Morgunblaðið - 29.05.1997, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
TILVÍSANIR
MYNPUST
Listasafn Kópavogs
MÁLVERK
Sýning Önnu Evu Bergman. Opin alla daga
frá kl. 14-18. Til 8. júní. Aðgangur 200 krón-
ur. Sýningarskrá 600 krónur.
HLJÓMFAGRA nafnið, Anna Eva Berg-
man, er rýninum í Ijósu minni frá uppgangs-
árum óhlutbundna málverksins á sjötta ára-
tugnum. Þó meira fyrir að það blasti við í list-
tímaritum en að hann þekkti náið til verka
hennar. Þannig er sýningin í Kópavogi fyrsta
raunhæfa yfirlit verka listakonunnar sem hann
sér, en áður hafði hann rekizt á eina eða fleiri
myndir á samsýningum eða söfnum og þær
ekki sagt honum ýkja mikið.
í huga margra var hún öllu öðru fremur
eiginkona hins aðdáunarverða málara Hans
Hartung, sem lengi var einn af bógum París-
arskólans, þótt ættaður væri frá Þýzkalandi,
f. í Leipzig 1904, en kom fyrst til Parísar
1929. Fyrir hinn þýðverska uppruna var hon-
um kannski ekki í sama mæli haldið fram og
ýmsum öðrum stórstirnum I núlistum eftir-
stríðsáranna. Gegndi þó herþjónustu I útlend-
ingaherdeildinni í heimsstyrjöldinni og snéri
aftur til Parísar 1945 og hiaut franskt ríkis-
fang.
Arin eftir stríð voru umbrotasamir tímar í
málverkinu og mikil geijun átti sér stað í
París, en það var helzt afmarkaður hluti nú-
lista sem náði til norðursins, og sá geiri sem
hafnaði öllum tengslum við hlutvakta lifun.
Og þó brann miklu fleira á tundri núlista
í heimsborginni, þótt aðkomnir kæmu ekki
auga á það, og þannig var blómaskeið óform-
lega málverksins að hefjast á líkum tíma og
strangflatalistin tók að festa rætur í norðrinu
og einungis einsýnustu fræðipostular og bendi-
prik höfnuðu áhrifum frá náttúrunni.
Anna Eva var fædd í Stokkhólmi 1909,
faðirinn sænskur en móðirin norsk. Ólst upp
í Noregi og nam fyrst við listiðnaðarskólann
en síðan hjá Aksel Revold við listaakadem-
íuna. Hún er því af sömu kynslóð og brautryðj-
endur íslenzka abstraktmálverksins, Svavar
Guðnason og Þorvaldur Skúlason, sem nam
hjá Revold á fjórða áratugnum eins og fleiri
stórhuga íslenzkir myndlistarmenn. Skyldleik-
inn milli Önnu Evu og Þorvaldar er vel merkj-
anlegur, þótt ekki sæki þau hann nema að
takmörkuðu leyti til prófessorsins. Það hefur
þó haft sín markandi áhrif, að Revold var
fijálslyndur og lengstum í framvarðarsveit
norskra málara, skólabróðir og vinur Jóns
Stefánssonar hjá Matisse í París. Anna Eva
hafði hitt Hartung á skandinavísku balli í
París 1929, giftist honum í Dresden sama ár.
Þau bjuggu í Dresden og á frönsku Rivier-
unni næstu árin, en voru á flótta undan nazist-
um og seinna fasistum árin fram að stríði og
leiddi sú taugaspenna, erfiðleikar og heilsu-
brestur Önnu til skilnaðar 1939. Hún flytur
til Noregs og giftist þar á ný 1944. Eftir
endurheimt heilsunnar hóf hún aftur að mála
1947, og heldur fyrstu sýningu sína á óhlut-
lægu málverki í Osló 1950. Árið 1952 ferðast
hún til Þýzkalands og sama ár hittir hún
Hartung aftur, flytur til Parísar og tekur sam-
an við hann.
Þessar breytingar mörkuðu þáttaskil í lífi
hennar, og nú hófst samfelld vinna og sýninga-
framkvæmdir til æviloka 1987, ásamt ferða-
lögum vítt og breitt og jafnan með Hartung.
Það kemur þannig og eðlilega sitthvað
kunnuglega fyrir sjónir við skoðun sýningar-
innar í Listasafni Kópavogs. í öllu falli fyrir
þá sem eru með á nótunum um þróun nútíma-
málverksins, og margt í vinnubrögðum Önnu
Evu er enn í fullu gildi hjá ungum. Er satt
að segja merkilegt hvað sumt er líkt með því
sein við sjáum í málverkum dagsins, sem staf-
ar auðvitað af því að sjálfur grunnurinn er
hinn sami, sem kemur einnig fram I hreinni
hugmyndalist.
Það sem einkum vekur athygli er þó hve
listakonan vinnur mikið út frá lifunum og
formunum í náttúrunni, um Ieið er hún altek-
in af lögmálum grunnformsins og myndflat-
arins. Það eru svo einmitt grunnmál flatarins
og útlínur þeirra, sem endurnýjast og ganga
aftur í málverkinu líkt og öllu öðru í náttúr-
unni. En þessi tengsl við náttúruna hafa varla
verið vel séð af kenningameisturum tímanna,
svo sem Michael Seuphor eða rökfræðingi eins
og málaranum Jean Deyrolle. Þeir töldu mál-
verkið hrein vísindi myndflatarins, alþjóðlegt
tungumál, með París sem höfuðstöðvar málvís-
indanna. Minnist þess, að þeim þætti listar
Önnu Evu sem vék að hreinum grunnformum
og þenslulögmálum myndflatarins var helzt
haldið fram í auglýsingum listtímarita, svo
sem „Art d’aujourd’hui", Listin í dag.
Þó var náttúran aldrei langt í burtu. Og
eftir ferðalag til Noregs, sjóferð allt til Nord
Kap og landamæra Rússlands, sem hafði
ómæld áhrif á þau Hartung, urðu þessar vís-
anir áþreifanlegri sem greinilega kemur fram
á sýningunni. Lítum einungis til mynda svo
sem „Fjörður” frá 1968 og „Bylgjan 11“ 1974
og fleiri á þeim nótum, og er eftirtektarvert
að slík náttúruhrif koma einnig fram í ís-
lenzku málverki á líkum tíma og enn frekar
á seinni tímum. Án þess þó að um önnur tengsl
sé að ræða en sjálft landslagið allt um kring,
sýn til frerans og litbrigða himins, hafs og
hauðurs. Á tímabilinu átti sér stað víðtæk
uppstokkun myndrænna gilda með tilkomu
popplistarinnar, seinna konseptlistarinnar og
hér reyndu menn á einhvern hátt að vera
samstiga í málverkinu. í öllu falli hrundi nú
til grunna kenningin um eitt alþjóðlegt tungu-
mál, sem átti þátt í að ýta óhlutlæga málverk-
inu út í kuldann allt fram á níunda áratug-
inn, er þessi gleymdi kafli í listsögunni varð
ljóslifandi með tilkomu nýja málverksins svo-
nefnda. Nú stokkuðu menn upp grunnmál
málverksins og hin óhefta villta tjáning kall-
aði fljótlega á andstæðu sína, hið hreina rök-
fræðilega og skynræna málverk. Hið skondna
var, að er óhemjuskapnum fór að slota ruddu
hin gömlu lögmál strangflatalistarinnar sér
fram á sjónarsviðið og nú í málverkum hinna
yngstu!
Hvernig sem á er litið, er þessi heildstæða
sýning á lífsverki Önnu Evu Bergman afar
mikilvæg framkvæmd hér á útskerinu, og við
skoðun hennar ætti að renna upp ljós fyrir
mörgum. Brúa og fylla í gloppur þekkingar
og verða til aukins skilnings á þróun málverks-
ins, sanna og undirstrika tilverurétt þess um
leið.
Bragi Ásgeirsson
FRÁ HUGMYNDUM
TIL LIFANDI MYNDA
Dagskrá stakra fyrirlestra á íslenska söguþinginu
fimmtudaginn 29. maí i Hátíðarsal Háskóla
íslands meðan húsrúm leyfir.
9:00-10:00 Ingi Sigurðsson prófessor:
„Hvernig breiddust áhrif fjölþjóðlegra
hugmyndastefna út meðal íslendinga
1830-1918?“
10:15-11:00
11:15-12:00
13:30-14:15
14:30-15:15
15:30-16:30
Guðjón Friðriksson sagnfræðingur:
„Tími flokksíjölmiðla á Islandi - ris og hnig.“
Skúli Sigurðsson vísindasagnfræðingur:
„Rafvæðing íslenskrar tilveru.“
Jón Ólafur ísberg sagnfræðingur:
„Kraftaverkamenn nýrra tíma - lækningar
og iðnbylting. „
Þorstcinn Helgason sagnfræðingur:
„íslendingar keyptir heim í kjölfar J’yrkjaráns."
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor:
„Heimildagildi lifandi mynda.“
V
y
Hringur á Akureyri
EITT af málverkunum á sýningunni.
MYNPLIST
Listasafn Akurcyrar
MINNINGARSÝNING
HRINGUR JÓHANNESSON
Opið alla daga frá 14-18. Lokað
mánudaga. Til 1. júní. Aðgangur
ókeypis.
ÞÓTT megintilgangur farar rýnis-
ins norður væri ekki að skrifa um
sýningu þá sem sett hefur verið upp
í listasafninu á verkum Hrings Jó-
hannessonar hafði það auðvitað for-
gang að skoða hana fljótt og vel.
Er skemmst frá að segja, að heild-
stæð uppsetning sýningarinnar var
á þann veg að ég finn mig knúinn
til að vekja sérstaka athygli á henni
og minna á að um helgina eru síð-
ustu forvöð að sjá hana. Um er að
ræða einstakt tækifæri fyrir Akur-
eyringa til að kynnast prýðilegu sýn-
ishorni listar hins nýlátna listamanns
frá Haga í Aðaldal. Slíkt tækifæri
gefst naumast aftur í bráð né lengd,
því sýningar sem slíkar verða aldrei
endurteknar á sama stað.
Minnist ég þess ekki að hafa séð
jafn vel upp setta sýningu í sölum
safnsins og er viðbrugðið hve vel
framkvæmdin tekur á móti gestinum
um leið og hann gengur inn í mið-
rýmið. Hins vegar verð ég líka að
taka fram, að lýsingin er helst til
hörð og stingandi á sum verkanna
í aðalsal, hér hefði þurft að koma
til meiri mýkt og jafnara ljósflæði
yfir allan myndflötinn.
Sýningin hefur staðið yfir I heilan
mánuð, ef ekki lengur, sem er
kannski full langur sýningartími, en
í ljósi þess að mun færri hafa látið
sjá sig í sölum safnsins en komu á
sýningu listaskólans um hvítasunnu-
helgina er ástæða til að undrast.
Tók ég einnig eftir að straumur
gesta jókst ekki tiltakanlega um þá
helgi, þrátt fyrir að skólinn sé rétt
ofar í Listagilinu, sem jók enn á
undrun mína.
Auðvitað hefur það sína skýringu
að fleiri koma á skólasýningu, því
um vini og ættingja nemenda er að
ræða, um leið forvitni um þennan
þátt menntunar í skólabænum. Mun
láta nærri að 12-1300 hafi skoðað
hana dagana þijá sem hún var opin,
sem auðvitað er makalaust, og hlut-
fallslega mun meira en gerist í höf-
uðborginni. Nóg hefur rýnirinn skrif-
að um Hring að undanförnu og hér
skal einungis skorað á Akureyringa
að láta ekki þennan merka listvið-
burð fram hjá sér fara.
Bragi Ásgeirsson