grein í blaðinu á laugardag,
að Miðborgarsamtökin taki yfír
rekstur bílastæða, bílastæðahúsa
og stöðumæla í borginni.
„Hins vegar er reksturinn á þess-
um bílastæðahúsum þungur og þau
standa engan veginn undir sér. Það
kostar sitt að taka á móti allri þess-
ari umferð í miðborginni. Umferð
kostar, ekki síst í miðborginni, sem
er auðvitað ekki skipulögð með til-
liti til þessarar þungu umferðar sem
orðin er.“
Bílastæði hvergi
ódýrari
„Menn mega heldur ekki gleyma
því að rekstur bílastæða og bíla-
geymsluhúsa er partur af umferðar-
skipulagi borgarinnar. Bílastæðin
eiga að vera til þess að skapa hreyf-
ingu og gjaldtakan þjónar þeim til-
gangi að menn leggi ekki við stöðu-
mælana og haldi stæðunum tímun-
um saman. Ef ekki væri gjaldtaka
væru þessi stæði sjálfsagt full allan
daginn. Varðandi það að það sé
dýrt í stöðumæla í Reykjavik þá
hef ég gert mér það til dundurs í
öllum erlendum borgum sem ég hef
komið í að skoða hvað kostar í
stöðumæla og ég held að það sé
hvergi ódýrara en hér,“ sagði Ingi-
björg Sólrún.
Borgarstjóri sagði að lögð hefði
verið rík áhersla á það við stöðu-
mælaverði að þeir sýni þann sveigj-
anleika sem hægt er. „En þeir
geta ekki vitað hvort tíminn rann
út fyrir 5 mínútum, 10 mínútum
eða hálftíma, en ef að það leikur
vafi á því að rétt sé að álagningu
stöðugjalda staðið þá eigi kúnninn
að njóta vafans,“ segir borgar-
stjóri.
Stórmeistari Le Droit Humaine
Eignm það sam-
eiginlegt að við
erum hér núna
Njörður P. IMjarðvík
REGLAN er alþjóðleg
og með sameigin-
lega yfirstjórn og
aðalstöðvar í París, félagar
eru alls um 24.000 í 58
löndum. Notuð eru enska,
franska og spænska á ráð-
stefnunum og er túlkað
samtímis. Heimasíða regl-
unnar er http://alt-
ern.com/dh/.
Markmið reglunnar er
sjálfsþekking og samkennd
allra manna með áherslu á
réttlæti og þjónustu við
mannkynið. Lögð er
áhersla á jafnrétti kynj-
anna og starfað er á grund-
velli bræðralags án tillits
til kynþátta, trúarskoðana
eða heimspeki. Frímúrara-
reglur í heiminum eru
margar en eiga sér sameig-
inlegan uppruna, sennilega á mið-
öldum, að sögn Njarðar.
„Hér á landi eru tvær reglur,"
segir Njörður. „Sú sem flestir
kannast við einskorðar sig við
kristna karlmenn en reglan okkar
var upphaflega stofnuð til þess
að gefa konum kost á þessari
starfsemi. Okkar er auk þess al-
þjóðleg. Það voru tveir Frakkar,
Maria Deraismes og Georges
Martin, sem stofnuðu Le Droit
Humaine í París 1893. Derais-
mes, sem var rithöfundur og
blaðakona, var í forystu fyrir
frönsku kvenréttindahreyfing-
unni. Martin var læknir og þing-
maður.
Breska reglan tilgreindi inn-
tökuskilyrði árið 1717, menn eiga
að vera fijálsir og óháðir, fj'ár
síns ráðandi, hafa náð fullum
þroskaaldri, hafa heilbrigða dóm-
greind og næma siðferðistiifinn-
ingu. Konur höfðu engin réttindi
á þessum tímum og gátu því ekki
heldur orðið frímúrarar."
— Hver eru tengsl ykkar við
hina frímúrararegluna hér?
„Formleg tengsl eru engin en
þeir eru velkomnir á fundi hjá
okkur. Allar frímúrarareglur hafa
mannrækt að markmiði. Menn
eiga að reyna að bæta sjálfa sig
og öðlast meiri andlegan þroska.
Til þess nota reglurnar ákveðna
aðferð sem ekki er gefin upp,
þetta eru ekki leynireglur en
gætt er ákveðinnar leyndar.
Hjá okkar reglu er algert trú-
frelsi sem ekki er hjá hinni regl-
unni. Innan okkar raða eru kristn-
ir menn, búddistar, fólk islams
og menn sem tilheyra engum
trúarbrögðum. Við
viljum finna aðferð til
að tengja okkur sam-
an þrátt fyrir að við
séum ólík.“
— En nú hlýtur að
vera einhver sameiginlegur sið-
ferðilegur grunnur sem þið verðið
að standa á. Er ekki erfítt að finna
hann?
„Það er einfaldara þar sem ein-
göngu er um að ræða íslenska,
kristna karlmenn. En ef ætlunin
er að skapa samkennd allra
manna er ekki hægt að byrja á
því að útiloka meirihluta mann-
kynsins, segjum við.
Munurinn á svona reglu og t.d.
trúfélagi er að sá sem er í trúfé-
lagi segir: Þú átt að vera eins og
ég. Við segjum hins vegar: Þú
átt ekki að vera eins og ég. Þú
ert þú og ég er ég en við eigum
það sameiginlegt að við erum hér
núna og við verðum að lifa saman
í friði.
► Njörður P. Njarðvík, pró-
fessor og rithöfundur, er fædd-
ur 1936, lauk kandídatsprófi í
íslenskum fræðum við Háskóla
Islands og doktorsprófi í nor-
rænum málum frá háskólanum
í Gautaborg 1993. Hann er nú
prófessor í íslenskum bók-
menntum við Háskóla Islands.
Njörður hefur verið yfirmaður
alþjóðlegu Sam-Frímúrara-
reglunnar Le Droit Humaine á
íslandi frá 1985. Reglan hefur
starfað á íslandi frá 1921 og
verið sjálfstætt samband frá
1985, félagar eru um 350. Eig-
inkona Njarðar er Bera Þóris-
dóttir menntaskólakennari og
eiga þau þrjú börn.
Á ráðstefnu Le Droit Hum-
aine í París í vor var Njörður
kjörinn stórmeistari reglunnar
til næstu fimm ára. Er þetta í
fyrsta sinn í 104 ára sögu henn-
ar sem stórmeistarinn hefur
ekki frönsku að móðurmáli.
Starfið beinist í tvær áttir, inn
í mig sem einstakling og síðan
út á við, þ.e.a.s. hvernig ég starfa
í því þjóðfélagi sem ég lifi í. Þetta
er viðleitni til þroska, við leggjum
áherslu á að við séum ekkert
merkilegri en annað fólk en sýn-
um þessa viðleitni og vonum að
við getum þannig smátt og smátt
haft áhrif á aðra.“
— Hvers vegna þarf að ríkja
leynd yfír innra starfí reglunnar?
„Við notum vígsluathöfn þegar
nýir félagar ganga í regluna, ég
get bætt því við að í henni eru
hvorki líkamsmeiðingar né auð-
mýking, ekkert sem menn þurfa
að óttast. En þessi
athöfn myndi ekki
hafa sömu áhrif ef
fólk vissi fyrirfram í
hveiju hún væri fólg-
in. Hátíðleikinn yrði
minni.
Önnur ástæða leyndarinnar er
sú að á miðöldum voru allir
dæmdir villutrúarmenn sem ekki
hylltu hina einu, réttu trú. Frí-
múrarar hafa alltaf lagt áherslu
á frelsi hugans og urðu þess
vegna að leynast, þeir voru í lífs-
hættu. Þannig varð þessi leynd
upphaflega til. Þótt ekki þurfi á
henni að halda núna á íslandi er
aðra sögu að segja í Afganistan,
Iran og fleiri löndum. Þessar regl-
ur hafa alls staðar verið bannaðar
þar sem upp hefur komið annað-
hvort trúarlegt eða stjórnmála-
legt ofstæki. Okkar regla var
bönnuð í tíð Frankós á Spáni,
bönnuð í Austur-Evrópu. Leyndin
er ekki út í hött.“
Frímúrarar
vörðu líf sitt
með leyndinni