Morgunblaðið - 29.05.1997, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Stöðugt er unnið að endurbótum á vegakerfinu á Vestfjörðum og slitlag lengist um 20 km á ári
' ■ ■■■■ . !
■fleykjanes
1 i
.^GjUfurá;..
' ' /
fXiHirr‘,'1
> vs Hiuie,
I
I ■
■Svarisvík
■ ,VL'
BJarnastaölr
■pap:®
j i *, i II I I | ÍJTTT
’ i T
s»p:
■'x'T
Eyrarfjáll g
— Nugtidahdl vegpúmer
VsgnUmeSðcv. tHlögu = ■>«.
. . :....■... /
■
* Símar 551-9540 & 551-9191 - fax 551-8585 *
EIGNASALAN
INGÓLFSSTRÆTI 12-101 REYKJAVÍK.
Yfir 35 ára reynsla tryggir öryggi þjónustunnar.
Magnús Einarsson, löggiltur fasteignasali.
Sölum. Svavar Jónss., hs. 553-3363, og Eggert Elíass., hs. 557-7789.
Bakkaflöt Gb.
Einbýli á einni hæð - laust
„MARKMIÐ yfirvalda í vegamálum
er að allir stofnvegir verði lagðir
bundnu slitlagi og að því er einnig
stefnt hér á Vestfjörðum. Nú eru
um það bil 47% af stofnvegunum
hér lögð bundnu slitlagi,“ segir Gísli
Eiríksson umdæmisverkfræðingur
Vegagerðar ríkisins á ísafirði í sam-
tali við Morgunblaðið.
Alls er stofnvegakerfið á Vest-
fjörðum 776 km langt og eru 363
km lagðir bundnu slitlagi. Miðað við
hraðann síðustu ár lengist bundna
slitlagið um 20 km árlega þannig
að tvo áratugi tekur að ná þessu
markmiði. Nú er unnið samkvæmt
vegaáætlun til tveggja ára og er
Gísli beðinn að nefna helstu fram-
kvæmdir á þessum tíma.
„Stærsta verkefnið er við Gils-
fjörðinn og verður unnið þar fyrir
175 milljónir króna í ár. Brúin var
smíðuð í fyrra en í sumar verður
áfram unnið við fyllinguna yfir fjörð-
inn og ráðgert að opna leiðina til
bráðabirgða í desember en ljúka
verkinu á næsta ári en þá fæst 350
milljóna króna fjárveiting. Mun
verktakinn lána nokkurt fé fram á
næsta ár.
Af öðrum verkefnum má nefna
að á Djúpvegi verður haldið áfram
að byggja upp veginn og lengja slit-
lag. Verður haldið áfram við Ögur
og tekinn 7,8 km kafli inn að Laug-
ardalsá. Ráðist verður í endurbygg-
inguna í haust og slitlagið lagt næsta
sumar, unnið fyrir 60 milljónir króna
í ár og 90 milljónir næsta ár. Þá
verður á Barðaströnd lagt slitlag á
3,3 km langan kafla frá Rauðsdal
að Hvammi og byrjað á framkvæmd-
um á næsta kafla, frá Hvammi að
Krossi en hann er tæpir fjórir km.
Einnig verður 3,4 km kafli frá Örl-
ygshafnarvegi að Barðastrandarvegi
GÍSLI Eiríksson umdæmisverk-
fræðingur Vegagerðar rikisins
á ísafirði við kort af svæðinu.
lagður slitlagi sem kostar 23 milljón-
ir, haldið áfram lagfæringum á Eyr-
arfjalli, malbornir og lagaðir 5 km
sem kostar um 15 milljónir og 11
milljónir fara til endurbóta á Dynj-
andisheiði og koma þessir tveir liðir
af viðhaldsfé.“
Ótalin er stærsta fjárveitingin á
þessu ári sem eru 274 milljónir til
greiðslu skulda vegna Vestfjarða-
ganganna og verður skuld vegna
ganganna þá um 40 milljónir króna.
Segir Gísli að vart verði um önnur
stórverkefni að ræða á Vestfjörðum
fyrr en þessar skuldir hafa verið
greiddar.
Aðalleiðin um Djúpið
Gísli segir að Djúpvegur, leiðin um
Steingrímsfjarðarheiði, framhjá
Hólmavík og um Strandir verði aðal-
leiðin milli Isafjarðar og hringvegar-
ins við Brú. í því sambandi hefur
farið fram forathugun á framtíðar
vegarstæði um Djúpið sem starfs-
menn Vegagerðarinnar á _ Isafirði
unnu. Bæta þarf leiðina milli ísafjarð-
ar og Mjóafjarðar og stendur valið
milli tveggja kosta: Að leggja heils-
ársveg um Eyrarfjall eins og aðalleið-
in er í dag (nema að vetrarlagi) eða
brúa utanverðan Mjóafjörð og aka
um Vatnsfjörð og Vatnsfjarðames
eða skarðið sunnan Vatnsfjarðarháls.
„Það fer að verða brýnt að lag-
færa veginn á þessum kafla og stend-
ur valið milli þess að gera veginn
yfír Eyrarfjall að heilsársvegi eða
bæta veginn út fyrir,“ segir Gísli.
Hann segir ókostinn við Eyrarfjall
að sú leið er tæplega 100 milljónum
dýrari og fjallvegur sé alltaf dýrari
í rekstri en vegur á láglendi en vegur-
inn liggur þar í um 360 m hæð.
„Við munum þvý fremur mæla með
heilsársvegi út Isafjörð að vestan-
verðu, um Vatnsfjörð, yfir skarðið
sem er um 140 m á hæð eða út fyr-
ir Vatnsfjarðarnes sem er 4 km lengri
og síðan yfir í Mjóafjörð sem yrði
brúaður við Hrútey utarlega í firðin-
um. Ég geri ráð fyrir að uppbygging
vegar um ísafjarðardjúp verði á
vegaáætlun næstu átta ára. Þessi
framkvæmd kostar kringum 659
milljónir króna og geri ég ekki ráð
fyrir að fjármagn fáist í hana, verði
hún fyrir valinu, fyrr en á síðari helm-
ingi þess tíma og erum við þá að
tala um kringum 2005.“
Fimm milljónir vegna
Fagraness
Um áhrif af þessari vegabót segir
Gísli að þau séu lítil hvað varðar
búsetu á svæðinu. Aðeins er búið í
Heydal, innarlega í Mjóafirði sem
verður áfram í ágætu vegasam-
bandi, söluskálann Djúpmannabúð
megi flytja nær aðalveginum og
breytingin skipti ekki máli fyrir eig-
endur sumarbústaða í Heydal. Ekki
skipti heldur máli fyrir bæi í Vatns-
firði hvor leiðin er valin, þeir verði
í báðum tilvikum í góðu vegasam-
bandi allt árið og Gísli segir ljóst
að endurbótin á þessum vegarkafla
sé brýn, fyrr verði ekki góður heils-
ársvegur um Djúpið.
í þessu sambandi er eðlilegt að
Bundið slitlag 1
komið á 47%
stofnvega |
Oft heyrist kvartað yfir vegakerfi Vest-
arða. Þar er stöðugt unnið að endurbótum
og er markmiðið að allir stofnvegir verði
lagðir bundnu slitlagí. Brúin yfir Gilsfjörð
er stærsta verkefnið sem nú er unnið að.
spyija um djúpbátinn, Fagranesið,
sem fer nokkrum sinnum í viku milli
Melgrasreyrar og ísafjarðar með
bíla og farþega og þjónar auk þess
eyjunum tveimur, Vigur og Æðey.
Vegagerðin leggur 5 milljónir króna
árlega með rekstrinum vegna þjón-
ustu við Æðey og Vigur.
„Ástæða þess að Vegagerðin tek-
ur þátt í rekstri feijanna á nokkrum
stöðum á landinu er sú að sé ekki
möguleiki á heilsárs vegasambandi
ber Vegagerðinni að styrkja slíka
feijuflutninga. Þegar varanlegt
vegasamband er komið á er forsenda
fyrir bílfeiju brostin. Ég geri ráð
fyrir að styrkur Vegagerðarinnar til
reksturs Fagraness verði ekki auk-
inn þegar samningurinn rennur út í
árslok. Veginum um Djúp er nú
haldið opnum allt árið, þijá daga í
viku að vetrinum, og hefur svo verið
í nokkur ár,“ segir Gísli.
Hann segir aðspurður að Fagra-
nesið geti vart þjónað t.d. þunga-
flutningum að ráði og létt þannig á
vegunum. Ef svo ætti að verða þyrfti
fleiri ferðir og breytta áætlun. Hins
vegar hefðu flutningabílar stundum
verið fluttir með skipinu þegar
ástand vega er verst vor og haust.
Meðalumferð
um þjóðvegina
frá 86 bílum
uppí 28.774
UMFERÐ um Djúpveg hefur verið
talin nokkur síðustu ár eins og
reyndar víðar á landinu og hefur
hún farið vaxandi. Talið er í Álfta-
firði, nokkru innan við Súðavík.
Meðalumferð ársins á dag var
58 bílar árið 1991 en var komin í
86 bíla í fyrra. Sumarumferðin var
í fyrra 145 bílar en fór niður í 30
yfir vetrarmánuðina.
Til samanburðar má nefna að _
meðalfjöldi bíla um þjóðveginn við
Grímsstaði á Fjöllum var árið 1995
109 bílar á dag, 18 bílar yfir vetur-
inn og 231 bíll að sumarlagi. Með-
alumferð um Hellisheiði var það
ár 3.474 bílar á dag, 1.778 bílar
um þjóðveginn við Borgarnes, 657
bílar um Norðurlandsveg sunnan
Varmahlíðar, 156 bílar um Skeið-
arársand en 28.774 bílar á Hafnar-
fjarðarvegi um Arnarneshæð.
KORTIÐ sýnir breytingar á þjóðvegi nr. 61 og hvernig nýja
leiðin liggur yfir þveran Mjóafjörð og yfir í Vatnsfjörð. Kortið
er úr blaði Vegagerðarinnar, Framkvæmdafréttum.
Til sölu og afhendingar strax, 200 ferm. einbýlishús á einni hæð, við eina
vinsælustu götu í Garðabæ. Húsið skiptist í rúmgóðar stofur, 5 herbergi og bað.
Að auki er rúmgott eldhús, þvottahús, búr og sér snyrting. Húsinu fylgir tvöfaldur
43 ferm. bílskúr. Falleg ræktuð lóð með mikum trjágróðri. Húsið stendur í rólegri
lokaðri götu. Húsið er laust til afhendingar.
Miðleiti
íbúð í sérflokki
Vorum að fá í sölu eina glæsilegustu íbúð á fasteignamarkaði í dag. (búðin er á
efri hæð í tveggja hæða fjölbýlishúsi og skiptist í rúmgóðar stofur m/arni, 2 góð
svefnherbergi, eldhús og baðker. Yfir hluta íbúðarinnar er innréttaö rúmgóður
sjónvarpsskáli og stórt aukaherbergi. (búðin er innréttuð á óvenju glæsilegan og
smekklegan hátt og allar innréttingar sérteiknaðar af arkitekt hússins. Stórar
suðursvalir, þvottahús á hæðinni. Stæði fylgir í bílskýli. Ibúðin getur losnað strax.