Morgunblaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP Vinnusmiðja í kvik- myndagerð ►SUNDANCE-stofnun Ro- berts Redfords stendur ekki eingöngu fyrir kvikmyndahá- tíð í janúar á hverju ári heldur styrkir hún óþekkta kvik- myndagerðarmenn með ýmsu móti. Eitt verkefni Sundance- stofnunarinnar er „Film- makers/Screenwriters Lab“ sem er haldið árlega íjúní. Fjölmargir upprennandi kvik- myndagerðarmenn sækja um að komast að í þessari vinnu- smiðju í Park City í Utah. í ár eru 19 valdir til þess að mæta og vinna með verk sín í náinni samvinnu með þekktum leikurum og kvikmyndagerð- armönnum. Meðal ráðgjafanna í ár eru Kathryn Bigelow, Allison And- ers, Anjelica Huston, Baz Lu- hrman, Alfred Woodard og Michael Lehmann. Nöfn þátt- takendanna eru ekki þekkt en kannski maður ætti að nótera þau hjá sér af því þau gætu ANJELICA Huston er einn af ráðgjöfunum í vinnusmiðju Sundance-stofnunarinnar. verið sljörnur framtíðarinnar: Hisano Masayuki, Andre Codr- escu, Theodore Thomas, Rick Famuyima, Kimberley Pierce, Laurie Weeks, DeMane Davis, Khari Streeter, Philip Kan Gotanda, Joshua Goldin, Greg Sax, Garret Williams, Matthew Dixon, Tacita Dean, Alex Munoz, Everton Sylvester, Scott Heim, Loretta Todd, og Josslyn Luckett. MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Eyðimerkurtunglsýki (Mojave Moon)-k k 'h Marco Polo (Marco Polo)k k Tækifærishelvíti (An Occasional Hell)+ k Adrenalín (Adrenalin) Golfkempan (Tin Cup)k ★ ★ Drekahjarta (Dragonheart)-k ★ ★ Meðeigandinn (The Associate)~k 'h Ráðgátur: Hverfull tími (TheX—Files: Tempus Fugit)-k -kV2 Kekkir (Curdled)-k'h Strákar (Boys)-k Líf eftir Picasso (Surviving Picasso)-k 'h Stelpuklíkan (Foxfire)-k k 'h Næturkossinn langi (The LongKiss Good Nig- ht)-kkrk Emma (Emma)k k k Niðurtalning (Countdown)k k 'h Skólabílsránið (Sudden Terror Hijacking of School Bus 17)k Vélrænir böðlar (Cyber Trackers)k 'h Hann heitir Hatur (A Boy Called Hate)k 'h Þrumurnar (Rolling Thunder)k 'h Vinnið gegn fíla- penslum og bólum !SAGl * silicol skin Silicol Skih Viðurkeswd lausn við húövandamáium Endurteknar rannsóknir hafa staðfest árangur Silicol skin í baráttunni gegn fílapenslum, bólum og feitri húð. íslenskar leiðbeiningar fylgja. Fæst í flestum apótekum. -kjarni málsins! FOSTUDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Sjónvarpið ►20.35 Hættuspil og hetjudáðir í háloftunum: Ekki vantar h-in í viðfangsefni sannsögulegu sjónvarpsmyndarinnar Ferjuflugið (Mercy Mission: TheRescue of Flight 771,1993). Scott Bakula leik- ur flugmann á lítilli Cessnu sem vill- ist yfir Kyrrahafi og Robert Loggia er flugmaður farþegavélar sem kem- ur honum til bjargar. Ég hef ekki séð þessa en Martin og Potter segja leikarana ná myndinni á flug og gefa kkk (af fimmmögulegum). Leikstjóri Roger Young. Sjónvarpið ►23.05 Skoski meina- fræðingurinn Iain McCallum hefur a.m.k. einu sinni áður spreytt sig á morðgátu hér í Sjónvarpinu en í McCallum (McCallum: Touch, 1996) berst hann gegn útbreiðslu bakteríusýkingar - og er það kannski morðgáta út af fyrir sig. John Hannah leikur þennan kvens- ama meinafræðing og er heldur lit- laus miðað við hinn eina sanna Tagg- art. Leikstjóri Richard Holthouse. Stöð2 ^13.00 og 0.40 Hinkostu- lega og hrollvekjandi kjarnafjöl- skylda Addams-fjölskyldan varð fyrst til í teiknimyndasögum, síðan í amerísku sjónvarpi og loks í nýleg- um bíómyndum Barrys Sonnenfeld. Seinni myndin Gildi Addams-fjöl- skyldunnar (Addams Family Valu- es, 1993) var jafnvel ívið skemmti- legri en sú fyrri, þar sem klækja- kvendið Joan Cusack reynir að koma sér í mjúkinn hjá fjölskyldunni og Christina Ricci í hlutverki dótturinn- ar Wednesday er send í sumarbúðir. Anjelica Huston, Raul Julia og Chri- stopher Lloyd eru öll til sóma. Mynd- ina vantar herslumun, aðeins skarp- ari og skeleggari brodd. ★ ★ 'h Stöð 2 ►20.55 Saga baldinnar blökkustúlku sem vill bepast til menntunar og sjálfstæðis en mætir ýmsum hindrunum, ekki síst eigin þungun, er efni myndarinnar Stelpa í stórborg (Just Another Girl On Thel.R.T., 1993). Frumstæð mynd og klisjukennd. Leikstjóri Leslie Harris, sem þreytir hér frumraun sína. ★ Stöð 2 ^22 .35 Martin Donovan leikstjóri nær upp töluverðri stemmningu framan af í lýsingu á tveimur ólíkum mönnum sem búa í íbúðablokk í Buenos Aires, þar sem ekki er allt sem sýnist, en breska bíómyndin Morð í Buenos Aires (Apartment Zero, 1989) ve rðuræ tilgerðarlegri eftir því sem hún þró- ast yfir í spennumynd með pólitískan og kynferðislegan undirtón. Kvik- myndafíklar kunna að falla fyrir list- rænum rembingi. Áhugaverð á köfl- um. ★ ★ Sýn ►21.00 Égjáta mig sigraðan: Um síðustu helgi lofaði ég því að fímmti kafli myndaflokksins um Apaplánetuna væri sá síðasti - en lofaði upp í ermina á mér. Nú birt- ist Apaplánetan 6 (Farewell to The Planet of the Apes). Ég hef aldrei heyrt á hana minnst og er að hugsa um að halda því áfram. Sýn ►23.50 Bandaríska dellugam- anmyndin Háskólafyrirsætan (Campus Man, 1987) segir frá há- skólastúdent sem fer að framleiða almanök með karlkyns fyrirsætum og dettur í lukkupottinn. Svo vill til að dellan er sannsöguleg en myndin verður ekkert betri fyrir það. Rétt þolanleg afþreying í neyð. Leikstjóri Ron Casden og aðalhlutverk John Dye, Kim Delaney og Kathleen Wil- hoite. ★ 'h Árni Þórarinsson MYNDBÖND Morð á besta tíma Glæpastundin (Crime Time)____________ Sakamálamynd kk'h Framleiðendandi: David Pupkew- itz. Leikstjóri: George Sluizer. Handritshöfundur: Brendan So- mers. Kvikmyndataka: Jules Van Den Steenhoven. Tónlist: David A. Stewart. Aðalhlutverk: Stephen Baldwin, Pete Postelwaite, Sadie Frost, Geraldine Chaplin. 105 mín. Bretland. Háskólabíó 1997. Útgáfu- dagur: 22. maí. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. GEORGE Sluizer varð fyrst fræg- ur fyrir hina hollensku hrollvekju „The Vanishing" en hún hafði að geyma eitt óhugnanlegasta lokaatriði kvik- myndasögunnar. Endurgerð „The Vanishing" sem Sluizer leikstýrði einnig var ekkert annað er ósköp venjuleg banda- rísk spennumynd. Með „Glæpa- stundinni" er Sluizer komin aftur á slóðir hins hollenska meistaraverks síns. Myndin fjallar um óheilbrigt samband sem myndast á milli rað- morðingja (Pete Postelwaite) og leikara (Stephen Baldwin) sem leik- ur morðingjann í sjónvarpsþáttum, sem segja frá nýjustu morðunum sem framin hafa verið. Leikarinn þarf morðingjann til að halda starfi sínu og morðinginn nýtur þess að sjá verknað sinn á skjánum. Þetta er mjög óþægileg mynd að horfa á, en það er einmitt ætiunar- verk hennar. Einungis fyrsta morðið er sýnt, en síðan tekur hinn glans- andi heimur sjónvarpsins við, sem gerir æsifréttir úr öllu. Myndin deil- ir kröftuglega á þennan ýkta fjölm- iðlaheim og tekst betur upp en hin misheppnaða ádeila sem Oliver Stone gerði í mynd sinni „Natural Born Killers". Maður veit aldrei hvort taka á myndina alvarlega eða ekki og vekur það óþægilega tilfinn- ingu. Baldwin nær aldrei tökum á hlutverki leikarans, en hann klúðrar því ekki. Pete Postelwaite er kjörinn í hlutverk morðingjans og skapar eftirminnilega persónu úr hinum hversdagslega raðmorðingja, sem verður frægur fyrir ódæðisverk sín. Tæknilega er myndin vel gerð og söngrödd Marianne Faithful sem byijar og endar myndina gefur henni draumkenndan blæ. Ottó Geir Borg Skugga- hliðar alríkis- lögregl- unnar Aftökulistinn (The Assassination File) Spcnnumynd ★ ★ Framleiðendandi: Craig Zadan og Neil Meron. Leikstjóri: John Harri- son. Handritshöfundur: Bruce Mill- er. Kvikmyndataka: Robert Draper. Tónlist: Tone Hauser. Aðalhlut- verk: Sherilyn Fenn, Tom Verica, Dan Buler, Paul Winfield. 101 mín. Bandaríkin. Cic Myndbönd 1997. Útgáfudagur: 20. maí. Myndin er bönnuð bömum innan 16 ára. SHERILYN Fenn leikur FBI starfsmanninn Lauren Jacobs, sem lítur út fyrir að vera nýjasta stjarna alríkislögregl- unnar. En þegar þingmaðurinn sem hún er feng- in til að vernda er myrtur, án þess að hún geti nokkuð gert, ákveður hún að leggja starfið á hilluna og byija nýtt líf. Myndin hefst tveimur árum eftir það, en þá hafa sönn- unargögn komið fram sem varpa nýju ljósi á morðið á þingmannin- um og einnig á starfsemi alríkis- lögreglunnar í heild sinni. Dregst Lauren nauðug inn í málið og kem- ur hinn gamli starfsferill hennar að notum, því fleiri vilja hana feiga en hjálpa henni. „Áftökulistinn" er fyrirsjáanleg formúlumynd, sem er prýðilega gerð. Sherilyn Fenn er ekki slæm leikkona og ræður vel við hið klisjulega hlutverk Lauren, á með- an aðrir leikarar standa sig hvorki áberandi vel né áberandi illa. Hin vinsæla hugmynd um einhveija leynireglu innan ríkisstjórnarinnar, sem er yfir alla hafin, er vel út- færð í myndinni. Nokkur vel gerð spennuatriði eru til staðar í „Af- tökulistanum“, sem ættu að svala þorsta mestu spennufíklanna. Ottó Geir Borg Sumarskólinn sf. Kstarf^1 Víð emm reynsluméstír og ódýrastiT Um 40 matshæfir framhaldsskólaáfangar eru í boði. Kennsla fer fram í júní. Verð er kr. 11.800 fyrir einn áfanga og kr. 18.800 fyrir tvo áfanga. Skráning er þessa viku og n.k. mánudag, kl. 17:00-19:00 í Odda, Háskóla íslands og í símum 565-6429 og 564-2100. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.