Morgunblaðið - 30.05.1997, Side 38

Morgunblaðið - 30.05.1997, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ 4 SKÓLASLIT Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu Stúdentar útskrifaðir í fimmta skipti Höfn. Morgunblaðið. NIU stúdentar útskrifuðust frá FAS laugardaginn 24. maí sl. Þetta er í fimmta sinn sem stúdentar útskrif- ast frá skólanum en jafnframt í fyrsta skipti sem skólinn gerir það á eigin ábyrgð. Fram til þessa hef- ur útskriftin verið á ábyrgð Mennta- skólans á Egilsstöðum. Liðlega 100 nemendur voru í skólanum í vetur, flestir á mála- braut. Fram kom í máli skólameist- ara, Eyjólfs Guðmundssonar, að skólinn muni í framtíðinni leggja áherslu á nám á þremur brautum, málabraut, náttúrufræðibraut og sjávarútvegsbraut sem er undirbún- ingur fyrir skipstjórnarnám. Mikil áhersla er nú lögð á að efla sam- starf framhaldsskólanna á Austur- landi m.a. með því að hafa sameig- inlega deildarstjóra fyrir alla skól- ana. I vetur var tölvukostur skólans allur endurnýjaður og tölvuverið tengt alnetinu. „Þannig getur FAS orðið miðstöð fjarnáms í héraðinu þar sem skapast munu tengsl við menntastofnanir á íslandi og er- lendis", segði Eyjólfur skólameist- ari. Einnig lagði hann áherslu á möguleg tengsl skólans og fyrir- hugaðra nýheijabúða á Höfn t.d. með því að byggja sameiginlega yfir báðar stofnanirnar, auka þann- ig hagkvæmni og spara fé. Það er sóknarhugur í starfsmönnum skól- ans enda öllum ljóst að gott fram- haldsnám og góðir möguleikar á fjarnámi eru meðal mikilvægustu hagsmunamála landsbyggðarinnar. Morgunblaðið/Stefán Ólafsson ÚTSKRIFTARNEMAR frá Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu. NÝ UNDIR- FATALÍNA Kringlunni S. 553 7355 PCI iím og fúguefni 3,- 0=4 Stórhöfða 17. við Gullinbrú, sími 567 4844 ■ ÚTSKRIFTARNEMENDUR Verkmenntaskóla Austurlands ásamt skólameistara. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Auglýsendur athugið breyttan skilafrest á atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu Auglýsingatexta og/eða tilbúnum atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila íyrir kl. 12 á föstudögum. Auglýsingadeild Sími 569 11 11 * Símbréf 569 11 10 » Netfang: augl@mbl.is Síðustu skólaslit í Reykholti Grund. Morgunblaðið. HEFÐBUNDNU skólastarfi í Reykholti er lokið eftir 66 ára sam- felldan skóla að undangenginni 26 ára starfsemi Hvítárbakkaskólans. Það var með söknuði og blendn- um huga sem gestir og heimafólk í Reykholti tíndust í matsal skólans laugardaginn 24. maí til að vera við síðustu skólaslit í Reykholti. Gamlir nemendur Héraðsskólans hefðu talið réttara að flagga í hálfa stöng þennan dag, enda að nokkru „útfarardagur" hefðbundins skóla- starfs í Reykholti, eins og best verður séð í dag. Þórunn Reykdal stjórnaði skóla- haldi í Reykholti þessi tvö síðustu ár í umboði Fjölbrautaskóla Vest- urlands. Bauð hún gesti, nemendur og starfsfólk velkomna til skóla- slita Fjölbrautaskóla Vesturlands í Reykholti og sagði síðan: „Skólastarf í Reykholti hvílir á gömlum merg, þar sem Hvítár- bakkaskólinn sem stofnaður var árið 1905 og starfræktur var fram á sumarmál 1931 fluttist að Reyk- holti um haustið 1931 eftir að Borgfirðingar höfðu unnið af kappi við byggingu skólahúss á staðnum. Fyrsta ár Reykholtsskólans voru nemendur 57 en fór síðan fjölg- andi og nemendur skólans voru lengst af um og yfir 100 og hafa flestir verið 143. Árið 1940 voru staðfest ný lög um héraðsskóla og breyttist skólinn úr alþýðuskóla í héraðsgagnfræðaskóla. Undir lok áttunda áratugarins var stofnað til náms á framhaldsskólastigi með áfangakerfi og gátu nemendur stundað nám í Reykholti í þrjú ár. Með tilkomu fjölbrautaskólanna og flutningi 10. bekkjar til grunn- skólanna var skilgreindu hlutverki héraðsskólanna lokið. Smám sam- an fjaraði undan starfsemi í Reyk- holti, þar til að skipt var um áhersl- ur í skólastarfi 1992 þar sem lýð- skólahugsjón var að hluta til höfð að leiðarljósi, sú hugsjón sem skólastarfið byggði á í upphafi hér

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.