Morgunblaðið - 29.05.1997, Page 14

Morgunblaðið - 29.05.1997, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Söguleg stund á ársfundi FSA Beint sam- band við skurðstofu Landspít- alans AKUREYRINGAR sem sátu ársfund Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri á Hótel KEA í gær fylgdust með aðgerð sem gerð var á skurðstofu Landspítalans á sama tíma. Anna Lilja Gunnarsdóttir hjúkr- unarfræðingur og rekstarhagfræð- ingur og forstöðumaður áætlana- og hagdeildar Ríkisspítala og Jónas Magnússon prófessor og sviðsstjóri handlækningasviðs Ríkisspítala fluttu erindi um framtíðarsýn í heil- brigðisþjónustu og þróun sjúkrahúsa á næstu árum. I lok erindisins var sýnt hvað tæknin býður upp á í sam- skiptum milli landshluta, en sett var upp stafræn tenging við skurðstofu Landspítalans þar sem fram fór að- gerð, gallablaðra var fjarlægð úr sjúklingi. Fundarmenn fylgdust með aðgerðinni í um hálftíma og lýsti Jónas því sem fram fór, en fram kom í máli hans að væri hluti af framtíð- arsýn í heilbrigðisþjónustu. Notað var svonefnt samnet, eða ISDN- símalína, miili staðanna og voru 6 línur í notkun. „Þetta er söguleg stund, þetta er í fyrsta sinn sem við gerum þetta á íslandi," sagði Ár- sæll Magnússon hjá Pósti og síma hf. á Akureyri. Halldór Jónsson framkvæmda- stjóri FSA sagði starfsemi lands- byggðarsjúkrahúsa að breytast, mjög hefði dregið úr miðlungs- og stærri aðgerðum og væru þær smám saman að leggjast af víða um land. Þróunin væri sú að menntað fólk í heilbrigðisþjónustu vildi ekki lengur starfa á landsbyggðarsjúkrahúsum. Það kallaði í raun á uppstokkun á öllu heilbrigðiskerfinu. Þá nefndi hann að örar breytingar væru á tæknisviðinu og væri nauðsynlegt að fylgjast vel með þróun á því sviði og taka þátt í henni. Morgunblaðið/Guðmundur Þór TVEGGJA metra koparkross, minnismerki um mannskæðasta flugslys Islandssögunnar í Hestfjalli við Héðinsfjörð verður afhjúpaður í sumar. Á myndinni eru Kiwanismennirnir Björgvin Björnsson og Halldór Guðmundsson með sóknarprestinum sr. Sigríði Guðmarsdóttur. Hálf öld liðin frá flugslysinu í Hestfjalli Minnismerki sett upp á slysstað í sumar Ólafsfjördur. Morgnnblaðið. FIMMTÍU ár eru nú liðin frá mannskæðasta flugslysi íslands- sögunnar. Þann 29. maí 1947 fórst TF-ÍSÍ sem var af gerðinni Douglas Dakota í Hestfjalli í Héðinsfirði. Vélin sem var á leið til Akureyrar, rakst á Hestfjall, efst í svokölluðum Vogartorfum, við vestanverðan Héðinsijörð. Skyggni var slæmt, dimm þoka og lágskýjað og lenti vélin á fjallinu í um 50 metra hæð. Allir sem í vélinni voru, 25 manns, fórust. Þegar fréttist af slysinu var í skyndi safnað saman mönnum frá Siglufirði og Ólafsfirði. Á Siglufirði va_r björgunarsveitin kölluð út, en í Ólafsfirði áhöfnin á bát sem var í landi, m/b Egill ÓF og allir aðrir tiltækir menn. Sögðu sjónarvottar aðkomuna hafa verið hræðilega. Siglfirðingar og Ólafsfirðingar unnu við að koma líkunum niður úr fjallinu við erfiðar aðstæður og um borð í báta. Siglt var til Ólafs- fjarðar og þaðan til Akureyrar. Þessi atburður er þeim sem að hon- um komu enn í fersku minni. Minnismerki á slysstað Kiwanisklúbburinn Súlur í Ólafs- firði hefur ákveðið að minnast þess- ara atburða með því að reisa minn- ismerki í Héðinsfirði. Minnismerkið er tveggja metra hár koparkross í keltneskum stíl sem reistur verður nálægt slysstaðnum. Hefur klúbb- urinn notið velvildar félagasam- taka, fyrirtækja og opinberra aðila sem lagt hafa fé í verkið. Klúbbur- inn hefur notið góðrar aðstoðar sóknarprestanna í Ólafsfirði og Siglufirði, sr. Sigríðar Guðmars- dóttur og sr. Braga J. Ingibergsson- ar. Helgistund Krossinn verður vígður við hátíð- lega athöfn í Héðinsfirði 19. júlí næstkomandi. Vígslan fer að líkind- um fram um borð í bát, því illkleift er í fjallið. Eftir athöfnina verður farið til Ólafsfjarðar og þar drukkið kaffi í Félagsheimilinu Tjarnarborg. í kvöld, fimmtudagskvöldjð 29. maí verður stutt helgistund í Ólafsfjarð- arkirkju og eru allir velkomnir. Verkmenntaskólinn á Akureyri SKÓLASLIT verða í fþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 31. maíkl. 10.00. Skólameistari. Tískuverslunin IMlFjlL d-m. opnar í dag fimmtudaginn 29. maí í Hafnarstræti 97,2. hæð í Krónunni, verslunarmiðstöð. Opnunartilboð staðgreiðsluafsláttur fimmtudag, föstudag og laugardag. 15% Um 40 hjólbörðum stolið frá Gúmmívinnslunni Þjófar sættu lagi milli eftirlitsferða UM 40 hjólbörðum var stolið frá Gúmmívinnslunni við Réttar- hvamm á Akureyri aðfaranótt þriðjudags eða 8 jeppadekkjum og um 30 fólksbíladekkjum og nemur verðmæti þeirra um hálfri milljón króna. Brotist var inn í gám sem er áfastur lager Gúmmívinnslunnar, þar sem geymd eru fólksbíladekk og höfðu þjófarnir á brott með sér um 30 ný dekk, svokölluð „low- profile" dekk fyrir 15 tommu felg- ur af Brigdestone gerð. Ganga þau 7UJ30Ð Æjóiwyiidastofa Éjunnars úugiwarssonar Suðurveri, sími 553 4852 undir flestar gerðir japanskra fólksbíla séu keyptar undir þá stærri felgur. Þessi dekk eru ekki seld víða og hafi starfsmenn dekkjaverkstæða augun hjá sér er ekki ólíklegt að hægt verði að kom- ast á sporið. Kunnugir á svæðinu Einnig var brotist inn í gám annars staðar á lóð Gúmmívinnsl- unnar, þar sem geymd eru notuð jeppadekk og höfðu þjófar á brott með sér 8 dekk á felgum. Þykir ljóst að þeir sem þarna voru að verki hafi ekki með öllu verið ókunnugir á svæðinu og einnig að þeir hafa þurft nokkuð stóran bíl til að flytja dekkin á brott með sér. Þórarinn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar, segir innbrotið mikið áfall fyrir fyrirtækið, þótt tjónið fáist að lík- indum bætt að hluta. Aldrei hafi verið brotist inn hjá félaginu eftir að það flutti í Réttarhvamm. Svæð- ið er vaktað en þjófarnir hafa sætt lagi milli eftirlitsferða. Sagði Þór- arinn að í framtíðinni yrði enn betur hugað að öryggismálum fyr- irtækisins. Starfsfólki Foldu hefur fjölgað um 20 Fjöldafram- leiðsla á útilífs- fatnaði FOLDA HF. á Akureyri er að hefja fjöldaframleiðslu á alhliða útilífs- fatnaði. Sérstök sportvörudeild hef- ur verið stofnuð innan fyrirtækisins og hefur starfsfólki verið fjölgað um 20 að undanförnu, úr 50 í 70. Að sögn Hermanns Sigursteinsson- ar, framkvæmdastjóra Foldu, er stefnt að því að setja fatnaðinn á markað næsta haust, bæði hérlend- is og erlendis. Félagarnir þrír sem klifu Mount Everest, hæsta fjall heims, á dögun- um og fylgdarmenn þeirra klædd- ust Cintamani útilífsfatnaði frá Foldu í ferð sinni á ijallið. Hermann segir að fatnaðurinn hafi reynst mjög vel í þeirri ferð. Útilífsfatnaðurinn er samvinnu- verkefni Foldu og Jan Davidssonar og unninn í samvinnu við fjall- göngugarpana þijá. Fötin eru búin til úr iceguard-efni sem er nýjasta tækni í öndunarefnum. í tengslum við landsfund Lands- bjargar á Akureyri verður fatnaður- inn til sýnis á morgun, föstudag, í Lundi, þar sem Akureyrarbær býð- ur landsfundargestum til hádegis- verðar. -----»--»-4---- Öldurót komið út ÖLDURÓT, blað Sjómannadags- ráðs Eyjaijarðar, gefið út í tilefni sjómannadagsins er komið út. Þetta er í sjöunda sinn sem blað- ið er gefið út og líkt og áður er blaðið helgað efni sem varðar sjó- menn og sjómannadaginn og ekki síst er í efnisvali blaðsins horft til öryggsmála sjómanna en yfirskrift sjómannadagsins á Akureyri í ár er „Öryggi framar öllu“. Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Þorstein Vilhelmsson, einn eig- enda Samheija, rætt er við Maron Ólafsson skipstjóra í Ólafsfirði, fjallað um fjarnám til sjós og spjall- að við sjómenn sem verða heiðrað- ir á sjómannadaginn. Þá er viðtal í blaðinu við Akureyringinn Valdi- mar Sigþórsson sem komst lífs af í sjóslysinu þegar Dísarfell sökk í vetur. Með útgáfu blaðsins aflar sjó- mannadagsráð sér tekna til að standa undir fjölbreyttri dagskrá í tilefni sjómannadagsins. MESSUR LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta verður við höfn- ina á Grenivík að morgni sjó- mannadags, 1. júní. Eftir messu verður gengið til kirkju og blóm lögð að minnismerki um látna sjómenn. Hátíðar- guðsþjónusta er í Svalbarðs- kirkju á sunnudag kl. 14 í til- efni 40 ára afmælis kirkjunn- ar. Sr. Bolli Gústavsson vígslu- biskup prédikar en altarisþjón- ustu annast sr. Sigurður Guð- mundsson vígslubiskup, sr. Örn Friðriksson prófastur, sr. Jón Bjarman sjúkrahúsprestur og sóknarpresturinn, sr. Pétur Þórarinsson. Kór Svalbarðs- og Laufáskirkju syngur undir stjórn Hjartar Steinbergsson- ar. Eftir messu er öllum kirkjugestum boðið til kaffi- samsætis í íþróttasal skólans á Svalbarðseyri. i i > 1 i I , I í k 1 I U

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.