Morgunblaðið - 29.05.1997, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1997 31
Eyðimörkin
er hið innra
BOKMENNTIR
Ljód
BLÁVINDUR OG FLEIRI
LJÓÐ
eftir Daud Kamal. Hallberg Hall-
mundsson sneri úr ensku. Ljóðakver
1,32 bls. Brú - Reykjavík, New
York 1997.
PAKISTANSKA skáldið Daud
Kamal fæddist árið 1935 í Abb-
ottabad sem þá laut indversk-
breskri stjórn, en komst undir pak-
istönsk yfirráð þegar Indlandi var
skipt 12 árum síðar. Hann stundaði
nám í ensku, fyrst í heimalandinu,
en síðar á Bretlandi, og
fékkst lengst af við
enskukennslu við há-
skólann í Peshawar í
Pakistan. Kamal orti
nær eingöngu á ensku,
en vann jafnframt ág-
ætt starf við þýðingar
á skáldskap úr móður-
máli sínu, úrdú. Hann
lést árið 1987.
Ljóðin í Blávindi eru
tekin úr þremur bókum
sem út komu á árunum
1979-85, og yfir þeim
er samstæður heildar-
svipur. Náttúran, svip-
myndir úr smáþorpi,
hugleiðingar um tím-
ann og hverfulleikann,
hið liðna og forgengileiki hlutanna,
eru meðal helstu yrkisefna skáldsins
í ljóðum kversins — allt algild við-
fangsefni í ljóðlist.
Andrúmsloft ljóðanna var því
hreint ekki eins framandlegt og ég
átti von á fyrirfram; vera kann að
þar hafi hjálpað til vestræn áhrif
tungumálsins sem skáldið yrkir á,
en eftir lestur Ijóðanna þótti mér
hafa sannast enn og aftur að hvar-
vetna séu mennirnir menn, hver sem
tunga þeirra er, umhverfi, trú-
arbrögð eða menning. Helsta tákn
bókarinnar er líka nokkuð sem allir
menn þarfnast: vatnið sem streymir
í eilífri hringrás — rétt einsog tíminn.
Innviðir mannskepnunnar eru
áleitið viðfangsefni hjá skáldinu,
ytra umhverfi á sér samsvörun í
innra lífí. „Eyðimörkin er hið innra,/
einnig særinn./ Bæði bíða þess að
yfir sé farið“, segir í ljóðinu Sam-
streymi. Þvínæst er greint frá göml-
um manni og sonarsyni hans á
ströndinni. Síðan segir:
Við deyjum öll,
einnig þeir
sem enn hafa ekki lifað.
Tvö fljót sem tortryggja
hvort annað renna saman.
Nóttin opnar ginið
að taka bitanum.
í öðru ljóði segir frá uppgreftri
fornminja („Hversu mikið hafa þeir
grafið/ upp úr þöglum
barka sögunnar?“), en
fljótt er gröftur eftir
minjum fortíðar orðinn
innri upplifun ljóð-
mælandans: „Þetta er
ekkert nema hviksögur
.../ uppgröfturinn er enn
óhafínn. “ Og síðan:
Svo margt skrælnar með eftir-
væntinp ...
svo margt er ónýtt með iðrun.
Ein aupagota tendraði draum.
Ég fékk aldrei komið því í verk
að skipuleggja ævi mína.
Ur Það glaðnar seint tilídag
Ljóð af þessu tæi
eru kveðskapur án
landamæra, og ein-
kenna á sinn hátt þetta
kver. Annað einkenni margra ljóð-
anna, er myndmál sem líkja mætti
við myndir sem lent hafa saman í
albúmi, meira einsog fyrir tilviljun
en vegna þess að þær eigi efnislega
svo margf sameiginlegt, raunar
sjaldnast annað en að fara vel sam-
an. Þetta eru rökfræðilega snúin, en
tilfínningalega heillandi ljóð.
Þýðing Hallbergs er liðug og
óþvinguð, og miðlar andblæ sem er
trúverðugur fyrir þessi ljóð.
Blávindur er fyrsta kver í flokki
sem hefur nafnið Ljóðakver. Útgáf-
an er einföld og tildurslaus, en veig-
ur er í inntaki þessa fyrsta kvers.
Kjartan Árnason
Hallberg
Hallmundsson
LISTIR
í SAMKÓR Mýramanna eru nokkrir bændur og íbúar í landnámi
Skallagríms Kveldúlfssonar á Borg og Egils sonar hans.
Samkór Mýramanna
fer til Þýskalands
SAMKOR Mýramanna lagði í
dag af stað í söng- og skemmti-
ferð til Þýskalands og Austur-
ríkis. Þar með líkur þróttmiklu
vetrarstarfi kórsins. Þrjátíu
kórfélagar fara í ferðina. Á
efnisskrá er gömul og ný ís-
lensk tónlist.
Kórinn flýgur til Frankfurt
og ekur þaðan suður til Chi-
emsee sem er stöðuvatn
skammt norðan landamæra
Þýskalands og Austurríkis.
Þar á eyju í vatninu er nunnu-
klaustur sem verður heimili
kórfélaga á meðan á ferðinni
stendur. Auk þess að syngja á
ýmsum viðkomustöðum mun
kórinn halda tvenna tónleika.
Fyrri tónleikarnir verða í
Dómkirkjunni í Salzburg en
hinir síðari í Thorhalle sem er
fornt virki í nagrenm klaust-
ursins.
í ferðinni verður lögð
áhersla á að kynna íslenska
tónlist, gamla og nýja. Á efnis-
skrá verða m.a. útsetningar
Jóns Ásgeirssonar á íslenskum
þjóðlögum, lög eftir Jón, Fyrir-
látið mér, sem er lag við vers
úr Lilju Eysteins Ásgrímssonar
og Lokakór úr Þrymskviðu.
Einnig syngur kórinn lög eftir
Karl O. Runólfsson, Árna Thor-
steinsson, Sigvalda Kaldalóns,
Gunnstein Ólafsson, Björgvin
Guðmundsson, Guðrúnu Böð-
varsdóttur, Oddgeir Kristjáns-
son og Valgeir Guðjónsson.
Stjórnandi kórsins og farar-
sljóri er Dagrún Hjartardóttir
og undirleikari Jónína Arnar-
dóttir.
Tímarit
• ÞRÍTUGASTI og fimmti
árgangur Sögu, tímaríts Sögufé
lags, er komið út. Saga flytur að
þessu sinni fimm ritgerðir og fjalla
þær allar um sögu síðari alda.
Tvær greinar eru birtar undir hatt-
inum Andmæli og athugasemdir
og að venju eru fjölmargir ritdóm-
ar.
Fyrsta ritgerðin er eftir Friðrik
G. Olgeirsson og nefnist „Breyt-
ingar á atvinnulífi og búsetu við
Eyjafjörð 1850-1910“.
Vaxandi gengi félagssögu og
þá sérstaklega kvennasögu endur-
speglast í þessu bindi Sögu með
ritgerðum Erlu Huldu Halldórs-
dóttur þg Sigurðar Gylfa Magnús-
sonar. í ritgerð Erlu Huldu, „Að
vera sjálfstæð. ímyndir, veruleiki
og frelsishugmyndir kvenna á 19.
öld“ er skyggnst inn í hugarheim
19. aldar kvenna með hjálp sendi-
bréfa og æviminninga.
í ritgerðinni „Kynjasögur á 19.
og 20. öld? Hlutverkaskipan í ís-
lensku samfélagi“ fjallar Sigurður
Gylfi Magnússon um sögulega
þróun kynhlutverka. Hann telur
tímabært að fjallað sé um sameig-
inlega sögu kynjanna í stað þess
að skoða kynin hvort fyrir sig,
slíkt varpi betra ljósi á þjóðfélags-
þróunina.
Sigfús Haukur Andrésson
greinir frá lítt þekktum þætti í
verslunarsögu 19. aldar í ritgerð
sinni „Tilskipim um aukið verslun-
arfrelsi fyrir ísland árið 1816 og
tildrög hennar.“
Lýður Björnsson skrifar ritgerð-
ina „Við vefstól og rokk“, þar sem
fjallað er um viðleitni danskra
stjórnvalda til að bæta verkkunn-
áttu íslendinga á ofanverðri 18.
ökL
í Andmælum og athugasemdum
halda áfram skoðanaskipti um
plágur 15. aldar og mannfelli í
þeim. Gunnar Karlsson skrifar
greinina „Um fræðilegan hernað
og pláguna miklu“ þar sem svarað
er ritgerð Jóns Ólafs ísbergs í
Sögu 1996 um plágurnar.
Að þessu sinni eru birtir 18 rit-
dómar eftir 17 höfunda um rit
sögulegs efnis, en auk þeirra eru
birtar nokkrar stuttar ritfregnir.
Utvarpsdagar
Howards Sterns
KVIKMYNPIR
Kringlubíó, Sam-
bíóin Álfabakka,
Nýja Bíó, Kcflavík
„PRIVATE PARTS“
★ ★ V2
Leikstjóri: Betty Thomas. Handrit:
Len Blum. Framleiðandi: Ivan Reit-
man. Aðalhlutverk: Howard Stem,
Mary MacCormack, Robin Quivers,
Fred Norris, Jackie Martling. Para-
mount og Rhyser Entertainment.
1997.
EINHVER umtalaðasti út-
varpsmaður Bandaríkjanna,
Howard Stern, hefur hneykslað
margan sómakæran Bandaríkja-
manninn upp úr skónum undan-
farna áratugi með dónalegu út-
varpi. Hann hefur nú gert um
það gamanmynd, líklega eina
þá fyrstu sem byggð er á spjall-
þætti í útvarpi (önnur er „Talk
Radio“ eftir Oliver Stone). í
mynd Sterns, sem heitir „Private
Parts“, er rakin ævisaga hans
frá því hann langaði ungan til
þess að gerast útvarpsmaður og
sagt er frá hetjulegri baráttu
hans við yfirmenn NBC-stöðvar-
innar, sem gera allt sem í þeirra
valdi stendur til þess að draga
úr ósómanum er uppúr Stern
vellur. Enginn er betri í þeirri
list að auglýsa sjálfan sig en
Howard Stern og myndin er ein
löng og mikil auglýsing fyrir
þennan geðþekka fjölskyldu-
mann. Hún er skemmileg og
fyndin, einkanlega fyrri helm-
ingurinn um æsku- og mótunar-
ár Howards Sterns, en dettur
svolítið niður í seinni hálfleik
þegar refurinn er orðinn vinsæl-
asti útvarpsmaður þjóðarinnar;
þó er þar margt skondið.
Það hefur sjálfsagt mörgum
manninum vestra, sem þekkir
fyrirbærið betur en við hér á
landi, brugðið að sjá hversu hug-
ulsöm og falleg sál Howard Stern
raunverulega er. Málið er að
hann er gróflega misskilinn, að
eigin sögn í eigin bíómynd. í
henni er honum lýst sem manni
er hugsar um hagsmuni vina
sinna, sem leika sjálfa sig í mynd-
inni, og er með eindæmum nær-
gætinn eiginmaður svo eitthvað
sé nefnt. Orðspor mannsins er á
þann veg að slíkar lýsingar virka
eins og sjálfsháð. Nema auðvitað
hann sé í raun og sann mjúki
maðurinn holdi klæddur.
„Private Parts“ er byggð upp
eins og heimildarmynd og margt
af því sem er best heppnað I
myndinni er gert í anda Woodys
Allens: Litli Stern fylgist með
pabba sínum, útvarpstækni-
manninum, í vinnunni, ungi
maðurinn Stern í háskóla reynir
að fá stelpur á ball með sér, nýi
útvarpsmaðurinn Stern stýrir
glötuðum útvarpsþáttum.
Stundum skellihlær maður að
einstaklega háðskri og bein-
skeyttri gamanseminni og kring-
umstæðum og persónum sem
boðið er uppá. Erfitt er að sjá
að hægt sé að gera betra bíóefni
úr útvarpsefni. Myndin er byggð
á stuttum gamanatriðum en
rauði þráðurinn í sögunni er
samband Sterns og eiginkonu
hans, sem m.a. fær að hlusta á
eiginmann sinn í beinni gera
stólpagrín að því þegar hún
missti fóstur. Howard Stern er
ekkert heilagt nema Howard
Stern og það er kannski mesti
brandarinn eftir allt.
Arnaldur Indriðason
Nýjar bækur
• EKKI algeríega einn er úrval
ljóða eftir finnlands-sænska skáldið
Lars Huldén í íslenskri þýðingu
Njarðar P. Njarðvík.
Huldén yrkir um hverfulleika lífs-
ins, um einmanaleika, um dauðann,
um náttúruna, um mannleg sam-
skipti og samskipti manns og nátt-
úru, um móðurmálið, um málfræði,
um trú og trúleysi, og hann nálgast
þjóðskáld á nýstárlegan hátt, sem
sumum kann að sýnast bera svip
af j,virðingarleysi“.
í kynningu segir: „Myndmál ljóð-
anna er mjög nýstárlegt, tónninn oft
kumpánlegur með ívafí kímni og jafn-
vel kaldhæðni, en að baki býr djúp
alvara, þrátt fyrir
allt að því skop-
legt yfírbragð á
stundum. Stíllinn
ber oft keim af
einföldu hvers-
dagsmáli, en það
getur verið
blekkjandi, því að
stundum þéttist
ljóðmálið í hnit-
miðaðar setningar
sem standa líkt og spakmæli.“
/ bókinni eru 67 ljóð úr 15 ljóða-
bókum skáldsins. Hún er 64 bls. og
kostarkr. 1.140. Bókaútgáfan Urta
gefur út.
Lars Huldén
Finnbogi fær nor-
ræna viðurkenningn
FINNBOGI Pétursson
myndlistarmaður hefur
fengið norrænan styrk
sænsku menningar-
stofnunarinnar Ed-
strandska að upphæð
230.000 sænskar krón-
ur. Styrkurinn er veittur
fyrir árið 1997. Einn
listamaður frá hverju
landanna, íslandi, Dan-
mörku, Noregi, Finn-
landi og Svíþjóð, hlaut
styrk að þessu sinni.
Styrkurinn er veittur
í því skyni að styðja og
örva listsköpun svo að
Finnbogi
Pétursson
listamönnunum gefist
kostur á að leggja enn
meiri rækt við list sína.
Finnbogi hlýtur styrkinn
fyrir hljóðmyndir og
hljóðinnsetningar sínar
og er honum líkt við ljóð-
skáld sem með ríkum
orðaforða breyti flókn-
um hljóðfyrirbrigðum í
einfalt sýnilegt form.
Finnbogi Pétursson er
fæddur í Reykjavík 1959.
Hann nam við Myndlista-
og handíðaskólann og við
Jan Eyck listaakadem-
íuna í Hollandi.