Morgunblaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Nýtt þing kosið í fjórða fjölmennasta ríki heims Stefnir í stórsigur stj órnarflokksins Jakarta, Sintra. Reuter. Clinton semji við Jones Washington. The Daily Telegraph. Reuter. BANDARÍSKIR fjölmiðlar hvetja Bill Clinton Bandaríkjaforseta ein- dregið til þess að semja við lög- menn Paulu Jones, sem sakar hann um kynferðislega áreitni, til að komast hjá réttarhöldum í málinu. Hæstiréttur úrskurðaði á þriðjudag að rétta mætti í málinu. Niðurstaða hæstaréttar vakti að vonum mikla athygli og skiptist bandaríska þjóðin að því er virðist í tvennt.. Þessi varð að minnsta kosti niðurstaða könnunar sem CNN-sjónvarpsstöðin efndi til, en 3/4 hlutar þeirra sem tjáðu sig um málið fylgdu Clinton að málum. Þá standa flestir kvenréttindahópar með Clinton. Sú spuming sem helst brennur þó á vörum manna er hvort Clinton muni bíða skaða af málinu. Flestir virðast sammála um að réttast væri fyrir Clinton að semja um málið til að komast hjá réttarhöld- um og þeirri niðurlægingu sem þeim kynni að fylgja, t.d. ef hann yrði að setjast í vitnastúkuna eða það sem verra væri, gangast undir læknisskoðun svo að sanna mætti eða vísa frá fullyrðingum Paulu Jones um fæðingarbletti á leynileg- um stöðum. Reuter Nýlenduloft í dós SALA er hafin á dósum sem innihalda „nýlenduloft“ í Hong Kong og segir á dósunum að í þeim séu „síðustu andvörp heimsveldis". Eftir mánuð láta Bretar af hendi yfirráð yfir Hong Kong og því datt athafna- mönnunum Guy Nichols og Jon Resnick að tappa andrúmslofti borgarinnar á dósir. Rjúka þær út eins og heitar lummur en þær eru seldar á um 500 kr. ísl. ALLT benti í gær til stórsigurs indónesíska stjómarflokksins, Golkar, í þingkosningum sem fram fóru í landinu, hinu fjórða fjöl- mennasta í heimi, í gær. Sam- kvæmt fyrstu tölum, sem byggðar eru á atkvæðum 33,5 milljóna manna, hlaut Golkar 78% atkvæða. Að sögn lögreglu biðu 14 manns bana í átökum sem blossuðu upp þegar uppreisnarmenn reyndu að trufla kosningarnar á Austur- Tímor. Yusuf Muharam, lögreglustjóri Austur-Tímor, sagði að lögreglu- maður og fjórir uppreisnarmenn hefðu fallið í átökum í bænum Dili. Sjö óbreyttir borgarar biðu bana í árásum uppreisnarmanna í bænum Los Palos og tveir í Bauc- au. Andstæðingar Indónesíustjórn- ar eyðilögðu einnig nokkra kjör- klefa í eylandinu. Stjórnin í Portúgal gagnrýndi framkvæmd kosninganna á Aust- ur-Tímor, sem var áður portúgölsk nýlenda, og kvaðst hafa sent Sam- einuðu þjóðunum formlega kvört- un. „Kosningarnar á Indónesíu hafa ekki verið fijálsar og lýðræð- islegar," sagði Jaime Gama, utan- ríkisráðherra Portúgals. „Á Aust- ur-Tímor, hernumdu svæði, hefðu kosningarnir ekki getað verið fijálsar og íbúarnir hafa sýnt að þeir samþykkja ekki hernámið og innlimunina." Indónesíuher réðst inn í Austur- Tímor árið 1975 og eylandið var innlimað í Indónesíu árið eftir. Sameinuðu þjóðirnar hafa aldrei viðurkennt innlimunina. Stjórnarflokknum spáð miklum meirihluta 125 milljónir manna eru á kjör- skrá á Indónesíu og 425 þingmenn verða kjömir í kosningunum, en herinn skipar 75 þingmenn til við- bótar. Kjörstöðunum var lokað klukkan sjö í gærmorgun og gert er ráð fyrir að helstu úrslit liggi fyrir í dag. Fréttaskýrendur sögðu að menn hefðu áhyggjur af því að stuðn- ingsmenn Sameinaða framfara- flokksins, sem höfðar einkum til múslima, myndu efna til mótmæla ef flokkurinn yki ekki fylgi sitt og teldi að stjórnarflokkurinn hefði haft rangt við í kosningun- um. Aðeins þremur flokkum var leyft að taka þátt í kosningunum og talið er að þriðji flokkurinn, Lýðræðisflokkur Indónesíu, sem höfðar til kristinna og þjóðernis- sinnaðra kjósenda, fái lítið fylgi- Flokkurinn er klofinn vegna valdabaráttu leiðtoganna. Fréttaskýrendur segja að mikil- vægustu kosningarnar verði í mars á næsta ári þegar kosið verður til embættis forseta. Flest bendir til þess að Suharto forseti gefi kost á sér að nýju, en hann hefur þegar gegnt embættinu í 30 ár. Kosningabaráttan einkenndist af meira ofbeldi en dæmi eru um á Indónesíu í þijá áratugi og henni lauk á föstudag þegar a.m.k. 124 manns biðu bana í óeirðum í Banj- armasin, höfuðstað héraðsins Suð- ur-Kalimantan. Samráðsfundur utanríkisráðherra NATO í Portúgal Deilt um ný aðildarríki Sintra i Portúgal. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR aðild- arríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, greinir á um hve mörgum ríkjum í Mið- og Austur-Evrópu, sem sótt hafa um aðild að bandalaginu, skuli boðið til aðiidarviðræðna á leið- togafundi NATO sem haldinn verður í Madrid snemma í júlí. Á fyrsta fundi ráðherranna, þar sem þeir ræddu þessa spurningu formlega, greindi þá á um hversu mörgum ríkjum skyldi boðið til fyrstu lotu viðræðna um stækkun, þremur eða fimm. „Okkar afstaða til þessa máls er kunn,“ sagði Jaime Gama, utanrík- isráðherra Portúgal og gestgjafi fundarins. „Við viljum taka inn fimm ný ríki.“ Pólland, Ungveijaland og Tékk- land þykja líklegust til að samkomu- lag náist um að verði fyrstum boðið til aðildarviðræðna, en það verður í fyrsta sinn sem slíkt gerist frá því Spánn bættist í hóp NATO-ríkja árið 1982. Slóvenía, sem uppfyllir mörg hinna settu aðildarskilyrða, og Rúmenía, sem nýtur dyggs stuðnings Frakk- lands, Spánar og Ítalíu, þykja einnig vera orðin heit. Það þykir hins vegar flækja undirbúningsferlið, verði þeim bætt í hóp þeirra sem gefinn verður kostur á aðild í fyrstu lotu. En Bandaríkjamenn, sem ráða mestu innan bandalagsins og bera mestu fjárhagsbyrðamar, hafa ekki dregið dul á þá skoðun sína að þeir vilja aðeins bjóða þremur ríkjum að- ild. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði að „NATO verði að halda til streitu kröf- unni um að tilvonandi ný aðildarríki að bandalaginu standist metnaðar- fyllstu viðmið áður en þeim er boðin aðild." Leiðtogar Bosníu varaðir við í sameiginlegri yfirlýsingu NATO-ráðherranna, sem var gefin út að loknum fundinum, er harðorð- um ásökunum beint til leiðtoga Bos- níu fyrir að bijóta skilyrði Dayton- friðarsamkomulagsins frá 1995. Ráðherrarnir vara við því að þolin- mæði bandalagsins vegna þessa sé á þrotum. Þingmaður greiði svimandi háa sekt fyrir meiðyrði Yarpar skugga á ímynd Singapore Singapore. Reuter. LEIÐTOGUM Singapore vom í gær dæmdar svimandi háar bætur í meiðyrðamáli, sem þeir höfðu höfð- að á hendur stjórnarandstöðunni. Úrskurðaði dómstóll í Singapore að Tang Lian Hong, félaga í stjómar- andstöðunni, bæri að greiða Goh Chok Tong forsætisráðherra og tíu háttsettum félögum í stjórnar- flokknum 5,65 milljónir dollara (um 400 milljónir íslenskra króna) fyrir að yæna þá um lygar. Úrskurðurinn var samstundis gagnrýndur víða í Asíu og bentu fréttaskýrendur á að mikill munur væri á réttarfarinu í Singapore og grannríkjum á borð við Hong Kong, Japan, Malasíu og Tævan. „Ég vorkenni Singapore vegna þess að þeirra efnahagslegu fram- fömm er ekki fylgt eftir með aukn- um pólitískum þroska og frelsi," sagði Nelson Navarro, þekktur fréttaskýrandi á Filippseyjum. í Singapore er réttarkerfið byggt á sömu grundvallarreglum og í Hong Kong og á Bretlandi. Þar em þó aldrei dæmdar jafn háar skaða- bætur í meiðyrðamálum og sagði Philip Dykes, sem situr í stjórnar- ráði lögfræðingafélags Hong Kong, að breskir dómstólar hefðu úrskurð- að að þegar gert væri að greiða svo háar skaðabætur hefði það lamandi áhrif á málfrelsi. Á Indlandi var úrskurðinum hins vegar fagnað og sagði lögfræðing- urinn Duli Chand Singhania hann skynsamlegan „einkum þegar mikið er um óábyrga gagnrýni eða meið- yrði um fólk í valdastöðum". Hagfræðingur einn sagði að þessi dómur ýtti undir efasemdir um að hagvöxtur gæti haldið áfram með Reuter Tang Liang Hong. sama skriði í Suðaustur-Asíu. „Það er hægt að skilja efnahagslegar og pólitískar umbætur að vissu marki, en nú er svo komið að pólitískar umbætur eru forsenda þess að við- halda hagvextinum.“ Hinn sakfelldi flúði til Malasíu eftir að hann tapaði í kosningum í janúar. Hann sagðist mundu áfrýja dómnum. HENDUR og háls fangans bundin við vegg og honum gefið raflost í handarkrikana. Pyntingar á Austur-Tímor UM 200 ljósmyndum af pynting- um á föngum á Austur-Tímor var fyrir skömmu smyglað það- an, eftir að hópur manna sem krefjast sjálfstæðis frá Indónes- íu, keyptu þær af spilltum liðs- foringja í indónesíska hernum, sem sjálfur tók þátt í pyntingun- um. Hafa myndirnar verið birtar víðs vegar um heim en þær sýna skelfilega meðferð á stjómar- andstæðingum í haldi indó- nesískra hermanna, sem eru að endingu drepnir og holað niður í ómerkta gröf. Myndírnar voru teknar í fyrra- haust, hluti þeirra eftir að Jose Ramos-Horta og Carlos Belo frá Austur-Tímor hlutu friðarverð- laun Nóbels fyrir baráttu sína fyrir sjálfstæði landsins. Liðsfor- inginn fékk um 150.000 ísl. kr. fyrir myndirnar. Þær eru að öll- um líkindum teknar í Baucau, þar sem yfirheyrslur á vegum sérsveita indónesíska hersins fara fram. Enn hefur ekki tekist að bera kennsl á fórnarlömbin á myndun- um en mörg þeirra voru drepin. Á myndunum sést líkunum hent í gröf, bensíni hellt yfír og kveikt HERMAÐUR brennir fanga með sígarettuglóð. í. Þá er mokað yfir og nokkrir liðsforingjanna sitja sigri hrós- andi á gröfinni. Talsmenn mannréttindasam- taka segja fjölmörg dæmi um að þeir sem pynti taki myndir af ofbeldisverkunum til að auka enn á auðmýkingu fórnarlam- banna og hræða aðra. Indónesísk stjórnvöld fullyrða hins vegar að myndirnar séu falsaðar, pynting- ar séu ekki stundaðar í indónes- ískum fangelsum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.