Morgunblaðið - 30.05.1997, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Nýtt þing kosið í fjórða fjölmennasta ríki heims
Stefnir í stórsigur
stj órnarflokksins
Jakarta, Sintra. Reuter.
Clinton
semji við
Jones
Washington. The Daily Telegraph. Reuter.
BANDARÍSKIR fjölmiðlar hvetja
Bill Clinton Bandaríkjaforseta ein-
dregið til þess að semja við lög-
menn Paulu Jones, sem sakar hann
um kynferðislega áreitni, til að
komast hjá réttarhöldum í málinu.
Hæstiréttur úrskurðaði á þriðjudag
að rétta mætti í málinu.
Niðurstaða hæstaréttar vakti að
vonum mikla athygli og skiptist
bandaríska þjóðin að því er virðist
í tvennt.. Þessi varð að minnsta
kosti niðurstaða könnunar sem
CNN-sjónvarpsstöðin efndi til, en
3/4 hlutar þeirra sem tjáðu sig um
málið fylgdu Clinton að málum.
Þá standa flestir kvenréttindahópar
með Clinton.
Sú spuming sem helst brennur
þó á vörum manna er hvort Clinton
muni bíða skaða af málinu. Flestir
virðast sammála um að réttast
væri fyrir Clinton að semja um
málið til að komast hjá réttarhöld-
um og þeirri niðurlægingu sem
þeim kynni að fylgja, t.d. ef hann
yrði að setjast í vitnastúkuna eða
það sem verra væri, gangast undir
læknisskoðun svo að sanna mætti
eða vísa frá fullyrðingum Paulu
Jones um fæðingarbletti á leynileg-
um stöðum.
Reuter
Nýlenduloft
í dós
SALA er hafin á dósum sem
innihalda „nýlenduloft“ í Hong
Kong og segir á dósunum að í
þeim séu „síðustu andvörp
heimsveldis". Eftir mánuð láta
Bretar af hendi yfirráð yfir
Hong Kong og því datt athafna-
mönnunum Guy Nichols og Jon
Resnick að tappa andrúmslofti
borgarinnar á dósir. Rjúka þær
út eins og heitar lummur en þær
eru seldar á um 500 kr. ísl.
ALLT benti í gær til stórsigurs
indónesíska stjómarflokksins,
Golkar, í þingkosningum sem fram
fóru í landinu, hinu fjórða fjöl-
mennasta í heimi, í gær. Sam-
kvæmt fyrstu tölum, sem byggðar
eru á atkvæðum 33,5 milljóna
manna, hlaut Golkar 78% atkvæða.
Að sögn lögreglu biðu 14 manns
bana í átökum sem blossuðu upp
þegar uppreisnarmenn reyndu að
trufla kosningarnar á Austur-
Tímor.
Yusuf Muharam, lögreglustjóri
Austur-Tímor, sagði að lögreglu-
maður og fjórir uppreisnarmenn
hefðu fallið í átökum í bænum
Dili. Sjö óbreyttir borgarar biðu
bana í árásum uppreisnarmanna í
bænum Los Palos og tveir í Bauc-
au. Andstæðingar Indónesíustjórn-
ar eyðilögðu einnig nokkra kjör-
klefa í eylandinu.
Stjórnin í Portúgal gagnrýndi
framkvæmd kosninganna á Aust-
ur-Tímor, sem var áður portúgölsk
nýlenda, og kvaðst hafa sent Sam-
einuðu þjóðunum formlega kvört-
un. „Kosningarnar á Indónesíu
hafa ekki verið fijálsar og lýðræð-
islegar," sagði Jaime Gama, utan-
ríkisráðherra Portúgals. „Á Aust-
ur-Tímor, hernumdu svæði, hefðu
kosningarnir ekki getað verið
fijálsar og íbúarnir hafa sýnt að
þeir samþykkja ekki hernámið og
innlimunina."
Indónesíuher réðst inn í Austur-
Tímor árið 1975 og eylandið var
innlimað í Indónesíu árið eftir.
Sameinuðu þjóðirnar hafa aldrei
viðurkennt innlimunina.
Stjórnarflokknum spáð
miklum meirihluta
125 milljónir manna eru á kjör-
skrá á Indónesíu og 425 þingmenn
verða kjömir í kosningunum, en
herinn skipar 75 þingmenn til við-
bótar. Kjörstöðunum var lokað
klukkan sjö í gærmorgun og gert
er ráð fyrir að helstu úrslit liggi
fyrir í dag.
Fréttaskýrendur sögðu að menn
hefðu áhyggjur af því að stuðn-
ingsmenn Sameinaða framfara-
flokksins, sem höfðar einkum til
múslima, myndu efna til mótmæla
ef flokkurinn yki ekki fylgi sitt
og teldi að stjórnarflokkurinn
hefði haft rangt við í kosningun-
um.
Aðeins þremur flokkum var
leyft að taka þátt í kosningunum
og talið er að þriðji flokkurinn,
Lýðræðisflokkur Indónesíu, sem
höfðar til kristinna og þjóðernis-
sinnaðra kjósenda, fái lítið fylgi-
Flokkurinn er klofinn vegna
valdabaráttu leiðtoganna.
Fréttaskýrendur segja að mikil-
vægustu kosningarnar verði í mars
á næsta ári þegar kosið verður til
embættis forseta. Flest bendir til
þess að Suharto forseti gefi kost
á sér að nýju, en hann hefur þegar
gegnt embættinu í 30 ár.
Kosningabaráttan einkenndist
af meira ofbeldi en dæmi eru um
á Indónesíu í þijá áratugi og henni
lauk á föstudag þegar a.m.k. 124
manns biðu bana í óeirðum í Banj-
armasin, höfuðstað héraðsins Suð-
ur-Kalimantan.
Samráðsfundur utanríkisráðherra NATO í Portúgal
Deilt um ný aðildarríki
Sintra i Portúgal. Reuter.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR aðild-
arríkja Atlantshafsbandalagsins,
NATO, greinir á um hve mörgum
ríkjum í Mið- og Austur-Evrópu, sem
sótt hafa um aðild að bandalaginu,
skuli boðið til aðiidarviðræðna á leið-
togafundi NATO sem haldinn verður
í Madrid snemma í júlí.
Á fyrsta fundi ráðherranna, þar
sem þeir ræddu þessa spurningu
formlega, greindi þá á um hversu
mörgum ríkjum skyldi boðið til
fyrstu lotu viðræðna um stækkun,
þremur eða fimm.
„Okkar afstaða til þessa máls er
kunn,“ sagði Jaime Gama, utanrík-
isráðherra Portúgal og gestgjafi
fundarins. „Við viljum taka inn fimm
ný ríki.“
Pólland, Ungveijaland og Tékk-
land þykja líklegust til að samkomu-
lag náist um að verði fyrstum boðið
til aðildarviðræðna, en það verður í
fyrsta sinn sem slíkt gerist frá því
Spánn bættist í hóp NATO-ríkja
árið 1982.
Slóvenía, sem uppfyllir mörg hinna
settu aðildarskilyrða, og Rúmenía,
sem nýtur dyggs stuðnings Frakk-
lands, Spánar og Ítalíu, þykja einnig
vera orðin heit. Það þykir hins vegar
flækja undirbúningsferlið, verði þeim
bætt í hóp þeirra sem gefinn verður
kostur á aðild í fyrstu lotu.
En Bandaríkjamenn, sem ráða
mestu innan bandalagsins og bera
mestu fjárhagsbyrðamar, hafa ekki
dregið dul á þá skoðun sína að þeir
vilja aðeins bjóða þremur ríkjum að-
ild. Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði að
„NATO verði að halda til streitu kröf-
unni um að tilvonandi ný aðildarríki
að bandalaginu standist metnaðar-
fyllstu viðmið áður en þeim er boðin
aðild."
Leiðtogar Bosníu varaðir við
í sameiginlegri yfirlýsingu
NATO-ráðherranna, sem var gefin
út að loknum fundinum, er harðorð-
um ásökunum beint til leiðtoga Bos-
níu fyrir að bijóta skilyrði Dayton-
friðarsamkomulagsins frá 1995.
Ráðherrarnir vara við því að þolin-
mæði bandalagsins vegna þessa sé
á þrotum.
Þingmaður greiði svimandi háa sekt fyrir meiðyrði
Yarpar skugga á
ímynd Singapore
Singapore. Reuter.
LEIÐTOGUM Singapore vom í gær
dæmdar svimandi háar bætur í
meiðyrðamáli, sem þeir höfðu höfð-
að á hendur stjórnarandstöðunni.
Úrskurðaði dómstóll í Singapore að
Tang Lian Hong, félaga í stjómar-
andstöðunni, bæri að greiða Goh
Chok Tong forsætisráðherra og tíu
háttsettum félögum í stjórnar-
flokknum 5,65 milljónir dollara (um
400 milljónir íslenskra króna) fyrir
að yæna þá um lygar.
Úrskurðurinn var samstundis
gagnrýndur víða í Asíu og bentu
fréttaskýrendur á að mikill munur
væri á réttarfarinu í Singapore og
grannríkjum á borð við Hong Kong,
Japan, Malasíu og Tævan.
„Ég vorkenni Singapore vegna
þess að þeirra efnahagslegu fram-
fömm er ekki fylgt eftir með aukn-
um pólitískum þroska og frelsi,"
sagði Nelson Navarro, þekktur
fréttaskýrandi á Filippseyjum.
í Singapore er réttarkerfið byggt
á sömu grundvallarreglum og í
Hong Kong og á Bretlandi. Þar em
þó aldrei dæmdar jafn háar skaða-
bætur í meiðyrðamálum og sagði
Philip Dykes, sem situr í stjórnar-
ráði lögfræðingafélags Hong Kong,
að breskir dómstólar hefðu úrskurð-
að að þegar gert væri að greiða svo
háar skaðabætur hefði það lamandi
áhrif á málfrelsi.
Á Indlandi var úrskurðinum hins
vegar fagnað og sagði lögfræðing-
urinn Duli Chand Singhania hann
skynsamlegan „einkum þegar mikið
er um óábyrga gagnrýni eða meið-
yrði um fólk í valdastöðum".
Hagfræðingur einn sagði að þessi
dómur ýtti undir efasemdir um að
hagvöxtur gæti haldið áfram með
Reuter
Tang Liang Hong.
sama skriði í Suðaustur-Asíu. „Það
er hægt að skilja efnahagslegar og
pólitískar umbætur að vissu marki,
en nú er svo komið að pólitískar
umbætur eru forsenda þess að við-
halda hagvextinum.“
Hinn sakfelldi flúði til Malasíu
eftir að hann tapaði í kosningum í
janúar. Hann sagðist mundu áfrýja
dómnum.
HENDUR og háls fangans bundin við vegg og honum gefið
raflost í handarkrikana.
Pyntingar á
Austur-Tímor
UM 200 ljósmyndum af pynting-
um á föngum á Austur-Tímor
var fyrir skömmu smyglað það-
an, eftir að hópur manna sem
krefjast sjálfstæðis frá Indónes-
íu, keyptu þær af spilltum liðs-
foringja í indónesíska hernum,
sem sjálfur tók þátt í pyntingun-
um. Hafa myndirnar verið birtar
víðs vegar um heim en þær sýna
skelfilega meðferð á stjómar-
andstæðingum í haldi indó-
nesískra hermanna, sem eru að
endingu drepnir og holað niður
í ómerkta gröf.
Myndírnar voru teknar í fyrra-
haust, hluti þeirra eftir að Jose
Ramos-Horta og Carlos Belo frá
Austur-Tímor hlutu friðarverð-
laun Nóbels fyrir baráttu sína
fyrir sjálfstæði landsins. Liðsfor-
inginn fékk um 150.000 ísl. kr.
fyrir myndirnar. Þær eru að öll-
um líkindum teknar í Baucau,
þar sem yfirheyrslur á vegum
sérsveita indónesíska hersins
fara fram.
Enn hefur ekki tekist að bera
kennsl á fórnarlömbin á myndun-
um en mörg þeirra voru drepin.
Á myndunum sést líkunum hent
í gröf, bensíni hellt yfír og kveikt
HERMAÐUR brennir
fanga með sígarettuglóð.
í. Þá er mokað yfir og nokkrir
liðsforingjanna sitja sigri hrós-
andi á gröfinni.
Talsmenn mannréttindasam-
taka segja fjölmörg dæmi um
að þeir sem pynti taki myndir
af ofbeldisverkunum til að auka
enn á auðmýkingu fórnarlam-
banna og hræða aðra. Indónesísk
stjórnvöld fullyrða hins vegar að
myndirnar séu falsaðar, pynting-
ar séu ekki stundaðar í indónes-
ískum fangelsum.