Morgunblaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Reuter
EINN skýstrókanna sex, sem gengu yfir í Texas, fer hjá hraðbraut nærri bænum Jarrell.
MIKIL EYÐILEGGING EFTIR SKYSTROKK
Að minnsta
kosti 32
létu lífið er
sex skýstrókar
gengu yfir Texas
á þriðjudag.
Flestir fórust í bænum
Jarrell í Williamson-sýslu
en þar eru um fimmtíu
hús nú rústir einar.
Þá létust tveir í Austin.
REUTERS Sourœ: Planet Earth Storm, Time Ule Books
Skýstrókar þyrlast
upp vegna þrumuveðurs,
i fyrstu hvítirog trektlaga,
en verða síðan gráir vegna ryks
sem sogast upp íþá. Fæstirendast
nema í um 15 mínútur, eru frá 10-400 m
íþvermál og vindhraðinn getur faríð
upp í 418 kmá klukkustund.
Mótmæli stöðv-
uð í Kinshasa
Mandela ver Kabiia og segist full-
viss um lýðræðisást hans
Kinshasa, Höfðaborg. Reuter.
A fjórða
tug ferst
í skýstrók
Jarrell. Reuter.
AÐ minnsta kosti 30 létu lífið í
smábæ í Texas er skýstrókur
gekk þar yfir í fyrrakvöld. Þá er
fjölmargra saknað og leituðu
björgunarmenn í gær í rústum
húsa og hjólhýsa með tækjum sem
nema hita. Þeir sögðu aðkomuna
skelfilega, alger eyðilegging
blasti við þar sem hvirfilbylurinn
hefði farið um. Sex hvirfilbyljir
hafa gengið yfir Texas í vikunni.
í lgölfarið hefur fylgt gifurlegt
úrhelli og haglél, og eru stærstu
höglin á stærð við tennisbolta.
Tveir fórust í borginni Austin
í óveðrinu, annar þegar eldingu
laust niður í hús hans en hinn
drukknaði. En í Jarrel, þar sem
búa um 650 manns, létust þrjátíu.
„Hljóðið í þessum var eins og urr
í birni. Lágt og grimmdarlegt,“
sagði einn íbúanna. Fyrir átta
árum gekk öflugur skýstrókur
yfir bæinn og lagði hluta hans í
rúst en einn maður lést.
Um fimmtíu hús og hjólhýsi
eyðilögðust í Jarrell en alls eru
yfir 200 hús skemmd eða eyðilögð
í Texas. Gekk björgunarmönnum,
sem margir hveijir voru úr hópi
bæjarbúa, erfiðlega að bera
kennsl á líkin, en þau voru mörg
klæðlaus og húðin illa brunnin
eftir að hafa komist í snertingu
við skýstrókinn, sem þyrlar upp
ryki er hann gengur yfir.
HERMENN í Lýðveldinu Kongó,
áður Zaire, leystu í gær upp mót-
mælagöngu nokkurra þúsunda
manna í höfuðborginni Kinshasa.
Flestir göngumanna voru stuðnings-
menn Etienne Tshisekedi, leiðtoga
stjórnarandstöðunnar og fyrrverandi
forsætisráðherra, og kröfðust þess
að Rúandamenn í her og stjóm
landsins yrðu látnir víkja.
Stjórnarandstaðan og vestræn
stjórnvöld hafa lýst áhyggjum vegna
einræðistilhneiginga hins nýja leið-
toga landsins, Laurent Kabila, og
banns við starfsemi stjórnmála-
flokka. í gær reyndi Nelson Mand-
ela, forseti Suður-Afríku, hins vegar
að draga úr ótta manna vegna þessa
og kvaðst þess fullviss að lýðræðið
yrði virt í landinu.
SAKSOKNARINN í Nordland í Nor-
egi hefur gefið upp alla von um að
kanadíski náttúruverndarsinninn
Paul Watson verði
framseldur frá
Hoilandi. Norskur
dómstóll dæmdi
Watson í 120 daga
fangelsisvist að
honum ijarverandi
fyrir að sökkva
norsku hvalveiði-
skipi og var hann
eftirlýstur vegna
dómsins. Hollend-
ingar handtóku Watson í byrjun apríl
og hefur hann setið í gæsluvarðhaldi
þar í 58 daga.
Samkvæmt reglum norska rétt-
arkerfisins hefði Watson verið látinn
laus þegar hann hefði verið búinn
að afplána 73 hluta fangavistarinn-
ar, þ.e. eftir 80 daga vist. Telur Geir
Fornebo saksóknari útséð um að
Watson verði framseldur héðan af,
hann hafí nýtt sér alla áfrýjunar-
Setja átti Kabila formlega í
embætti í dag en hann hefur lítið
sést opinberlega frá valdatökunni
fyrir hálfri annarri viku. Hann
hefur nú þegar skipað þrettán
manns í ríkisstjórn og segja aðstoð-
armenn hans að sjö muni bætast
í hópinn en enginn forsætisráherra
verði settur. Tshisekedi og fylgis-
menn fullyrða að tveir ráðherranna
séu frá Rúanda, svo og fjöldi her-
manna í liði Kabilas. Hafa þeir
mótmælt því harðlega og ein aðal-
krafan í mótmælagöngunni í gær
var að útlendingarnir hyrfu á
braut. Þá heldur Tshisekedi enn
fram kröfunni um sæti forsætis-
ráðherra á þeirri forsendu að lög-
lega kjörið þing Zaire hafi kosið
hann til þess árið 1992.
möguleika í Hollandi og eigi aðeins
eftir að afplána tuttugu daga. Sam-
kvæmt alþjóðlegum lögum um fram-
sal, sem Noregur og Holland hafa
undirskrifað, verður dómur um að
minnsta kosti 120 daga fangavist að
liggja til grundvallar framsali.
Hálfur sigur unninn
Stuðningsmenn Watsons hafa
lagt mikla áherslu á að hann verði
ekki framseldur til Noregs, þar sem
þeir fullyrða að honum sé ekki óhætt
innan veggja norsks fangelsis.
Fornebo segir að þrátt fyrir að
Watson hafi ekki verið framseldur
til Noregs sé hálfur sigur unninn
með því að honum hafi verið haldið
í Hoiiandi. Þó hafi norska réttarkerf-
ið gjarnan viljað hafa hendur í hári
náttúruverndarsinnans, þar sem enn
hafi ekki verið réttað í máli sem
hann hafi átt aðild að; árekstur skips
Sea Shepherd-samtakanna, sem
Watson fer fyrir, við strandgæslu-
skipið Andenes árið 1994.
Norðmenn vonlitlir
um að fá Watson
Ósló. Morgunblaðið.
Paul Watson
i
i
i
i
I
f
>
í
f
>
t.
;
i
L
L
I
Ahtisaari gegn þjóð
aratkvæðagreiðslu
um EMU-aðild
Helsinki. Morgunblaðið.
MARTTI Ahtisaari Finnlandsforseti
er algerlega andvígur því að þjóðin
fái að skera úr um þátttöku Finna í
Efnahags- og
myntbandalagi
Evrópu (EMU).
Ahtisaari sem er
ötull talsmaður
Evrópusambands-
ins (ESB) og sam-
einingar Finna við
Vestur-Evrópu
sagði á þriðjudag-
inn að sér fyndist
nóg að þjóðin
hefði greitt atkvæði um aðild að ESB.
Undanfarið hefur hitnað í kolun-
um vegna þeirrar stefnu ríkisstjórn-
arinnar að Finnar verði á meðal
fyrstu aðildarþjóða EMU. Stjórnar-
andstaðan með Miðflokkinn í broddi
fylkingar hefur krafist ítarlegra
umræðna og þjóðaratkvæðagreiðslu
í málinu. Ríkisstjómin hyggst hins
vegar aðeins afgreiða málið í formi
tilkynningar á þinginu upp úr næstu
áramótum.
Forsetinn og flestir leiðtogar
stjórnarinnar telja að Finnar hafi
samþykkt afnám finnska marksins
og inngöngu í EMU með því að
undirrita Maastricht-samninginn.
Meðal stjórnarliða ríkir samt sem
áður ekki samstaða í þessu máli.
Fulltrúar Vinstra bandalagsins og
jafnaðarmanna hafa tekið undir
kröfu Miðflokksins um þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
Verkalýðsfélögin styðja EMU
Fyrir nokkru lýstu hins vegar ieið-
togar helstu stéttarfélaga og vinnu-
veitenda stuðningi við EMU. Fagn-
aði jafnaðarmaðurinn og forsætis-
ráðherrann Paavo Lipponen þessari
yfirlýsingu. Hefði verkalýðshreyf-
ingin tekið afstöðu gegn EMU hefði
reynst erfítt að knýja fram samstöðu
meðal þingmanna jafnaðarmanna-
flokksins.
Ahtisaari forseti rökstuddi af-
stöðu sína gegn þjóðaratkvæða-
greiðslu með því að áform um mynt-
bandalag hafí verið til staðar haust-
ið 1994 þegar Finnar ákváðu að
ganga í ESB. Hitt hefur hins vegar
komið í ljós í nýlegum skoðanakönn-
unum að meirihluti kjósenda hefði
hikað við að samþykkja aðild að ESB
ef þeir hefðu gert sér grein fyrir því
að um leið væru þeir að ganga í
myntbandalag.
Ahtisaari
Áhrif Svía gætu minnk-
að ef EMU-aðild seinkar
Brussel. Reuter.
SVÍAR eiga á hættu að glata áhrif-
um innan Evrópusambandsins, fari
svo að ríkisstjórnin ákveði að taka
ekki þátt í Efnahags- og mynt-
bandalagi Evrópu (EMU) strax frá
upphafi árið 1999, en flestir búast
nú við slíkri ákvörðun. Þetta er
mat stjómarerindreka og sérfræð-
inga, sem Reufers-fréttastofan
ræddi við. Þeir telja að áhrif Svía
muni minnka, jafnvel á mál, sem
ekki snerta myntbandalagið með
beinum hætti, til dæmis stækkun
ESB til austurs, sem Svíþjóð hefur
lagt mikla áherzlu á.
„Það er ljóst að rödd okkar verð-
ur léttvægari," segir Carl Hamil-
ton, yfirhagfræðingur hjá Hand-
elsbanken í Stokkhólmi. „Það verð-
ur erfiðara fyrir okkur að gæta
eigin hagsmuna og það á við um
öll svið.“
Stjórnarerindreki í Brussel tekur
í sama streng: „Það er ekki jafn-
áhugavert að ræða við þann, sem
er ekki í innsta hring.“
Stjórnarfiokkurinn í Svíþjóð,
Jafnaðarmannaflokkurinn, er klof-
inn í afstöðu sinni til Evrópusam-
runans, auk þess sem efasemda
gætir hjá kjósendum um ágæti
EMU-aðildar. Búizt er við að ríkis-
stjórn Görans Persson tilkynni
fljótlega að hún muni ekki sækjast
eftir þátttöku í EMU árið 1999,
jafnvel þótt Svíþjóð uppfylli viðeig-
andi skilyrði Maastricht-sáttmál-
ans. Talið er mögulegt að flokks-
forystan geri upp hug sinn á fundi
á morgun.
Kann að ergja
önnur ESB-ríki
Ákvörðun um að fresta aðild
kann að ergja stjómvöld í öðrum
ríkjum ESB, enda hefur Svíþjóð
ekki undanþágu frá EMU, líkt og
Bretland og Danmörk. „Það verður
litið svo á að Svíar standi ekki við
sinn hluta samningsins,“ segir
stjórnarerindreki hjá ESB.
Embættismenn ESB viðurkenna
hins vegar að ekki sé hægt að
neyða aðildarríki til að ganga í
Efnahags- og myntbandalagið og
bæta við í gríni að framkvæmda-
stjórnin geti ekki sent skriðdreka
á götur Stokkhólms.
Sérfræðingar segja að orðalag
ákvörðunar ríkisstjórnarinnar
muni skipta miklu máli fyrir stöðu
Svíþjóðar innan ESB. Hamilton
segir að hin neikvæðu áhrif verði
minni ef fram komi að aðeins sé
um að ræða tímabundna seinkun
á aðild. Megi hins vegar ráða af
ákvörðuninni að Svíar séu enn í
vafa um hvort þeir eigi yfirleitt
að ganga í EMU, geti það haft
alvarlegar afleiðingar.
Talið er að forsendur geti
breytzt ef Bretland ákveður að
ganga í EMU á næstu árum. „Ef
Bretland færist nær EMU-aðild
hefur það mikla þýðingu fyrir Sví-
þjóð,“ segir Hamilton.
IV
L
I
.
L
i
i,