Morgunblaðið - 29.05.1997, Side 58

Morgunblaðið - 29.05.1997, Side 58
r> 'i 58 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens hfl£>£R V£6NA } Fv>n £TOZ S&H /COMA N'ALÆCT- \ Þéfí'________________ ufsil X#TLÁ&>U Ek*P\ JÐF’AþéZSONÞ- £PR£Tr..VAnJ/£> AMÖ6 NOTX' J-eqt/ Grettir Ljóska Ferdinand Smáfólk IT 5 TOO BAD YOU CAN T TALK, SNOOPY.. IF YOU COULD, l'LL 8ET TOU LUOULDN'T 5AV "COOL," OR"UiHATE^/ER"OR"MOPROBLEM" Verst að þú getur ekki talað, Snati, ef þú Ég er viss um að þú myndir segja gætir það er ég viss um að þú segðir ekki: eitthvað reglulega mikilvægt... „Svalt!“, eða „gildir einu“ eða „ekkert mál“. „Fótboltamamma“. BREF UL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylqavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Félagar Pólýfónkórsins Frá Undirbúningsnefnd: Á ÞESSU ári eru liðin 40 ár frá því að Pólýfónkórinn hóf starfsemi undir forustu Ingólfs Guðbrands- sonar. Sunnudaginn 22. desember 1957 efndi nafnlaus hópur undir hans stjórn til jólatónleika í Laugarneskirkju, en æfingar höfðu hafist þá fyrr um haustið. Það var svo 8. apríl 1958, sem kórinn hélt sína fyrstu tónleika undir nafninu Pólýfónkórinn í Gamlabíói. Bæði nafn kórsins og verkefnaval vöktu þá þegar nokkra athygli. Það var þó ekki síst flutn- ingur kórsins á sjálfri efnisskránni sem varð listunnendum tilefni til umræðna og menn veltu vöngum yfir. Stíll og söngmáti kórsins stungu nokkuð í stúf við það sem almenn- ingur átti að venjast fram að þessu og sýndist sitt hverjum í þeim efn- um. Óhætt er að segja að kórinn hafi strax á þessuum fyrstu tónleik- um markað sér bás í íslenskri tón- listarmenningu og verið trúr þeim grunntóni sem þá var sleginn. Verkefnavalið þróaðist síðar yfír í stærri verkefni, sem eins og öllum er Ijóst, eru samsett úr smærri perlum en mynda saman eina list- ræna og óijúfanlega heild í túlkun og flutningi. Saga kórsins fyrstu 30 árin er til í bókarformi undir nafninu „í ljósi líðandi stundar“ og kórinn gaf út hljómplötur og geisladiska og enn mun til nokkurt upplag af flest- um plötunum í vörslu kórsins. Einnig er varðveitt töluvert af upptökum kórsins hjá Ríkisútvarp- inu, þótt sumt hafi aldrei verið tek- ið upp og annað glatast. Það er mikið áhugamál þeirra, sem hugsa til starfs Pólýfónkórsins á fyrri árum, að þessar upptökur verði varðveittar til framabúðar og gerðar aðgengilegar fyrir alla með útgáfu á hljómdiskum, annaðhvort verkin í heild eða útdrættir og sýn- ishorn af verkefnavali kórsins. Kórinn hefur ekki starfað nú í áratug, en í tilefni af þessum tíma- mótum ætla félagar Pólýfónkórsins að beita sér fyrir samkomu föstu- daginn 30. maí 1997 í Gullhömrum í Húsi iðnaðarins, Hallveigarstíg 1. Hlaðborð með heitum og köldum réttum að hætti hússins verður á boðstólum ásamt tónlistarflutningi. Samkoman hefst kl. 20.00 og verð- ur nánar auglýst síðar. Tilkynna þarf þátttöku fyrirfram. Vonandi geta allir sem einhvern tíma tóku þátt í starfsemi Pólýfón- kórsins gefið sér tíma til að hitt- ast föstudagskvöldið 30. maí, spjalla saman og rifja upp gamlar minningar og fá fréttir hver af öðrum. Nánari upplýsingar gefa: Friðrik í síma 588-0222 (Salatbarinn Hjá Eika, Fákafeni). Edda í síma 581-2795, Kolfinna í síma 553-8955, Ólöf í síma 565-6799, Ásbjörg í síma 553-9242. F.h. undirbúningsnefndar: ÓLÖF MAGNÚSDÓTTIR; Holtsbúð 48, Garðabæ. An bindindis engar forvarnir Frá Umdæmisstúku nr. 1: VORÞING umdæmisstúkunnar nr. 1 1997 beinir eftirfarandi alvöru- orðum til þjóðarinnar. I. Hér þarf ekki að eyða mörg- um orðum að því sem öllum er ljóst að áfengisneysla er alvarlegur ljóð- ur á ráði þjóðarinnar og hefur margskonar slæmar og hættulegar afleiðingar. Það hlýtur því að vera almennt áhugamál að minnka þá neyslu og fínna ráð til þess. Til þess að árangur náist er fyrsta skilyrðið öflug bindindishreyfíng. Vorþingið hvetur alla til að hugsa alvarlega um slíka þjóðarvakningu. II. íslensk bindindishreyfing verður mörgu að sinna. Hún verður málsvari heilbrigðra lífshátta svo að íslenskum börnum verði ljóst að áfengi er hættulegur hlutur og mikið öryggi að forðast það. í al- mennri umræðu í landinu leggur bindindishreyfingin heilbrigðum lífsvenjum lið til að bijóta niður eftirspurn áfengis og annarra vímuefna. Jafnframt stefna bind- indismenn hvarvetna að því að skemmtanalíf og allur mannfagn- aður sé áfengislaus. III. Baráttan gegn áfenginu er víða erfið eins og sakir standa. Sumar Evrópuþjóðir láta undan eit- urlyfjatískunni og stefna að því að skrá eiturlyfjaneytendur og láta þá sækja sín eiturlyf í opinberar stofn- anir svo að þeir þurfi ekki að fjár- magna neysluna með ránum og hryðjuverkum. Þannig sé hægt að láta fólkið fá „hrein vímuefni á réttu verði“ og öll okurverslun með eitrið hverfi í eitt skipti fyrir öll. En hlutverk bindindishreyfiungar yrði enn meira, þar sem hún yrði að snúast gegn opinberum dreifi- stöðvum ríkisins og sporna gegn sífelldri fjölgun skrásettra neyt- enda. IV. Hvernig sem mál snúast og að hve miklu leyti sem opinber af- skipti mótast af uppgjöf og undan- haldi eða viðnámi sem sýnir sig í að halda neyslu að einhveiju leyti í skefjum, verður það og er tví- mælalaust þjóðamauðsyn að efla bindindishreyfingu. Vorþingið var vel sótt. Um- dæmistemplar er Jón K. Guðbergs- son, sem nú var endurkjörinn ein- huga eins og raunar framkvæmda- nefndin öll. UMDÆMISSTÚKA NR. 1. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.