Morgunblaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ 4 SKÓLASLIT Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu Stúdentar útskrifaðir í fimmta skipti Höfn. Morgunblaðið. NIU stúdentar útskrifuðust frá FAS laugardaginn 24. maí sl. Þetta er í fimmta sinn sem stúdentar útskrif- ast frá skólanum en jafnframt í fyrsta skipti sem skólinn gerir það á eigin ábyrgð. Fram til þessa hef- ur útskriftin verið á ábyrgð Mennta- skólans á Egilsstöðum. Liðlega 100 nemendur voru í skólanum í vetur, flestir á mála- braut. Fram kom í máli skólameist- ara, Eyjólfs Guðmundssonar, að skólinn muni í framtíðinni leggja áherslu á nám á þremur brautum, málabraut, náttúrufræðibraut og sjávarútvegsbraut sem er undirbún- ingur fyrir skipstjórnarnám. Mikil áhersla er nú lögð á að efla sam- starf framhaldsskólanna á Austur- landi m.a. með því að hafa sameig- inlega deildarstjóra fyrir alla skól- ana. I vetur var tölvukostur skólans allur endurnýjaður og tölvuverið tengt alnetinu. „Þannig getur FAS orðið miðstöð fjarnáms í héraðinu þar sem skapast munu tengsl við menntastofnanir á íslandi og er- lendis", segði Eyjólfur skólameist- ari. Einnig lagði hann áherslu á möguleg tengsl skólans og fyrir- hugaðra nýheijabúða á Höfn t.d. með því að byggja sameiginlega yfir báðar stofnanirnar, auka þann- ig hagkvæmni og spara fé. Það er sóknarhugur í starfsmönnum skól- ans enda öllum ljóst að gott fram- haldsnám og góðir möguleikar á fjarnámi eru meðal mikilvægustu hagsmunamála landsbyggðarinnar. Morgunblaðið/Stefán Ólafsson ÚTSKRIFTARNEMAR frá Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu. NÝ UNDIR- FATALÍNA Kringlunni S. 553 7355 PCI iím og fúguefni 3,- 0=4 Stórhöfða 17. við Gullinbrú, sími 567 4844 ■ ÚTSKRIFTARNEMENDUR Verkmenntaskóla Austurlands ásamt skólameistara. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Auglýsendur athugið breyttan skilafrest á atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu Auglýsingatexta og/eða tilbúnum atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila íyrir kl. 12 á föstudögum. Auglýsingadeild Sími 569 11 11 * Símbréf 569 11 10 » Netfang: augl@mbl.is Síðustu skólaslit í Reykholti Grund. Morgunblaðið. HEFÐBUNDNU skólastarfi í Reykholti er lokið eftir 66 ára sam- felldan skóla að undangenginni 26 ára starfsemi Hvítárbakkaskólans. Það var með söknuði og blendn- um huga sem gestir og heimafólk í Reykholti tíndust í matsal skólans laugardaginn 24. maí til að vera við síðustu skólaslit í Reykholti. Gamlir nemendur Héraðsskólans hefðu talið réttara að flagga í hálfa stöng þennan dag, enda að nokkru „útfarardagur" hefðbundins skóla- starfs í Reykholti, eins og best verður séð í dag. Þórunn Reykdal stjórnaði skóla- haldi í Reykholti þessi tvö síðustu ár í umboði Fjölbrautaskóla Vest- urlands. Bauð hún gesti, nemendur og starfsfólk velkomna til skóla- slita Fjölbrautaskóla Vesturlands í Reykholti og sagði síðan: „Skólastarf í Reykholti hvílir á gömlum merg, þar sem Hvítár- bakkaskólinn sem stofnaður var árið 1905 og starfræktur var fram á sumarmál 1931 fluttist að Reyk- holti um haustið 1931 eftir að Borgfirðingar höfðu unnið af kappi við byggingu skólahúss á staðnum. Fyrsta ár Reykholtsskólans voru nemendur 57 en fór síðan fjölg- andi og nemendur skólans voru lengst af um og yfir 100 og hafa flestir verið 143. Árið 1940 voru staðfest ný lög um héraðsskóla og breyttist skólinn úr alþýðuskóla í héraðsgagnfræðaskóla. Undir lok áttunda áratugarins var stofnað til náms á framhaldsskólastigi með áfangakerfi og gátu nemendur stundað nám í Reykholti í þrjú ár. Með tilkomu fjölbrautaskólanna og flutningi 10. bekkjar til grunn- skólanna var skilgreindu hlutverki héraðsskólanna lokið. Smám sam- an fjaraði undan starfsemi í Reyk- holti, þar til að skipt var um áhersl- ur í skólastarfi 1992 þar sem lýð- skólahugsjón var að hluta til höfð að leiðarljósi, sú hugsjón sem skólastarfið byggði á í upphafi hér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.