Morgunblaðið - 29.05.1997, Qupperneq 50
50 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Elskulegur eiginmaður minn,
EGGERT ÓLAFSSON
bóndi,
Þorvaldseyri,
Austur-Eyjafjöllum,
lést á heimili sínu laugardaginn 24. maí sl.
Útför hans fer fram frá Eyvindarhólakirkju
laugardaginn 31. maí kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir,
en þeir, sem vildu minnast hans, láti Heilsugæsluna í Vík njóta þess.
Reikningsnúmer 2701 í Landsbanka (slands í Vík.
Ingibjörg Ólafsson.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar
og afi,
GUNNAR ÓLASON
umsjónarmaður eldvarna,
Gautlandi 15,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum að morgni miðviku-
dagsins 28. maí.
Guðrún Sigríður Sverrisdóttir,
Katrfn Gunnarsdóttir,
Ragnar Þórisson,
Hrafnhiidur Lára, Ellen og Guðrún Edda Ragnarsdætur.
+
Elskuleg dóttir okkar, systir og barnabarn,
SARA KRISTINSDÓTTIR,
Hverfisgötu 5,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstu-
daginn 30. maí kl. 13.30.
Kristinn Óskarsson, Kristín María Indriðadóttir,
Marta Kristinsdóttir, Fróði Kristinsson.
+
Föðursystir mín,
SIGRÚN MARTA JÓNSDÓTTIR (LÓA),
Suðurgötu 10,
Sauðárkróki,
sem andaðist þriðjudaginn 20. maí, verður jarðsungin frá Sauðárkróks-
kirkju laugardaginn 31. maí kl. 11.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Björg Ragnarsdóttir.
+
Faðir okkar,
SIGURÐUR S. HÁKONARSON,
Bergþórugötu 51,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 27. maí.
Útförin tilkynnt síðar.
Jens og Ottó Sigurðarsynir.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, teng-
dafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR KRISTINN BJÖRNSSON,
Arnarheiði 8,
Hveragerði,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 27. maí.
Guðríður Jóna Indriðadóttir,
Bjarni Halldór Kristinsson, Þrúður Brynja Janusdóttir,
Indriði Kristinsson, Margrét Guðrún Karlsdóttir,
Grétar Jón Kristinsson, Ástrós Gyða Kristinsdóttir,
barnabörn og bamabarnabörn.
ÁGÚSTA RÓSA
ANDRÉSDÓTTIR
+ Ágústa Rósa
Andrésdóttir
fæddist á Bakka í
Bjarnafirði í
Strandasýslu 15.
nóvember 1915.
Hún lést á sjúkra-
húsi Akraness 22.
mai síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Júlíana
Guðmundsdóttir, f.
26. júní 1874, d. 2.
september 1956, og
Andrés Jóhannsson
bóndi á Bakka og
síðar á Gíslabala, f.
2. maí 1876, d. 27. september
1943. Júlíana og Andrés eign-
uðust átta börn auk Ágústu og
er einn bróðir, Magnús Bakk-
mann, á lifi en hann býr á Akra-
nesi. Þau sem eru látin voru
Jón, lést frumvaxta, Jóhann,
bóndi á Gíslabala og á Bassa-
stöðum, Ólafur Jóhannes, sjó-
maður á ísafirði, fórst í róðri
frá ísafirði 23 ára gamall, Sól-
mundur, bóndi á Gíslabala, lést
29 ára gamall, Rósa lést ung.
Magnús Bakkmann eldri, lést
ungur, og Vilborg á Gíslabala,
lést 23 ára gömul. Júlíana átti
tvo drengi með fyrri manni sín-
um Jóni Þorsteinssyni er fórst
i róðri frá Gjögri og eru þeir
báðir látnir. Þeir voru Sigurð-
ur, lést frumvaxta og Sigurður
Árni, sjómaður á Isafirði og
síðar í Hafnarfirði. Hinn 1. júní
1938 giftist Ágústa fyrri manni
sínum, Guðlaugi Franklín
Steindórssyni, f. 16. febrúar
1914, d. 25. janúar 1967. Þau
skiidu. Þau eignuðust tvö börn.
1) Dreng, f. 26. október 1936,
d. 27. október 1936. 2) Jennýju
Sólborg, f. 16. júlí 1936, hús-
móður á Akranesi. Börn
Jennýjar eru Ágústa ólöf sem
á fjögur börn, Diðrik, Guðnýju,
Dagnýju og Bjarka; og Guð-
laugur Kristinn sem á tvö börn,
Egil Guðvarð og Drífu Dröfn.
Hinn 23. mars 1943 giftist
Ágústa seinni manni sinum Ól-
afi Elíassyni, f. 31. júlí 1912,
d. 27. september 1995. Þau
eignuðust fjögur börn. Þau eru:
1) Halldóra, f. 6. maí 1943, d.
í dag verður til moldar borin
tengdamóðir mín Ágústa Rósa
Andrésdóttir. Nú þegar þú leggur
af stað í þessa ferð langar mig að
minnast annarrar ferðar sem við
fórum fyrir nokkrum árum.
Mig langar til að nefna hring-
ferðina sem við fórum. Þetta hafði
verið draumur hjá þér í mörg ár,
því Austfirðina langaði þig að sjá
því oft hafði verið haft á orði við
þig að þar sæir þú Strandirnar í
annarri mynd en muninn sástu,
því undirlendið er meira fyrir aust-
an.
Þegar lagt var af stað áttum
við ekki von á góðu, því sjaldan
hafði rignt eins mikið og þann
dag, en sem betur fer varð það
ekki raunin því Austfirðimir skört-
15. maí 1943. 2) Ól-
afur, f. 8. júní 1944,
d. 16. mars 1997,
húsasmíðameistari
og kennari á Akra-
nesi, kvæntur Ástu
Rannveigu Kristj-
ánsdóttur, synir
þeirra Elías Halldór
og Kristján. 3)
Andrés, f. 6. sept-
ember 1951, aðal-
bókari á Akranesi,
kvæntur Guðlaugu
Rósu Pétursdóttur,
dóttir þeirra Ág-
ústa Rósa, hennar
börn Andrés Már og Aðalheiður
Rósa. 4) Júlíus Magnús, f. 23.
mars 1953, vörubílstjóri,
kvæntur Sigrúnu Bjömsdóttur,
sonur þeirra Jóhann Ragnar.
Ágústa átti heima á Bakka
til 1921, en flutti þá ásamt for-
eldrum sínum og systkinum að
Gislabala í Arneshreppi í
Strandasýslu. Árið 1922 fór
hún til Njáls Guðmundssonar
móðurbróður síns og Margrét-
ar konu hans á Njálsstöðum í
sömu sveit og dvaldi þar til
ársins 1929 er hún fór aftur
að Gíslabala til foreldra sinna.
Árið 1932 fór hún til Reykjavík-
ur eftir ársdvöl í Hnífsdal. í
Reykjavík stundaði hún ýmis
störf. Það var svo upp úr 1940
að hún fór sem vinnukona að
Svarfhóli í Stafholtstungum í
Borgarfirði. Árið 1947 flytja
Ágústa og Ólafur að Lambhaga
í Skilmannahreppi í Borgar-
firði. Þar bjuggu þau til 1954
að þau flyija á Akranes, þar
sem þau bjuggu fyrst á Heiðar-
braut ^l, síðan á Vesturgötu
117. Árið 1996 fluttist Ágústa
á Dvalarheimilið Höfða á Akra-
nesi. Eftir að komið var á Akra-
nes, vann hún m.a. í frystihúsi,
í vegavinnu, á hóteli (Forna-
hvammi), mjólkurbúð o.fl. Ág-
ústa hefur tekið þátt í félags-
störfum, m.a. í kvenfélögum og
stúkunni Akurblómi á Akra-
nesi.
Ágústa verður jarðsungin frá
Akraneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
uðu sinni fegustu mynd með sól
og yfir tuttugu stiga hita.
Og þvílík ferð að fá svona gott
veður í þær þijár vikur sem við
vorum á ferðalagi. Það er líka
gott að vita til þess að ferðasöguna
ritaðir þú niður. Þegar við ókum
inn Hrútafjörðinn á þínar æsku-
slóðir var farið að líða að ferðalok-
um. Áttum við samt eftir að fara
í margar góðar ferðir saman.
Og það er gott til þess að hugsa
að margar af ferðum þínum í gegn-
um tíðina skráðir þú á blað og
gerðir úr þeim heillandi sögur.
Það var margs að sakna eftir
að þú fluttir af Vesturgötunni því
gott var að koma í létt spjall og
góðar kökur.
Að lokum vill fjölskyldan öll
I stórum og rúmgóðum sýningarsal okkar
eigum við ávallt fyrirliggjandi margar
gerðir legsteina og minnisvarða.
Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsla
Yerið velkomin til okkar,
eða fáið myndalista.
SKEMMUVEGI 48, 200 KOP., SIMI: 557-6677/FAX: 557-8410
senda starfsfólki Höfða og á A-
deild Sjúkrahúss Akraness alúðar-
þakkir fyrir einstaka umönnun og
hlýju okkur til handa í hennar
miklu veikindum.
Það eru búin að vera stór áföll
í okkar litlu fjölskyldu á stuttum
tíma, tengdafaðir, mágur og
tengdamóðir öll horfin yfir móðuna
miklu á innan við tveimur árum.
Elsku Gústa mín, ég vona að
þér líði nú vel og vona að sonur
og eiginmaður hafi tekið vel á
móti þér í þínum nýju heimkynn-
um.
Öllum ástvinum sendi ég samúð-
arkveðjur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þín tengdadóttir,
Sigrún.
Eitt það versta við að eldast er
að vera sífellt að kveðja gamla
vini og samferðamenn, sem hverfa
yfir móðuna miklu. Það minnir
okkur líka á að öll erum við á sömu
leið, misjafnlega erfiðri leið uns
yfir lýkur. Við viljum þó trúa því
að eitthvað taki við, „meira að
starfa guðs um geim“. Síðustu
mánuðir voru henni Gústu erfiðir
bæði líkamlega og andlega, þótt
hún 'kvartaði ekki. í miðju veik-
indastríði missti hún son sinn úr
sama sjúkdómi og hún barðist við
sjálf. Það var kannski hennar síð-
asta afrek í lífinu að geta fylgt
honum til grafar, þá komin í hjóla-
stól.
Ég ætla ekki að fara að rekja
ætt né uppruna, það geta aðrir
betur. En ég vissi að hún var kom-
in af traustu fólki af Ströndum og
þangað leitaði hugurinn oft. En
ég vil þakka fyrir samfylgd hennar
í st. Akurblómi í 27 ár. Hún gekk
í regluna 10. mars 1975 og kunni
strax vel við sig í þeim hópi, enda
kunnug flestum af öðrum vett-
vangi. Hún lét sig sjaldan vanta á
fundi og var alltaf tilbúin til starfa
þegar þörf var á, hvort sem var
að baka fyrir fund eða basara eða
lesa upp eitthvað til skemmtunar.
Það hagaði þannig til með búsetu
okkar við Vesturgötuna að það var
bein lína að taka hana með á fundi
eða spilakvöld í stúkunni. En svo
flutti hún inn á Höfða sl. haust.
Hún hafði hlakkað til að flytjast á
dvalarheimilið og láta dekra við
sig, eins og hún orðaði það. En
því miður naut hún þess ekki lengi.
Síðast mætti hún á fund hjá okkur
2. des. en upp úr því fóru kraftarn-
ir að þverra, en hugurinn var skýr
til hinstu stundar.
Enn er höggvið skarð í raðir
reglunnar á Akranesi, en við minn-
umst góðu stundanna í stúkuhús-
inu og ferðalaganna, einnig þegar
við dvöldum í Galtalækjarskógi,
síðast vorið 1995.
Við vottum innilega samúð
börnum, barnabörnum og öðrum
ættingjum.
Allra bíður ævikvöld
því enginn framhjá stígur.
I trú á drottins dýrð og völd
hver dagur ris og hnígur.
(H.H.)
Fyrir hönd st. Akurblóms,
Helga Helgadóttir.
H
H
Eríidrykkjur
H
H
Simi 562 0200 ^
rxxxxxxxxxYrl