Morgunblaðið - 29.05.1997, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
Smásögur
MEÐ ÁSTARKVEÐJU,
EYMD OG VOLÆÐI
eftir J.D. Salinger. Islensk þýðing
Ásgeir Ásgeirsson. Mál og menning,
Reykjavík 1997.135 bls.
SÖGURNAR í þessu smásagna-
safni eru í takt við höfund sinn,
huldumann bandarískra bókmennta,
J.D. Salinger: þær eru, í einu orði,
undirfurðulegar. Sumar eru nánast
eins og hálfkveðnar vísur, brot úr
stærri sögum, sem rétt glittir í und-
ir yfirborðinu. Það djarfar fyrir sál-
arflækjum, angist og átökum en frá-
sögnin verst áleitni lesanda og enga
vissu er að hafa um ástæður og
aðstæður. Salinger fjallar um fólk
„á mörkunum", fólk eins og okkur,
og samskipti þess í ólgusjó lífsins.
En fáránleiki sagnanna, og mann-
legs hlutskiptis, kjarnast í hnitmið-
aðri kápumynd Katrínar Sigurðar-
dóttur af kjólklæddum karli með
pípuhatt sem rennir sér, eins og
ekkert sé, á sjóskíðum í hvítfyssandi
öldusköflum.
Fyrsta sagan sýnir vel tilvistarleg-
an línudans yfír hyldýpi tilverunnar.
Fáránlegur titillinn, „Nú er veður
fyrir bananafisk", býr lesandann á
engan hátt undir voveiflegan endi
sögunnar (en ætti kannski að gera
það!). Sagan er vel skrifuð og sér-
kennileg. Hún er líka áhugaverð
fyrir þær sakir að í henni kemur
persónan Seymour Glass í fyrsta
sinn fram í höfundarverki Salingers.
En Salinger hélt síðan áfram (og er
kannski enn) að skrifa um Glass-fjöl-
skylduna kostulegu og brothættu.
Undirfurður
hversdags-
leikans
Hinar sögurnar í
safninu eru flestar
áhugaverðar. Þær eru
skrifaðar á árunum rétt
eftir síðari heimstytjöld
og bera keim af því, í
innihaldi og kannski í
stíl. Þær halda þó að
mestu gildi sínu, einkum
áðumefnd saga um
„bananafiskinn" og
Seymour Glass, og sög-
urnar „Til Esmé - með
ástarkveðju, eymd og
volæði“ og „Bláa skeiðið
í lífi de Daumier-Smith“.
Þessar sögur eru
óvenjulegar og ekki
lausar við að vera „óþægilegar":
persónur ná ekki saman og það er
stutt í óhugnað bakvið þunn leiktj-
öld „veruleikans".
Þýðingin færir okkur ágætlega
(tíðar)anda frumtextans sem hlýtur
að teljast nokkuð snúinn. Við sam-
anburð á þýðingu og frumtexta
koma þó óhjákvæmilega upp ein-
staka álitamál. í sögunni um áður-
nefndan Seymour Glass kemur barn-
ung stúlka til sögunnar
og segir: „Sjá meira
gler“ og „Sástu meira
gler“. Þetta er sam-
hengislaust. í frum-
texta segir stúlkan
„See more glass“ og
„Did you see more
glass" og er með því
að leika sér með nafnið
Seymour Glass sem
hana langar að hitta.
Þarna hefði e.t.v. mátt
nota eitthvað í líkingu
við, „Sjá meira glas“
og „Má ég sjá meira
glas“, eða jafnvel
„Símaglas" og „Sástu
símaglas", til að líkja eftir fram-
burði á „Seymour Glass“.
Í titilsögunni, „Til Esmé - með
ástarkveðju, eymd og volæði“, kem-
ur fyrir athyglisverður „þýðingar-
vandi“. Sögusviðið er England í lok
seinni heimstyijaldar. Þar hittir
sögumaður, bandarískur hermaður á
leið í lokaátökin á meginlandinu,
munaðarlausa hefðarstúlku sem tek-
ur hann tali og lætur móðan mása.
J.D. Salinger
Hún er kotroskin og velviljuð en
barnaleg og eilítið hrokafull. Sögu-
maður gerir góðlátlegt grín að
kjánaskap hennar, án þess að hún
verði þess vör, og frásögnin iðar af'
látlausri íróníu. Það er augljóst á
mæli stúlkunnar að hún reynir að
sýnast fullorðnari og þroskaðri en
hún er, hugsanlega til að bæta sér
upp munaðarleysið. En það er ljóst
á orðavali og -notkun að hún veldur
ekki öllum fínu orðunum: hún segir
t.d. „intransically" í stað „intrinsic-
ally“ og „momento" í stað „me-
mento“. Orðin „archivist“, „prolific“
og orðasambandið „extenuating
circumstances" virðist hún ekki
skilja fyllilega. (Af þessu má svo
ráða að skilningi hennar á orðinu
„squalor", eða „eymd og volæði“, í
titli sögunnar, er kannski ábóta-
vant.) Þessi „orðaleikur" höfundar
og írónían sem hann framkallar fer
að vissu leyti forgörðum í þýðingu.
En þetta kann að vera réttlætan-
legt: það er eflaust ekki létt verk
að íslenska þennan leik þannig að
vel fari og auk þess má segja að
aðalbragð sögunnar skemmist ekki
þó eitt kryddið dofni lítillega.
Þessar sex sögur eru góð kynning
á smásagnagerð Salingers en marg-
ir íslenskir lesendur kannast við einu
skáldsögu hans, Bjargvættinn í
grasinu (AB, 1975). Nú eru ýmis
teikn á lofti fyrir því að þessi 78
ára rithöfundur, sem gekk svo að
segja í björg fyrir 32 árum, ijúfi
brátt þögn sína, hugsanlega með
útgáfu óbirtra smásagna sem hann
ku eiga tilbúnar í hrönnum. Ef af
verður, er vonandi það taki ekki fjóra
áratugi fyrir þær að rata á íslenska
tungu.
Geir Svansson
Karla- og kvennakórar og tríó komu fram á vortónleikum kórs Stykkishólmskírkju
Gunnlaugur Árnason
KÓR Stykkishólmskirkju bauð upp á fjölbreyttan söng á vortón-
leikum í Stykkishólmskirkju.
Gunnlaugur Amason
BRÆÐURNIR Bjarni, Kristján og Eyþór Lárentsínussynir hafa
sungið í mörg ár með kirkjukórnum.
Umsátur að
áströlskum hætti
KVIKMYNDIR
Iláskólabíó
UMSÁTRIÐ „MR.
RELIABLE" ★ ★
Leikstjóri: Nadia Tass. Aðalhlut-
verk: Colin Friels, Jacqueline
McKenzie. Polygram. 1996.
ÁSTRALSKAR gamanmyndir
minna stundum á þær dönsku eins
mildar og sérkennilegar og þær
geta orðið og húmanískar. Eyði-
merkurdrottningin Priscilla og
Brúðkaup Muriel eru tvö skínandi
dæmi. Sömu framleiðendur munu
gera gamanmyndina Trausta eða
„Mr. Reliable“, sem hefur hlotið
íslensku þýðinguna Umsátrið.
Þeir hafa greinilega gott auga
fyrir hinu spaugilega í þjóðarein-
kennum Ástrala, dýrkun á
sænsku popphljómsveitinni ABBA
er eitt, og bregða upp óvæntri sýn
á líf þessarar engilsaxnesku þjóð-
ar sem berst við hitabylgjur í jan-
úar. Umsátrið er síst þessara
mynda en hefur samt upp á margt
grínið að bjóða.
Hún gerist hippaárið mikla
1968 skammt utan við Sydney í
Ástralíu og segir af því þegar
tukthúslimur nýkominn úr fang-
elsi ógnar tveimur lögreglumönn-
um með haglabyssu á heimili sínu
svo úr verður viðamikið og tíma-
frekt umsátur og fjölmiðlasirkus.
Inni hjá manninum er nýja kær-
astan hans og bam hennar og er
það hald lögreglunnar til þess að
byija með að þau séu í hættu.
Myndin er byggð á sönnum
atburðum og lýsir því hvernig
maðurinn og konan hans og barn-
ið og meira að segja hundurinn
þeirra vinna smám saman samúð
þjóðarinnar og hvernig lögreglan
stendur ráðþrota frammi fyrir
byssumanninum, ófær um að ráð-
ast til atlögu vegna barnsins inni
í húsinu.
Tilraun leikstjórans Nadiu Tass
til þess að skapa ljúfsára stemmn-
ingu með amerískum popplögum
tímabilsins fer fyrir ofan garð og
neðan en að öðru leyti tekst henni
ágætlega að endurskapa tímabil
blómabarna og hippahugsjóna.
Colin Friels er skemmtilega ráð-
þrota sem byssumaðurinn, sauð-
meinlaus í rauninni en neyðist til
þess að gera það besta úr erfiðri
stöðu. Jacqueline McKenzie er
kærastan sem stendur honum við
hlið og fellur hún vel í hlutverkið.
Mesta gamansemin tengist rauð-
þrútnum yfirmönnum lögreglunn-
ar, sem ýmist vilja fara sáttaleið-
ina eða sprengja upp heila gallerí-
ið. Umsátrið er lítil, snotur, ástr-
ölsk gamanmynd sem aldrei nær
að vera mikið meira en neðan-
málsgrein og þannig virkar einnig
atburðurinn sem hún lýsir á
ókunnugan.
Arnaldur Indriðason
Æftfyrir
Noregsferð
Stykkishólmi. Morgunblaðið.
KÓR Stykkishólmskírkju hélt
tónleika í kirkjunni laugar-
daginn 24. maí sl. Þarna söng
35 manna kór bæði innlend
og erlend lög og á tónleikun-
um komu fram karla- og
kvennakór og tríó.
Stjórnandi kirkjukórsins er
Sigrún Jónsdóttir og undir-
leikari var maður hennar,
Hólmgeir Þórsteinsson. Þau
hjón komu til starfa í Stykkis-
hólmi í haust og hafa skilað
góðu starfi í vetur.
í vetur fékk kórinn boð um
að taka þátt í kóramóti í
Drammen, vinabæ Stykkis-
hólms í Noregi, sem haldið
verður í september nk. Kórinn
hefur sett stefnuna til Noregs
og ákveðið að taka þátt í mót-
inu. Kirkjukórinn í Stykkis-
hólmi er eini íslenski kórinn
sem tekur þátt í kóramótinu
í Drammen, en auk hans
syngja kórar frá Noregi, Sví-
þjóð og Eystrasaltsríkjunum.
Tónleikar
í Borgar-
neskirkju
HJÓNIN Elín Ósk Óskarsdóttir
óperusöngkona og Kjartan Ól-
afsson söngvari og tónlistar-
maður halda tónleika í Borgar-
neskirkju laugardaginn 31. maí
kl. 17, ásamt kórum sínum,
Rangæingakórnum í Reykjavík
og Kór Rafmagnsveitu Reykja-
víkur.
Undirleikari á píanó er
Hólmfríður Sigurðardóttir.
Gestakór verður Karlakórinn
Söngbræður úr Borgarfirði
undir stjórn Jerzy Tosik
Warszawiak. Efnisskráin er í
léttum dúr.
Djasskvöld
hjá Puceini
DJASSKVÖLD verður haldið á
Kaffi Puccini, Vitastíg lOa, í
kvöld, fimmtudag.
Sem fyrr er það tríó Björns
Thoroddsen sem spilar en _auk
Björns skipa tríóið Ásgeir Ósk-
arsson á trommur og Gunnar
Hrafnsson á bassa. Tríó Björns
Thoroddsen leikur frá kl.
21.30-23.30 og hefur verið
ákveðið að djasskvöld af þessu
tagi verði haldin á Puccini síð-
asta fimmtudagskvöld í hveij-
um mánuði, segir í kynningu.
Skækjan há-
punktur leik-
listarhátíðar
Á LEIKLISTARHÁTÍÐINNI í
Hallunda, sem stóð yfir 21.-25.
maí, var sýnd uppfærsla Þjóð-
leikhússins á Leitt hún skyldi
vera skækja eftir John Ford, í
leikstjórn Baltasasr Kormáks.
Á hátíðinni voru að mestu vald-
ar sænskar leiksýningar en
einnig sýningar frá Þýskalandi,
írlandi, Noregi og Italíu, alls
35 talsins.
Þrjár sýningar voru á Skækj-
unni og komust færri að en
vildu. Sýningin fékk góðar við-
tökur. Var það álit forstöðu-
manna hátíðarinnar að sýning
Þjóðleikhússins væri hápunktur
hátíðarinnar og í alla staði
framúrskarandi.
Leikhópnum var í framhaldi
boðið að koma næsta vor til
Moskvu og sýna gestaleik í
Leikhúsi þjóðanna þar í borg.
Við slaghörp-
una í Stykkis-
hólmi
AÐRIR tónleikar í tónleikaröð
sem Efling í Stykkishólmi
stendur fyrir verða í Stykkis-
hólmskirkju á mánudaginn kl.
21. Þar koma fram Ingveldur
Ýr Jónsdóttir mezzosópran og
Jónas Ingimundarson píanóleik-
ari. Yflrskrift tónleikanna er
„Við slaghörpuna“ en þeir eru
úr tónleikaröð Gerðarsafns í
Kópavogi.
Vortónleikar
Skólakórs
Garðabæjar
SKÓLAKÓR Garðabæjar held-
ur vortónleika í Víðistaðakirkju
í Hafnarfirði í kvöld kl. 21. Á
tónleikunum syngja allar þijár
deildir kórsins. Kórinn fer svo
í ferð um Suðurland og heldur
tónleika í Vík í Mýrdal 3. júní
og í Skálholti 4. júní. Stjórn-
endur kórsins eru Áslaug Ól-
afsdóttir og Guðfinna Dóra
Ólafsdóttir. Undirleikari er
Linda Margrét Sigfúsdóttir.