Morgunblaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ekkjum þeirra sem fórust með Dísarfelli synjað um bætur þar sem skipið var skráð erlendis Samskip áfrýja og ábyrgjast bætur ekknanna TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefur hafn- að umsókn ekkna mannanna tveggja sem fórust með Dísarfelli, skipi Samskipa, um dánarbætur á þeim forsendum að skipið sigidi undir erlendum fána og því hafi starfsmenn þess ekki átt rétt til bóta samkvæmt almanna- tryggingalöggjöfinni. Samskip hafa kært synjunina til Tryggingaráðs og hyggst fyrir- tækið tryggja ekkjunum fullar bætur hver sem niðurstaða ráðsins verður. í 24. grein laga um almannatryggingar segir að slysatryggðir séu launþegar sem starfa hér á landi að undanskildum erlendum sendimönnum erlendra ríkja. Tekið er fram að starf um borð í íslensku skipi eða ís- lenskri flugvél jafngildi starfi hér á landi. Síðar í sömu grein er Tryggingaráði veitt heimild til að verða við beiðni íslensks fyrir- tækis um slysatryggingu starfsmanna þess sem erlendis starfa. Undir fána Antigua Dísarfellið, sem sökk suðaustur af landinu 9. mars, var eign Samskipa en var skráð undir fána Antigua. Með vísan til þess að skipið var ekki skráð hérlendis töldu lögfræð- ingar Tryggingastofnunar ríkisins að greiðsla dánarbóta tii ekkna skipverjanna tveggja sem fórust með Dísarfelli væri ekki heimil sam- kvæmt almannatryggingalögum. Karl Steinar Guðnason, forstjóri Trygg- ingastofnunar ríkisins, sagði að afgreiðsla stofnunarinnar byggðist á íslenskum lögum og nauðsynlegt væri að breyta iögunum ef þau ættu að ná yfir skip sem sigla undir er- lendum fána. Karl Steinar vísaði annars á lögfræðinga stofnunarinnar og Una Björk Ómarsdóttir, lögfræðingur hjá Tryggingastofnun sagði að synjunin byggðist á 3. kafla almannatrygg- ingalaga þar sem fyrrgreinda 24. grein er að finna. Fram kemur í yfirlýsingu frá Samskipum að greitt hafi verið tryggingagjald af Jaunum sjómannanna, og skattgreiðslum þeirra hafi á allan hátt verið háttað eins og ef um sjó- menn á skipi undir íslenskum fána væri að ræða en Una Björk segir að tengsl trygginga- gjalds og réttinda úr almannatryggingum séu óbein, ekki sé um eiginlegt tryggingariðgjald að ræða og réttur til bóta ráðist af ákvæðum almannatryggingalaganna. Um er að ræða dánarbætur til mannanna sem ekkjur eiga rétt til í 8 ár frá dánar- dægri. Greiðslurnar nema 17.175 krónum á mánuði. Þjóðerni skipsins breytir hins vegar engu um ótvíræðan rétt barna yngri en 18 ára til barnalífeyris, að sögn Unu Bjarkar. Samskip sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt er að Tryggingastofnun hafi áður greitt slysabætur vegna_ sjómanna á skipum sem ekki eru skráð á íslandi og af- staða stofnunarinnar nú komi mjög á óvart. Hjörtur Emilsson hjá skiparekstrardeild Samskipa sagði að Arnarfell og Mælifell væru eins og Dísarfell skráð undir fána Ant- igua en á þeim væru íslenskir sjómenn. Þetta fyrirkomulag hefði gilt lengi og Trygginga- stofnun hefði greitt slysatryggingabætur til sjómanna sem slasast hefðu við störf um borð í skipum félagsins og hann kvaðst hafa feng- ið staðfest hjá Eimskipi að sama ætti við um skip þess félags. Una Björk Ómarsdóttir sagðist ekki vita til hvaða mála verið væri að vísa en sagðist telja að ef slík fordæmi væru til hefði af- greiðsla þeirra ekki verið borin undir lögfræð- ingadeild stofnunarinnar. í yfirlýsingu Samskipa segir ennfremur að fyrirtækið muni að sjálfsögðu greiða ekkjun- um slysabætur á meðan afgreiðslu trygging- aráðs er beðið og muni gera það áfram „ef svo ólíklega fer að ráðið hafni erindi [Sam- skipa].“ Hjörtur Emilsson sagði að fyrirtækið mundi tryggja að greiðslur til ekknanna yrðu eins og „þessi uppákoma hefði ekki orðið.“ Þá kom ennfremur fram að Samskip slysa- tryggi sérstaklega alla sjómenn sem hjá félag- inu starfa og að fyrirtækið og sjómenn þess greiði skatta og gjöld hér á landi, þar með talið tryggingagjald. Félagið telji að það geti ekki staðist að þessir menn njóti ekki sömu bóta og réttinda og aðrir þegar á reynir. Lítilsvirðing Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafé- lags Reykjavíkur, sagðist telja það útúrsnún- inga og lítilsvirðingu við sjómenn og þeirra aðstandendur að Tryggingastofnun „hangi í einhveijum lagabókstöfum." Sjómennimir hefðu greitt alla skatta og af þeim hefðu verið greidd tryggingagjöld. Hann sagði að Sjómannafélagið hefði ekki haft formleg af- skipti af málinu en hefði fengið vitneskju um það fyrir nokkrum dögum. „Mér finnst það alveg furðulegt að stjórnvöld skuli taka við greiðslum af þessu fólki ef það á ekki að njóta neinna réttinda," sagði Jónas. Bolli Héðinsson, formaður Tryggingaráðs, sagðist gera ráð fyrir að málinu yrðu áfrýjað til Tryggingaráðs og kæmi til kasta ráðsins. Þá yrði það skoðað gaumgæfilega og gagna- öflun væri þegar hafín en hann vildi ekki ræða málið að svo stöddu. Mótmæli úr Langholti og Yogum við skipulagi FULLTRÚAR foreldrafélaga í Voga- og Langholtsskóla munu í dag afhenda Guðrúnu Ágústsdótt- ur, formanni skipulagsnefndar Rey kj avíkurborgar athugasemdir og andmæli fjölmargra íbúa í hverf- unum við atriðum í nýju aðalskipu- lagi borgarinnar sem íbúamir telja að muni leiða til aukins umferðar- þunga á götum innan skólahverfa Langholtsskóla og Vogaskóla. í andmælunum er þess óskað að Skeiðarvogi, norðan Suður- landsbrautar, Álfheimum og Holtavegi verði breytt úr tengi- brautum í safngötur; Skeiðarvegur verði mjókkaður og aðrar ráðstaf- anir gerðar til að draga úr umferð- arhávaða. Með því móti verði dreg- ið úr óhóflegum gegnumakstri um hverfíð og honum beint á stofn- brautir. Þá verði Ósabraut fjarlægð úr skipulaginu eða tengd þannig við Sæbraut að engin bein leið verði af henni inn á Skeiðarvog, Holtaveg eða aðrar götur í hvef- inu. Sama eigi við um aðrar nýjar stofnbrautir. „íbúar Voga-, Heima- og Lang- holtshverfis hafa mátt þola mjög aukna umferð vöruflutninga- og fólksbifreiða um hverfið, með til- heyrandi slysahættu og ónæði til- komnu að miklu leyti vegna nábýl- is við sívaxandi verslunar- og þjón- ustusvæði í aðlægum borgarhlut- um, “ segir í greinargerð með and- mælunum en þar segir einnig m.a. að um sé að ræða gróið hverfi þar sem skólabörn þurfi að fara yfir mjög fjölfarnar tengibrautir og umferðarhávaði veldur nú þegar ónæði fyrir kennslu. Þjónusta við íbúa sé dreifð um hverfið og þurfi margir íbúar að sækja hana yfír fjölfarnar tengi- brautir þrátt fyrir að vegalengdir séu ekki miklar. Varðandi mótmæli við tengingu Ósabrautar inn á Skeiðarvog segir að íbúamir telji að því muni óhjá- kvæmilega fylgja þyngri umferð gegnum hverfið með „tilheyrandi slysahættu, hávaða- og sjónmeng- un, “ eins og segir í greinargerð með andmælum þeirra. „Megininntak röksemda fyrir andmælum er fullyrðing um að unnt sé að trygja góðar samgöng- ur um stofnbrautir án þess að hverfisheild sé rofin og sú almenna afstaða að hagsmunir íbúa hverfis- ins við innra skipulag hverfisins skuli vera rétthærri hagsmunum þeirra sem leið eiga um borgar- landið án viðkomu í hverfinu," seg- ir í greinargerðinni. Þar kemur einnig fram þrátt fyrir tveggja ára starf umferðar- nefnda Voga- og Langholtsskóla að kynningu vandans og sjónarm- iða íbúa fyrir borgaryfirvöldum hafi ekki verið tekið tillit til sjón- armiða þeirra í endanlegum tillög- um um aðalskipulag. í dag klukkan 16 rennur út frestur almennings í borginni til að koma á framfæri athugasemd- um sínum við aðalskipulag Reykja- víkur 1996-2016. Klukkan 10 munu fulltrúar foreldrafélaganna í skólunum tveimur hitta formann skipulagsnefndar og afhenda and- mælin ásamt undirskriftum íbúa en í fréttatilkynningu frá umferð- arnefndum foreldrafélganna segir að yfimæfandi meirihluti þeirra íbúa sem á annað borð hafa tekið afstöðu styðji málstað foreldra- félaganna. Kosningar í Garða- prestakalli * Endurskoðaðar úthlutunarreglur LIN Vaxtastyrkur og aukíð svigrúm PRESTSKOSNINGAR í Garða- prestakalli fara fram laugardaginn 31. maí. í framboði eru séra Hans Markús Hafsteinsson, guðfræðing- ur, og séra Örn Bárður Jónsson, fræðslustjóri Þjóðkirkjunnar. Kosið verður í Flataskóla í Garðabæ, Álftanesskóla í Bessastaðahreppi og Stóru-Vogaskóla í Kálfatjarnar- sókn. Kjörstaðir verða opnir 9-19. Allir sem eru skráðir í Þjóðkirkj- una og eru 16 ára og eldri hafa atkvæðisrétt. Alls eru á kjörskrá 6.985. Þar af eru 5.684 úr Garðabæ, 841 úr Bessastaðasókn og 460 úr Kálfatjarnarsókn. Áætl- að er að talning geti hafist klukkan 20 til 20:30 og ljúki um miðnætti. ÚTHLUTUNARREGLUR Lána- sjóðs íslenskra námsmanna hafa verið endurskoðaðar og voru breyt- ingarnar samþykktar samhljóða á fundi stjórnar LÍN í liðinni viku. Að sögn Gísla Fannberg, deildar- stjóra í lánadeild, eru helstu breyt- ingarnar þær að í stað vaxtaláns verður nú veittur vaxtastyrkur vegna framfærslulána sem náms- menn þurfa að taka í banka þar til lán fæst afgreitt hjá LÍN og einnig veitist námsmönnum nú aukið svig- rúm vegna veikinda, barnsburðar eða dauðsfalls í nánustu fjölskyldu, í samræmi við ákvæði nýrra laga um LÍN. Grunnframfærsla námsmanna á íslandi hækkar um 2,9%. Lán vegna bóka- og tækjakaupa hækka úr 50% í 55% af framfærslu eins mánaðar og hámark lána vegna skólagjalda hækkar úr 31.000 dollurum í 32.000 dollara. Árlegur tími sem námsmenn geta fengið lán lengist úr 10 mánuð- um í 11, ef staðfest er að skipulag skóla sé með þeim hætti að menn stundi nám þann tíma. Þá verður sú breyting á meðhöndl- un styrkja úr Vísindasjóði og Rann- sóknasjóði námsmanna að þeir verða framvegis reiknaðir sem tekjur en ekki dregnir að fullu frá láni eins og verið hefur. VEIÐIMAÐUR rennir í Eyrarhyl í Gljúfurá. Hvað eru menn að borga fyrir? ÞAÐ getur verið fróðlegt að velta fyrir sér verðlagi á veiðileyfum og út frá því hvað verið er að greiða fyrir er veiðileyfi er keypt. Er það veiðivonin? Er það rétturinn að veiða í frægri á? Ekki er það aðbúnaður- inn, því þar sem hann er mestur og bestur kostar hann aukreitis. I verð- skrá SVFR má sjá verðlagningu veiðisvæða af ýmsum toga, allt frá verulega ódýrum svæðum og upp í svæði sem teljast með þeim dýrari. Lítum íyrst á Norðurá, sem gefið hefur mestan fjölda laxa síðustu fjögur sumrin. Við samanburð við aðra á sem einnig er á vegum SVFR, Gljúfurá, kemur nokkuð óvænt í ljós. Sumarið 1995 var ósköp dæmi- gert fyrir síðustu sumur. Þá veidd- ust 356 laxar á þijár stangir í Gljúf- urá, en 1.698 laxar á breytilegan stangarfjölda í Norðurá. Ef miðað er við 90 daga vertíð er veiðin á hveija dagstöng í Gljúfurá 1,31 lax. í Norðurá voru aldrei færri en tólf stangir og miðað við það veiddust á hveija dagstöng rúmlega 1,41 lax. Mest allt sumarið var hins vegar veitt með 15 stöngum í ánni og sé miðað við það í útreikningnum þá veiddust rúmlega 1,13 laxar á hverja dagsstöng í Norðuránni. Þetta eru tölur í fremstu röð, en sú síðari er samt lægri en í Gljúfurá! Dýrasti tíminn í Gljúfurá var þetta sumar 14.900 á stöng á dag, en 39.800 í Norðurá samkvæmt verð- skrá sem gefur þó ekki upp verð á svoköliuðum útlendingatíma sem var þá frá 9. júlí til 5. ágúst. Samsvar- andi tölur fyrir þá vertíð sem nú fer senn í hönd eru 16.400 í Gljúfurá og 40.900 í Norðurá. Og ekki þarf að borga aukalega fyrir uppihald í Gljúfurá, því þar sjá menn um sig sjálfir. Norðurá er hér tekin sem viðmiðun vegna þess að hún liggur vel við höggi í sömu verðskrá og Gljúfurá. Fleiri dæmi af líkum toga mætti nefna, rétt eins og fleiri af dýru og frægu ánum hefði mátt stilla upp andspænis Gljúfurá. Hætt er meira að segja við að margar hinna dýru og frægu áa hefðu komið verr út en Norðurá í samanburðinum þar sem veiði hefur verið lakari á hveija dags- stöng í þeim þessi síðustu sumur. En þessi samanburður vekur upp spurninguna um hvað það er sem ræður verðlagningu. Ýmsir sem blaðið ræddi við og hafa komið nærri leigutöku laxveiðiáa sögðu að til- hneiging væri til að einblína á heild- arveiðitölur en ekki meðalveiði á stöng. Há heildartala tryggði lax- veiðiá sæti í hópi efstu áa, þar með væri áin fræg og það yki samkeppni um leigutöku. Þá væru árnar með háu heildartölurnar yfirleitt lengri og það kostaði flóknara vegakerfi og margfalt stærri veiðihús og slíkt kostaði sitt. ) l > I \ \ \ i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.