Morgunblaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 33 KJARADEILAN Á VESTFJÖRÐUM inar- jara fyrri hækkanir. Taldi hann að ætlunin væri að nota þessa hækkun gegn þeim félögum sem þá yrði með Iausa samninga. Sagði hann slæmt að þeg- ar samningar yrðu lausir hjá öðrum yrðu Vestfirðingar ekki með í slagn- um. „Eg held að annað fólk hafi von- ast til þess, að við yrðum leiðandi afl. Ég hef ekki trú á að þeir sem þá verða með lausa samninga, Bolvík- ingar og Tálknfirðingar, dugi vel í slagnum." Varðandi 12 þúsund króna ein- greiðslu eftir gildistöku samnings sagði Pétur að það væri gert til að koma til móts við fólk sem hefði haft lausa samninga frá 1. janúar. Eðlilegt hefði verið að láta alla samninga gilda frá áramótum. Nefndi hann ýmis önn- ur atriði samningsins og sagði álit sitt á þeim. Langt frá markmiðum um lágmarkslaun Sagði Pétur það meginatriði að kröfur félaganna um lágmarkslaun næðust ekki fram með miðlunartillög- unni. Eftir 1. mars árið 2000 yrðu byijunarlaun 69.604 kr. og 70.323 eftir eitt ár í fiskvinnslu. Þetta væri verulega langt frá því 100 þúsund kr. marki sem menn hefðu sett sér að ná. „Við verðum að meta tillöguna út frá þessu,“ sagði hann og vakti athygli á dæmi um launabreytingar í hóplauna- og bónuskerfum sem dreift var á fundinum. Hækkun á tímakaupi að frádreginni lækkun á bónus er samkvæmt því 3,56%. Það eru 20 krónur á klukkustund eða 3.466 kr. á mánuði. „Þetta er hækk- unin. Ég held að ekki sé hægt að leggja þetta fyrir öðruvísi," sagði for- maður ASV. „Ég má kannski ekki segja eða leggja neitt til, ef ég mætti það þá myndi ég segja að menn ættu að fella þetta,“ sagði Pétur Sigurðsson í lok ræðu sinnar. Aðeins einn fundarmaður tók til máls, Heiðar Guðbrandsson úr Súða- vík, og talaði hann á móti miðlunar- tillögunni. Atkvæðagreiðsla í dag um miðlunartillögu sáttasemjara Almenn hækkun 17,37% á samningstímanum Meðal atriða í miðlunartillögunni vegna kjaradeilunnar á Vestflörðum er 12 þúsund króna eingreiðsla og að kaup á að hækka við gildistöku samningsins um 5,2%. Jóhannes Tómasson kynnti sér tillöguna. AÐILAR í kjaradeilunni á Vestfjörðum kynntu sér í gær efni miðlunartillögu ríkissáttasemjara. For- manni Vinnuveitendasambands Vestfjarða finnst tillagan ganga lengra en sambandið var tilbúið að ganga að í samningum en forseta ASV finnst hún ekki ganga nógu langt. Atkvæðagreiðsla um tillög- una fer fram í dag og verða at- kvæði talin hjá sáttasemjara á morgun. í útdrætti ríkissáttasemjara um efni tillögunnar segir að hliðsjón sé höfð af atriðum sem aðilar urðu sammála um í kjaraviðræðunum, öðrum kjarasamningum og sérað- stæðum á Vestfjörðum. Gildistími samningsins er frá 4. apríl til 31. desember 2000. Um helstu efnisat- riðin segir sáttasemjari meðal ann- ars: „Myndað er nýtt taxtakerfi þar sem álags- og aukagreiðslur falla inn í grunnkaup. Færðar eru 54 kr. úr bónus í kauptaxta fiskvinnslu- fólks sem myndar stærri stofn fyrir yfirvinnu og vaktaálag. Þannig hækka lágmarkstaxtar og yfirvinna um 23%. Tekjuáhrif þessara breyt- inga að upphafshækkun meðtalinni, eru um 8% á heilu ári miðað við algengt vinnumynstur." Þá segir að í hráefnisskorti og á sérstökum frídögum hækki laun fiskvinnslufólks um 23% og að al- mennar hækkanir séu samtals 17,37% frá upphafi tii loka samn- ingstímans. Þær eru þessar: Við gildistöku samnings 5,2%, 1. janúar 1998 4%, 1. janúar 199 3,65% og 1. mars 2000 3,5%. Þá skal inna af hendi eingreiðslu að upphæð kr. 12.000 innan 15 daga frá gildistöku samnings til starfs- manna sem nú eru í fullu starfi og unnið hafa í 6 mánuði hjá sama fyrirtæki. Lágmarkstekjutrygging starfs- manns sem starfað hefur hjá sama fýrirtæki í fullu starfi sl. fjóra mán- uði verður kr. 72.000 á mánuði og orlof lengist í 27 daga í áföngum á næstu tveimur árum. Þá hækkar hópákvæði í rækjuvinnslu sérstak- lega eftir að hluti þess hefur verið færður í taxta og greiðsla fýrir slæg- ingu á físki hækkar sérstaklega. Þá er í samningnum nýr launa- taxti fyrir stjórnendur lyftara með 10 tonna eða meiri burðargetu. Réttur til desember- og orlofsupp- bóta er rýmkaður og eru þær hinar sömu og í samningum Verkamanna- sambandsins. Desemberuppbótin er kr. 25.100 á þessu ári, kr. 26.100 á þvi næsta, kr. 27.100 1999 og 28.500 árið 2000. Orlofsuppbótin er kr. 8.400 á þessu ári, kr. 8.800 á því næsta, kr. 9.000 árið 1999 og kr. 9.500 árið 2000 en geta ber þess að samningur Verkamanna- sambandsins nær. ekki svo langt fram á árið 2000 að hann taki til orlofs- eða desemberuppbóta. Þá eru hertar reglur um lágmarks- hvíld í miðlunartillögunni. Heimilt er að gera fyrirtækjasamninga um nánar tilgreinda efnisþætti, þar á meðal lágmarksbónus í fýrirtækjum sem reynst hafa undir meðaltali á Vestfjörð.um og eftir tveggja mánaða starf í sama fyrirtæki hefur starfs- maður öðlast kauptryggingarrétt. Þá eru í tillögunni breytt og ítar- legri ákvæði um sérþjálfaða bygg- ingaverkamenn og tækjastjórnend- ur, m.a. um hlífðarföt. Úrslit gætu legið fyrir laust eftir hádegi á morgun Félagar í sjö verkalýðsfélögum á Vestfjörðum annars vegar og hins vegar í Vinnuveitendafélagi Vest- fjarða, Vinnuveitendasambandi ís- lands og Vinnumálasambandinu greiða í dag atkvæði um miðlun- artillöguna sáttasemjara. Kjörgögn verða send ríkissáttasemjara í fyrra- málið og er hugsanlegt að úrslit hennar liggi fyrir fljótlega eftir há- degi. Hátt í 700 félagar eru í verkalýðs- félögunum innan ASV sem verið hafa í nærri sex vikna verkfalli. Félögin eru: Baldur á ísafírði, Verka- lýðsfélag Hólmavíkur, Verkalýðsfé- lag Patreksfjarðar, Verkalýðs- og sjómannafélagið Súgandi á Suður- eyri, Verkalýðsfélagið Skjöldur á Flateyri, Verkalýðsfélagið Bi-ynja á Þingeyri og Verkalýðs- og sjómanna- félagið Álftfirðingur á Súðavík. At- kvæðagreiðsla fer fram á hveijum stað og stendur frá kl. 9 til 21. Vinnuveitendur greiða atkvæði á lögfræðiskrifstofu Björns Jóhanns- sonar á ísafirði þar sem Vinnuveit- endafélag Vestfjarða hefur aðsetur. Innan vébanda þess eru einkum fiskverkendur en ýmis þjónustufyr- irtæki sem aðild eiga að samningn- um eru ýmist innan VSÍ eða Vinnu- málasambandsins. Ríkissáttasemjari annast taln- ingu atkvæða og verða kjörgögn send með morgunflugi frá ísafirði. Fengust þær upplýsingar á skrif- stofu sáttasemjara í gær að talning myndi líklega hefjast um hádegi og að henni gæti lokið fljótlega uppúr hádeginu. Atkvæði verkalýðsfélag- anna verða talin sameiginlega. Til að unnt sé að fella miðlunartil- lögu þarf fjórðungur atkvæðisbærra félagsmanna að greiða atkvæði gegn henni og meirihluti þeirra sem tekur þátt í kosningunum. Þannig verður félag að ná 50% þátttöku í kosningum eigi að vera unnt að fella miðlunartillögu. Lýkur nær sex vikna verkfalli með miðlunartillögu? 2. apríl Verkfall hefst hjá ASV. 3. apríl Verkfalli frestað eftir einn dag. 20. apríl Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur semur, svo og verkalýðsfélögin á Tálknafirði og Bíldudal. 21. apríl Verkfall skellur á aftur. 25. apríl Samið við nokkra fískverkend- ur á Patreksfirði og víðar. 15. maí Slitnar uppúr viðræðum milli ASV og Vinnuveitendafélags Vestfjarða. 16. og 17. maí Verkfallsverðir koma í veg fyr- ir löndun úr Páli Pálssyni, Stefni og Bessa í Reykjavík og Hafnarfirði. 21. maí Samúðarvinnustöðvun Hlífar í Hafnarfírði og Dagsbrúnar í Reykjavík vegna löndunar úr vestfírskum skipum kemur til framkvæmda. 20. maí Verkfallsverðir kanna úr lofti hvort fiskiskip séu á leið til löndunar. 21. maí Löndun úr Bessa trufluð á Grundarfirði. 25. maí Verkfallsverðir fylgjast með Bessa er hann kemur til heima- hafnar í Súðavík en löndun var ekki reynd. 25. maí Forsætisráðherra og félags- málaráðherra boða deiluaðila á fund í Reykjavík til að gera grein fyrir stöðunni. 26. maí Sáttasemjari fær deiluaðila til að gera sér grein fyrir málum á fundi í Karphúsinu. 27. maí Átök á Drangsnesi vegna löndunar úr rækjubátnum Vík- urnesi. Löndun úr Framnesi trufluð á Hvammstanga. Sáttasemjari íhugar að ieggja fram miðlunartillögu. 28. maí Komið í veg fyrir löndun úr Andey á Sauðárkróki. 29. maí Verkalýðsfélagið á Raufarhöfn kemur í veg fyrir löndun úr Andey þar. 29. maí Miðlunartillaga sáttasemjara berst ASV og vinnuveitendum vestra. 30. maí Atkvæði greidd um miðlun- artillöguna. Meiri kostn- aðaraukien hjá öðrum VINNUVEITENDUR á Vestfjörðum fóru yfir miðlunartillöguna á fundi á ísafirði í hádeginu í gær. Þeir segja tillöguna ganga lengra en þeim finnst æskilegt en hallast þó fremur að því að samþykkja hana til að Ijúka verk- fallinu þannig að hefja megi eðlilegan rekstur á ný. „Það er ljóst að miðlunartillagan gengur lengra en við vorum tilbúnir að ganga í samningunum og leiðir til enn meiri kostnaðarauka fyrir vestf- irsk fyrirtæki en þau fyrirtæki bera sem þegar hafa samið," sagði Einar Jónatansson formaður Vinnuveit- endafélags Vestfjarða í gær er hann var inntur álits á tillögunni. Einar sagði að hver og einn félags- maður vinnuveitenda myndi greiða atkvæði eins og honum litist en hann greiðir sjálfur ekki atkvæði þar sem búið er að semja á félagssvæði hans, Bolungarvík. „Hins vegar var kjaradeilan komin í þann hnút að menn sáu enga leið út úr henni með samningum þannig að við mæltum ekki gegn því að miðl- unartillaga yrði lögð fram,“ sagði Einar. „Tillagan gerir ráð fyrir 5,2% kaup- hækkun í byrjun í stað 4,7% eins og í öðrum samningum og 12 þúsund króna eingreiðslu og nokkrum öðrum atriðum svo sem eins og að menn öðlist rétt til kauptryggingar eftir 2 mánuði hér en 4 í öðrum samningum.“ Einar vildi einnig benda á að alls staðar þar sem samið hefur verið á Vestfjörðum á svipuðum nótum og annars staðar á landinu hafí félög samþykkt slíkan samning. „Það er kannski erfitt að standa gegn þessari tillögu eftir allan þennan tíma og allar þessar hörmungar en þar er gengið lengra en almennt ger- ist í landinu og við erum ekkert hrifn- ir af því. Ég á samt von á því að hún verði samþykkt af hálfu okkar vinnu- veitenda ef það verður til þess að verkfallinu linni þótt það sé ekki að heyra á Pétri Sigurðssyni," sagði Magnús Reynir Guðmundsson stjórn- arformaður íshúsfélags ísfirðinga. „Við vonum að hún verði samþykkt og að fólk sjái tilgang í því vegna þess að þétta ástand er orðið skeifi- legt. Fólk heldur að það sé hægt að byija aftur eins og ekkert hafi í skor- ist en það er mikill misskilningur. Fólk er farið að flytja af svæðinu og orðið uppgefíð á ástandinu. Það þarf töluverðan tíma og fyrirhöfn til að komast í gang. En þrátt fyrir allt er nú töluvert í tillögunni sem gefur mönnum hér nokkuð umfram það sem annars stað- ar fékkst. Við vorum andvígir því að stytta kauptryggingartímann, að menn færu á tryggingu eftir tvo mánuði í stað fjögurra eins og verið hefur, en féllumst á að samþykkja það ef það yrði til þess að leysa deil- una. Það gerðist hins vegar ekki og við drógum það út en sáttasemjari setur þetta ákvæði inn á ný og við verðum bara að taka því.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.