Morgunblaðið - 29.05.1997, Síða 60

Morgunblaðið - 29.05.1997, Síða 60
60 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Te Það fyrsta sem Everestförunum var boðið þegar þeir komu af tindinum var te. Kristín Gests- dóttir heldur að það hafí verið Darjeelingte, en það vex við rætur Himalajaff alla. r*/?' SKOMMU eftir að Sir Edmund Hillary kleif Everest árið 1953 lenti hann í Keflavík. Hann gekk inn í veitingasalinn á flugvellinum, settist við borð og bað um te. Þjónustustúlkan kom með nokkra tepoka á diski og heitt vatn í könnu. Hillary leit hissa á það sem fram var borið og síðan á stúlkuna og sagði: „I asked for tea.“ (Ég bað um te). Allt var sett í gang til að leita að tekatli og Everestfarinn fékk sitt te að lokum. Ekki hefur temenning okkar íslendinga batnað þau 44 ár sem liðin eru síðan þetta var. Pokate með hálfköldu vatni er víða borið fram. Mér er alls ekki sama hvernig hellt er upp á te- laufið og vil miklu heldur kalt vatn úr krananum en pokate sem hálfköldu vatni er hellt á. En það er eins og fólk móðgist ef maður biður um kalt vatn með kökum í staðinn fyrir te eða kaffi. Te er upprunnið í Kína en er þar að auki ræktað í Japan, á Indlandi, á Sri Lanka (Ceylon) og í Indo- nesíu. Þijár aðaltegundir eru til af tei, svart te, grænt te og Ool- ong te sem er einhvers staðar milli hinna tveggja. Te greinist aðallega eftir stærð og gerð laufsins svo og ræktunarstað, en það skiptir ekki síður máli hvern- ig telaufin eru meðhöndluð eftir tínslu. Þau eru látin gerjast, hálf- gerjast ýmist fyrir eða eftir þurrkun. En hvernig eru nú best að búa til te? Ekki með því að hella vatni á tepoka jafnvel þó sjóðandi sé. Kryddað íste. 5 tepokar 1 lítri kalt vatn nokkur lauf ferskt eða þurrkuð rosemary nokkur blöð fersk eða þurrkuð mynta 2 litlar appelsínur í örþunnum sneiðum 10 stórir klakamolar 1. Setjið tepoka, rosemary og myntulauf í skál og hellið köldu vatni yfir. Setjið lok eða disk yfir skálina og látið standa á borðinu í 2-3 klst. Hrærið síðan vel í og fjarlægið te- pokana, hellið teinu á sigti og síið kryddjurtirnar frá. Setjið teið í skál- ina. 2. Afhýðið appelsínurnar, skerið í örþunnar sneiðar, fjarlægið steina en setjið appelsínusneiðarnar í skál- ina. 3. Setjið klakamolana í plastpoka og sláið á þá með kökukefli. Setjið út í og hellið í glös. Athugið: Setja má sykur út í. Te-krap. 3 dl sterkt te 24 sykurmolar 2 eggjahvítur appelsínulíkjör eða appelsínusafi Te. Notið laust te og góðan leirket- il. Hitið teketilinn með heitu vatni og hellið svo vatninu úr honum. Ætlið eina tsk. af tei á mann og eina fyrir ketilinn. Setjið teið í lokaða skeið eða belg í tepottinn (eða hafið teið laust, skeiðin auð- veldar þrif og hægt er að fjar- lægja laufið þegar teið er til- búið). Hellið sjóðandi vatni yfir. Setjið lokið á og leyfið teinu að trekkjast í 5 mínútur. Hrærið í eftir 2-3 mínútur. Takið loks skeiðina með telaufinu upp úr. Setjið tehettu yfir. Ef telaufin eru látin liggja í teinu verður það rammt og vont. í íste er best að nota pokate. Best er að nota grænt te eða Darjeeling. 1. Búið til 3 dl af sterku tei, setj- ið í skál og látið skálina standa í sjóðandi vatni meðan þið leysið 24 sykurmola upp í teinu. 2. Stífþeytið eggjahvítumar, setj- ið 1 msk. af sjóðheitu teinu í senn út í og hrærið í hrærivél á milli. 3. Setjið skálina síðan í frysti í 1 klst. Takið þá úr frystinum og hrær- ið vel í. Frystið aftur í 2 klst. og hrærið svo vel í. Frystið síðan alveg. Gott getur verið að hræra einu sinni enn í. Þegar borið er fram. Takið skálina úr frystinum, lát- ið standa á eldhúsborðinu í 15-20 mínútur, hrærið þá í, setjið í glös og ausið 1 msk. af appelsínulíkjör eða 2 msk. appelsínusafa yfir. Setjið teskeið í glösin og berið fram. Ifc |if t§mú f ^TOfNATi 191. ...blabib - kjarni málsins! I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Vonbrigði með Good Morning America VELVAKANDA barst eft- irfarandi bréf: „Kæm Ís- lendingar. Ég var að ljúka við að horfa á útsendingu þáttarins Good Moming America frá Bláa lóninu og ég verð að segja að ég varð fyrir miklum von- brigðum. Hver átti þá heimskulegu hugmynd að kjósa þessa staðsetningu framyfir alla fallegu stað- ina á landinu? Ég trúi því að við höfum misst af góðu tækifæri til að sýna menn- ingu og fegurð íslands þeim milljónum sem horfðu á þáttinn um allan heim. Landið hefur upp á meira að bjóða en kvenfólk og fisk. Kristrún E. Torfason, Vancouver, USA. A. Hansen góður veitingastaður VIÐ fórum 6 saman út að borða á A. Hansen sl. mánudagskvöld. Viljum við þakka starfsfólkinu fyrir alveg sérstaklega góða þjónustu, góðar veit- ingar, bragðgóðan og vel útilátinn mat og frábært kvöld. Þarna er notalegt andrúmsloft og staðurinn er einstaklega vel heppn- aður. Ánægðir viðskiptavinir. Stöð 2 og NBA MÉR fínnst Stöð 2 hafa staðið sig illa við útsend- ingar á leikjum NBA á keppnistímabilinu. Leik- irnir era seint á ferðinni og jafnvel sýndir bara hálf- ir leikir. Og svo era það úrslitaleikirnir, það mætti sýna fleiri leiki í beinni útsendingu. Rafn. Tapað/fundið Silkiklútur tapaðist SVARTUR, stór silkiklút- ur með frönsku munstri tapaðist fimmtudaginn 22. maí á leið frá Dómkirkju að Hótel Borg eða á Hótel Borg. Skilvís finnandi vin- samlega hafi samband í síma 553-1368 eða 551-0658. Pennaveski fannst PENNAVESKI með tveimur pennum fannst við Félagsheimiii Kópavogs mánudaginn 26. maí. Uppl. í síma 554-1886. Gleraugu töpuðust GLERAUGU töpuðust 15. maí í miðbænum-austur- bænum. Þetta eru lesgler- augu í brúnu hulstri. Skil- vís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 565-4116. Seðlaveski tapaðist FULLORÐIN kona glataði svörtu seðlaveski með skil- ríkjum fyrir tæpum tveim- ur vikum, líklega í strætis- vagni á leið í Holtagarða, í IKEA eða Rúmfatalag- emum. Þeir sem hafa orðið varir við veskið era beðnir að hringja í síma 557-3594. Gyllt gleraugu töpuðust GYLLT gleraugu í svörtu hulstri töpuðust í byijun maí á Seltjarnarnesi. Skil- vís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 561-1742. Hvítir barnaskór fundust HVÍTIR bamaskór nr. 20 fundust á Nesbala. Uppl. í síma 561-1742. Dýrahald Kisa er týnd BRÚN, loðin læða er týnd í Fellahverfi í Breiðholti. Hún er mjög mannelsk. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 567-7232. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á Evr- ópumeistaramóti landsliða í Pula í Króatíu í vor. Pól- verjinn R. Kempinski (2.515) var með hvítt, en Joszef Pinter (2.575), Ungveijalandi, hafði svart og átti leik. 35. - Hxf2+! 36. Kxf2 - De3+ og hvítur gafst upp. Hann getur ekki valdað hrókinn á d2, því 27. Kel — Dgl er mát. Englendingar sigruðu á mótinu, voru hærri á stig- um en Rússar, sem hlutu jafnmarga vinninga. For- föll voru veruleg í flestum liðum nema því enska og þeir unnu því sinn fyrsta stóra titil. Rússar hafa næstum einokað Ólympíu-, Evrópu- og heimsmeistara- mót landsliða fram að þessu, en Ungveijar og Bandaríkjamenn náð stöku titli. Firmakeppnin í hraðskák Það er teflt í kvöld kl. 20 hjá Taflfélagi Reykja- víkur, Faxafeni 12. Fram- vegis verður teflt á mánu- dagskvöldum hjá Helli og fimmtudagskvöldum hjá TR. Mótið er einstaklings- keppni og öllum heimil þátttaka. Hvert keppnis- kvöld fer fram sjálfstætt mót. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættar- mót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælis- baras þarf að fylgja afmælistilky nningum og eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Víkveiji skrifar... ESSA dagana eru bændur í óða önn að bera áburð á túnin. Allt fram á þennan dag hefur slíkri vinnu fylgt mikið líkamlegt erfiði. Áburðurinn kom í 50 kílóa pokum sem bændur þurftu að taka af flutn- ingabílum með handafli og lyfta þeim aftur upp í áburðardreifara þegar þeir báru á túnin. Meðalbú var kannski að kaupa fast að 400 pokum af áburði þannig að augljóst er að það kostaði mikið erfiði að handleika þennan þunga. Á allra síðustu árum hefur Áburðarverksmiðjan farið að bjóða bændum að fá áburðinn heim í 600 kílóa sekkjum. Traktorar með lyfti- búnaði sjá um að flytja sekkina og það eina sem mannshöndin þarf að gera er að skera gat á botninn á sekkjunum svo að áburðurinn geti runnið í dreifarann. Þetta framfaraspor hefur það einnig í för með sér að umbúðirnar verða minni og viðráðanlegri, en gífurlegt magn af plasti hefur farið í áburð- arpoka. XXX FYRIR skömmu vakti Hjörleifur Guttormsson alþingismaður máls á því að gera þyrfti ráðstafan- ir til að fækka hrossum á íslandi þar sem þau væru orðin það mörg að víða væri gróður í hættu. Vík- verji dagsins telur að hér hreyfi þingmaðurinn löngu tímabæru máli. Hrossum hefur fjölgað mikið á íslandi á síðustu árum. Árið 1983 voru liðlega 40.000 hross á íslandi, en í dag eru þau tæplega 80.000. Athyglisvert er að skoða fjölda sauðfjár í samanburði við þessar tölur. Árið 1983 voru rúmlega 700.000 þúsund kindur í landinu, en nú eru þær um 450.000. Aug- ljóst er af þessum tölum að beitar- álag af völdum sauðfjár hefur minnkað mikið á síðustu árum, en hrossin bíta því meira. Ekki er víst að heildarbeitarálagið hafi minnkað mikið á síðustu 15 árum, þó að það hafi vissulega breyst frá einu land- svæði til annars. XXX ÍKVERJI hefur farið alloft út á land upp á siðkastið og þar má of víða sjá dæmi um land sem er nauðbitið eftir hross. Víkveija hefur sérstaklega orðið starsýnt á stóran hrossahóp sem hefur í vetur og vor verið haldið í girðingu við þjóðveginn. Þótt hrossunum hafi verið gefið hey virðist það ekki hafa dugað þeim til að halda holdum því að sum eru afar illa haldin eft- ir veturinn. Landið er hörmulega leikið eftir traðk og nag hrossanna. Það gekk þó fyrst fram af Víkveija um helgina þegar hann sá að hross- in voru farin úr girðingunni og kind- ur komnar í hana í staðin. Hvernig lambánum á að takast að draga fram lífið þar næstu daga er Vík- veija hulin ráðgáta. Þó að vori hratt þessa dagana er landið í girðing- unni það illa farið að gróður þarf langan tíma til að ná sér á skrið að nýju. xxx EM BETUR fer vita flestir bændur hvernig á að nýta land þannig að það hljóti ekki skaða af. Frá þessu eru þó undan- tekningar. Hrossaeigendur í þétt- býli eru hins vegar oft í vandræðum með að útvega beit fyrir hesta sína og þeir gæta þess ekki alltaf að ganga vel um landið. Lausnin er því að fækka hrossum verulega. Kunnugir segja að mikil fækkun hrossa myndi fela í sér eina mestu kynbótaaðgerð í íslenskri hrossa- rækt í langan tíma því menn myndu væntanlega slátra lökustu hrossunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.