Morgunblaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1997 53 NÍU fyrir brokk og tölt, frábær árangur hjá Hugin, knapi er Sigurður Matthíasson. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson KAPPI frá Hörgshóli kominn í röð hinna bestu meðal kynbóta- hesta, knapi er Sigurður Sigurðarson. KRINGLA frá Kringlumýri er með frammistöðu sinni orðin þriðja hæst af klárhryssum fyrir hæfiieika, knapi er Sigurður Sigurðarson. STIRNIR frá Syðra-Fjalli, enn einn álitlegur stóðhestur sem kem- ur fram á sjónarsviðið, knapi er Sigurður Matthíasson. Hnikast 1 rétta átt *®Gí) CO®? Skjótvirkur stíflueyóir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás ehf., Langholtsvegi 84, s. 533 1330. ÍS3 mnci DRÁTTAR- BEISLI Eigum fyrirliggjandi dráttarbeisli í flestar gerðir bifreiða. Rafmagnstengi einnig fáanleg. Nánari upplýsingar fást hjá sölu- mönnum okkar í síma 588 2550. segir Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur HESTAR Víðivellir í Reykjavík HÉRAÐSSÝNING KYNBÓTAHROSSA í KJALARNESÞINGI EITT hundrað fímmtíu og sjö hross hlutu fullnaðardóm á héraðs- sýningu kynbótahrossa'í Kjalarnes- þingi í síðustu viku. Dæmt var á fjórum stöðum, Hafnarfirði, Kópa- vogi, Reykjavík og Mosfellsbæ, en yfirlitssýningin fór fram að Víðivöll- um hjá Fáki og sömuleiðis verð- launaafhending á sunnudegi. Annar tveggja dómnefndarmanna, Krist- inn Hugason hrossaræktarráðu- nautur, kvaðst að vonum ánægður með útkomu hrossanna í dómi. Sagði hann rúmlega 50% hryssn- anna hafa náð yfir gömlu ættbókar- mörkin, 7,50, og tæplega þriðjung- ur þeirra náði yfir 7,75. Þetta sé vel viðunandi árangur í samanburði við sýningar undanfarinna ára og ljóst að ræktunin hnikast í rétta átt. Hinsvegar hafi sér fundist vanta meir af hryssum með einkunn yfir 8. Dómana á einn stað Kristinn kvað tímabært að hesta- menn í Kjalamesþingi íhugi hvort ekki sé hægt að sameinast um einn stað fyrir dómstörfin því það væri bæði tafsamt að vera stöðugt að skipta um staði auk þess sem eðli- legt væri að hrossin séu dæmd við sem líkastar aðstæður. Sagðist Kristinn svo sem ekki eiga að hafa skoðun á því hvaða staður væri valinn en benti þó á að reiðhallimar nýttust vel fyrir sköpulagsdóma. Nefndi hann í því sambandi reiðhall- irnar í Kópavogi og Víðidalnum sem álitlega kosti. Kappi kominn í fremstu röð Klárhestarnir tóku forystuna á meðal stóðhesta og var þar fremst- ur í flokki Kappi frá Hörgshóli sem áður hafði hlotið rétt yfir átta í aðaleinkunn þá fimm vetra gamall. Hann hækkar verulega bæði fyrir sköpulag og kosti, er með jafnar einkunnir, 8,33 fyrir sköpulag og 8,37. Kappi er hæst dæmda hross sýningarinnar og með þessum ár- angri skipar hann sér á bekk með fremstu kynbótahestum landsins. Hæsta einkunnin er 9,5 fyrir stökk en næst kemur 9,0 fyrir tölt, vilja og fegurð í reið, 8,5 fyrir geðslag og brokk, sem stóð í 9,0 í síðasta dómi. í flokki sex vetra og eldri hesta hlutu þrír hestar auk Kappa yfir átta í einkunn. Tveir þeirra, Ferill frá Hafsteinsstöðum og Sjóli frá Þverá, með háar hæfileikaein- kunnir, Ferill með 8,59 þar af 9,0 fyrir stökk og vilja. Sjóli er með 9,5 fyrir stökk og 9 fyrir skeið og vilja. Báðir eru þeir með rétt þokka- lega sköpulagseinkunnir. Ejórði hesturinn, Otkell frá Tóftum, nær sér hinsvegar upp á sköpulaginu, er með 8,13, þar af 9 fyrir fótagerð sem telst nú gott undan Otri en skýringanna er líklega að leita í móðurlegginn þar sem við sögu kemur hestur frá Laugarvatni. Ot- kell er með 7,87 fyrir hæfileika. Sjö aðrir hestar í þessum flokki hlutu yfir gömlu ættbókarmörkin, 7,75. Góð sending úr Þingeyjarsýslu í fimm vetra flokki stóð efstur Stimir frá Syðra-Ejalli í Suður- Þingeyjarsýslu, stórmyndarlegur klárhestur með góðum fótaburði og verklegur í allri framgöngu. Hann er undan Safír frá Viðvík og líklega fyrsti stóðhesturinn undan þeim ágæta hesti sem eitthvað kveður að. Móðurfaðir hans er Sokki frá Kolkuósi og líklega er þetta sömu- leiðis fyrsta hrossið út af honum sem einhverja athygli vekur. Stirnir er með 9 fyrir hófa og tölt og 8,5 fyrir öll önnur atriði í hæfileikum að frátöldu geðslagi, 8,0, og að sjálfsögðu skeiði, 5,0. Þrír aðrir hestar náðu yfír 8,0 í aðaleinkunn, þeir Geisli frá Reykjavík með 8,09, Sindri frá Högnastöðum með 8,06 og Tónn frá Torfunesi með 8,03, en hann er klárhestur með 8,23 fyrir sköpulag og fær 9 fyrir bak og lend og samræmi. Einn hestur til viðbótar náði yfír 7,75, Öngull frá Akurgerði, með 7,88. Aðeins þrír fjögurra vetra hestar hlutu fullnaðardóm og er lítandi á tvo þeirra, þá Huginn frá Bæ í Strandasýslu og Markús frá Lang- holtsparti. Huginn er með 9 fyrir tölt, brokk og vilja og stendur vel undir því. Hann fær 8,24 fyrir hæfíleika, sem er einstakt hjá fjög- urra vetra skeiðlausum hesti. Það sem hinsvegar skyggir á er sver háls, enda fær hann ekki nema 7,5 þar. Þessu er nokkuð öfugt farið með Markús sem fær 8,05 fyrir sköpulag en nær einnig 9 í hæfileik- um fyrir stökk. Efnilegir folar en ekki gallalausir frekar en svo marg- ir aðrir. Háar sköpulags- einkunnir Ellefu fjögurra vetra folar hlutu sköpulagsdóm og náðu sjö þeirra viðunandi einkunn. Vert er að geta tveggja þeirra, í fyrsta lagi Seifs frá Efra-Apavatni, sem er undan Stígi frá Kjartansstöðum, og Freyju Kjarvalsdóttur frá Efra-Apavatni. Hann hlaut hvorki meira né minna en 8,40, er með 9,5 fyrir höfuð, 9 fyrir háls og herðar og bak og lend, 8,5 fyrir samræmi, 8 fyrir hófa, 7,5 fyrir fótagerð og 7 fyrir réttleika. Fróðlegt verður að sjá hvernig þessi háa einkunn mun standast tímans tönn. Hinn hesturinn er Kormákur frá Kjarnholtum, undan Svarti frá Unalæk og stóðhestamóðurinni frægu, Glókollu frá Kjarnholtum. Hann hlýtur 8,20, er með 7,5 fyrir höfuð, 8,5 fyrir háls og herðar, bak og lend og hófa, 8,0 fyrir sam- ræmi, fótgerð og réttleika. Kringla I háum tölum Fimm hryssur sex vetra og eldri hlutu yfir átta í aðaleinkunn og stóð þeirra efst Sonnetta frá Sveinatungu með 8,10, en jöfn henni var Hátíð frá Hóli, báðar með 8,10 en tölvan sjálfsagt fundið ein- hvern brotamun. Báðar vel vakrar, sér í lagi Hátíð, sem er með 9,5 fyrir skeið. En það var líklega hryssa í þriðja sæti sem vakti hvað mesta athygli, Kringla frá Kringlu- mýri, sem hlaut 8,58 fyrir hæfileika og þar af 5,0 fyrir skeið. Hún fær 9,5 fyrir tölt og fegurð í reið, 9 fyrir brokk, stökk og vilja og 8,F fyrir geðslag. Með þessum árangi er hún þriðja hæst í hæfileikum s klárhryssum. í úrslitaupptalningu af héraðs- sýningunni í Morgunblaðinu í gær féllu út efstu fimm vetra hryssurn- ar, en þar náði aðeins ein hryssa yfir átta í einkunn. Þar var að verki Gnótt frá Dallandi sem er undan Orra frá Þúfu og Grósku frá Þúfu, eigandi er Þórdís Sigurðardóttir en knapi var Atli Guðmundsson. Fyrir sköpulag fékk hún 8,30, fyrir hæfi- leika 7,89 og 8,09 í aðaleinkunn. Næst henni var ísbjörg frá Ólafs- vík, undan Kolfínni frá Kjamholtum og Rjúpu frá Steðja. Eigandi er Stefán S. Kristófersson, knapi Vignir Jónasson. Fýrir sköpulag hlaut hún 7,63, hæfileika 8,23, að- aleinkunn 7,93. í þriðja sæti varð svo Von frá Mýrdal II, undan Kol- finni frá Kjamholtum og Nellý frá Mýrdal, eigendur Gísli Þórðarson og Magnús Norðdahl, sem sat hryssuna. Fyrir sköpulag fékk hún 7,75, hæfileika 8,07 og aðaleinkunn 7,91. Engin af fjögurra vetra hryssun- um náði yfir 8 í einkunn. Tvær þeirra náðu yfir átta fyrir sköpulag, Gæska frá Fitjum með 8,13 og Spóla frá Stóra-Ármóti með átta slétta og þar af 9 fyrir bak og lend. Efsta hryssan, Nótt frá Hlemmi- skeiði, náði yfir átta fyrir hæfileika, 8,21, þar af 8,5 fyrir tölt, stökk og fegurð í reið. I lokin er vert að geta þess að notkun reiðhjálma fer mjög vaxandi og sáust þó nokkrir knapar ríða með reiðhjálm í kynbótasýningunni og er það vel. Eiga þeir knapar hrós skilið sem ganga á undan með góðu fordæmi og mæta með reið- hjálma á þeim vettvangi þar sem ekki er skylda að bera þá. Valdimar Kristinsson BílavörubúSin FJÖÐRIN í fararbroddi SKEIFUNNI2,108 REYKJAVlK SÍMI 588 2550 tSESUZS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.