Morgunblaðið - 29.05.1997, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997 13
FRÉTTIR
Gjaldþrot
eftir bíla-
innflutning'
FYRIRTÆKIÐ ítalska verslunarfé-
lagið hf., sem var um hríð með
umboð fyrir Fiat-bíla, var tekið til
gjaldþrotaskipta árið 1992. Skiptum
er nýlega lokið. Tæpur helmingur
forgangskrafna, sem námu rúmum
4 milljónum, greiddist en upp í al-
mennar kröfur, sem námu rúmum
78,4 milljónum, greiddist ekkert.
Eignir búsins fólust aðallega í
skrifstofubúnaði og varahlutum í
Fiat-bíla, en annað fyrirtæki hafði
tekið við innflutningi og sölu bíl-
anna. Samkvæmt upplýsingum
Magnúsar Hauks Magnússonar
hdl., skiptastjóra þrotabúsins, voru
eigendur ítalska verslunarfélagsins
hf. sjálfir í miklum ábyrgðum.
Magnús Haukur sagði skiptalok
hafa dregist þar sem allnokkur mál
voru höfðuð fyrir dómstólum vegna
skiptanna.
---------------
Hjólað til
styrktar
krabbameins-
sjúkum
FERÐASKRIFSTOFAN Safarí-
ferðir leggur á sunnudag af stað í
fimm daga hjólreiðaferð með 88
farþega frá Bretlandi í samvinnu
við bresku líknarsamtökin Macmill-
an Cancer Relief. Ferðin er farin í
fjáröflunarskyni fyrir krabbameins-
sjúklinga.
Lagt verður af stað frá tjaldstæð-
inu í Mosfellsbæ kl. 9 á sunnudags-
morgun og næstu fimm daga verða
hjólaðir tæplega 400 km. Gist verð-
ur í tjöldum eða svefnpokaplássum
á Laugarvatni, í Árnesi, á Hellu og
í Hlíðardalsskóla.
Með í för verða tólf starfsmenn
Safaríferða og fjórir íslenskir hjól-
reiða- og viðgerðarmenn. Hópnum
fylgja tveir eldhúsbílar, ein rúta og
tveir jeppar, ásamt kerrum undir
varahjól. Ferðinni lýkur í Reykjavík
fimmtudaginn 5. júnl, þar sem sleg-
ið verður upp tjöldum á tjaldstæðinu
í Laugardal.
Morgunblaðið/Ásdís
FÓLK úr verkalýðshreyfingunni, innan ASÍ og frá öðrum samtökum, var á meðal fundargesta í gær.
Ríkissljórnir ESB beiti
sér gegn atvinnuleysi
„VIÐ ERUM að beijast fyrir því
að ríkisstjórnir Evrópu beiti sér
gegn atvinnuleysi," sagði Ari
Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ,
vegna ráðstefnu, _sem haldin var í
gær, um starf ASÍ að alþjóðamálum
í tilefni af evrópskum baráttudegi
gegn atvinnuleysi.
Baráttan miðar m.a. að því, að
sögn Ara, að fá markmið sett inn
í stofnsáttmála Evrópusambandsins
um hátt atvinnustig, en hingað til
hafi það verið afgangsstærð í samn-
ingaviðræðum aðildarríkjanna.
„Árangur í glímunni við atvinnu-
leysi næst einungis með samhæfð-
um aðgerðum á mörgum sviðum,
t.d. breyttum áherslum í mennta-
málum sem miðuðu að því að auka
samkeppnisstöðu fyrirtækja, aukn-
um verulegum fram-
kvæmdum í sam-
göngubótum og með
því að skoða þá kosti
sem upplýsingaþjóð-
félagið býður upp á.“
Á réttri leið
á íslandi
„Ef markmið um
hátt atvinnustig verð-
ur tekið inn í sáttmál-
ann af fullri alvöru
tækju almennar efna-
hagsaðgerðir ESB mið
af því, sem yrði að telj-
ast mikilvægur
áfangasigur."
Ari sagði að fyrir
mörg Evrópuríki væri
ARI Skúlason,
framkvæmdastjóri
ASÍ.
atvinnuleysi mál mál-
anna, t.d. væri það um
13% í Svíþjóð, 20% á
Spáni og 16% í Finn-
landi. Hér á íslandi
væri það ekki nema
4%, en fyrir 2-3 árum
hefði það verið 6-7%
sem hefði skapað veru-
leg vandamál.
„Atvinnuleysi skap-
ar félagsleg vandamál
og er dýrt fyrir þjóðfé-
lagið bæði til lengri og
skemmri tíma. Sem
betur fer er þetta allt
á réttri leið hér á landi,
enda er gott atvinnulíf
besta leiðin til að halda
niðri atvinnuleysi."
Slysið við
Ljósheima
Festing-
um áfátt
áþaki
RANNSÓKN á orsökum slyss-
ins við Ljósheima á mánudag
hefur leitt í ljós að festingum
og búnaði á þaki hússins var
áfátt í nokkrum atriðum miðað
við gildandi reglur.
Öryggisbúnaður pallsins
sem féll nokkra metra við hús
í Ljósheimum í Reykjavík í
fyrradag hafði nýlega gengist
undir endurbætur í samræmi
við reglur sem gilda um slíkan
búnað, samkvæmt upplýsing-
um frá Vinnueftirliti ríkisins.
Búnaðurinn hafði sömuleiðis
verið skoðaður og fengið fulln-
aðarúttekt.
Oryggisbúnaður
bjargaði
„Ljóst er að þessi öryggis-
búnaður kom í veg fyrir að
pallinum hvolfdi eða hann félli
ti! jarðar með öllum þremur
mönnunum sem á honum
voru,“ segir í yfirlýsingu frá
stofnuninni.
Ekki er skylt samkvæmt
núgildandi reglum að láta
Vinnueftirlitið taka út upp-
setningu slíkra palla í hvert
skipti sem þeim er komið fyr-
ir, en samkvæmt upplýsingum
stofnunarinnar hafa forsvars-
menn fyrirtækisins sem stóðu
fyrir verkinu, alltaf óskað eftir
slíkum úttektum. En fyrir
þetta tiltekna verk hafi komið
upp misskilningur varðandi
úttekt og hún því ekki farið
fram. Hins vegar hafi starfs-
mönnum verið gefnar munn-
legar ábendingar um strekk-
ingu á öryggislínu.
Vinnueftirlitið telur hins
vegar tryggt að góð samvinna
verði á milli stofnunarinnar og
verktakans um að festingar
pallsins verði traustar áður en
notkun hans hefst að nýju.
Vonbrigði með
framlög af
vegaáætlun
Fimm milljónir til Vegagerðar
ríkisins vegna Gullinbrúar
BORGARRÁÐ lýsir yfir vonbrigðum
með samþykkt Alþingis á framlög-
um á vegaáætlun til höfuðborg-
arsvæðisins. Einnig að áætlunin
skuli ekki hafa verið afgreidd fyrr
en á allra síðustu dögum þingsins
og að hún skuli vera afgreidd til
tveggja ára en ekki fjögurra eins
og lög geri ráð fyrir. Lýst er yfir
vonbrigðum með að ekki skuli vera
gert ráð fyrir fé til að breikka Gull-
inbrú og samþykkt að veita Vega-
gerð ríkisins fimm milljóna króna lán
til _að kosta hönnun.
I bókun borgarráðs kemur fram
að það sé óviðunandi að vegaáætlun
sé afgreidd svo seint, þar sem áætlun-
in nái til verkefna sem framkvæma
á á þessu ári. Það valdi jafnframt
óvissu og óþægindum að áætlunin
sé afgreidd til tveggja ára í stað fjög-
urra því uppbygging í borginni sé
háð því að umbætur á stofnbrauta-
kerfi haldist í takt við þróunina.
Bent er á að framlög til höfuð-
borgarsvæðisins á þessum tveimur
árum séu 190 milljónum lægri en
gert var ráð fyrir í þeirri vegaáætl-
un, sem samþykkt var fyrir tveimur
árum og tæplega 800 milljónum
lægri en tillögur sveitarfélaganna
gerðu ráð fyrir á síðasta hausti. Það
hafi gerst þrátt fyrir að sveitarfélög-
in hafi lagt fram gögn er sýni að
auka þurfi árlegt framlag til þjóð-
vega á svæðinu um 20-30% til að
ná fram viðunandi ástandi í um-
ferðaröryggi.
Þrátt fyrir að ekki sé gert ráð
fyrir fé til að breikka Gullinbrú hef-
ur borgarráð samþykkt að fela borg-
arverkfræðingi að hefja hönnun á
þessu ári og skoða sérstaklega
áfangaskiptingu hennar með það að
markmiði að sem fyrst verði ráðin
bót á umferðartöfum. Til að flýta
þessum undirbúningi var samþykkt
að veita 5 millj. króna lán til Vega-
gerðar ríksins til að kosta hönnun-
ina.
bjóðum við hagstæðustu .
verð sumarsins til M
Benidorm í eina eða tvær vikur
^20665
1 vika
4 í íbúð, 2 börn og 2 fullorðnir kr. 28
2 í íbúð kr. 38200
Gisting á Gemelos II í hjarta bæjarins -
Stutt í alla þjónustu
2 vikur
4 í fbúð, 2 börn og 2 fullorðnir kr. 35^^
2 í íbúð kr. 48^00
Gisting á Gemelos II eða Maryciel - Báðir gististaðir eru staðsaðsettir
í hjarta bæjarins - Stutt í alla þjónustu
Innifalið: Flug, gisting, flutningur til og frá flugvelli erlendis - Islensk fararstjórn og allir skattar
Viðbótarafsláttur kr. 4000.- þegar þú notar
EURO/ATLAS ávísunina þína.
Hafðu samband við
okkur, því nú er tæki-
færið til að komast
___ódýrt í sólina
Pantið í síma
552 3200
FERÐASKRIFSTOFA
9 REYKJAVÍKUR
Aðalstræti 16 - sími 552-3200