Morgunblaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Gunnar Vigfússon ALLS útskrifuðust 190 nemendur frá MR í gær og stilltu þeir sér að venju upp til Ijósmyndatöku skammt frá Háskóla íslands þar sem margir þeirra munu eflaust sækja nám næsta vetur. 190 stúdentar útskrifaðir frá MR MENNTASKÓLINN í Reykja- vík brautskráði 190 stúdenta í gær við hátíðlega athöfn í Há- skólabíói, þar af 69 úr mála- deild, 41 úr eðlisfræðideild og 80 úr náttúrufræðideild. Átta nemendur hlutu ágætis- einkunn, 86 hlutu fyrstu ein- kunn, 72 hlutu aðra einkunn og 24 þriðju einkunn. Dúx stúd- entaárgangsins var Kristján Rúnar Kristjánsson með ágætis- einkunnina 9,34 og semídúx varð Ásgeir Sigfússon með ágætiseinkunnina 9,19. Aðrir sem hlutu ágætisein- kunn á stúdentsprófi voru Katr- ín Jónasdóttir, Birna Auberts- dóttir, María S. Guðjónsdóttir, Axel Ólafur Smith, íris Ellen- berger og Agla Jael Friðriks- dóttir. Morgunblaðið og kærastan Kristján Rúnar segir að honum hafi komið á óvart að verða dúx árgangsins, ekki síst fyrir þær sakir að hann var þriðji hæstur þegar árseinkunnir voru birtar. Hann segir að fyrir utan námið taki áhugi hans á stærðfræði mikinn tima, auk kærustunnar, en einnig hefur hann æft sund í mörg ár. „Ég hef líka borið út Morgunblaðið í tæpan áratug og því verið kominn á fætur um fimmleytið á morgnana til að vera búinn með útburðinn klukkan sjö. Ég var með 300 blöð fyrir jól, en eftir áramót minnkaði ég aðeins við mig, ekki síst vegna þess að blaðið kom stundum svo seint að ég mátti hafa mig allan við að ná í skólann tímanlega," segir hann. Kristján Rúnar er á leið til Skagen í Danmörku ásamt kærustu sinni á morgun, þar sem hann ætlar að vinna i síld, og segir það starf kærkomna hvíld frá próflestri og sæmilegasti undirbúningur fyrir nám í stærðfræði í Háskóla íslands sem hann byijar á í haust. Dux scholae var Jóel Karl Friðriksson, nemandi í 4. bekk, sem hlaut ágætiseinkunnina 9,73. Sumarlokanir sjúkrahúsanna Barna- og unglinga- geðdeild- um lokað SUMARLOKANIR á deildum á geðlækningasviði Ríkisspít- alanna hafa verið ákveðnar. Barnageðdeild verður lokað í fimm vikur og unglingageð- deild verður lokað í fjórar vik- ur í sumar. Deild 12 verður lokuð frá 8. júní til 19. júlí, deild 26 frá 20. júlí til 30. ágúst og deild 33-C á sama tíma. Barnageð- deild verður lokuð frá 15. júní til 19. júlí og unglingageð- deild frá 30. júlí til 16. ágúst. Deild 11 verður lokuð 1. júní til 5. júlí en þó er það ekki að fullu frágengið og gæti breyst og sama er að segja um deild 19, sem áætlað er að ioka frá 12. júlí til 24. ágúst og dagvistun „Skafti“ sem áætlað er að verði lokað frá 28. júní til 3. ágúst. Teig- ur á Flókagötu 31 verður lok- aður frá 29. júní til 5. ágúst. Húðlækningadeild lokað í 14 vikur á ári Húðlækningadeild Ríkis- spítalanna verður lokuð í sum- ar frá 16. júní til 25. ágúst. Deildin er með ellefu rúm og er opin fimm daga vikunnar. Einnig er deildinni gert að loka í ijórar vikur í kringum jól og páska. Deildin er því lokuð í heild í íjórtán vikur á ári. I I > > I Breikkun Gullinbrúar Tillaga um framkvæmdir í ár felld TILLAGA borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins um að ráðist yrði á þessu ári í framkvæmdir við breikk- un Gullinbrúar frá Stórhöfða og um gatnamót við Hallsveg, var felld á síðasta fundi borgarráðs. Tillaga Sjálfstæðisflokksins gerði ráð fyrir að þegar yrði gengið til viðræðna við ríkisvaldið um að tryggja að framkvæmdir við breikk- un Gullinbrúar frá Stórhöfða og I gegnum gatnamótin við Hallsveg hefjist þegar á þessu ári. Lagt var til að skoðaður yrði sá möguleiki að borgin fjármagnaði framkvæmdina þar til fjármagn fengist til þeirra samkvæmt vegaáætlun. í tillögu Reykjavíkurlista, sem samþykkt var í borgarráði eftir að tillaga sjálfstæðismanna hafði verið felld, er gert ráð fyrir að hefja hönn- un framkvæmdanna og að 5 miHjóna króna lán verði veitt til Vegagerðar- innar til að kosta hönnunina. -----♦ ♦ 4---- Leikskólakennarar Atkvæði um verkfall talin á þriðjudag LEIKSKÓLAKENNARAR greiddu í gær og t fyrradag atkvæði um hvort Félag íslenskra leikskólakennara eigi að boða verkfall 22. september næstkomandi hafi kjarasamningar ekki tekist fyrir þann tíma. Að sögn Þrastar Brynjarssonar, varaformanns félagsins, verða at- kvæði talin næstkomandi þriðjudag, en beðið er atkvæða utan af landi. Útkoma á samræmdum prófum í 10. bekk grunnskóla Meðaltal var hæst í dönsku > I > HÆSTA meðaltal var í dönsku á samræmdum prófum í vor en niður- staða samræmdra prófa liggur fyr- ir. Lægsta meðaltal var í stærð- fræði, en Rannsóknastofnun upp- eldis- og menntamála ákvað að láta árangur á stærðfræðiprófínu, sem olli nokkrum deilum í vor, standa óbreyttan. Samkvæmt upplýsingum frá RUM og eins og sjá má á meðfylgj- andi töflu, var hæsta meðaltal í dönsku 7,7 og 7 í ensku f Reykja- vík og 5,4 í stærðfræði. Hæsta meðaltal í íslensku var 6,9 í ná- grenni Reykjavíkur. Lægsta meðaltal í stærðfræði, 4,3 og íslensku 6,0, var á Vestfjörð- um og á Suðurnesjum. í dönsku var lægsta meðaltai 6,8 á Vestfjörðum og í ensku var lægsta meðaltal 6,0 á Vestfjörðum og á Suðurlandi. Samræmd próf 1997 Meðaltöl í fjórum samræmdum námsgreinum eftir landshlutum' Stærðfræði íslenska Danska’ Enska Án Án Án Án frávika Allir frávika Allir frávika Allir frávika Allir Landshlutar Pjöldi M FjBldi M Fjöldl M Fjöldi M Fjöldi M Fjöldi M Fjöldi M Fjöldi M Reykjavlk 1344 5,4 1391 5,3 1337 6,8 1386 6,8 1276 7,7 1324 7,6 1335 7,0 1386 6,9 Nágrenni Reykjavíkur 897 5,3 910 5,3 893 6,9 907 6,8 865 7,6 875 7,6 897 6,8 909 6,8 Suðurnes 268 4,3 281 4,2 267 6,0 282 5,9 265 7,2 279 7,1 268 6,3 282 6,2 Vesturland 244 4,8 260 4,8 245 6,5 260 6,3 238 7,0 253 6,9 246 6,1 261 6,0 Vestfirðir 156 4,3 158 4,3 153 6,0 156 6,0 151 6,8 155 6,8 151 6,0 154 6,0 Norðurland vestra 198 5,3 201 5,2 193 6,6 197 6,6 191 7,1 194 7,1 197 6,3 200 6,3 Norðurland eystra 431 4,6 433 4,6 431 6,3 434 6,3 405 6,9 407 6,9 424 6,2 427 6,2 Austurland 205 4,8 208 4,8 204 6,4 207 6,4 197 7,4 200 7,4 205 6,2 208 6,2 Suðurland 342 4,8 346 4,8 343 6,4 347 6,4 331 7,2 335 7,2 341 6,0 345 6,0 Landið allt 4085 5,1 4188 5,0 4066 6,6 4176 6,6 3919 7,4 4022 7,3 4064 6,6 4172 6,5 Aths. Meðaltölin byggjast á stigafjölda en ekki samræmdri einkunn og eru á kvarðanum 0-10. 1 Birt eru meðaltöl sem annars vegar byggjast á frammistöðu nemenda sem þreyttu próf án frávika og hins vegar á frammistöðu allra nemenda sem þreyttu prófín (með eða án frávika). Meðaltal prófa undanfarin ár hefur verið reiknað án frávika. ' Samtals tóku 67 nemendur próf í sænsku og 25 nemendur próf I norsku i stað dönsku. Einkunnir þessara nemenda eru ekki með í töflunni. i t Tillaga fulltrúa sjálfstæðismanna í borgarráði Reykjavíkur Hafnarstræti verði opnað BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæð- isflokksins hafa lagt fram tillögu í borgarráði um að umferð um Hafnarstræti til austurs verði opn- uð á ný þar til fyrir liggur af- greiðsla á deiliskipulagi að svæð- inu. í greinargerð með tillögunni segir að á fundi 25. mars sl. hafi borgarráð samþykkt að loka Hafn- arstræti til austurs. Lögð var áhersla á að um bráðabirgðalausn væri að ræða þar til deiliskipulag svæðisins hefði verið endurskoðað. Fram kemur að formaður skipu- lags- og umferðamefndar hafi upplýst að tillagan hafi verið unnin í samvinnu við tengilið stjórnar Miðborgarsamtakanna og því hafi borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins ekki lagst gegn tillög- unni. Síðan segir: „Nú hefur hins veg- ar komið í ljós að afgreiðsla borg- arráðs byggði ekki á réttum upp- lýsingum. Með bréfi dagsettu 7. apríl sl. mótmælir stjóm Miðborg- arsamtakanna ákvörðun um lokun Hafnarstrætis. Á fundi borgarráðs 8. apríl sl. er bréf stjómar Miðborg- arsamtakanna vísað til umsagnar Borgarverkfræðings og Borgar- skipulags. Einn fundur hefur þegar verið haldinn með fulltrúum stjórn- ar Miðborgarsamtakanna. Á þeim fundi mun lokun Hafnarstrætis ekki hafa fengist rædd og engar vísbendingar um að það standi til. Því leggja borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins til að umferð um Hafnarstræti til austurs verði opn- uð á nýjan leik þar til að fyrir ligg- ur afgreiðsla á deiliskipulagi að svæðinu.“ Afgreiðslu tillögunnar var frest- að á fundi borgarráðs. I »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.