Morgunblaðið - 29.05.1997, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997 59
BRÉF TIL BLAÐSINS
Er hægt að hjálpa
sér sjálfur?
Frá EIsu Petersen:
í MORGUNBLAÐINU 18. apríl
1996 birtist grein eftir Björk Gunn-
arsdóttur, þar sem fjallað er um
sjálfhjálp sjúklinga þ.á m. þeirra
sem eiga í langvarandi erfiðleikum
vegna gigtarsjúkdóma. Greinar-
höfundur vekur athygli á sjö
bekkja kerfi hjá Æfingabekkjum
Hreyfingar í Ármúla þar sem hún
hefur fengið aukinn styrk og
hreyfigetu við að stunda bekkina.
Ef til vill þótti mér greinin at-
hyglisverð fyrir það að ég hef sjálf
stundað þá sjálfhjálp sem Björk
fjallar um og kom það mér alls
ekki á óvart að hún skyldi fá auk-
inn styrk og bætta heilsu við þá
þjálfun sem unnt er að fá í æfinga-
bekkjunum. Ég er aðeins ein af
ljöldamörgum sem hafa notið kerf-
isins og styrkst við að stunda það
og get því heils hugar tekið undir
með Björk.
Það sem rekur mig til að skrifa,
er viðtal í Morgunblaðinu 25. mars
sl. við Sigrúnu Knútsdóttur sjúkra-
þjálfara og þar varar hún við
„töfralausnum" og segir sjúkra-
þjálfara hafa farið þess á leit við
landlækni að kannað verði sann-
leiksgildi „villandi auglýsinga í
ijölmiðlum um árangursríkar með-
ferðir gegn kvillum og sjúkdóm-
um“. Ekki veit ég hvort æfinga-
bekkjakerfið sé talin meint fölsk
töfralausn, að mati sjúkraþjálfara,
og ekki held ég því fram að bekk-
irnir geti komið i stað sjúkraþjálf-
ara en samt þykir mér full ástæða
til þess að vekja athygli á því tæki-
færi til sjálfhjálpar sem bekkirnir
eru. Ég hef heyrt fólk tala um
bekkina sem algjört tilgangsleysi
og peningaeyðslu en í öllum tilfell-
um hefur það verið gert af þekk-
ingarleysi og oft bara sagt út í
loftið og það er einmitt viðhorfið
sem ég hef fundið þegar ég hef
talað um bekkina.
Talandi dæmin eru svo mörg að
ég get ekki látið hjá líða að benda
á möguleikana sem bekkirnir gefa
til þess að styrkja sig og auka
vellíðanina. Ég hef séð konur sem
í fyrstu hefur orðið að hjálpa upp
á bekkina og ofan aftur, margar
sem ekki hafa getað gert allar
æfingarnar og oft hef ég tekið
eftir því að konum hefur hund-
leiðst á bekkjunum. En ef unnið
er með æfingakerfinu og styrkur-
inn eykst, og ég tala ekki um ef
línurnar lagast, kemur upp löngun-
in til þess að halda áfram og við-
halda þeim árangri sem hefur
náðst og auka hann. Máli mínu til
stuðnings eru nokkrar yfirlýsingar
af mörgum sem sem ég hef fengið
hjá „bekkjafélögum" mínum.
Sesselja Lúðvíksdóttir hefur
stundað kerfíð reglulega tvisvar í
viku undanfama 8 mánuði með
góðum árangri. Hún segir að hreyf-
ingar bekkjanna henti sér afar vel,
en hún er haldin parkinsonveiki.
Vöðvar hafa styrkst og stirðleiki
minnkað til muna. Sesselju þykir
notalegt umhverfi og glaðlegt sam-
ferðafólk ekki spilla fyrir og sér
alls ekki eftir þeim tíma sem hún
hefur eytt á bekkjunum.
Katrín, 53 ára, segist ekki hafa
komist ofan af bekkjunum þegar
hún byrjaði og varð að velta sér
fram af þeim en með tímanum
breyttist það. Hún er með axlar-
mein og vefjagigt og hafði verið
illa haldin í 4 ár og gat ekki einu
sinni reimað skóna sína sjálf. Eftir
lyijameðferð og ótal nuddtíma sem
ekki báru árangur gerði hún sér
grein fyrir því að að hún yrði að
reyna að hjálpa sér sjálf. Hún dreif
sig í jóga og síðan bekkina og þá
fóru hjólin að snúast. „Við að
styrkja bakvöðva og fá nudd á
háls- og höfuðsvæði jókst blóð-
flæði til axlanna. í dag er ég með
stinna og sterka vöðva á maga,
fótum, baki og alls staðar. Við það
að finna að ég styrktist og lít bet-
ur út fór ég ósjálfrátt að borða
minna svo ég hef þar að auki lést
um 12 kíló á einu ári“.
Já þetta með kílóin er athygli-
vert. Þegar ég var að byija í bekkj-
unum sagði kona við mig, „hvað
ert þú að gera hér, ekki þarft þú
að ná af þér aukakílóum? - Það
er útbreiddur misskilningur meðal
margra kvenna að þær þurfi ekki
að stunda líkamsrækt^ ef líkams-
þunginn er eðlilegur. Ég hef lesið
að beinþynningin sem ógnar eldri
konum í dag sæki fremur á grann-
ar konur en þéttholda og er því
ef til vill enn mikilvægara fyrir þær
að styrkja stoðkerfi líkamans. Næg
hreyfíng, útivist og rétt mataræði
er ef til vill miklu mikilvægara í
baráttunni við beinþynninguna en
hormónarnir sem gefnir eru helst
öllum konum eftir fertugt, þó að
stundum þurfi auðvitað að hafa
þetta allt í bland. Eftir að ég fór
að stunda æfingbekkina hefur mér
þótt mikiu skemmtilegra í skíða-,
golf-, og gönguferðum, vegna þess
að ég er miklu styrkari í fótum
og baki og þreytist því síður.
Margar konur sem ég þekki
veigra sér við að fara í líkamsrækt
ef til vill vegna aldurs, feimni, fitu
eða þær halda að það sé ekki „fyr-
ir þær“. Bekkirnir eru fyrir allar
konur. Móðir mín, 82 ára, hefur
sótt sér styrk í bekkina og vinkona
mín bakveik, sem loksins fann tíma
fyrir bekkjaprógram, segist ekki
hafa rétt úr sér í fjöldamörg ár
fyrr en nú. Já, þetta er engin lygi,
bekkirnir gera ótrúlega hluti fyrir
skrokk manns. Það kemur ekkert
í stað heilsunnar þegar hún er far-
in og er það þess virði að hugsa
gaumgæfilega um það að ef til
vill borgar sig að eyða einhverju í
forvarnarstarfið því það er dýrt
að vera veikur.
Kristín Ágústsdóttir fékk Lúpus,
sem er alvarlegur sjúkdómur, í allt
stoðkerfið í fyrir fimm árum. Hún
átti erfitt með gang og allar hreyf-
ingar en bytjaði að stunda bekkina
reglulega skömmu eftir að hún
veiktist og telur að það sé ekkert
vafamál að æfingarnar í bekkjun-
um hafi styrkt hana og aukið veru-
lega blóðstreymi til vöðvanna. Auk
þess segir hún að vöxturinn hafi
lagast og appelsínuhúð minnkað,
en það er einmitt kvilli sem angrar
margar konur.
Því segi ég það, stundum er það
átak að drífa sig út að ganga,
synda eða gera eitthvað fyrir sjálf-
an sig. Oft er svo freistandi að
sitja heima og hafa það gott, það
þekki ég vel. En það er svo nauð-
synlegt fyrir sál og líkama að finna
að hægt sé að bæta heilsu sína
og finna líkamann styrkjast og það
er hægt að hjálpa sér sjálfur með
ýmsu móti. Æfíngabekkirnir eru
kjörin lausn til sjálfshjálpar og
vona ég að við sem höfum notið
þeirra fáum að gera það áfram og
þessi greinarstúfur verði hvatning
til þeirra sem þurfa á „styrk“ að
halda.
ELSA PETERSEN.
Giljalandi 21, Reykjavík 2
Sumarnámskeið í
Hafnarfjarðarkirkju
Frá Þórhalli Heimissyni:
Á KOMANDI sumri verður boðið
upp á fjölbreytt námskeiðahald fyr-
ir börn og fullorðna í Hafnarfjarðar-
kirkju. Byijað var á slíku síðasta
sumar fyrir fullorðna og tókst það
mjög vel. Nú verður aukið við nám-
skeiðum fyrir börn og unglinga.
Í júní verður boðið upp á kvöld-
vökur um trúmál öll miðvikudags-
kvöld. 4. júní er efnið kristin trú
og „mystik" eða dulspeki. Verður
rætt um hvað dulspeki er og hvern-
ig hún og kristin trú fara saman.
11. júní verður íjallað um djöfulinn
og hið illa, hvað Biblían segir um
hann og hvernig og hvaðan hug-
myndirnar hafa þróast um stöðu
„andstæðingsins". 18. júní fjöllum
við um spurninguna um eilífa lífið,
hvort það sé til og hvað það sé.
Kvöldvökunum Iýkur 25. júní með
umfjöllun um endurholdgunarkenn-
inguna og kristna trú. Sr. Þórhallur
Heimisson stjórnar kvöldvökunum
og kynnir umræðuefnið, en góður
tími gefst til fyrirspurna. Heíjast
kvöldvökumar kl. 20.30 og er að-
gangur ókeypis.
Sunnudaginn 29. júní fellur guðs-
þjónusta niður en í stað þess verður
farið með rútu til Þingvalla þar sem
sr. Heimir Steinsson prestur og
staðarhaldari tekur á móti ferða-
löngum og annast leiðsögn.
I ágúst býður Hafnarfjarðar-
kirkja upp á þrjú vikulöng nám-
skeið fyrir böm á aldrinum 6-11
ára, dagana 5.-8. ágúst, 11.-15.
PARTAR
BÍLAPARTASALA
KAPLAHRAUNI 11-220 HAFNARFJÖRÐUR
SÍMI 565 3323 - FAX 565 3423
EIGUM FYRIRLIGGJANDI
NÝJA OG NOTAÐA
VARAHLUTI í FLESTAR
GERÐIR BÍLA
HÚDD - BRETTI - STUÐARA
HURÐIR - LJÓS - GRILL
AFTURHLERA - RÚÐUR
ágúst og 18.-22. ágúst. Hvert nám-
skeið stendur frá kl. 13.00-17.00.
Umsjón hefur Bára Friðriksdóttir.
Hver dagur hefst með helgistund.
Síðan verður farið í leiki, ferðalög,
föndrað, sungið og í stuttu máli
haldnar sumarbúðir, nema hvað
börnin fara heim að loknum hveij-
um degi. Vikan kostar 1.500 kr.
og fer skráning fram í Hafnar-
fjarðarkirkju. Einnig verður boðið
upp á ævintýranámskeið fyrir ungl-
inga, 13-14 ára, í ágúst og verður
það kynnt síðar. Nánari upplýsingar
um allt sumarstarfið er að fá í síma
kirkjunnar.
SR. ÞÓRHALLUR HEIMISSON,
prestur við Hafnarfjarðarkirkju.
breyttan skilafrest
á atvinnu-, rað- og smáauglýsingum
sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu
Auglýsingatexta og/eða tilbúnum atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem
eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila fyrir kl. 12 á föstudögum.
Auglýsingadeild
Sími 569 11 11 * Símbréf 569 11 10 » Netfang: augl@mbl.is
^óírate^
897 5523
L 15 JrtWAi.Mhl
RAÐGREIÐSLUR
V/SA
ITIL 36 MÁNAÐA ,
Antiksýning
Sölusýning á einstaklega fallegum munum;
m.a. húsgögnum, teppum, postulíni, silfri o.fl.
verður haldin dagana 31. maí til 3. júní á
Grand Hótel, Reykjavík, Sigtúni.
Opið daglega kl. 14-22.
Tökum góða hluti í umboðssölu.
Óviðjafnanlegt verð miðað við gæði.
nfíb
-Olofnnö 19T7-*. muntt
Klapparstíg 40, sími 552 7977
HÓTEL
REYKJAVIK