Morgunblaðið - 29.05.1997, Page 24

Morgunblaðið - 29.05.1997, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Land- skjálftar í Iran TVEIR jarðskjálftar urðu í ír- an í gærmorgun en fregnir höfðu ekki borist af afleiðing- um þeirra. í Ardabil í norðvest- urhluta landsins mældist skjálfti sem var 4,8 á Richter og annar við Astara í norðri sem var 4,6 á Richter. Jarð- skjálftar eru algengir I íran og er þetta önnur alvarlega jarðskjálftahrinan í þessum mánuði. Neita að fara frá N-írak UTANRÍKISRÁÐHERRA Tyrkja sagði á miðvikudag að Tyrkir myndu ekki kalla her- sveitir sínar heim frá Norður- Irak fyrr en markmiði innrás- arinnar hafi verið náð. Tyrkir sendu 10.000 manna herlið inn á verndarsvæði Kúrda fyrir tveimur vikum í því skyni að uppræta bækistöðvar aðskiln- aðarsinnaðra Kúrda. A Everest í þriðja sinn BANDARÍSKI fjallgöngu- maðurinn Wallace Berg varð á miðvikudag fjórði Banda- ríkjamaðurinn til að klífa Everest í þriðja sinn. Alls hafa nú 46 manns komist á tind Everest á þessu ári, þeirra á meðal er bamabam Tashi Tenzing, sem fyrstur komst á tindinn ásamt Edmund Hillary árið 1953. Clinton gegn vændi „VIÐ HÖFUM orðið sammála um að leggja aukna áherslu á baráttuna gegn vændi sem í raun er ný tegund þrælahalds," sagði Bill Clinton Bandaríkja- forseti eftir fund með Hol- landsforseta í gær. Háttsettur bandarískur embættismaður bætti því við að skipulagðir glæpahópar í Rússlandi og Mið-Evrópu starfræktu sterka vændishringi bæði í Evrópu og Asíu. Rússnesk fangelsi full RÚSSNESKIR ráðamenn hafa boðað nýjar aðgerðir til að bæta aðstöðu fanga í rúss- neskum fangelsum. Eftir fall Sovétríkjanna hefur glæpa- tíðni stóraukist í Rússlandi en hvorki dómskerfið né fangelsin verið í stakk búin til að fást við slíka aukningu. Þannig bíð- ur rúmur fjórðungur þeirra milljón fanga, sem nú eru í haldi, réttarhalda og allt upp í 140 fangar verða að deila rými sem upphaflega var hugsað fyrir 35 manns. Með alnet í fangelsinu í ÍTÖLSKU fangelsi geta fangar nú komist í beint sam- band við umheiminn eftir að opnuð var heimasíða fangelsis- ins á alnetinu (Interenet). Fangelsið mun þó fylgjast með og ritskoða þær upplýsingar sem fangarnir fá í gegn um netið. Áróðursstríð bíður Bills Clintons við heimkomuna Ekki er gefið mál að Bandaríkjaþing samþykki stækkun NATO Samstarfssáttmála Rússa og NATO, sem undirritaður var í París á þriðjudag, er ætlað að greiða fyrir stækkun bandalagsins. Fleiri hindranir eru þó í veginum og er nú talið að ekki verði auðhlaupið að því að fá stækk- unina samþykkta á Bandaríkjaþingi. BILL Clinton Bandaríkjaforseti var í gær staddur í Hollandi til að minn- ast þess að hálf öld er liðin frá því að Marshall-aðstoðinni var hleypt af stokkunum og notaði um leið tækifærið til að líta fram á veg eft- ir að sögulegt samkomulag um sam- starf Rússa og Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) var undirritað í Par- ís. Samningarnir við Rússa, sem ætlað er að greiða fyrir stækkun NATO, voru ekki auðveldir, en tók- ust á endanum, ekki síst vegna þess stuðnings, sem Bandaríkjamenn hafa staðfastlega sýnt Borís Jeltsín Rússlandsforseta. En þótt björninn sé unninn er stækkun NATO ekki tryggð. Við heimkomuna bíður Clint- ons það erfiða verkefni að sannfæra efasemdarmenn í Bandaríkjunum um að rétt sé að stækka NATO til austurs. Deilur um stækkunina hafa farið vaxandi undanfarið og hafa ýmsir frammámenn dregið í efa að sú stefna Clintons að stækka NATO sé skynsamleg. Til þess hóps teljast stjórnmálamenn, fræðimenn og fjölmiðlamenn. Líkt við Whitewater David Friedman, dálkahöfundur bandaríska dagblaðsins The New York Times, sagði að stuðningur forsetans við stækkunina væri „Whitewater utanríkisstefnu Clint- ons“ og vísaði þar til lóðabrasks forsetahjónanna í Arkansas þegar Clinton var þar frammámaður í póli- tík, en rannsókn þess máls hefur staðið yfir svo árum skiptir. í því máli blandast saman lagaflækjur og siðferðis- og fjármálaspurningar. David Broder, dálkahöfundur The Washington Post, hefur einnig sett sitt lóð á vogarskálarnar: „Spuming- unni um það hvernig Bandaríkja- menn ætla að þenja herafla, sem jafnt og þétt skreppur saman, þann- ig að veija megi Varsjá, Prag og Búdapest hefur ekki verið svarað. Sama á við um spurninguna um það hvernig þessi lönd, sem beijast í bökkum, eiga að fjármagna þá end- urnýjun herafla þeirra, sem þarf til að þau uppfylli staðla NATO. Spurn- ingin um það hversu langt þetta ferli á að ganga er enn óljósari og það á einnig við um það hvað muni gerast ef Eystrasaltsríkjunum og öðrum fyrrverandi lýðveldum Sov- étríkjanna á borð við Úkraínu yrði veitt innganga eða hvort þau verði útilokuð að eilífu." Jeltsín sagði í viðtali við frétta- stofuna Itar-Tass daginn fyrir París- arfundinn að í Moskvu yrði innganga ríkja, sem áður voru hluti af Sovét- ríkjunum, í NATO ekki litin velþókn- unaraugum og átti þar greinilega við Varsjárbandalagsríkin. Það virðist reyndar endanlega orðið ljóst að Eistlandi, Lettlandi og Litháen verður ekki veitt innganga í fyrstu umferð stækkunar NATO og staðfesti Davíð Oddsson forsætis- ráðherra það í viðtali við Stöð 2 í fyrradag, hvað sem síðar verður. Gagnrýnendur stækkunarinnar í Bandaríkjunum segja að hún muni meðal annars leiða til þess að Rúss- ar standi ekki við skuldbindingar sínar um að skera niður kjarnorku- vopn og spyija hvernig slýk býti auki þjóðaröryggi Bandaríkja- manna. Vændur um kosningabrellu Þeir halda því fram að stefna Clintons eigi rætur að rekja til bar- áttu hans fyrir endurkjöri í fyrra. Loforði um stækkun hafi verið ætlað að fá bandaríska kjósendur, sem rætur eiga að rekja til Austur-Evr- ópu, til að kjósa Clinton. „Forsetinn ákvað að fara þessa leið árið 1994 þegar hann færði þetta fyrst í tal,“ sagði Samuel Berger, þjóðaröryggisráðgjafi Clintons, við blaðamenn þegar spurt var um þessar fullyrðingar. „Við erum þeirrar hyggju að með því að taka hinum nýju lýðræðisríkjum í Mið-Evrópu opnum örmum í stærra Atlantshafsbandalagi getum við unnið að því að koma á þeim stöðug- leika í austri, sem NATO hefur tryggt í vestri." Gagnrýnendur Clintons segja hins vegar að til sé betri leið til að vinna að stöðugleika í Evrópu. Bandaríkja- menn gætu þrýst á um aukinn sam- runa í efnahagsmálum á meginland- inu. Bandarískir embættismenn benda á að kosningaúrslitin í Frakk- landi um helgina beri veikleikum þeirrar stefnu vitni. í fyrstu umferð kosninganna, sem komu af stað stjórnarkreppu í Frakklandi samfara Parísarfundin- um þar sem samkomulag NATO og Rússa var undirritað, unnu sósíalist- ar og kommúnistar sigur. Þeir hafa gagnrýnt þær aðhaldsaðgerðir, sem frönsk stjórnvöld hafa gripið til í því skyni að uppfylla skilyrðin fyrir að- ild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu. Þjóðernisflokkurinn Þjóðar- fylkingin, sem er lengst til hægri, sótti einnig á, en hann er andvígur Evrópusamrunanum. Skiptast ekki eftir flokkslínum Deilan um stækkun NATO skiptir mönnum ekki eftir flokkslínum. Bob Dole, fyrrverandi öldungadeildar- þingmaður og andstæðingur Clint- ons í kosningunum á síðasta ári, er hlynntur stækkuninni. Hins vegar hefur einangrunarhyggja ávallt ver- ið rík í Bandaríkjamönnum. Bandaríkjaþing lýsti yfir tákn- rænum stuðningi við stækkun í at- kvæðagreiðslu í fyrra sumar. Nú er hins vegar búist við að róðurinn verði þyngri og margir þingmenn muni vilja kanna allar forsendur málsins áður en þeir samþykkja að bandarískir hermenn verði sendir til Varsjár, Prag og Búdapest, þurfi á því að halda. Þriðji hluti þingmanna öldungadeildar Bandaríkjaþings þarf til að samþykkja stækkunina. Búist er við að Pólveijum, Tékkum og Ungvetjum verði boðið til viðræðna um inngöngu í NATO á leiðtoga- fundi bandalagsins, sem haldinn verður í Madrid í júlí. Clinton hefur ákveðið að sérstök skrifstofa muni stjórna áróðri til að sannfæra Bandaríkjamenn um ágæti stækkunar NATO og er hún undir stjórn Jeremys Rosners, sérlegs ráð- gjafa Clintons og Madeleine Albrigts utanríkisráðherra. Einn af þeim, sem þarf að sann- færa, er Jesse Helms, formaður ut- anríkismálanefndar öldungadeildar- innar. Helms hefur sagt að hann vilji skoða smáa letrið áður en hann ákveður sig. Kostnaður við stækkun mun verða lykilatriði í umræðunum um stækk- un, sérstaklega í Ijósi þess að verið er að draga úr útgjöldum til hernað- armála heima fyrir, meðal annars með því að loka herstöðvum. Glatað tækifæri? Evrópuferð Clintons í þessari viku átti meðal annars að ýta undir stuðn- ing almennings heima fyrir við stækkun. Úrskurður hæstaréttar um að bandarískir dómstólar gætu rétt- að í kæru Paulu Jones á hendur forsetanum fyrir kynferðislega áreitni_ gerðu þær fyrirætlanir að engu. Á meðan Clinton ávarpið Evr- ópuleiðtoga í París og minntist Mars- hall-aðstoðarinnar í Haag var Paula Jones efst á baugi í Bandaríkjunum og áróðurstækifærið glataðist. Leiðtoga- dýrkun LEIÐTOGADÝRKUNIN í Norð- ur-Kóreu hefur síst minnkað við leiðtogaskipti í hinu lokaða landi. Kim II Sung hafði þúsundir við- urnefna, hvert öðru hástemmd- ara, og Kim Jong II, sem tók við forustu þjóðarinnar af honum, er ekki síður skjallaður opinber- lega. Þessi dýrkun kemur ekki oft fram á Vesturlöndum, en nýverið birtist auglýsing í viku- legu bókablaði The New York Times þar sem verið var að óska honum til hamingju með 55 ára afmælið um leið og fyrsta bindi ævisögu hans, sem ber nafnið „Kim Jong II, leiðarstjarna 21. aldarinnar". í auglýsingunni er sagt að „fé- lagi Kim Jong 11“ sé „gæddur fágætum hæfileikum á sviði hug- myndafræði og kenningasmíðar, framúrskarandi leiðtogahæfi- leikum og hástemmdum dyggð- um“. Þvi er bætt við að hann sé „hin mikla sól 21. aldarinnar“. Haft er eftir frönskum pró- fessor við Parísarháskóla, Edmond Jouve, að í Evrópu njóti Kim Jong II virðingar og viður- kenningar sem „mikill hugsuður og kenningasmiður fyrir sín víð- kunnu verk“. Our warmest greetings to Leader Kim Jong n on his 55th birthday! The Greatest Hero Juche Korea Has Ever Produced The rcspected Comrade Kim Jong II, wfto is erulowed with unarmmon idcological-theoretical abiíity, outstandingleadership and lofty virtues, is the great sun of the 2Istcentury. KiBotig Mytvtg Sa A’tt.Muvnct 'J cfceim'. autfnutnt lut, rotyn Jt*%an Tv’. «ív-O.VK»>}0«» .ai.icí &A}<í/tx: >r ihv. Vmítvrutr vt Ihuit 3, tliUt th Thi*'voil.ut HK lUwlk IM.V K«m lonR íl\ .ulu>ir.,'dt wvIMiuiím. Nn«ndIrM dMO^uvon uuKtmlinji rtnuw’L. Iwuil tln. »»it ruui iIWiwwiI i< witk M!»>• •’»Uo||ue. I bev Jw utiiml viili nw nul llirU ilr»|> jJmmciou. I:r.utly >t i* »m> | .IklWail foe j ibuwKlu. fcmirvm rwvflotT ij. mav hr. .ml tnc u\ j julltiwilv.' in hr «uipii«il by Oiwfji' si'lf.irijicuknii Fjnupuii J wJtutaiT. Ilnwcvu. Iliv Eudlwu f KUh Jrtup, II )».. mw i» hr | ji.tfHrti hr ! ur•••'•■*-iv ruJ i.lnpkU' rvvpx trtl ,i (H'.it llimkrr I llHwntruin tor lld. kimnii nwfc.* Samsteypu- stjórnin í Tyrklandi Erbakan lætur undan þrýstingi hersins Ankara. Reuters. NECMETTIN Erbakan, forsætisráð- herra Tyrklands, hefur látið undan þrýstingi hersins og samþykkt að 161 maður verði leystur undan her- þjónustu. Flestir eru mennirnir látnir víkja vegna stuðnings við málstað íslam- skra heittrúarmanna eða róttækra vinstri manna. Tyrkneska dagblaðið Milliyet sagði Erbakan hafa freistað þess að fresta ákvörðun um brott- vikninguna fram í ágúst en þrýsting- ur hersins verið of mikill. Fjórir ráðherrar segja af sér Deilur Erbakans við herinn, sem krefst þess að Tyrkland haldi fast við þá veraldlegu stefnu sem ríkt hefur frá árinu 1922, hafa skapað vandamál innan samsteypustjórnar- innar. Þannig hafa fjórir ráðherrar samstarfsflokks Erbakans sagt af sér vegna ágreinings um þessi mál. Til stóð að ríkisstjórnin héldi sinn fyrsta fund í átta vikur á þriðjudag en vegna ágreinings hefur vikuieg- um fundum hennar verið frestað hvað eftir annað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.