Morgunblaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 MORGU NBLAÐIÐ FRÉTTIR VIÐ íslendingar gerum engar skyssur, við erum svo gáfaðir hr. Göran. Aukaefni sem eru m.a. í M&M líklega leyfð innan skamms Bónus sagt að hætta sölu LITAREFNI sem eru meðal ann- ars í sælgætinu M&M og hafa leitt til þess að bannað hefur verið að selja það hérlendis, verða að öllum líkindum leyfð samkvæmt nýjum aukaefnalista sem Hollustuvernd er með í undirbúningi og stefnt er að gefa út innan skamms. List- inn byggist á þremur tilskipunum frá ESB. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sendi versluninni Bónus erindi í gær þar sem bent er á að sælgæt- ið M&M sem verslunin hefur selt að undanförnu, innihaldi óleyfileg litarefni og þeim tilmælum beint til verslunarinnar að frekari sölu verði hætt. Aðlögun í eitt ár Stofnunin hvetur verslunina til samstarfs um að farið verði að gildandi lögum í þessum sam- bandi, en þess jafnframt getið að í undirbúningi sé áðurnefndur aukaefnalisti. Einnig geti verslun- inn sótt um tímabundna undan- þágu til Hollustuverndar um sölu vöru sem innihaldi efni sem ekki eru á aukaefnalista. Aukaefnin verða að öllum líkindum leyfð samkvæmt tilskipunum frá Evrópu- sambandinu Til stóð að nýr aukaefnalisti yrði gefinn út 1. janúar 1997 en að sögn Rögnvaldar Ingólfssonar sviðsstjóra matvælasviðs Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur hefur orðið dráttur á að nýr aukaefna- listi taki gildi. Eldri listi er að stofni til frá árinu 1988. „Listans er þó að vænta, en einnig er reiknað með að veittur verði aðlögunartími í allt að eitt ár, til að gefa íslenskum fyrirtækj- um tækifæri á að breyta merking- um á umbúðum og vegna vöruþró- unar hjá þeim,“ segir Rögnvaldur. Sala á sælgæti með þeim auka- efnum sem um ræðir er óleyfileg hérlendis og er um ýmsar tegund- ir að ræða, en þar á meðal eru súkkulaði- og hnetukúlur frá M&M sem seldar hafa verið í frí- höfninni en hafa lengst af verið ófáanlegar hérlendis. Sala sæl- gætisins var bönnuð vegna litar- efnanna fyrir nokkrum árum. Fyr- ir nokkrum vikum tók verslunin Bónus að selja sælgætið í litlum mæli, og bentu forsvarsmenn verslunarinnar m.a. á í því sam- bandi að þeim fyndist óeðlilegt að selja mætti það í fríhöfninni en ekki öðrum verslunum. Best að stöðva í tolli „Eðlilegast væri að stöðva vörur sem innihalda óleyfileg efni þegar við innflutning, þ.e. í tollgæslu. Það hefur hins vegar ekki tekist til fulls, enda ógerlegt að fylgjast með öllum innflutningi sem til landsins kemur. Einnig er það oft svo að innflytjendur vita vart sjálf- ir hvort að vara sem þeir flytja inn innihaldi óleyfileg efni eða ekki, en við erum hins vegar reiðubúnir að aðstoða fyrirtæki í þessum efn- um til að taka af allan vafa,“ seg- ir Rögnvaldur. allttil alls Egilsstöðum ■ Fossnesti Sellossí-Gaanvegi■ Geirsgötu-Lækjargötu Hatnaríirði-Skágarseli-Stórahjalla ■ Vogum Vatnsleysustr. ■ Ægisíðu Vinnuvettlingar nr. 86680040 Hslgaitiibsð Safnkortshafar fá að auki 3% afslátt í punktum. 35 kr. 169 kr. 299 kr. Erindaflokkurinn Undur veraldar Um sjón og sj ónhverfingar Þorsteinn Halldórsson ORSTEINN Hall- dórsson flytur á morgun klukkan ijórtán í Háskólabíói erindi í erindaflokknum Undur veraldar á vegum Hollvina- félags háskólans. Fyrirlest- ur Þorsteins nefnist Sjón og sjónhverfingar og fjallar hann þar um eðli mannlegr- ar sjónar, hvaða hluta hún sýni af veruleikanum en einnig hvar hún blekkir. Sömuleiðis mun hann skýra frá sýndarveruleika, gervi- sjón og nýrri myndvörpun- artækni. En hvar skyldi sjón manna helst blekkja? — í fyrsta lagi sýnir auga mannsins ekki nema örlítið brot af rófi rafsegul- bylgna sem eru í umhverfi okkar og í öðru lagi eru upplýsingarnar sem berast í gegnum augað stöðugt meira samanþjappaðar og síaðar á leið sinni til heilans. Hvers vegna þetta er svona ætla ég að reyna með ýmsum dæmum að útskýra og hvernig í dag er reynt að breyta þessu í vél- og tölvusjón með ýmsu móti. Ert hvað þá með sýndarveru- leikann? — Þetta er tækni sem er ný af nálinni og vafalaust mun öðl- ast mikla útbreiðslu innan fárra ára, bæði til gagns og gamans. Þetta er þó á margan hátt vara- söm tækni sem opnar ótal við- kvæmar spurningar þar sem grip- ið er með myndum beint inn í heilastarfsemina. Ég mun ræða um það vandamál og hvemig má búast við að þessi tækni megi þróast áfram á næstu árum og áratugum. Sýndarveruleiki er framkallaður með því að hvolfa hjálmi yfir höfuðið á áhorfandan- um þar sem með hjálp tveggja lítilla sjónvarpsskjáa fyrir framan augun fylla sjónarsviðið og með þeirra hjálp er áhorfandinn leidd- ur inn í þrívíðan tölvumyndheim, sem hann getur hreyft sig innan, en með nemum á höfði, fingrum og fótum getur hann í þessari ímynduðu mynd litast um, gengið um og hreyft til hluti. Er eitthvert gagn að svona sýndarveruleika? — Já, það er til dæmis hægt ef fólk er að kaupa sér hús að fá að skoða húsið í sýndarveru- leika. Hægt er þá að ganga um húsið og gera ýmsar breytingart- illögur sem þá er hægt að koma í kring innan myndarinnar sam- stundis og þá má sjá hvernig við- komandi breytingar koma út. Einnig má nota þessa tækni við hvers konar starfsþjálfun, svo sem við flugkennslu og öku- kennslu. Hvað með hina nýju mynd- vörputækni? — Um allan heim, einkum í Bandaríkjunum og Japan er unnið að mis- munandi leiðum til að gera stærri og betri myndir fyrir sjónvarp og tölvu og aðra upp- lýsingastarfsemi. Við í Þýskalandi erum komnir á stað með nýja tækniþró- un, að nota leysigeisla til að varpa risamyndum á veggi og sem hafa hliðstæð gæði og breiðtjalds- myndir, en eru væntanlega búnar þeim kostum að hægt er að sýna þær í björtu umhverfí. Leiðir þetta til mikilla breyt- inga? — Mikil þörf er orðin á endur- bættri myndtækni þar sem með ►Þorsteinn Halldórsson er fæddur í Reykjavík árið 1942, hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1962 og lauk prófi frá háskólanum í Miinchen vorið 1970 í tilraunaeðlisfræði. Hann hefur búið í Miinchen síðan og starfað í hátækniiðn- aði hjá rannsóknardeild Da- imler Benz. Hann er kvæntur Tomoko Yasuda og eiga þau tvö börn, Jun Ásta og Ken Halldór. öflugum tölvum er hægt að varpa myndum á mjög stóra fleti. Búast má við því á næstu árum að hægt verði að kaupa heilar kvik- myndir á einum litlum geisladiski og senda þær frá „myndleigu“ t.d. með glerþræði til notenda. Þegar svo er komið er bíóið kom- ið heim til fólks og þá er mikil þörf á þessari endurbót, þá vill fólk geta fengið stóra mynd eins og það er vant í bíóhúsum. Einn- ig má tengja þetta margmiðlun, svo sem myndsíma og upplýs- ingaflutningi til vinnustaða. Með þessari tækni má ímynda sér að fólk geti setið heima hjá sér og haft beint samband við vinnustað með mynd þaðan heim til sín á risaskermi og þurfí þá ekki að fara á vinnustaðinn sjálfan heldur geti unnið sitt verk heima hjá sér. Hvar er þessi þróun lengst komin? — Hún er einna lengst komin sennilega í Bandaríkjunum og Japan en við í Evrópu erum að reyna að komast inn á þennan markað lika. Þessi þróun kann að koma okkur íslendingum út úr einangruninni þar sem við getum á þennan hátt „ferðast" samstundis út um allan heim, setið alls konar ráðstefnur og fundi og unnið fyrir erlenda aðila og fyrirtæki hvar sem er í veröld- inni. Þetta er mikilvægt einkum fyrir eyland eins og ísland. Er þetta hluti af þínu starfi í Þýska- iandi? _ — Ég er verkefnis- stjóri hjá Daimler Benz í leysimyndvörpuninni en ég hef unnið í 25 ár á sviði ýmiskonar leysitækni fyrir lækn- isfræði, svo sem skurðlækningar, og einnig í sambandi við her- tækni og geimferðir. Ég hannaði leiser-radartæki sem var prófað við tengingu Space Shuttle Atl- antis við MIR fyrir nokkrum dög- um en þetta tæki á síðar að nota við smíði alþjóðageimstöðvarinn- ar ALFA, árið 2002. Þessi þróun kann að koma okkur íslend- ingum út úr einangruninni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.