Morgunblaðið - 29.05.1997, Side 10

Morgunblaðið - 29.05.1997, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís DRÍFA Hjartardóttir, Jafnréttisráði, Ásgerður Jónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Elín R. Líndal, formaður Jafnréttisráðs, og Stefanía Traustadóttir, Skrifstofu jafnréttismála á fundinum í gær. Konur verði ofarlega á lista SAMSTARFSHOPUR Jafnréttis- ráðs mun beita sér fyrir því að konum verði raðað ofarlega á framboðslista í næstu sveitar- stjórnarkosningum. Hópurinn hefur sett sér að efla umræðu um þátt kvenna í stjórn- málum, fá fleiri konur til að gefa kost á sér og hvetja forystumenn stjórnmálaflokka til að vinna markvisst að raunverulegri jafn- stöðu kvenna og karla á framboðs- listum. „Það er engin tilviljun að þessi tími er valinn,“ sagði Stefanía Traustadóttir á Skrifstofu jafn- réttismála. „Við ætlum okkur að hafa áhrif á umræðuna áður en linur skýrast varðandi niðurröðun á Iista.“ Þetta kom fram á fundi sem samstarfshópur Jafnréttisráðs hélt í gær til að kynna áform sín. Hópurinn er þverpólitískur og samanstendur af Jafnréttisráði, fulltrúum allra stjórnmálaflokka og kvennahreyfingunni. Niðurstöður þessarar skýrslu verða kynntar þegar líður að landsfundi jafnréttisnefndar sveit- arfélaga sem haldinn verður 29. og 30. ágúst. Einnig verða forystu- mönnum stjórnmálaflokka send bréf og þeir spurðir hvemig þeir hyggist stuðla að raunverulegri jafnstöðu kvenna og karla á fram- boðslistum. Svörin verða kynnt opinberlega þegar þau berast. Loks er í undirbúningi útgáfa áróðurs- og fræðslubæklings, sem gefinn verður út í haust, í tengsl- um við fundaherferð sem hópur- inn ráðgerir að standa fyrir. Áætl- að er að hefja hana um mánaða- mótin ágúst september og er stefnan að funda með þeim sem standa að framboðsmálum á hveij- um stað. Raungreina- kennarar íhuga fj öldauppsagnir ÁSTA Þorleifsdóttir, formaður Fé- lags raungreinakennara, segir það ekki nýtt að margir falli í stærð- fræði á fyrsta ári í framhaldsskólum iandsins. Hún segir að fallhlutfallið hafi undanfarin ár almennt verið um 40% í grunnáföngum. Þeir sem falli fari síðan i endurtektarpróf og kaupi sér jafnvel aukatíma, en að því loknu sé fallhlutfallið þó um 25%. Ásta segir brýnt að veita fé til endur- menntunar starfandi kennara og hækka laun kennara til þess að hæft fólk fáist til skólanna. Hún segir mikinn skort á hæfum raun- greinakennurum og meðal þeirra sem enn séu við kennslu séu uppi hugmyndir um fjöldauppsagnir til þess að vekja athygli á alvöru máls- ins. Nú stendur yfir umfangsmikil undirbúningsvinna að endurskoðun aðalnámskráa grunn- og framhalds- skóla en stefnt er að því að henni verði lokið sumarið 1998. Átta vinnuhópar tóku til starfa í mars sl., skipaðir fulltrúum tilnefndum af kennarasamtökunum og mennta- málaráðherra. Að sögn Jónmundar Guðmarssonar verkefnisstjóra er hópunum ætlað að gera tillögu um stefnumörkun ráðuneytisins á hverju fagsviði fyrir sig. Auk vinnuhópanna hefur verið starfandi frá því í október sl. stefnu- mótunarnefnd, skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna, og hefur hún nýverið skilað tillögum sínum til menntamálaráðherra, sem mun kynna þær fyrir ríkisstjórninni á föstudag. Ásta Þorleifsdóttir situr í vinnu- hóp um náttúrufræði og segir hún vinnunni miða ágætlega. Hún bendir þó á að til þess að góð námskrá og gott námsefni verði virkt þurfi fyrst og síðast góða kennara. „Þar með er ég ekki að segja að við höfum ekki góða kennara, en menntun þeirra hefur verið röng. Við erum að gera auknar kröfur til fagþekkingar kennara sem Kenn- araháskólinn hefur mismenntað, sér- staklega á efri stigum grunnskólans. Það tekur tíma að framleiða nýjan kennaraflota með nýja fagþekkingu fyrir öll skólastig. Til þess verður að veita mikið fjármagn til endur- menntunar starfandi kennara," segir Ásta og bætir við að nauðsynlegt sé að hækka laun kennara til þess að hæft fólk fáist til skólanna. Þingholtin - glæsileg Glæsileg hæð og ris á skemmtilegum stað í fallegu tvíbýlishúsi smekklega staðsett á baklóð. Eignin er öll að mestu leiti endurnýjuð m.a. er rishæðin 2ja ára. Stórar skemmtilegar stofur. 12 fm suðursvalir. Lútuð furugólfborð á gólfum. Sérinngangur. Hátt til lofts. Verð 9,9 millj. 2756. Vættaborgir - parhús á frábæru verði Glæsileg 155 fm parhús á fallegum stað m. innb. bílskúr. Skilast frágengin að utan og fokheld að innan. Verð aðeins 7,9 millj. Teikningar á skrifstofu. 502. Valhöll fasteignasala, sími 588 4477. Pétur Sigurðsson formaður ASV Ekki bjartsýnn — engin teikn um lausn „ÉG ER alls ekki bjartsýnn því það eru engin teikn á lofti um að einhver lausn sé í nánd og enginn veit um innihald miðlun- artillögu fyrr en hún kemur fram,“ sagði Pétur Sþgurðsson formaður ASV, í samtali við Morgunblaðið í gær og segir ómögulegt að velta nokkuð íyrir sér hvernig slíkri tillögu yrði tekið. „Félagar mínir hér eru sjálf- stæðir stjórnendur hver fyrir sig, ég er aðallega talsmaður, en minni stjórnandi sem betur fer enda réði maður ekkert við það,“ sagði Pétur aðspurður um hvern- ig honum gengi að hafa tök á sínu fólki sem forystumaður ASV. „En það sem við höfum ekki síst uppúr þessari baráttu er það að félagslega eru menn sér margfalt betur meðvitandi um að þeir eru félagar í verka- lýðsfélagi, menn geta ýmislegt en hins vegar er þetta auðvitað alltaf spurning um aðferðir. Menn hljóta að standa við það að ýmislegt sé hægt að gera ef menn beita sér sameiginlega.“ Eru aðferðirnar eða baráttan öðruvísi nú en í fyrri deilum? „Baráttan nú er kannski ekki mjög ólík en ytri aðstæður þó á ýmsan hátt öðruvísi. Utgerðar- mynstrið hefur breyst og fisk- vinnslan sömuleiðis og mér finnst dæmigert nú að það er engin samstaða eða samkennd lengur hjá verkalýðsfélögum. Þeir sem eru þegar búnir að semja líta á önnur félög sem andstæðinga og finnst mér til dæmis sorglegt á Drangsnesi þegar félagar í sama fjórðungssambandi ganga til liðs við fyrirtækið og láta verkstjóra þess stjórna sér í átökum við félaga sína úr næsta bæ. Þetta er breyttur tíðarandi.“ Framlög berast ennþá Nokkur stéttarfélög hafa síð- ustu daga sent framlög í verk- fallssjóði félaga innan ASV. „Það er gríðarlegur stuðningur í þess- um framlögum stéttarfélaga í verkfallssjóði okkar og ekki er síður gott að fá stuðningsyfirlýs- ingarnar,“ segir Pétur. Framlög- in koma m.a. frá Félagi opin- berra starfsmanna á Austurlandi sem sendir í annað sinn 100 þús- und kr. og lýsir fyllsta stuðn- ingi; frá Hlíf í Hafnarfirði bárust 200 þúsund kr. og mun „á hvern þann hátt sem henni er mögulegt styðja við bakið á vestfirsku verkafólki í viðleitni þess til að ná bættum kjörum," segir í bréfi; BSRB sendir 2,5 milljónir króna og baráttukveðjur og segir Ög- mundur Jónasson í bréfi að með ólíkindum sé hve íslenskir at- vinnurekendur hafi staðið gegn réttmætum kröfum láglauna- fólks; frá Sjúkraliðafélagi Islands bárust 120 þúsund krónur og frá Starfsmannafélagi ríkisstofnana 500 þúsund kr. Arnar Kristinsson framkvæmdastjóri Básafelis Sáttasemjari eða ríkis- valdið leysi deiluna „MÁLIÐ er einfaldlega komið í þá stöðu að við leysum það ekki okkar á milli hér. Pétur Sigurðs- son sagði að hnúturinn væri svo fastur að það yrði að skera á hann og það gera hvorki þeir né við,“ sagði Arnar Kristinsson framkvæmdastjóri Básafells á ísafirði í samtali við Morgunblað- ið í gær. „Við leysum ekki þetta mál og ef sáttasemjara tekst það ekki þá verðum við að gera það upp við okkur hvort hér á að vera byggð áfram eða ekki. Þeir vita það jafnvel og við og hafa vitað það frá upphafi að við semjum ekki upp á neitt mikið meira en aðrir hafa samið um. Það hefur legið fyrir frá upphafi," sagði Arnar ennfremur og sagði að- spurður að ríkisvaldið yrði að koma til skjalanna ef sáttasemj- ari lyki ekki málinu. „Við vonum náttúrlega að þessu fari að ljúka og ég veit ekki hvort við erum einir um það - það er svo gaman hinum meg- in,“ sagði Amar Kristinsson enn- fremur. Hann sagði að ástandið væri að verða skelfilegt í rækj- unni og að Básafell væri sífellt að senda samninga frá sér og var jafnvel svartsýnn á að bolfisk- vinnsla hæfist á ný, vildi þó ekki gefa upp alla von um það. Amar sagði þó ljóst að meiri áhersla yrði lögð á saltfisk miðað við markaðshorfur í augnablikinu. „Hingað er væntanlegur 4. júní stór smásölukaupandi frá Bretlandi og ef starfsemin verður þá ekki komin í gang kemur hann ekki meira til okkar á þessu ári sem þýðir að hann kaupir ekki af okkur fyrir næstu jóla- sölu. Þeir skipuleggja ferðir sínar í ársbyrjun og þeim verður ekki breytt," sagði Arnar og sagði ljóst að nokkurn tíma tæki að koma starfseminni í gang eftir verkfall. Salan færð frá SH Básafell hefur selt bolfiskaf- urðir gegnum SH og rækjuna hjá ÍS og hefur verið ákveðið að PÁLL Halldórsson, skipstjóri á Páli Pálssyni ÍS, segir það raka- lausan þvætting sem haft var eftir Pétri Sigurðssyni, forseta ASV, í Morgunblaðinu að skipið hefði læðst inn á Grundarfjörð til löndun- ar og farið eins og þjófar á nóttu. „Það var vigtað upp úr skipinu og ég var búinn að fá vigtarnótur og ganga frá öllu þegar skipið fór. Svo ásakar hann mig um það færa alla sölustarfsemina til ÍS en Arnar segist telja það hag- kvæmara að vera með afurðasöl- una á sama staðnum. Saltfiskur verður þó áfram seldur gegnum útflutningsfyrirtæki í Reykjavík og er Básafell innan Vinnumála- sambands íslands. Arnar lét þess getið vegna orða Péturs Sigurðssonar í Morg- unblaðinu í gær þess efnis að vinnuveitendur hefðu dregið til baka atriði sem þegar hefði náðst samkomulag um, að vinnuveit- endur hefðu nefnt tvö til þrjú atriði sem ræða mætti ef þau gætu orðið til þess að deilan leystist. Þau væru hins vegar ekki uppi á borðinu ef ekki væri vilji til að halda viðræðum áfram og leysa deiluna. að bijóta lög og gefa Tilkynn- ingarskyldunni rangar staðsetn- ingar. Þetta er rakin lygi og hægt er að fá það vottað.“ Hann sagði að sjómönnum fyndist mjög að sér vegið í kjara- deilunni á Vestfjörðum. „Við erum í okkar vinnu og við erum ekki í verkfalli. Þegar við vorum í verk- falli síðast fengum við enga samúð frá verkafólki hér á Vestfjörðum." Rakalaus þvættingur Komið í veg fyrir löndun á Sauðárkróki MILLI 20 og 30 verkfallsverðir frá Vestfjörðum voru á Sauðár- króki árla í gærmorgun þegar togarinn Andey frá Súðavík kom til hafnar þar sem ætlunin var að landa. Var ekki reynt að landa úr skipinu. Jón Karlsson formaður verka- lýðsfélagsins á Sauðárkróki ræddi við skipshöfnina og varð úr að ekki var gerð tilraun til löndunar enda verkfallsverðir til- búnir að reyna sitt til að hindra hana. Landa átti 55 tonnum af frystri rækju og þegar séð var að ekki yrði úr því lét skipið úr höfn. Ekki höfðu fleiri vestfirsk skip gert tilraunir til löndunar síð- degis í gær og sagði Pétur Sig- urðsson formaður ASV að reynt væri að fylgjast með ferðum skipanna og reynt yrði að halda áfram að stöðva löndun vestfir- skra fiskiskipa eins og mögulegt væri og sagði menn tilbúná til að leggja mikið á sig við það þrátt fyrir að ljóst mætti vera að ekki næðist að gera það alls staðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.