Morgunblaðið - 29.05.1997, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997 11
_____________________________FRÉTTIR
íslandsflug hættir flugi til Neskaupstaðar
Flugn einir en höfðu
innan við 50% mark-
aðshlutdeild
ÍSLANDSFLUG hefur ákveðið að
hætta flugi til Norðfjarðar frá og
með 1. júní. Ómar Benediktsson,
framkvæmdastjóri Íslandsflugs,
segir að erfíðar aðstæður og ónógir
flutningar valdi þessari ákvörðun,
en þrátt fyrir beint flug hafi fyrir-
tækið ekki náð helmings markaðs-
hlutdeild á staðnum því meirihluti
íbúa hafi fremur kosið að aka til
Egjlsstaða og fljúga þaðan.
í bréfi til bæjaryfirvalda þar sem
greint er frá ákvörðuninni segir að
til greina komi að íslandsflug end-
urskoði ákvörðunina og taki að
nýju upp flug í haust. „Tii þess að
svo megi verða þarf að leggja bund-
ið slitlag á flugvöllinn og markaðs-
aðstæður þurfa að breytast. Það
er þó ekki því að leyna að langt
og erfitt aðflug er einn helsti þránd-
ur í götu fyrir flugi til Norðíjarðar,
sem er ekki hægt að breyta," segir
orðrétt í bréfi íslandsflugs til bæjar-
yfirvalda í Neskaupstað.
Með tilvísun í bréfinu til breyttra
markaðsaðstæðna segir Ómar átt
við að þrátt fyrir að bæjaryfirvöld
hafi staðið vel við bakið á flugi ís-
landsflugs sex sinnum í viku til
staðarins hafi fyrirtækinu þótt fyr-
irtæki á staðnum leggja litla áherslu
á að styðja við flugið eins og lítil
markaðshlutdeild beri með sér.
Hann segir að kannanir fyrirtækis-
ins hafí bent til að flugtími um
morguninn myndi litlu breyta. Sam-
kvæmt þeim vilji Norðfirðingar
helst fá flug að kvöldi en fyrirtæk-
ið hefur flogið klukkan 16 frá staðn-
um.
íslandsflug hefur flogið með
Dornier-flugvel til Norðfjarðar en í
þeirri vél er hvorki jafnþrýstiklefi
né salerni. Ómar segir að Dornier
sé hins vegar sú tegund vélar sem
henti best og ráði langbest við að-
stæður í Norðfirði.
20 mínútna aðflug
Alls tekur flug milli Reykjavíkur
og Norðíjarðar um 85 mínútur en
þar af tekur aðflugið eitt um 20
mínútur eða jafnlangan tíma og
flug aðra leið milli Reykjavíkur og
Vestmannaeyja því að fljúga þarf
út fyrir Ijörðinn.
Ómar segir að þótt beinu flugi
verði hætt í sumar muni íslandsflug
auka framboð á ferðum til Egils-
staða og halda uppi daglegu flugi
þangað og sérleyfishafi auki fram-
boð á rútuferðum milli Egilsstaða
og Neskaupstaðar í tengslum við
flug íslandsflugs.
Bæjarstjórn harmar
ákvörðunina
Guðmundur Bjarnason, bæjar-
stjóri í Neskaupstað, sagðist í sam-
tali við Morgunblaðið harma þá
ákvörðun íslandsflugs að hætta
áætlunarflugi í sumar. Bæjarstjórn
samþykkti á fundi í fyrradag álykt-
un þar sem ákvörðunin er hörmuð.
„Bæjarstjórn telur mikilvægt að
reglubundnu áætlunarflugi verði
haldið áfram til Neskaupstaðar og
felur bæjarstjóra og bæjarráði að
ræða við flugrekstraraðila um það,“
segir í ályktuninni. Guðmundur
bæjarstjóri sagði í gær að ekki
væri farið að óska viðræðna við
flugrekstraraðila en það yrði gert.
Hann sagði að _ bæjaryfírvöld
hefðu átt fundi með íslandsflugi og
hefðu átt ágætissamvinnu við fyrir-
tækið. „Við getum ekki þvingað þá
til að fljúga hingað ef það gengur
ekki hjá þeim.“ Hann sagði að á
hinn bóginn hefðu bæjaryfirvöld
talið að fyrirtækið gæti náð stærri
hlutdeild fiugfarþega með því að
fljúga fyrrihluta dags en ekki um
miðjan dag því þá nýtist mönnum
dagurinn illa syðra.
Samkeppni um Egilsstaði
lækkar fargjöld
Hins vegar sagði Guðmundur að
ákvörðunin væri ekki alill því af
henni leiddu bættar samgöngur á
landi með rútuferð Austurleiða milii
Egilsstaða og Neskaupstaðar í
tengslum við flug íslandsflugs. Þá
kvaðst hann telja að aukin sam-
keppni um flug á Egilsstöðum leiði
í fyrstu a.m.k. til lægri fargjalda.
Það að flug félli niður væri ekki
jafnmikið áfall fyrir samgöngur til
staðarins nú og áður því nú væri
daglegur snjómokstur yfir Odd-
skarð á vetrum og vegurinn malbik-
aður alla leið en um 45 mínútna
akstur er yfir til Egilsstaða.
Guðmundur sagði að það væri
ekki á flugáætlun að leggja slitlag
á flugbrautina. Það kostaði 35 m.kr.
og væri augljóslega sveitarfélagi á
stærð við Neskaupstað ofviða.
„Okkur hefur ekki borist neitt
erindi frá bæjarstjórninni á Nes-
kaupstað ennþá. Við munum að
sjálfsögðu taka vel á móti þeim en
það er of snemmt að tala um okkar
afstöðu til málsins," sagði Páll
Halldórsson, framkvæmdastjóri
innanlandsflugs Flugleiða og Flug-
félags íslands í gær, þegar hann
var spurður um viðbrögð fyrirtækis-
ins við væntanlegu erindi bæjar-
stjórnar Neskaupstaðar.
Morgunblaðið/Þorkell
HJÁLPARTÆKIN sett í gáma sem fluttir verða til Rússlands.
Hjálpartæki gefin veik-
um börnum í Rússlandi
LION SHRE YFIN GIN á ís-
landi, í samvinnu við norræna
Lionsfélaga, stóð nýverið fyrir
söfnun til tækjakaupa fyrir
alvarlega veik börn í Rúss-
landi.
Söfnuðust 8,5 miHjónir og
lagði íslenska Lionshreyfingin
helminginn af þeirri upphæð
af mörkum til söfnunarinnar
í samvinnu við þá söluaðila
sem útveguðu tækin, þ.e. Stoð
hf., Orthos hf., Barnasmiðjuna
og Hjálpartækjamiðstöðina,
sem gaf notuð tæki sem ekki
eru nýtt lengur.
Um er að ræða hjálpartæki
til endurhæfingar barna með
alvarlega heilaskaða og tauga-
sjúkdóma. Tækin voru sett um
borð í gáma í gær og fara á
Friazino-heimilið, 50 km fyrir
utan Moskvu, sem hýsir for-
eldralaus börn. Einnig mun
iðjuþjálfari fara utan og kenna
starfssystkinum sínum í Rúss-
landi á tækin.
„Við viljum þakka öllum
þeim sem tekið hafa þátt í
þessu átaki með okkur,“ sagði
Jón Bjarni Þorsteinsson, lækn-
ir, í samtali við Morgunblaðið.
Hann nefndi m.a. Jouri A.
Rechetov, sendiherra Rúss-
lands á íslandi, Gunnar Gunn-
arsson, fyrrv. sendiherra Is-
lands í Rússlandi, og Ólaf Eg-
ilsson, núverandi sendiherra.
„Von okkar er að þessi tæki
muni nýtast til að þjálfa börn-
in og bæta líðan þeirra í þeim
veikindum sem þau eiga við
að stríða,“ sagði Jón Bjarni
að lokum.
Hugmyndir um tengingu krónu við evró með gengissamningi við ESB
Samningar yrðu
flóknir og tímafrekir
Gerð gengissamnings við Evrópusambandið hefur verið nefnd sem
möguleg viðbrögð íslands við gíldistöku Efnahags- og myntbanda-
lags Evrópu. Ólafur Þ. Stephensen segir að slík samningsgerð
yrði flókin og tímafrek, væri á annað borð vilji fyrir henni.
SÁ MÖGULEIKI hefur verið nefnd-
ur sem viðbrögð við gildistöku
Efnahags- og myntbandalags Evr-
ópu (EMU) og upptöku Evrópu-
gjaldmiðilsins evrós, að Island geri
samning um gengissamstarf við ríki
EMU.
Gengið er út frá að í þessum
samningi fælist að gengi krónunnar
væri tengt við evróið og - sem er
grundvallaratriði - að Evrópski
seðlabankinn (ECB) myndi skuld-
binda sig til að styðja gengi krón-
unnar ef hún yrði fyrir áföllum á
gjaldeyrismörkuðum. Eins og Ingi-
mundur Friðriksson, aðstoðar-
bankastjóri Seðlabankans, benti á
í erindi sínu á ráðstefnu Landsbank-
ans um EMU í fyrradag, myndi
trúverðugleiki þessarar tengingar,
umfram einhliða tengingu krónunn-
ar við evró, felast að hluta til í
þessari skuldbindingu ECB, þótt
auðvitað skipti stefna íslands í
efnahags- og peningamálum höfuð-
máli.
Ingimundur benti hins vegar
jafnframt á að þótt þessi leið virtist
aðlaðandi, væri engin von til þess
að hægt yrði að efna til viðræðna
um möguleika á slíku samkomulagi
fyrr en eftir að EMU hefði gengið
í gildi, þ.e. eftir 1999, og Evrópski
seðlabankinn starfað um hríð.
Heimild í Maastricht
en fjöldi varnagla
í þeim kafla Maastricht-sáttmál-
ans, sem fjallar um Efnahags- og
myntbandalagið, nánar tiltekið 1.
lið 109. grein, er kveðið á um heim-
ild ráðherraráðsins til að gera geng-
issamninga af þessu tagi við ríki
utan Evrópusambandsins. í grein-
inni eru hins vegar slegnir alls kon-
ar varnaglar. í fyrsta lagi verða öll
aðildarríkin að samþykkja gengis-
samning. í öðru lagi verður ECB
eða framkvæmdastjórn sambands-
ins að leggja fram tillöguna, sem
ráðherraráðið síðan samþykkir. í
þriðja lagi verður ráðið að hafa
samráð við Evrópuþingið. í fjórða
lagi er ráðið skyldugt að hafa sam-
ráð við seðlabankann, í því skyni
að ná samkomulagi í samræmi við
markmið bankans um verðstöðug-
leika. Það er því hægara um að
tala en í að komast að gera slíkt
samkomulag við Evrópusambandið.
„Grein 109 er svo flókin að það
mun áreiðanlega taka mjög langan
tíma að ná fram slíkum samningi,
sé á annað borð vilji fyrir að gera
hann,“ segir hátt settur embættis-
maður framkvæmdastjórnar ESB,
sem Morgunblaðið ræddi við um
þetta mál.
Hann segir skiljanlegt að EFTA-
ríkin kunni að sækjast eftir trúverð-
ugri tengingu við evróið, enda séu
þau hluti af innri markaði ESB
samkvæmt samningnum um Evr-
ópskt efnahagssvæði. Honum þykir
þó ótrúlegt að ECB vilji takast á
hendur þá skyldu að styðja gjald-
miðla EFTA-ríkja og telur að teng-
ingin yrði fremur einhliða af hálfu
EFTA-ríkjanna.
„Óskrifuð grein
Maastricht"
Hagfræðingur hjá Evrópuþing-
inu og sérfræðingur í EMU, sem
Morgunblaðið ræddi við, segir að á
meðan á ríkjaráðstefnunni stóð,
sem leiddi tii undirritunar Maastric-
ht-sáttmálans, hafi Evrópuþing-
menn viðrað þá hugmynd að kveða
sérstaklega á um það í sáttmálanum
að gera mætti samninga um gengis-
samstarf við EFTA-ríkin og styðja
gjaldmiðla þeirra ef sótt væri að
þeim.
Hagfræðingurinn kallar þetta
„hina óskrifuðu grein Maastricht"
og bætir við að það hefði ekki átt
að verða mjög erfitt að styðja hina
hlutfallslega smáu gjaldmiðla
EFTA-ríkjanna. Samstarf hefði
getað komið Evrópusambandinu til
góða, þar sem koma hefði mátt í
veg fyrir að seðlabankar EFTA-
ríkjanna gripu til aðgerða í peninga-
málum, sem hefðu áhrif á stöðug-
leikann innan EMU, til dæmis með
sölu dollara. Það mál horfi hins
vegar öðruvísi við eftir að fækkaði
í EFTA og þijú aðildarríki gengu í
ESB.
Aukaaðild að ERMII
hugsanlega skoðuð þegar um
hægist
Annar embættismaður Evrópu-
þingsins segir að innan Evrópusam-
bandsins sé enginn sérstaklega
áfjáður sem stendur í að hefja
samningaviðræður við ríki utan
sambandsins um gengissamstarf.
Það sé nægt verkefni að koma sem
flestum ríkjum sambandsins inn í
Efnahags- og myntbandalagið.
Hugsanlegt sé þó að eftir að EMU
hefur verið komið á laggirnar, sér-
staklega ef mörg ESB-ríki verða
með strax í upphafi, muni menn
skoða möguleikann á að veita utan-
aðkomandi ríkjum einhvers konar
aðild að hinu endurnýjaða Evrópska
myntsamstarfi (EMS) og nýju
Gengissamstarfi Evrópu (ERM II).
Þetta samstarf er fyrst um sinn
eingöngu ætlað þeim ríkjum ESB,
sem munu standa utan EMU, og á
að tryggja að gjaldmiðlar þeirra
sveiflist ekki um of miðað við evró-
ið, þótt eflaust verði sveiflumörk í
kerfinu nokkuð víð. Meðal þeirra
skuldbindinga, sem þátttakendur í
gengissamstarfinu munu verða að
taka á sig, er að fylgja mjög svip-
aðri efnahags- og peningamála-
stefnu og EMU-ríkin og stefna að
sem mestri efnahagslegri samleitni.
í því skyni yrðu aðildarríkin að
leggja fram áætlanir um aðgerðir
í efnahagsmálum, sem fram-
kvæmdastjórn ESB yrði að sam-
þykkja.