Morgunblaðið - 29.05.1997, Side 17

Morgunblaðið - 29.05.1997, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997 17 Morgunblaðið/Egill Egilsson Sjdmannadagsblað Vestmannaeyjal997 er komið út og fæst á eflirloldum stöðum: Reykjavík: Grandakaffi, Grandagarði, Umferðamiðstöðinni og Bókabúð Árbæjar. Grindavík: Báran. Keflavík: Bókabúð Keflavíkur og Ný-ung. Sandgerði: Verslunin Aldan. Hvolsvöllur: Björkin. Æftfyrir sjómanna- dag Flateyri - Óðum styttist í sjó- mannadag'inn og því við hæfi að æfa gömlu róðrartökin fyrir keppni á langbátum. Úr höfn- inni á Flateyri bárust hvatning- aróp mikil þegar kvennahópur einn reri stíft undir hvatning- arópum formannsins. Hér voru á ferð bæði suður-afrískar og filippseyskar stúlkur að æfa sig. Þær gáfu sér þó tíma til að líta upp og brosa í linsu fréttaritara. Sjómanna- dagsblað Vest- mannaeyja komið út Vestmannaeyjum - Sjó- mannadagsblað Vestmanna- eyja 1997 er komið út. Blað- ið, sem gefið er út af Sjó- mannadagsráði Vestmanna- eyja, er 165 blaðsíður og í því eru um 260 ljósmyndir, bæði gamlar og nýjar. Mjög fjöl- breytt efni er í blaðinu og meðal greina má nefna; „Mig- ið í saltan sjó“, Fiskifræði sjó- manna eftir Gísla Pálsson, mannfræðing, og Jón G. Páls- son. Sumarúthald í Smugunni 1968, eftir Arnar Einarsson. Söluferð til Japans, eftir Magnús Kristinsson. Nýsköp- unartogararnir, eftir Tryggva Sigurðsson. í Suðursjónum fyrir sunnan Sker, eftir Guð- jón Ármann Eyjólfsson og Jón í Hlíð og Kapítóla, eftir Har- ald Guðnason. Auk hinna ýmsu greina, viðtala og frá- sagna eftir fjölmarga höfunda eru nokkrir fastir liðir á sínum stað í blaðinu eins og minning látinna, greinar frá Stýri- mannaskólanum og Vél- skólanum, frásagnir frá Sjó- mannadeginum 1996, um- fjöllun um breytingar á Eyja- flotanum milli ára og ýmislegt fleira. Sigmar Þór Sveinbjörnsson ritstýrir Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja nú eins og nokkur undanfarin ár. Sjómannadagsblaðið verð- ur selt af blaðsölubörnum í hús í Vestmannaeyjum auk þess sem það mun fást í sölu- turnum í Eyjum. Á höfuð- borgarsvæðinu verður blaðið selt í Grandakaffi, á Um- ferðarmiðstöðinni og í Bóka- búð Árbæjar. Stjúpur 20 stk. kv $99«- Blandaðir litir Stjúpur 10 stk. kr371 H Hreinir litir Fjólur 10 stk. kr 390^ Gular og bláar iLi. fimmtudag til sunnudags

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.