Morgunblaðið - 29.05.1997, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 29.05.1997, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997 47 SKOLASLIT STUDENTSHUFURNAR settar upp. MorgunblaWGolli MONIKA Sóley Skarphéðinsdóttlr klæddist kjóln- um sem færði heimi sigur í fatahönnunarkeppni BURDA í vetur. Skólaslit Fjölbrautaskólans í Breiðholti 3.000. stúdentinn brautskráður MARÍA Ingimarsdóttir, dux scholae, tekur við skírteini sínu úr hendi Kristínar Arnalds, skólameistara. náttúrufræðibraut voru braut- skráð níu stúdentsefni. Af þeim fékk hæstu meðaleinkunn, Hrefna Sylvía Sigurgeirsdóttir, 7,6. Bryndís og Jón Baldvin heiðursgestir Meðal viðstaddra við braut- skráninguna, var stór hluti stúd- entahópsins sem brautskráðist frá Menntaskólanum á ísafírði fyrir 20 árum og flutti Páll Tómasson kveðju þeirra til skólans og ný- stúdenta. Sá hópur var sá síðasti sem brautskráður var af þeim hjónum Bryndísi Schram og Jóni Baldvin Hannibalssyni, en þau stjórnuðu skólanum af myndar- skap fyrstu tíu árin, og sá fyrsti og eini sem Bryndís brautskráði, en hún gegndi starfi skólameistara um eins árs skeið í fjarveru bónda síns. Þau hjón voru sérstakir heið- ursgestir við athöfnina á laugar- dag og flutti Bryndís viðstöddum kveðju frá þeim hjónum. Við athöfnina var einnig stadd- ur hópur stúdenta sem braut- skráðust frá Menntaskólanum á ísafirði árið 1987 og flutti Stella Hjaltadóttir nokkur orð fyrir þeirra hönd. Þá flutti fulltrúi Vest- fjarðadeildar Sjúkraliðafélags Is- lands, Emma Rafnsdóttir, nokkur orð, og færði þeim nemendum sem luku prófi á sjúkraliðabraut rósir að gjöf. Þegar stúdentsefnin höfðu sett upp húfur sínar, flutti skólameist- ari Framhaldsskólans, Björn Teitsson, nokkur orð og síðan flutti ávarp „Dux schoale“ Hilmar Magnússon. Vakti ræða hans kátínu á meðal viðstaddra enda gamansöm og vel flutt. Undir lok athafnarinnar fluttu fjórir nýstúd- entanna þrjú þjóðlög, lögin Island, ljóð Jónasar Hallgrímssonar, Ki'ummavísur eftir Jón Thorodd- sen og Vísur Vatnsenda-Rósu. Halda skal gildi menntunar á lofti í ræðu sinni við athöfnina sagði Bjöm Teitsson, skólameistai’i meðal annars og beindi orðum sín- um sérstaklega til þeirra sem voni að brautskrást frá skólanum: „Við lifum líklega á bestu tímum sem runnið hafa upp yfir Islendinga. Við lifum við betri lífskjör en flest- ar aðrar þjóðir. Fjölskyldur hér á landi eru yfírleitt býsna vel efhum búnar og gera prýðilega við börn sín. En það er ekki víst að þetta verði alltaf svona. Best er að gá vel að sér. Nokkrar blikur eru á lofti. Fólk þarf að mennta sig vel til að auka þekkingu sína og víð- sýni, af hvorugu fæst seint nóg. Sumt bendir nú hins vegar til þess að við íslendingar metum mennt- un ekki nægilega mikils. Til dæm- is virðist íslenskt atvinnulíf ekki borga nógu vel fyrir hana. Þetta þurfa sem flestir að íhuga. Ég vil skora á ykkur að halda á lofti gildi menntunar, hvar sem þið komið.“ kenningar, fyrir góðan námsárang- ur á stúdentsprófi, fyrir árangur í stærðfræði og raungreinum og fyrir góðan árangur í íslensku. Aðrir sem hlutu viðurkenningu fyrir námsárangur og vel unnin störf voru: Eiríkur Jóhann Einars- son, Elva Sif Grétarsdóttir, Einar Gunnar Karlsson, Hannes Jóhanns- son, Jóhann B. Elíasson, Ólafur Einar Hrólfsson, Eygló Pétursdótt- ir, Guðmundur Ingvar Jónsson, Guðrún Júlíusdóttir, Ingvar Þór Kristjánsson, Jónína Magnúsdóttir, Ólafur Jóhannesson, Sigurrós Páls- dóttir, Sonja Sigurðardóttir, Sólveig María Magnúsdóttir, Stefán Hauk- dal Jónasson, Þóra B. Karlsdóttir og Þórunn Día Steinþórsdóttir. FJÖLBRAUTASKÓLANUM í Breiðholti var shtið 27. maí sl. Þá brautskráði skólinn 214 nemendur, 119 luku stúdentsprófi og 73 luku starfsréttindanámi. Bestum árangri á stúdentsprófi náði María Ingimarsdóttir af nátt- úrufræðibraut. Fimm nemendur luku prófum með ágætiseinkunn. Við skólaslitin útskrifaðist 3000. stúdentinn, 300. húsasmiðurinn og 1000. nemandinn lauk verslunar- skólaprófi frá skólanum. Um 140 manns starfa við skólann. 1434 nemendur innrituðust í dagskóla og 760 í kvöldskóla. Mikil fjöl- breytni er í útskriftarhópnum, þar sem anna- og áfangakei-fi skólans gerir nemendum mögulegt að ljúka námi á fleiri en einu sviði og braut. Sumarskóli verður starfræktur við skólann í sumar og hefst kennsla í júníbyrjun. Kristín Arnalds, skólameistari, minntist í upphafi ræðu sinnar Guðmundar Sveinssonar, fyrsta skólameistara Fjölbrautarskólans í Breiðholti, en hann lést 16. febrúar sl. Ræddi skólameistari m.a. um ræktun landsins og sagði frá gróð- urreit sem skólanum var úthlutað árið 1995, við Úlfljótsvatn, í tilefni 20 ára afmæhs skólans. Er það orð- ið að venju að skólameistari fari með nemendur sína í gróðursetn- ingarferð á vorin. Athygli vekur velgengni nem- enda, á námsbrautum tengdum fatagerð, textíl og hönnun, í fata- hönnunarkeppnum hérlendis. í al- þjóðlegri fatahönnunarkeppni Sm- irnoff, sem fram fór hérlendis fyrir skemmstu, urðu nemendur skólans í 1., 3. og 5. sæti keppninnar. í BURDA-fatahönnunarkeppninni í vetur hlutu nemendur Fjölbrauta- skólans 1., 2. og 3. sæti. Tveir nemendur skólans, þær Lilja Eggertsdóttir, píanó, og Rakel Júlía Sigursteinsdóttir, flauta, léku við útskrift. Snævar Sigurðsson talaði fyrir hönd út- skriftamema og bróðir hans, Sig- þór Sigurðsson flutti ávarp 10 ára stúdenta. Kynningarfun d u r. BUSÍNiSSOBjlCTS' Microsoft BREYTA ehf Stoðkerfi fyrir stjórnendur í Microsoft Office umhverfi EJS og Breyta, í samvinnu við Business Objects Nordic, kynna möguleika stjórnenda til þess að nálgast upplýsingar og vinna úr þeim, m. a. með OLAP greiningu. Kynningarfundur verður í þingsölum Hótels Loftleiða, föstudaginn 30. maí nk. kl. 8.30 til 12.00. Efni fundarins er eftirfarandi: Vöruhús gagna oe Microsoft Örn Arason, EJS Fyrirspurna- skýrslugoröar- og OLAP greiningarkerfið Business Objects Marc Dibiaso, Business Objects Nordic SQL Server og önnur stoðkerfi í MS Office og MS BackOffice Ásgrímur Skarphéöinsson, EJS Markmið og undirbúningur fyrir uppbyggingu vöruhúss gagna hjá EIMSKIP Cylfi Hauksson, Eimskip Stoðkerfi fyrir ákvarðanatöku í nútíð og framtíð Atli GuÖmundsson, Breytu < , r < fy n n - V *■- U 1 1 O * ' . i r t h t t p / / vy v / w « ? 1 =;
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.