Morgunblaðið - 29.05.1997, Side 68

Morgunblaðið - 29.05.1997, Side 68
68 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDRÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP Líkamsrækt- arbyltingin I'YRIR fimmtán árum kom myndbandið „Jane Fonda’s Workout" á markaðinn í Bandaríkjunum. Líkamsrækt- armyndband Fonda var algjör nýbreytni á þeim tíma en í kjöl- far þess kom heilt flóð. Bók hinnar 44 ára gömlu leikkonu, „ Jane Fonda’s Workout Book“, var á metsölu- listum þegar myndbandið kom út og tryggði þegar mikla sölu * fyrir bandið. Það var í fyrsta sæti yfir mest seldu mynd- böndin í 53 vikur og var ofar- lega á honum í fimm ár. Fonda á þó ekki ein heiður- inn af þeirri hugmynd að kenna fólki leikfimi í gegnum myndbandstæki. Það var eigin- kona myndbandaframleiðand- ans Stuarts Karls sem stakk upp á því við mann sinn að sniðugt væri að gera kennslu- myndband eftir bók Fonda. Hann hafði síðan samband við leikkonuna sem leist strax vel m / á hugmyndina. Síðan hefur Fonda sett 23 líkamsræktar- myndbönd á markað- inn sem hafa selst í 19 milljónum eintaka í Bandaríkjunum. Fonda, sem verður sextug á þessu ári, hefur að mestu dregið sig í hlé sem leik- kona en vinnur enn við gerð líkamsræktarmynd- banda. JANE Fonda markaðs- setti nýja aðferð í lík- amsrækt þegar mynd- bandið „Jane Fonda’s Workout" kom út í apríl 1982. m iaofum TÖLVUSTÚDÍÓ TÖLVUSKOLI INTERNETÞJONUSTA VEITINGAR UTVARPSSTOÐ mm Aðgangur að tölvum og fylgibúnaði - aðeins 400 krónur tíminn Urval hugbúnaðar á hverri nettengdri tölvu. Office 97, Internetið, tölvuleikir, Hæstaréttardómarnir teikniforrit, tónlistarforrit og ótal margtfleira... Tölvuprentarar, skannar-texti, Ijósmyndir, teikningar. CD ritarar - búðu til eigin geisladiska með gögnum og tónlist, og auðvitað Ijósritun - A4 og A3. Tveggja tima námskeið - aðeins 1400 krónur g Yfir 30 námskeið í boði í hverri viku Xnet grunnnámskeið, Windows, Word, Excel, Internetið, Ircið, E-mail og ótal margt fleira... Ótakmarkaður aðgangur að Internetinu um 128k link Netfang með E-mail hólfi - aðeins 500 kr. á mánuði Heimasíðuvistun - 2mb fyrir einstaklinga aðeins 500 kr. á mánuði Internetsími - hringdu hvert sem er í heiminum alveg hræódýrt Ircið, Netscape, Real Player, 0Z virtual o.fl. o.fl. o.fl. Kaffi, Pepsi og léttar veitingar Gluggaðu í tölvublöðin, Internetblöðin, tónlistarblöðin o.fl. Beint útvarp allan daginn - vertu með eigin útvarpsþátt. SJÓNVARPSSTOÐ NETLEIKIR MIDIHLJOÐSTUDIO IKRIFSTOFUÞJONUSTA Beint sjónvarp allan daginn - vertu með eigin sjónvarpsþátt. og keppnismót í hverri viku i frábærri þrívídd - Red Alert, Diablo, Quake, Duke Nukem 3D, NFR o.fl. o.fl. Auglýsingagerð, leiga á stúdíói, tónlist fyrir kvikmyndir, útvarpsþættir og önnur hljóðvinnsla. Námskeiðahald: Kennsla á notkun MIDI tóla og tækja. Útleiga skrifstofu og fundarherbergis i klukkutíma, dag, viku. Vönduð húsgögn, tæknibúnaður, ritaraþjónusta ef óskaö er Video conferencing um allan heim Netfang, póstfang, símsvörun - þú þarft ekki aðra skrifstofu. Opið alla daga frá morgni til kvölds kl. 10-01 Nóatúni 17 - sími 562 9030 - netfang www.xnet.is Ég mæli með Kvikmyndahúsa- stemmningin er óborganleg Pierre Olivier stjórnsýslufulltrúi franska sendiráðsins PIERRE Olivier kýs miklu fremur að horfa á kvikmyndir í bíó en á myndbandi. „Ég sakna mikið fal- legu, dimmu bíósalanna á Kúbu, þar sem ég starfaði áður. Þar voru sýnd- ar ýmsar kvikmyndir með tilheyr- andi mali frá loftkælingunni, fyrir hina fáu en mjög svo skylduræknu áhorfendur." Spegillinn The Mirror -1976 Leikstjóri: Andrei Tarkovski. Marga- rita Terekhova, Philip Yankovsky og Ignat Daniltsev. „Mjög skrýtin mynd, en jafnframt mjög falleg. Barnið, móðirin, konan, ljóðin eftir föður Tarkovsky, veikind- in, ástin, heimssagan, og svo náttúr- an sem í lok myndarinnar tengist upphafinu á Passíunni eftir Johann Sebastian Bach, sem maður gæti hlustað á aftur og aftur ef maður hefði tíma til.“ Fanny og Alexander Fanny och Alexander - 1983 Leikstjóri: Ingmar Bergman. Pern- illa Allwin, Bertil Guve, Gunn Wall- gren og Allan Edwall. „í byijun er Ekdahl fjölskyldan að halda jólin á ættarsetrinu. Smá- atriðin og hrífandi persónuleikar þessa verndaða umhverfis eru til staðar myndina í gegn. Dauðinn er á sveimi. í lok myndarinnar er Ekd- ahl-fjölsyldan saman komin að nýju við hátíðlega athöfn á setri sínu.“ Alice í borgunum Alice in the Cities -1974 Leikstjóri: Wim Wenders. Rudiger Vogler, Yella Rottlander og Lisa Kreuzer. Morgunblaðið/Kristinn „ÞAÐ er gaman að fara í bíó á Kúbu.“ „Náungi nokkur er búinn að fá leiða á öllu, og stendur þar að auki uppi með litla stúlku. Það er reyndar heppni; loksins einhver sem segir honum hvað hann á að gera; finna ímyndaða ömmu einhvers staðar í Þýskalandi. En hvar? Langar göngu- ferðir í Wupperdalnum og í Ruhr- héraðinu ... Skyndilega, lag eftir Chuck Berry: „Memphis Tennessee". Lelöln Yol-1982 Leikstjóri: Serif Goren. Tarik Akan, Serif Sezer, Halil Hergun og Meral Orhonsoy. „Á áttunda áratugnum í Tyrk- landi fær hópur fanga nokkurra daga útgönguleyfi. Fyrir utan veggi fangelsisins, í „frelsinu" er alráður herinn kúgandi og þjakandi. Hver fer í sína áttina: Einn fer til stríðs- hijáðs Kúrdistan, annar að drepa ótrúa eiginkonu í snævi þöktum fjöll- unum ... Hryllilegt. AÐSÓKN BÍÓAÐSÓKN BÍÓAÐSÓKN BÍÓAÐÍ iaríkjunum 1 [ í Bandaríkjunum 1 1 í Bandaríkjunum | íBandarí Titill Síðasta vika Alls 1. (-.) The Lost World: Jurassic Park 6.311,2 m.kr. 90,2 m.$ 92,7 m.$ 2. (-.) Addicted to Love 801,5 m.kr. 11.0 m.$ 11,4 m.$ 3. (1.) The Fifth Element 561,4 m.kr. 8,0 m.$ 46,0 m.$ 4. (4.) Austin Powers 394,6 m.kr. 5,6 m.$ 35,0 m.$ 5.(3.) Breakdown 378,7 m.kr. 5,4 m.$ 38,4 m.$ 6. (2.) Father’s Day 330,4 m.kr. 4,7 m.$ 23,7 m.$ 7.(6.) LiarLiar 212,1 m.kr. 3,0 m.$ 164,6 m.$ 8. (5.) Volcano 161,0 m.kr. 2,3 m.$ 42,4 m.$ 9.(7.) Night Falls on Manhattan 147,0 m.kr. 2,1 m.$ 5,9 m.$ 10/10.) Anaconda 121,1 m.kr. 1,7 m.$ 58,3 m.$ Risastórar risaeðlur EINS OG getið var í blað- inu í gær rifu risaeðlurn- ar í sig aðsóknina um helgina. „The Lost World: Jurassic Park“ náði aðgangseyri sem nam rúmlega 90 milljón- um dollara, eða rúmum 6,3 milljörðum króna. Fátt annað markvert gerðist á listanum, utan það að rómantíska gam- anmyndin „Addicted to Love“ með Matthew Broderick og Meg Ryan náði öðru sætinu örugg- lega. JEFF Goldblum, Laura Dern og félag- ar ættu að vera orðin vön baráttunni við risaeðlurnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.