Morgunblaðið - 30.05.1997, Qupperneq 1
80 SÍÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
119. TBL. 85. ÁRG. FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuter
Leiðtogafrúr í leikhúsi
HILLARY Clinton, kona Banda-
ríkjaforseta, og Cherie Blair, kona
forsætisráðherra Bretlands, eyddu
deginum saman í gær á meðan eig-
inmenn þeirra funduðu og fðr vel á
með þeim. Þær eru báðar lögfræð-
ingar og hafa átt velgengni að
fagna í starfi. Þær snæddu saman
hádegisverð og fóru því næst í ný-
uppgert Globe-leikhúsið þar sem
þær horfðu á fyrsta þáttinn af Hin-
rik V eftir William Shakespeare.
Þar var þessi mynd tekin og er
greinilegt að vel fór á með þeim.
í lok dags var haldið til kvöld-
verðar ásamt eiginmönnunum og
var þar meðal annars drukkið
kampavín, sem kostar tíu þúsund
krónur flaskan. Opinberri heim-
sókn Clinton-hjónanna lauk í gær
og héldu þau til Bandaríkjanna í
gærkvöldi.
Blair og Clinton boða bandalag „nýrrar kynslóðar“ leiðtoga
Hafna „hugmynda-
fræði gærdagsins“
London, Belfast. The Daily Telegraph, Reuter.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti og
Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, héldu í gær blaðamannafund í
garðinum við Downingstræti 10,
skrifstofu Blairs í London, og sögð-
ust hafa myndað bandalag „nýrrar
kynslóðar" leiðtoga. Kváðust þeir
engin not hafa fyrir „hugmyndafræði
gærdagsins".
Leiðtogamir voru sammála um að
það yrði að hafa forgang að koma í
veg fyrir að fjölgaði í undirstétt
ungra atvinnuleysingja á bótum og
kváðust ætla að efna til samstarfs
beggja vegna Atlantsála um atvinnu-
sköpun og félagsmálaumbætur.
Áskorun til IRA
Clinton, sem í þessari viku hefur
farið víða um Evrópu, skoraði á
írska lýðveldisherinn (IRA) að
Reuter
TONY Blair og Bill Clinton
svara spurningum blaðamanna
í London í gær.
leggja niður vopn. „Þið getið ekki
sagt að þið ætlið að semja og skjóta,“
sagði Clinton. ,Að þið munið semja
þegar þið eruð ánægðir og skjóta
þegar þið eruð það ekki.“ Gerry Ad-
ams, leiðtogi Sinn Fein, hins póli-
tíska arms IRA, fagnaði í gær ákalli
Clintons um frið á Norður-írlandi,
en hafði engin orð um vopnahlé.
Clinton og Blair hefur oft verið
líkt saman. Þeir hafa báðir fært
flokka sína, Demókrataflokkinn og
Verkamannaflokkinn, af vinstri
vængnum inn á miðju stjórnmálanna
og unnu sigur eftir langa eyðimerk-
urgöngu í sfjórnarandstöðu.
Leiðtogamir virtust ná vel saman
og þótti ríkja samband milli þeirra,
sem minnti á fundi Ronalds Reagans
og Margaretar Thatcher á níunda
áratugnum.
Reuter
LAURENT Kabila sver embættiseið forseta í Kinshasa, höfuðborg Kongó, sem hét áður Zaire, í gær.
Kabila lofar að
halda kosningar
Kinshasa. Reuter.
LAURENT Kabila sór í gær emb-
ættiseið forseta Lýðveldisins
Kongó, sem hét áður Zaire, og lof-
aði að efna til þing- og forsetakosn-
inga í apríl 1999 og losa landið við
arfleifð Mobutu Sese Seko, einræð-
isherrans sem hann steypti af stóli.
Kabila notaði tækifærið til að
gagnrýna vestræn stjómvöld, sem
studdu Mobutu á tímum kalda
stríðsins og draga nú i efa að nýi
forsetinn hyggist koma á lýðræði í
landinu. Hann kvaðst staðráðinn í
að efna loforðið um kosningar og
sagði að erlend stjómvöld gætu
enki knúið hann til að flýta þeim.
Forsetinn sagði að áður en kosn-
ingamar fæpu fram þyrfti að setja
nýja stjómarskrá. Til þess yrði
skipað stjórnlagaráð, sem ætti að
leggja fram drög að stjórnarskrá
fyrir stjórnlagaþing og hún yrði að
lokum borin undir þjóðaratkvæði í
desember á næsta ári.
Kabila sór embættiseiðinn á
stærsta íþróttaleikvangi Kinshasa,
að viðstöddum tugum þúsunda
manna. Um 2.000 andstæðingar
forsetans söfnuðust saman við
heimili stjómarandstöðuleiðtogans
Etienne Tshisekedi, kröfðust þess
að Kabila segði af sér og sökuðu
hann um einræðistilburði.
Viðstaddir athöfnina voru forset-
ar Angólu, Úganda, Rúanda,
Búrúndí og Zambíu.
Deilt um
norskan lax
Óslö. Morgunblaðið.
SIR Leon Brittan, sem fer með við-
skipti í framkvæmdastjóm Evrópu-
sambandsins, tókst ekki að fá sam-
komulag sitt við Norðmenn um
laxatolla samþykkt í framkvæmda-
stjórninni og verður sérstakur
fundur um málið haldinn á sunnu-
dagskvöld.
„Eg hef komist að samkomulagi
við norsku stjórnina, sem mér virð-
ist hvorum tveggju hagkvæmt, og
ég vil halda áfram að berjast fyrir
því,“ sagði Brittan eftir næstum
þriggja klukkustunda fund fram-
kvæmdastjómarinnar um málið.
Samkomulagið snýst um það að
tryggt verði að norskur lax verði
dýrari á evrópskum markaði með
því að norska ríkið innheimti út-
ílutningsgjald.
Waigel hafnar
afsagnarkröfu
Bonn, London. Reuter.
THEO Waigel, fjármálaráðherra
Þýskalands, sagði í gær að ríkis-
stjórn Þýskalands hygðist ekki
nota fjármuni er hún fær greidda,
vegna endurmats á gullbirgðum
seðlabankans, til að draga úr fjár-
lagahalla ríkissjóðs. Stjórnin ætlar
að endurmeta gullbirgðirnar, þrátt
fyrir andmæli seðlabankans, og
hefur málið valdið miklu uppnámi í
Þýskalandi.
Stjómarandstaðan hefur krafist
afsagnar Waigels vegna málsins en
hann vísaði slíkum kröfum á bug.
„Eg heyri kröfur um afsögn dag-
lega. Eg hef hins vegar setið í
þessu embætti í átta ár og er orð-
inn vanur þeim,“ sagði Waigel, sem
virtist þreytulegur á blaðamanna-
fundi er hann hélt í heimahéraði
sínu í Bæjaralandi í gær.
Seðlabankinn hefur lýst sig and-
vígan þessum áformum fyrir gildis-
töku Efnahags- og myntbandalags-
ins (EMU) þar sem tilhliðranir af
þessu tagi geti dregið úr trúverð-
ugleika hins væntanlega samevr-
ópska gjaldmiðils, evrósins.
Gengi Bandaríkjadollars hækk-
aði í gær vegna deilu þýsku stjóm-
arinnar og seðlabankans.
■ Telja endurmatið../20
Reuter
Ný tegund manna fundin?
VÍSINDAMENN ú Spáni sögðust í
gær hafa fúndið merki um nýja
tegund af mönnum eftir að hafa
rannsakað 780.000 ára gamlan
steingerving, sem fannst í helli á
Atapuerca-íjöllunum í miðhluta
landsins. Vísindamennimir telja
að þessi tegund sé forveri nútíma-
mannsins og Neanderdalsmanns-
ins. Niðurstöður þeirra em reistar
á greiningu steingerðra beina
drengs, sem þeir töidu hafa „nú-
tímalegt" andlitslag, og verða
birtar í tímaritinu Science í dag. Á
myndinni sjást steingerð bein og
tennur úr drengnum.