Morgunblaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1997 41
AÐSENDAR GREINAR
Barátta við kjötkatlana
Samband ísleiiskra
myndlistarmanna,
stofnað sem regnhlí-
fasamtök sérfélaga
myndlistarmanna en
þau eru Félag ís-
lenskra myndlistar-
manna, íslensk grafík,
Myndhöggvarafélag-
ið, Textílfélagið, Leir-
listafélagið og svo á
síðari árum bættist við
hópur einstaklinga
sem vildi ekki vera í
einhvetju fyrrtaldra
félaga.
Stjórnarkosningar
fóru fram eftir tilnefn-
ingu sérfélaganna.
Þegar fjölgaði í hópi einstaklings-
aðildar var lögum um stjórnar-
kosningu breytt fyrir nokkrum
árum á þann veg að kjósa um
stjórn á aðalfundi og að allir fé-
lagsmenn væru kjörgengir. Sam-
kvæmt þeim er kjörtímabilið tvö
ár og það á að kjósa tvo nýja inn
í stjórn á hvetju ári. Núverandi
stjórn SÍM er skipuð tveimur full-
trúum einstaklinga og tveimur frá
sérfélögunum. Kjörtímabili þess-
ara tveggja frá sérfélögunum lýkur
núna en þeir úr einstaklingaaðild
sitja áfram í stjórn.
Fjöldi félagsmanna þeirra hópa
sem standa að SÍM eru núna:
FÍM, fél. ísl. myndlistarmanna 114
Hópur einstaklinga 137
Grafíkfélagið 66
Myndhöggvarafélagið 73
Leirlistafélagið 38
Textílfélagið 40
Hópur einstaklinga og sérfélög-
in kjósa sér síðan hvert tvo fulltrúa
í fulltrúaráð.
Með þessum breytingum á sín-
um tíma á stjórninni var verið að
færa hlutverk hennar í þá átt að
gera stjórnina að
framkvæmdaaðilum
fulltrúaráðs og eru
10., 11. og 16. gr. laga
SÍM hugsaðar sem
aðhald á stjórn og til
að tryggja að sjónar-
mið aðildarfélaganna
næðu fram að ganga.
10.gr. Fundir í full-
trúaráði skulu haldnir
mánaðarlega eða þeg-
ar stjórn sambandsins
eða fulltrúar einstakra
aðildarfélaga óska
þess. Sambandsfund
skal halda ef 30 eða
fleiri félagsmenn úr
minnst þremur aðild-
arfélögum æskja þess. Meirihluti
atkvæða ræður úrslitum mála á
sambandsfundum.
11. gr. Fulltrúaráðið gerir samn-
inga fyrir hönd sambandsins, getur
þó skipað þriggja eða fimm manna
samninganefndir úr fulltrúaráðinu.
Bera skal alla samninga undir full-
trúaráðið til endanlegrar sam-
þykktar og ræður þá einfaldur
meirihluti ráðsmanna.
16. gr. SÍM er aðili í Norræna
myndlistarbandalaginu, NKF, og
tekur þátt í störfum þess eftir því
sem tök eru á. Fulltrúaráð SIM
tilnefnir þrjá menn til starfa fyrir
íslandsdeild NKF. Fulltrúi stjórnar
SÍM sé fjórði maður. Tilnefningin
er til tveggja ára í senn, þó þann-
ig að ætíð séu tveir fulltrúar með
starfsreynslu í nefndinni. Fulltrúar
skulu ekki sitja lengur en sex ár
í senn. Fulltrúaráð tilnefnir einnig
fulltrúaa SÍM í stjórn Sveaborgar,
NKKK, til fjögurra ára í senn.
Fulltrúinn skal þó ekki sitja lengur
en eitt kjörtímabil.
SÍM er aðili að IAA, hinum al-
þjóðlegu samtökum myndlistar-
manna. Uppbygging valds og
ákvarðanataka hjá SÍM sem og
flestum öðrum félögum er á þá
leið að aðalfundur er æðsta vald,
síðan félagsfundur, svo fulltrúar-
áð, þar á eftir stjórn og svo fram-
kvæmdastjóri.
En þá erum við komin að stóra
vandámálinu og alvarleika þess.
Meirihluti núverandi stjómar hefur
ekki framfylgt þessum lögum og
hefur beinlínis hunsað ákvarðana-
töku fulltrúaráðs. Ekki hafa verið
lögð undir fulltrúaráðið mikilvæg
mál svo sem hverjir eru tilnefndir
í úthlutun listamannalauna eða í
mikilvægar nefndir eins og list-
skreytingasjóð. Það að skort hefur
þessa valddreifingu í stjórnun er
kannski orsökin fyrir þeirri
óánægju sem smátt og smátt hefur
verið að magnast upp og komið
skýrast fram varðandi undirskriftir
Stjórn SÍM á að vera
stjóm allra félags-
manna. Gréta Mjöll
Biarnadóttír telur
hana ekki geta leyft sér
að ganga þvert á óskir
félagsmanna.
vegna úthlutunar starfslauna. Það
segir einhverja sögu þegar yfir
helmingur félagsmanna í SÍM
skrifar undir þá áskorun til stjórn-
ar SÍM og menntamálaráðherra
að barist verði fyrir fjölgun starfs-
launa og búnar til starfsreglur um
úthlutun starfslaunanna.
Þessi hópur sem skrifaði undir
áskorunina er engin fýluhópur sem
skilur ekki að sumt getur verið
Gréta IVflöll
Bjarnadóttir.
betra en annað né hópur einstakl-
inga sem sem lítur á starfslaun sem
félagsþjónustu. Þarna er um að
ræða fólk úr öllum listgreinum,
m.a. sem hefur oft fengið úthlutað
eða setið í úthlutunarnefndum. En
allir sem skrifa undir eiga það
sameiginlegt að vilja starfsréglur
og telja annars hættu á að úthlut-
un geti orðið of persónubundin og
þá ekki eingöngu fagleg.
Þessi þörf á valddreifingu er ein
af ástæðunum fyrir því að fulltrúa-
ráð SÍM, þ.e. fulltrúar sérfélaga
og fulltrúar úr hópi einstaklinga
samþykktu með öllum greiddum
atkvæðum að bera upp tillögu um
breytta stjórnskipan á næsta aðal-
fundi á undan stjómarkjöri. Breyt-
ingartillagan hljóðar á þá leið að
öll félög og þá einnig hópur ein-
staklinga ættu fulltrúa í stjórn
SÍM. Auk fulltrúa sátu fund full-
trúaráðs, formaður SÍM og tveir
stjórnarmenn úr hópi einstaklinga
og greiddu þau tvö síðasttöldu at-
kvæði gegn tillögunni. Samkvæmt
lögum SIM hefði þessi tillaga átt
að fara með aðalfundarboði átaka-
laust og vera borin upp á undan
stjórnarkjöri. Fulltrúaráðið ætlaði
aðalfundi að skera úr um tillöguna
eins og lýðræðislegri stjórn sæmir.
Meirihluti stjórnar SÍM sá ekki
ástæðu til þess að fara eftir lögum.
Jafnvel þótt að fulltrúar minntu á
þessa samþykkt með sérstakri bók-
un neitaði stjórn SÍM að fara að
tilmælum fulltrúaráðs. Til að
bjarga tillögunni inn á aðalfund
skrifaði einn fulltrúa undir tillög-
una fyrir hönd fulltrúa. En hvað
er að gerast?
Stjórn SÍM á að vera stjórn allra
félagsmanna og getur því ekki
leyft sér að ganga þvert á óskir
félagsmanna og gegn lögum sam-
bandsins eða hvað? Sérfélög og
hópur einstaklinga tilnefnir til full-
trúaráðs, fulltrúa sína við stjórnun
SÍM og boðleið hins almenna fé-
lagsmanns er eðlilega í gegnum
fulltrúaráðið til stjómar. Það er
því alvarlegt mál þegar fram-
kvæmdarstjóm kýs að vera algjör-
lega tengslalaus við hinn almenna
félagsmann.
Þá kemur upp spurningin fyrir
hverja vinnur meirihluti stjórnar
SÍM og hver er tilgangurinn? Er
meirihluta stjómar SÍM e.t.v.
stjórnað af einhveijum sem eiga
hagsmuna að gæta í nefndum og
starfslaunaúthlutunum. Er það
einnig angi af sömu hagsmuna-
gæslu að hringja með fúkyrðum á
skrifstofu SÍM og skammast. Eða
þegaj að sumir hóta að segja sig
úr SÍM og telja sig hafa svo mikið
vald að þeir hóta jafnvel að taka
með sér starfslaunaúthlutunina og
ráðstöfun sjóðanna.
Sú var tíðin að listamenn vildu
kenna sig við réttlæti þótt barátt-
an við kjötkatlana hafi verið hörð.
Það er ótrúlegt að nokkur vilji
kenna sig áfram við þá lögleysu
og óréttlæti sem meirihluti stjórn-
ar SÍM hefur af barnaskap látið
viðgangast. Framundan er annað
hvort breyting á lögum um stjórn-
skipan eða kosning eftir gömlu
lögunum. Ef kosið er eftir gömlu
lögunum þá á að kjósa tvo nýja
menn inn í stjórn. Tveir úr hópi
einstaklinga munu sitja annað ár.
Sitja þeir fyrir hönd allra - eða
eru þau fulltrúar einhvers hags-
munahóps og hvers þá? Getur
verið að sá sami hagmunahópur
beijist fyrir því að loka hringnum
með framboði sinna manna til
stjórnar. Sú ofstjórn að vilja ekki
samvinnu við fulltrúa allra félag-
anna og hóp einstaklinga kallar á
breytingu. Það er tækifæri til
valddreifingar með þeirri laga-
breytingartillögu sem lögð verður
fyrir aðalfund SÍM. Þetta er hags-
munafélag okkar allra. Hugsum
því vel um hvernig og hveija við
kjósum því það getur ráðið úrslit-
um um hvort eitthvert réttlæti
verði í stjórnun SÍM.
Höfundur er formaður íslenskrar
grafíkur ogfulltrúi í fulltrúaráði
SÍM.
RISASTÍFLUR hafa
risið um allan heim allt
frá fyrsta áratug tutt-
ugustu aldar. Áhrif
þeirra og uppistöðulóna
á náttúru jarðar og
jarðarbúa voru mönn-
um lengi vel óljós, nema
þegar lónin sökktu
byggðum. En þegar
fram liðu tímar blasti
skelfíngin við: hræði-
legar mannfórnir, eyð-
ing byggða, náttúru-
gersema og sögulegra
minja, útrýming fjölda
lífverutegunda, meng-
un og efnahagslegt
rugl.
Islendingar voru saklaus börn í
draumheimum stórvirkjana fram
eftir öldinni, en nú hillir undir að
þeir segi náttúru landsins stríð á
hendur þrátt fyrir bitra reynslu af
stórstíflum í öllum heimshlutum.
Þetta virðist fremur haldast í hend-
ur við viðhorf og virðingu manna
í æðstu stöðum gagnvart náttúr-
unni fremur en menntunarstigi.
Skilningur þeirra og mat á náttúru-
auðæfum birtist í því að ráðast á
náttúru landsins, sjálft íjöreggið
og éta það - í stað þess að hlúa
betur að menntun og menningu,
virkja sköpunarmátt fólks og
vernda fjöreggið. Það sem ruglar
dómgreindina líka eru gífurlegir
fjármunir. Stórvirkjanir eru pen-
ingasprengjur.
Reyndar er ekki heil brú í stór-
stíflugerð - ekki í
nokkru tilfelli - þegar
málin eru krufin til
mergjar. Samt taka
stjórnvöld sjaldan rök-
um vegna þess að mik-
ilvægar ákvarðanir
sem varða líf okkar
allra eru teknar við
fámenn hringborð.
Hvort sem lönd eru
lýðræðisleg eða ekki
er rammlega girt fyrir
áhrif almennings með
lagasetningum og
reglugerðum.
I flestum löndum
jarðar eru einhvers
konar landsvirkjanir.
Sumar eru illræmdar stofnanir með
sérstaka lögreglu eða jafnvel vík-
ingasveitir. Alls staðar eru þær
einskonar „Vatíkan" eða verndað
ríki i ríkinu sem leggur engin spil
á borð almennings, nema hálflok-
aða ársreikninga. Margar þeirra
eru sveipaðar hulu lýðræðis og
hafa ýmislegt á pijónunum sem
lítur vel út á sjónvarpsskjá, svo sem
landgræðsla. Alþýða manna er
mötuð á því sem snýst um hags-
muni stofnananna en ekki fólksins.
Þær gefa út heimatilbúnar skýr-
ingar á áhrifum stórvirkjana -
sleppa því óþægilega og vafasama.
Leynd grúir yfir en voðaverkin tala
úti um heimsbyggðina og ættu
sannarlega að vera mönnum hér
víti til varnaðar.
Versta tilfellið til þessa, svo vitað
sé, var þegar Banqiao-risastíflan í
Henan í Kína brast árið 1975 eftir
fellibyl, gífurlegt úrhelli og flóð.
Framburður árinnar hlóðst fyrir
rennslislokur, stíflan fylltist og
brast. Milljónir manna misstu heim-
ili sín og 230 þúsund manns féllu
í valinn. Þessu voðaslysi sem menn
setja í sama flokk og Chernobyl var
haldið leyndu þar til árið 1995.
Banqiao-stíflan átti að þola risaflóð
sem kæmu aðeins einu sinni á 1000
árum. Hún var mannvirkjaprýði,
álitin algjörlega hættulaus og gæti
ekki sprungið. í þessu eina veðri
er talið að 62 aðrar stíflur hafí
brostið.
Stíflumannvirki og uppistöðulón
eru stærstu mannvirki jarðar. Þau
eru ekki bara „falleg stöðuvötn"
sem geyma vatnsforða til miðlunar.
í stórstíflum felst mesta náttúru-
farslega eyðilegging í einni fram-
Stórstíflur eru ekki
aðeins dauðagildrur út
um heim, segir Guð-
mundur Páll Olafsson
í fyrri grein sinni, heldur
eru þær og verða það
einnig hér.
kvæmd sem sögur fara af. Allar
fullyrðingar um dásemdir uppi-
stöðulóna, einkum stórra, hafa
reynst blekkingar, ef ekki helberar
lygar. Uti um allan heim eru sár
sem seint eða aldrei gróa. Alvarleg-
ustu stórslysin eru vissulega þegar
stíflumar bresta og drepa fólk, en
undarlega hátt hlutfall þeirra
springur. Ástæður þess eru fleiri
en ein og fleiri en tvær.
Ein er verulegt áhyggjuefni fyrir
Islendinga. Stór uppistöðulón geta
framkallað jarðskjálfta. Vatnið
fergir jarðskorpuna og hún sígur
undan þunganum. Áhrifin geta
komið fram á virkjanasvæðinu eða
jafnvel á svæðum sem ekki teljast
j arðskálftasvæði.
í landi jarðskjálfta og eldvirkni
eins og á íslandi þar sem jarðskorp-
an er úthafsskorpa og þynnri en
meginlandsskorpa er hættan meiri
en ella, einkum þó á hliðrunar- eða
jarðskjálftabeltum. Gosbeltið er líka
hættusvæði vegna sprungumynd-
ana sem vatn er talið þrýstast í og
virkar eins og fleygur með smurn-
ingu sem ýtir jarðlögum af stað.
Fargið getur knúið fram jarð-
skjálfta og jafnvel eldvirkni, en
enginn veit hvar, hvemig eða hve-
nær ósköpin dynja yfir. Jarðskorpu-
hreyfingar í tengslum við breytilegt
farg jökla á ístíma er talið hafa
valdið mestu um gífurlegar sveiflur
í eldvirkni á íslandi við lok síðasta
jökulskeiðs en þá mun hraunaveita
frá gosbeltunum hafa verið 30-40
sinnum meiri en nú.
Eldvirk reksvæði svo sem ein-
stæðir Köldukvíslarbotnar, Veiði-
vatna- og Þjórsársvæðið, vatna-
svæði Jökulsár á Fjöllum og mun
víðar hljóta að bjóða hættunni heim.
Samband milli uppistöðulóna og
jarðskjálfta er fyrir löngu þekkt,
eða allt frá árinu 1932. Jarðeðlis-
fræðingar telja að yfir 70 stíflur í
heiminum hafi framkallað jarð-
skjálfta, og margar þeirra oft. Af
stíflum sem hafa knúið fram jarð-
hræringar yfir 4,0 á Riehter eru
Hoover í Bandaríkjunum, Aswan í
Egyptalandi, Koyna í Indlandi,
Grandval í Frakklandi... listinn
er mjög langur.
Stórstíflur eru ekki aðeins dauða-
gildrur út um heim heldur eru þær
og verða það einnig hér. Þetta verð-
ur því miður ekki umflúið. Þess
vegna er það viðtekin venja að vinna
hættumat þ.e.a.s. að áætla hvað
gerist ef stífla brestur. Einnig er
reynt að segja fyrir hveijar líkur
séu á því að stífla bresti. Það er
að vísu hæpnari útreikningur því
enginn veit hvað getur gerst í landi
eldvirkni, jarðhræringa, snjóflóða
og hamfarahlaupa. Hveijar voru til
dæmis líkur á eldgosi í Heimaey?
Samt gaus.
Fyrir íslendinga verður ógnin
af stíflum að teljast sérlega
ískyggileg og ærin_ ástæða að fara
að öllu með gát. Ég er þess full-
viss að þingmenn íslendinga vilja
þjóðinni vel og vilja upplýsa hana
um hættumat stórvirkjana. Ef
virkjanir eru hættulausar hvað er
þá svona Ieyndardómsfullt? í hvaða
læstu skúffu er hættumatið á nú-
verandi stíflum eða á fyrirhuguð-
um stíflum á hálendi íslands?
Hættumatið eða úttektin á því
hvað gerist er til - meira að segja
vönduð úttekt. Hvers vegna fá
þingmenn og þjóð ekki að vita um
ógnina eða hættuleysið? Ræður þar
velvilji gagnvart þingi og þjóð eða
mun hrikta í máttarstoðum flestra
stj órnmál aflokka?
Þeir se_m fullyrða að stórstíflur á
hálendi íslands séu hættulausar
þekkja annaðhvort ekki til sögu
stórstíflna eða jarðvísinda eða eru
vísvitandi að blekkja fólk. Það er
hæpið að hægt sé að byggja full-
komlega öruggar stíflur í landi íss
og eldvirkni. Ekki svo að skilja að
menn vandi sig ekki við stíflugerð-
ir. En meðalaldur stíflna í heiminum
er aðeins um sextíu ár og alltof
hátt hlutfall þeirra springur. Auð-
vitað eru ótal óvissuþættir í stíflu-
gerð sem mannlegur máttur ræður
ekki við. Þess vegna eru allar full-
yrðingar um styrka stjórn mann-
sandans yfír ólgandi straumvötnum
og náttúruöflunum blekking og
rugl. Smáflóð í Þjórsá síðastliðinn
vetur sem ekki tókst að hemja er*
skýr vitnisburður um raunverulega
getu okkar og þekkingu.
í annarri grein mun ég víkja
nokkuð að því sem af getur hlotist
þegar fiktað er í ofurviðkæmu vist-
kerfi íslands.
Höfundur cr rithöfundur og
náttúrufræðingur.
Forðum okkur
háska frá...
Um stórstíflur, uppistöðulón
ogjarðskjálfta
Guðmundur Páll
Ólafsson