Morgunblaðið - 29.05.1997, Page 43

Morgunblaðið - 29.05.1997, Page 43
Stutter S «Easy Care» Buxur ' Strauléttað Bómullarbw DRESS MANN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1997 43 AÐSENDAR GREINAR Forystukreppa sjálfstæðismanna í Reykjavík Alfreð Þorsteinsson ÞAÐ ríkir forystu- kreppa meðal sjálf- stæðismanna í Reykja- vík. Ámi Sigfússon, núverandi oddviti þeirra í borgarstjórn, virðist ekki njóta óskor- aðs trausts innan borgarstjórnarflokks- ins. Sýnt þykir, að þrír af núverandi borgar- fulltrúum Sjálfstæðis- flokksins muni keppa við Árna um efsta sæti listans í komandi borg- arstjórnarkosningum. Það eru þau Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Inga Jóna Þórðardóttir og Gunnar Jóhann Birgisson. Og e.t.v. eiga fieiri eftir að bætast í þennan hóp. Árni Sigfússon er því í þeirri óvenjulegu aðstöðu að þurfa sam- tímis að glíma við pólitíska and- stæðinga sína í Reykjavíkur-listan- um annars vegar og pólitíska sam- hetja í Sjálfstæðisflokknum hins vegar. Hver er skýringin? Hver skyldi vera meginskýringin á þessari uppákomu í aðalvígi Sjálf- stæðisflokksins? Tæplega sú, að Árni Sigfússon sé kolómögulegur stjórnmálamaður. Þvert á móti hef- ur hann margt til brunns að bera R-listinn mun gera Reykjavík, segir Alfreð Þorsteinsson, að þjón- ustuvænni borg. og hefur sýnt forystuhæfileika inn- an og utan borgarstjórnar, þó að pólitískir andstæðingar hans verði honum reyndar seint sammála. Skýringin er miklu fremur sú, að núverandi oddviti sjálfstæðis- manna er blóraböggull brostinna vona minnihlutans í borgarstjórn, sem misreiknaði sig herfilega varð- andi frammistöðu Reykjavíkur-list- ans. Sjálfstæðismenn töldu næsta öruggt, að samstarf núverandi meirihluta myndi bresta fljótlega á kjörtímabilinu og Reykjavíkur-list- anum tækist ekki að ná neinum árangri við stjórn borgarinnar, hvorki varðandi íjármálastjórn né uppbyggingu nauðsynlegra mann- virkja. Hvað blasir við í dag? Nú, þegar ár er til kosninga blas- ir allt annar veruleiki við. Glundroða- kenningin hefur tekið sér bólfestu í Sjálfstæðisflokknum á sama tíma og Reykjavíkur-listinn er samhentur undir stjóm Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra og hefur tekist að stöðva skuldasöfnun borg- arinnar eftir óráðsíu sjálfstæðis- manna, eins og lofað hafði verið. Framundan er síðan að gera áætlun um að lækka skuldirnar. Á sama tíma hefur Reykjavíkur- listinn gert stórátak í þeim tveimur málaflokkum, sem einkum var tekist á um fyrir síðustu borg- arstjórnarkosningar, þ.e. skóla- og dagvist- armálum. Nesj avallavirkj un og atvinnumálin Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Reykjavíkur-listinn haldið uppi háu fram- kvæmdastigi meðan nágrannasveitarfélög- in hafa mörg hver kippt að sér höndum í framkvæmdum. Með því hefur Reykjavíkur- listinn viljað leggja sitt af mörkum til að tryggja sem öflugast atvinnu- líf á höfuðborgarsvæðinu. Til viðbótar þeim framkvæmd- um, sem átt hafa sér stað í skóla- og dagvistarmálum, íþróttamálum, gatnaframkvæmdum og umhverfis- málum, þar sem þeim merka áfanga verður náð næsta haust að opna hreinsistöð við Mýrargötu, eru hafnar framkvæmdir við Nesja- vallavirkjun, sem er stærsta fram- kvæmd á vegum Reykjavíkurborgar í áratugi. Þessi framkvæmd mun í tengslum við stóriðjuframkvæmdir stuðla að auknum atvinnutækifær- um. Jafnframt gerast Reykvíkingar á nýjan leik raforkuframleiðendur, en nýja raforkuverið á Nesjavöllum er mjög hagkvæmt og mun skila 7-8% arði. Vandi Sjálfstæðisflokksins Vandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og þá sérstaklega odd- vita hans, er frammistaða Reykja- víkur-listans á kjörtímabilinu. Reykvíkingar hafa tekið eftir þeim breytingum, sem orðið hafa sl. 3 ár og eru að skila sér nú. Á sviði íþrótta- og menningarmála eru áhugaverð verkefni ýmist fullbúin eða í undirbúningi. Sömuleiðis hefur hjúkrunarheimili fyrir aldraða verið reist í samvinnu við Rauða krossinn og önnur félagasamtök. Og þannig mætti lengi telja. Líta má á þetta kjörtímabil sem fyrri hálfleik, þar sem glímt hefur verið við erfiða fjárhagsstöðu. Á næsta kjörtímabili mun Reykjavík- ur-listinn halda áfram á þeirri braut að gera Reykjavík þjónustuvæna borg og skapa íbúum hennar tæki- færi til starfa og athafna í sam- keppni við erlendar stórborgir. Höfundur er borgarfulltrúi í Reykjavík. ^itsári/tarstíarn an Falieg 14k stjarna til útskriftargjafa. 3 stærðir. Verð aðeins Kr. 3.200, 3.500, og 3.800. allar með dublefesti. Fæst einnig sem prjónn. Falleg gjdfú góðu eerðL Orgelsmíðar og orgelviðgerðir /W'S - kjarm malsms! ollin Laugavegi 49, símar 551 7742 og 561 7740. OLLU GRINI fylgir nokkur alvara er oft sagt. En ástæða mín til þessa bréfs til þín eru skrif þau sem fram hafa farið milli þín og söngmálastjóra þjóð- kirkjunnar, Hauks Guðlaugssonar. Ég skrifa þér að vísu á nokkuð léttum nótum og um ótrúlega hluti en þeir eru samt sannir og af eigin reynd veit ég að þú hefur ekki ofsagt um þá þröskulda sem Iagðir hafa verið í götu þína vegna orgelsmíði og viðhaldsvinnu sem leysa þarf á öllum þeim orgelum sem fyrir eru í landinu. Þú, Björgvin, sem hefur í námi og starfi í útlöndum lært þetta fag, virðist verulega sniðgenginn með verkefni hér heima en þeim komið í lúkurnar á útlendingum sem hingað eru fengnir beinlínis til að leysa þessi verk af hendi. Þessi faggrein, sem í senn er bæði iðngrein og listgrein hættir að vera hluti af flóru íslensks at- vinnulífs ef fram heldur sem horf- ir. Er hún nógu fáskrúðug fyrir. Hvar er nú í verki atvinnustefnan íslenskt já takk? Staða mála á fyrri áratugum Ég vil nú miðla þér af minni reynslu gegnum áratugina. Það var haustið 1944 að ég, þá á 15. aldursári, fór að læra hljóðfæra- smíði. Þá voru aðeins tvö verk- stæði sem tóku að sér almennar viðgerðir. Verkstæði föður míns Pálmars ísólfssonar en þar störfuðu þá þrír mempauk hans sjálfs, þeir ísólfur ísólfsson, Jens Valdimarsson og Bjarni Böðvarsson hljóðfæraleikari sem íhlaupamaður. Hitt verkstæðið áttu þeir feðgar Elías Bjarnason og sonur hans Gissur sem meðal annars smíðaði fyrsta píanó á íslandi en fað- ir minn var nokkrum vikum á eftir með sín fyrstu píanó. Hjá El- íasi var um þessar mundir einn nemandi, Haraldur Adolfsson. Vegna fámennis á íslandi voru þetta mest almennar viðgerðir á Hvar er nú í verki at- vinnustefnan „íslenskt, já takk“? spyr Bjarni Pálmarsson, í fyrra bréfí til Björgvins Bjarni Pálmarsson Tómassonar. hljóðfærum. T.d. sá ísólfur aðal- lega um strengja- og blásturshljóð- færi, smíðaði marga gítara og hátt í 200 blokkflautur fyrir dr. Edel- stein þegar hann stofnaði barna- músíkskólann. En Pálmar faðir minn og Jens sáu um píanóin og orgelin og ég lærlingurinn settur til aðstoðar í hvað sem var. Árin 1947 til 1948 fóru fyrstu pípuorgelin að berast til íslands eftir heimsstyijöldina og komu þá þrjú orgel frá J.W. Walkertil lands- ins og voru sett upp í Eyrarbakka- kirkju, Bessastaðakirkju og í Há- skója íslands. Árið 1950 var sett upp Frob- eniusorgel, 32ja radda í Landa- kotskirkju í Reykjavík og fleiri orgel komu seinna. Dagar orgelnefndanna koma Talsverð vinna var við þessi org- el vegna stillinga og viðhalds eldri orgela og var svo allt til þess tíma þegar Róbert Abraham Ottósson var söngmálastjóri. Þá var skipuð orgelnefnd sem var ráðgefandi um orgelkaup og var hún skipuð þrem orgelleikurum, sem sagt enginn orgelsmiður í nefndinni og voru þó þrír lærðir og starfandi orgelsmiðir á landinu á þeim tíma, þ.e. Pálmar ísólfsson, Gissur Elíasson og undirritaður. Það skal tekið fram að Gissur er nú að mestu hættur störfum vegna aldurs. Þar sem enginn orgelsmiður var í nefndinni mótmælti ég við Ró- bert Abraham en mínar aðfinnslur voru ekki teknar til greina. Ég tel að orgelleikari, þó margir séu góð- ir, hafi ekki mikla þekkingu á smíði né viðgerðum orgela. Þó verð ég að gera eina undantekningu með einn þeirra sem var í nefnd- inni en það var Guðmundur Gils- son, sem notaði tímann þegar hann var við orgelleikaranám í Þýska- landiog vann þá um tíma hjá Stein- meyer orgelverksmiðjunum. Höfundur er hljádfærasmiður í Reykjavík. LAUGAVEGI 18 B - REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.