Morgunblaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 29
„ Að upplifa
augnablikið“
Hlynur Helgason hlaut önnur aðalverðlaun Listafélagsins
í Hannover á síðasta árí; starfslaun í tvö ár, frá og með
1. júní. Hann fær einnig afnot af einkavinnustofu á fögr-
um stað í Hannover ásamt því að efniskostnaður er greidd-
ur. Styrknum lýkur síðan með einkasýningu. Af þessu til-
efni tók Þórarinn Stefánsson Hlyn tali.
Morgunblaðið/Þórarinn Stefánsson
HLYNUR Helgason, Hugi og Kristín Kjartansdóttir.
HANN lætur lítið yfir sér þegar hann
tekur á móti mér í dyrunum með
góðlátlegu brosi sem nær þvert
yfir andlitið og alla leið til augn-
anna. Hæglátt yfirbragð og finlegar hreyfing-
ar bera vott um næmi listamannsins. Hann
býður upp á te úr íslenskum jurtum og viðtal-
ið þar með mótað af hefðbundum blæ.
Var mikið málað á þínu heimili?
Hlynur Helgason glottir út í annað og renn-
ir huganum fyir hafíð heim til Akureyrar.
„Nei, ekki nema veggir og annað slíkt, enda
mála ég heldur ekki og hef aldrei málað mynd.
Mamma og pabbi voru samt dugleg að fara
með mig á sýningar þegar ég var lítill og þau
fylgdust vel með í myndlistinni, tónlistinni og
leikhúsinu. Á Akureyri sótti maður allar mynd-
listarsýningar sem í boði voru hvort sem þær
voru í anddyri Iðnskólans eða í Rauða húsinu
svokallaða," segir Hlynur en það hús var bylt-
ing á þeim tíma og hugtak yfir neðanjarðar-
hreyfmguna í listaflórunni á Ákureyri á níunda
áratugnum. „Þar gat ég sogið í mig áhrif sem
ég hafði aldrei upplifað áður, t.d. þegar Magn-
ús Pálsson sýndi. Eins var gaman þegar Krist-
ján Steingrímur Jónsson kom heim frá Þýska-
landi, hann var þá að mála á plast og að fást
við geggjaða hluti. Ég hreifst mjög af því sem
yngra fólkið var að gera. Ég hafði aldrei áhuga
á þessu gamajdags málverki sem ákveðinn
hópur átti við. í Rauða húsið fór ég samt aldr-
ei með pabba og mömmu!“ Þá var Hlynur
tólf ára og hugurinn opinn fyrir veröldinni í
kringum hann. Hann sóttist eftir að sjá hlut-
ina frá öðru sjónarhorni og vildi skapa eitt-
hvað nýtt. Að loknu stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri var Hlynur atkvæðamik-
ill og prófaði ýmislegt til að fá útrás fyrir
sköpunarhæfileikana. Hann var_í Leikhópnum
Sögu, stofnaði útvarpsstöðina Olund og eftir
miklar pælingar, þar sem m.a. nám í arkitekt-
úr kom til greina, tók Hlynur þá ákvörðun
að gerast myndlistarmaður. „Það var stór
ákvörðun að ætla sér ekki að verða hinn svo-
kallaði hagnýti þegn í þjóðfélaginu heldur að
hella sér út í eitthvað jafn gagnslaust og
myndlist virðist vera en núna er ég dauðfeg-
inn, ég hefði farið í arkitektúrinn með hálfum
huga, ég hef alltaf haft mestan áhuga á mynd-
listinni."
A79. haustsýningu Listafélagsins
(Kunstverein) í Hannover á síðasta
ári hlaut Hlynur önnur af tvennum
aðalverðlaunum sýningarinnar sem
veitt eru á tveggja ára fresti. Rúmlega 600
manns sóttu um að taka þátt í sýningunni en
aðeins um 100 voru valdir úr og sóttu jafn-
framt um verðlaunin en þau eru veitt lista-
mönnum sem hafa lokið námi og eru yngri en
35 ára. Hlynur var annar „Þjóðveijinn" sem
veitt eru verðlaunin en auk þess eru útlend-
ingi (starfandi utan Þýskalands) veitt auka-
verðlaun og hlaut þau Englendingurinn Dou-
glas Gordon sem áður hafði hlotið Tumer-verð-
launin bresku. Verðlaun Hlyns eru starfslaun
í tvö ár, frá og með 1. júní, en auk þess fær
hann afnot af einkavinnustofu á fögrum stað
í Hannover ásamt því að efniskostnaður er
greiddur. Styrknum lýkur síðan með einkasýn-
ingu í Kunstverein (Listafélaginu) í Hannover.
„Það var stórkostlegt að hljóta þennan styrk.
Mér var alveg nóg viðurkenning að fá að taka
þátt í sýningunni. Ég sótti um að fá að sýna
þarna fyrir tveimur árum en komst þá aðeins
í aðra umferð úrtökunnar." Hlynur sýndi þijú
verk en þar sem hann sótti um verðlaunin
þurfti hann líka að leggja fram möppu fyrir
verkum sínum. „Það góða við styrkinn er að
hann er ekki háður neinum skilyrðum. Mér er
fijálst að gera það sem ég vil við peningana
og ég þarf ekki að dveljast í Hannover þessi
tvö ár frekar en ég vil.“
Verkið sem var verðlaunað, var Götu-
myndir frá Akureyri. „Það er nátt-
úrlega bara tilviljun að ég er fæddur
á Akureyri en ég vinn mjög mikið
með endurminningar og uppruna," útskýrir
Hlynur með fjarrænu augnaráði. Samt er eng-
inn söknuður í verkum Hlyns og hann gæti
allt eins verið að segja frá einhveijum smábæ
í Þýskalandi. Hlynur skrifar gjarnan texta inn
í myndverkin til að miðla hugsun sinni á enn
fjölbreyttari hátt. „Ég er að bæta við nýrri
vidd í verkin og t.d. í Götumyndum frá Akur-
eyri, þar sem sýndar eru mjög abstrakt götu-
myndir, eins konar þverskurður af landslagi;
langsnið, þar eru það textarnir sem færa áhorf-
andann nær því sem ég er að hugsa. Án þeirra
gætu þessar myndir svo sem verið hvað sem
er annað. Þessar ópersónulegu myndir öðlast
líf í gegnum textann sem er mjög persónuleg-
ur, eins konar stuttar sögur um lífið í götunni
og endurminningar mínar þaðan. Þannig verða
textinn og myndin óaðskiljanleg."
Eftir að hafa eytt fyrstu árum ævi sinnar
á Akureyri, eða 21 ári, saknaði Hlynur tilbreyt-
ingar. Hann „slysaðist“ í nám í byggingarlist
við Myndlistarskólann á Akureyri meðfram
menntaskólanum en í stað þess að halda út í
heim og nema arkitektúr innritaðist hann í
Myndlista- og handíðaskóla íslands. Þar var
hann í þijú ár í fjöltæknideild. „Það kom aldr-
ei neitt annað til greina, ég hafði aðeins hugs-
að um skúlptúr en ákvað síðan að fást við fjöl-
tækni. Þetta var mjög góður tími, ég hafði
fína kennara og komst í náin tengsl við alþjóð-
lega strauma því heimsóknir erlendra gesta-
kennara voru tíðar. Ég sá líka nánast allar
sýningar sem í boði voru í Reykjavík, og það
var ekki lítið. Mér er sagt að það sé einkenni
á fólki sem kemur frá smærri stöðum að það
drekkur í sig bókstaflega allt sem boðið er upp
á þegar í borgina er komið. Þetta átti við um
mig og á enn, því það sama gerðist þegar ég
kom til Hannover. Ég bókstaflega varð að sjá
allar sýningarnar. Ég hef nú róast svolítið og
nú er langt síðan ég kom í suma sýningar-
salina hér í Hannover. Breiddin er líka meiri
en ég átti að venjast að heiman, bæði upp úr
og niður úr. Hannover er líka mjög miðsvæðis
og auðvelt að skreppa t.d. tii Hamborgar,
Berlínar eða Kölnar og Dússeldorf."
Hlynur hélt utan árið 1993 með skipti-
nemastyrk til að fleyta sér áfram
og var um tveggja ára skeið í námi
í þremur háskólum samtímis, í
Hannover, Hamborg og gestanemi í Dússeld-
orf. „Ég var alltaf búsettur hér í Hannover
og fór u.þ.b. einu sinni í mánuði í hina skól-
ana. Kerfið hér er allt öðruvísi en í Reykjavík
þar sem maður sækir skólann daglega. Prófess-
orarnir mínir hér koma ekki í skólana nema
einu sinni í mánuði og búa, sumir hveijir, ekki
einu sinni í sömu borg og skólinn er í. Þetta
kerfi hentar mér mjög vel því ég hef þróað
sjálfstæðari vinnubrögð fyrir vikið. Prófessor-
inn sem ég hafði í Hamborg bjó t.d. í Amsterd-
am og hringdi í mig þegar hann fór til Ham-
borgar. Þannig hafa prófessorarnir líka gífur-
lega yfirsýn fyrir listaheiminn og geta komið
á samböndum við gallerí um alla Evrópu."
Hlynur lauk diplomprófi frá Hannover síðast-
liðið sumar og er nú að ljúka eins árs fram-
haldi sem „meisterschúler" (meistaranám).
Hlynur fylgist vel með í listaheiminum og
er vel inni í straumum og stefnum í nútíma-
list. Hvernig metur hann stöðu Þýskalands í
heimi listarinnar?
„Ég held að Þýskaland standi mjög vel, því
hefur oft verið haldið fram að New York sé
háborg myndlistar í heiminum en ég held að
Þýskaland standi alveg jafn framarlega. En
þá verður maður að líta á Þýskaland sem heild
í mótvægi við New York, þó ekki megi gleyma
að Los Angeles er mjög lifandi og full af fínni
myndlist. I Þýskalandi hefur mikil uppbygging
átt sér stað undanfarið. Ný söfn spretta upp,
t.d. í Wolfsburg og nú síðast Gallerie der Geg-
enwart í Hamborg og Hamburger Bahnhof í
Berlín sem er risastórt einkasafn í gamalli
brautarstöð og var opnað í desember sl. Þann-
ig að á litlu svæði hefur geysilegum peningum
verið varið í ný glæsileg söfn fyrir nútímalist.
Þó verður að segja að í Bretlandi hefur mikið
verið að gerast síðustu ár og stjörnur eins og
Damian Hurst og Dogulas Gordon komið upp
ásamt fleirum úr Goldsmith-skólanum svokall-
aða. Eins hefur mikið verið að gerast í skúlpt-
úr í Bretlandi. Frakkland virðist vera út úr
myndinni, þaðan heyrist ekki neitt og sama
má segja um Holland, eins og það var nú líf-
legt fyrir tuttugu árum. Þýskaland hefur hins
vegar haldið uppi staðlinum, bæði fyrir gömlu
klassíkerena og eins fyrir ungu nýlistamennina
eins og t.d. Karsten Höller. Til þýska markað-
arins teljast líka Sviss og Austurríki og þar
er margt merkilegt að gerast. Það má alveg
fullyrða að í Evrópu er mesta listaflóran í
Þýskalandi og það sér ekkert fyrir endann á
því. Opinberir aðilar og einkaaðilar sjá sér hag
í því, þrátt fyrir niðurskurð á ýmsum sviðum,
að styðja þessa tegund listar. Auðvitað má
segja að menn séu að reisa sér minnisvarða
með þessum glæsibyggingum en við, almenn-
ingur og listamenn, njótum góðs af því.“
Annar hugsunarháttur virðist vera
ráðandi á íslandi. „Það er náttúr-
lega ekki allt unnið með miklum
peningum og stórum höllum. Á ís-
landi er grasrótarhreyfingin sterk og menn
hafa byijað smátt en á sama tíma verið að
gera stóra hluti að mörgu leyti. Hins vegar
er framþróunin í hægara lagi, svo ekki sé
meira sagt. íslendingar hafa t.d. enn ekki
gert sér grein fyrir því að peningar sem lagð-
ir eru í listir skila sér margfaldlega til baka
á hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins.
Því hefur gjarnan verið haldið fram að stór-
ir íþróttaviðburðir skili svo miklum peningum
og landkynningu en nýlega las ég könnun þar
sem bornir voru saman stórir íþróttaviðburðir
annars vegar og menningarviðburðir hins veg-
ar og þó að mér leiðist þessi samanburður á
íþróttum og menningu, kom það í ljós að
bæir eins og t.d. Lillehammer falla ótrúlega
fljótt í gleymsku eftir að hátíðinni er lokið.
Til Lillehammer koma nú t.d. færri ferðamenn
í dag en fyrir vetrarólympíuleikana. Það er
helst að munað sé eftir íþróttaviðburðum ef
einhver stórslys hafa hent. Hins vegar er
ferðamannastraumur til staða sem hafa lagt
metnað sinn í öflugt menningarstarf jafn og
stöðugur og fólk sækir stöðugt nýjar uppá-
komur í sömu tónleikahöllunum eða listasöfn-
unum, þær verða miðpunktur mannlífsins og
virka eins og segull á heimamenn og ferða-
menn. Það er ekki tilviljun að frægustu bygg-
ingar margra stórborga tengjast listum."
lynur fer að iða í stólnum þegar
hann nefnir dæmi sem stendur hon-
um nærri.
„Sjáðu t.d. Akureyrarbæ, sem
gekkst í ábyrgð vegna HM í handbolta upp á
litlar sextán milljónir, sem eiginlega var fyrir-
sjáanlegt að myndu tapast, svo eru menn að
barma sér þegar setja á sex milljónir í Listagil-
ið sem er uppbygging til frambúðar. Það er
ótrúlegt að fylgjast með þessu, peningunum
er mokað í einn vasann og skammtað í hinn.
Líttu á Listasumar á Akureyri, ég held að
heildarfjárhæðin í það sé rúm milljón, þú getur
ímyndað þér hvað hægt er að gera fyrir slíka
upphæð á heilu sumri. Þetta er oft viðhorfíð
heima, menning á ekki að kosta neitt og lista-
mennirnir eiga að gera allt ókeypis. í Þýska-
landi er viðhorfið allt öðruvísi, jafnvel eru
greidd laun fyrir nemendasýningar. Fyrir vikið
er allt annar mórall í gangi, ekki stöðugt þessi
tilætlunarsemi. Kröfurnar eru líka meiri um
að maður skili þá almennilegum hlutum. Ég
kom hingað 1993 og hélt að ég vissi nokkuð
að hveiju ég væri að ganga, fannst ég hafa
ferðast víða og séð margt, en þegar ég fór
að vinna sjálfur og komst í hringiðuna sá ég
að þetta eru tveir ólíkir heimar. Ég get ekki
hugsað mér að snúa aftur heim til að stunda
mína list, það myndi aldrei ganga upp eftir
að hafa kynnst þessu.“ Hlynur er nú í þeirri
draumaaðstöðu sérhvers listamanns að geta
lifað af listinni einni saman. Hann hlaut áður-
nefnd verðlaun og þó að hann fremji list sem
ekki er efst á sölulistum eru greiðslur fyrir
þátttöku í sýningum þannig að hægt er að lifa
af og framfleyta fjölskyldu.
Eiginkona Hlyns er Kristín Kjartans-
dóttir sagn- og félagsfræðinemi og
eiga þau tvö börn, Huga fimm ára
og Lóu Aðalheiði tveggja mánaða.
Undanfarið hefur Hlynur tekið þátt í nokkrum
sýningum, bæði í Þýskalandi og í Bergen í
Noregi, þar sem hann, aðeins 28 ára gamall,
hélt yfirlitssýningu á verkum sínum. „Þetta
var alveg ekta „retrospektive" elstu verkin
fímm ára!“ segir Hlynur en hann segist gjarn-
an vinna með rýmið í sýningarsölunum, búa
til verkin á staðnum fyrir augnablikið. Hann
blandar saman gjörningum, myndlist og ritlist
og skapar úr því verk sem oft eru ekki ætlað-
ir langir lífdagar. „Ég vil að fólk upplifi, myndi
sér skoðun, ég vil snerta tilfinningar þess án
þess að verkin þurfi að vera áþreifanleg. Mér
er það meira virði að umræðan um verkin mín
haldi áfram löngu eftir að sýningu lýkur held-
ur en að fólk geti tekið verkin með sér heim.“
1992 Einkasýningar Kunstforeningens Bispebolig, Þrándh. Myndbandainnsetning
1994 Cafe Karólína, Akureyri Innsetning fyrir kaffihús
1995 Gerðuberg, Reykjavík Án heitis
Kunstraum Wohnraum, Hannover Án heitis
Deiglan, Akureyri Án heitis
1996 Gallerí +, Akureyri Án heitis
Mokka, Reykjavík Innsetning fyrir kaffihús II
Nýlistasafnið, Reykjavík Án heitis
1997 Gallerí Huldu Ágústsdóttur, Rvík Án heitis
Gallerí Otto Plonk, Bergen „Retrospective"
1993 Helstu samsýningar Nýlistasafnið, Reykjavík 16 dagar
1994 Kunstraum, Dússeldorf „Gebárde"
1995 Kunstnerens Hus, Oslo „One Night Stand“
Quartair, Den Haag „Visual Resonances 11“
Opinbert rými, Hannover „Stunde Null“
1996 Kunstverein, Hannover „Wiedersehen, 79. Herbstausstellung“
Kúnstlerhaus, Dortmund „Nomadsland"
TCH, Hannover „Pool 11“
Gallerí Gulp, Rvík & Akureyri Sýnir og veruleiki
1997 Kúnstlerhaus, Hamborg „Neue Kunst“