Morgunblaðið - 30.05.1997, Side 6

Morgunblaðið - 30.05.1997, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sex nunnur á leið til Islands SEX mexíkóskar nunnur eru væntanlegar hingað til lands um miðjan júní, en þær tilheyra Margrétarsystrum. Nunnurnar munu hafa aðsetur í Landakoti að sögn séra Jakobs Rolands hjá kaþólsku kirkjunni hérlendis. Nunnurnar eru enskumælandi og tilheyra samfélagi sem stofnað var 1902 af Móður Maríu Guadal- upe Garcia Zavala, en hún lést árið 1962. Búist er við að páfinn taki hana í tölu hinna biessuðu innan skamms. Regla þessi á eignir í Mexíkó, Perú og Banda- ríkjunum og eru um 200 systur í henni, flestar ungar að árum. Nýrra nunna leitað Systur reglunnar annast m.a. sjúklinga og aldraða, hjálpa til í trúfræðslu og er gert ráð fyrir að eftir að þær hafa lært íslensku og lagað sig að landi og þjóð, muni þær sjá um heimilishald prestanna og biskupsins hérlendis. Einnig er fyrirhugað að svo- kallaðar Birgittusystur af Reglu hins alhelga endurlausnara setjist að hérlendis áður en Iangt um líður og jafnvel Fransiskussystur að sögn séra Jakobs. „Ekki er endanlega frágengið með aðrar reglur en Margrétar- systur, en Jóhannes Gijsen biskup er nú I Róm þar sem hann mun meðal annars ræða við fulltrúa frá höfuðstöðvum systrareglna. Um 50 nunnur eru starfandi hér- lendis um þessar mundir og hafa verið undanfarin ár, og ég hugsa að heildartalan verði alltaf nálægt því sama,“ segir séra Jakob. Hann segir að St. Jósefssystur séu orðnar fáliðaðar og margar Fransiskussystur sem unnið hafa í Stykkishólmi séu orðnar all- rosknar. St. Fransiskuspríorinn- an yfír norður-Evrópu og tvær systur úr æðstaráði reglunnar sem staðsett er í Róm, komu til landsins á þiiðjudag og það er við því að búast að á næstu mán- uðum skýrist hvert framhaldið verði hjá reglunni,“ segir hann. Munkaklaustur árið 2000? í nýjasta hefti Kaþólska kirkju- blaðsins greinir Jóhannes Gijsen biskup frá því að hann hafi lagt allt kapp á að Ieita uppi nýjar systur. Þær eigi einkum að koma í stað St. Jósefssystra og taka um leið að sér ný hlutverk. Hann kveðst jafnframt horfa með bjartsýni til þess möguleika að munkaklaustur verði stofnað hérlendis. Hann nefnir árið 2000 í því sambandi og að um hugleið- ingaklaustur fyrir munka yrði að ræða. Slíkir munkar gætu hlaup- ið undir bagga með prestþjón- ustunni. „Við vonum að síðasttalda markmiðið náist með því að laða hingað presta frá ýmsum löndum, enda hefur páfastóllinn nú fyrir skemmstu heitið mér hjálp og meðalgöngu til þess,“ segir Jó- hannes biskup. Sala á eignum Fáfnis á Þingeyri Tilboðið rennur út í dag NIÐURSTAÐA fékkst ekki í gær um sölu á eignum Fáfnis á Þing- eyri. Fiskveiðasjóður og Landsbanki íslands eru í viðræðum við fram- kvæmdastjóra fisksölufyrirtækis og fiskverkanda um sölu á eignunum sem lánastofnanimar yfirtóku á Þingeyri. Tilboðið rennur út á há- degi í dag. „Það er verið að vinna í málinu en tilboðið rennur út á hádegi. Ég vona að það verði komin niðurstaða í málið fyrir þann tíma,“ sagði Hin- rik Greipsson hjá Fiskveiðasjóði. Morgunblaðið/Golli Þjóðleik- húsið fær ádrepu ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hlaut Sjálfs- bjargarádrepuna, „Þránd í götu“ í ár og komu félagar í Sjálfs- björg, landssambandi fatlaðra og félagar í Ný-ung, sem er ungliða- hreyfing samtakanna saman fyr- ir framan Þjóðleikhúsið og minntu á slæmt aðgengi fyrir fatlaða að leikhúsinu. A árunum 1990-91 var ráðist í endurbætur á Þjóðleikhúsinu, sem kostuðu um einn milljarð. í fram- kvæmdaáætluninni var gert ráð fyrir lyftu en hún hefur enn ekki verið sett upp. Bent er á að í aðalsýningarsal hússins sé ekki aðstaða fyrir hjólastóla nema með miklum tilfæringum á sæt- um og að Litla sviðið og Smíða- verkstæðið séu algerlega óað- gengileg. Andlát EGGERT ÓLAFSSON EGGERT Ólafsson, bóndi á Þorvaldseyri, Austur- Eyj aljöllum, lést á heimili sínu 24. maí síðastliðinn. Eggert var fæddur 29. júní 1913 á Þor- valdseyri. Faðir hans var Olafur Pálsson bóndi á Þorvaldseyri og móðir hans var Sig- ríður Ólafsdóttir. Egg- ert bjó alla sína tíð á Þorvaldseyri. Eggert gekk þrjá til fjóra vetur í bamaskóla á Raufarfelli. Hann vann alla tíð á sínu búi. Þar hélt hann uppi orðstír Klemens Kristj- ánssonar frá Sámsstöðum og mega þeir teljast vera frumkvöðlar kom- ræktar hér á landi á seinni tímum. Eggert tók virkan þátt í félagsstörfum bænda og var í yfir 40 ár í stjóm Mjólkurbús Flóamanna og gegndi þar einnig for- mennsku. Hann var i stjórn Mjólkursamsöl- unnar í mörg ár og í stjórn Búnaðarsam- bands Suðurlands. Eggert hóf kornrækt á landi sínu árið 1960 og hefur korn verið ræktað þar óslitið síð- an. Hann aflaði sér þekkingar á kornrækt í Noregi þar sem hann kynntist eft- irlifandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Ólafsson. Þau eignuðust fjögur böm, þijá drengi og eina stúlku. Þau em uppkomin og öll á lífí. ) I Svíþjóð og Danmörk draga taum Islands og Noregs í Schengen-málefnum Komið til móts við norræn sjónarmið Samningamenn á ríkjaráðstefnu ESB hafa komið til móts við sjónarmið norrænu ríkj- anna varðandi innlimun Schengen í sam- bandið. Olafur Þ. Stephensen segir að dreg- ið hafi verið úr valdi yfírþjóðlegra stofnana. BRÉF ríkisstjórnar íslands til Evr- ópusambandsins, þar sem því er lýst að íslandi sé ekki kleift að taka þátt í Schengen-vegabréfasamstarfínu eigi að innlima það í yfirþjóðlega fyrstu stoð sambandsins, er fremur aðferð til að þrýsta á samningamenn á ríkjaráðstefnu ESB að taka tillit til íslenzkra hagsmuna en að verið sé að útiloka þátttöku í breyttu Schengen-samstarfi fyrirfram. Bréf íslands hefur að mati viðmælenda Morgunblaðsins þegar skilað árangri og hafa samningamenn komið til móts við þau sjónarmið, sem nor- rænu ríkin, innan og utan ESB, hafa lýst. Island og Noregur hafa undirritað samstarfssamninga við Schengen- ríkin en þeir hafa enn ekki tekið gildi, enda er eftir að þingfesta þá í báðum ríkjunum. Sjái ríkin sér ekki kleift að taka þátt í Schengen- samstarfínu eftir innlimun þess í ESB vegna áhrifa yfirþjóðlegra stofnana, sem þau eiga ekki aðild að, er norræna vegabréfasambandið, sem lengi hefur verið talið einn mik- ilvægasti árangur Norðurlandasam- starfsins, jafnframt úr sögunni. ís- lendingar yrðu þá t.d. að byija að sýna vegabréf við komu til Dan- merkur, Svíþjóðar og Finnlands eftir nærri 40 ára hlé en þess þyrftu borg- arar annarra ESB-ríkja ekki. Öllum norrænu ríkjunum er því mikið í mun að halda í vegabréfasambandið. Norðmenn vildu ekki skrifa upp á bréfið Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins leituðu íslenzk stjórnvöld eftir því við norsku ríkisstjórnina fyrr í mánuðinum að hún tæki þátt í að skrifa Evrópusambandinu sam- eiginlegt bréf, þar sem lýst yrði þeirri afstöðu að ríkin sæju sér ekki fært að taka þátt í Schengen-sam- starfmu ef það yrði fært undir yfir- þjóðlegar stofnanir ESB. Norðmenn voru ekki reiðubúnir að skrifa upp á jafnharðorðan texta og íslendingar vildu senda. Niðurstaðan varð því sú að íslenzka ríkisstjómin skrifaði ein upp á bréfíð. Norskir embættismenn hafa engu að síður lýst svipuðum áherzluatrið- um og íslendingar í samræðum við fulltrúa Evrópusambandsins, þótt orðalagið hafi verið varkárara. Þar á meðal er að auðveldara verði að leysa vandamál varðandi tengsl ís- lands og Noregs við Schengen ef samstarfið tilheyri milliríkjasam- starfínu í þriðju stoð ESB, fremur en fyrstu stoðinni. Einnig hafa Norð- menn nefnt að æskilegt sé að Island og Noregur hafí aðgang að ákvarð- anatöku varðandi vegabréfasam- starfið á öllum stigum og að ísland og Noregur taki sjálfstæða ákvörðun um hvort löndin gerast aðilar að samþykktum fullgildra aðildarríkja samstarfsins, líkt og kveðið er á um í núverandi samstarfssamningum. Varkárari afstaða Norðmanna kann að helgast af því að slitni nor- ræna vegabréfasambandið skapast nánast óleysanlegt vandamál á hin- um rúmlega 1.600 kílómetra löngu landamærum Noregs og Svíþjóðar, en þeir nema þúsundum sem eiga daglegt erindi yfir landamærin og þau hafa verið galopin í áratugi. Svíar hafa líka áhyggjur af þessu og skemmst er að minnast þess að Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði á fundi sínum með Davíð Oddssyni forsætisráðherra í síðustu viku að ekki kæmi til greina að fórna norræna vegabréfasam- bandinu. Danir hafa gefíð svipuð loforð, en þeirra afstaða mótast ekki sízt af ótta við að gera nokkuð, sem gæti litið út eins og verið færi að útvatna undanþáguna frá dóms- málasamstarfí ÉSB, sem samið var um eftir að þjóðin felldi Maastricht- sáttmálann. Dregið úr áhrifum yfirþjóðlegra stofnana A fundum samningamanna á n'kjaráðstefnunni fyrr í vikunni reyndust Danir og Svíar norrænu bræðraþjóðunum haukar í horni. , Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hlutu tillögur þeirra, um að ) draga úr hlutverki yfírþjóðlegra j stofnana ESB á vegabréfasamstarf- ið, hljómgrunn á fundunum. í fyrrakvöld barst íslenzkum stjórnvöldum svo glænýtt uppkast að bókun um innlimun Schengen- samningsins í stofnsáttmála ESB. Þar er, samkvæmt heimildum blaðs- ins, gengið út frá að samstarfið fljdj- ist að miklu Ieyti í fyrstu stoðina, . en mjög verði dregið úr valdi Evr- * ópudómstólsins miðað við það, sem ) áður hefur verið gert ráð fyrir. Kveð- | ið er á um að dómstóllinn hafi enga lögsögu varðandi „aðgerðir eða ákvarðanir, sem tengjast almanna- reglu eða innra öryggi". Jafnframt hefur tenging bókunar- innar og samstarfssamninganna við Island og Noreg verið gerð skýrari og ákveðnari og telja menn að þar með skapist_ betri samningsgrun- . dvöllur fyrir ísland og Noreg þegar I kemur að því að semja um aðlögun | ríkjanna að breyttu Schengen-sam- | starfí. Þá er dregið úr áhrifum fram- kvæmdastjómarinnar í þeim drögum að samningstexta, sem nú lig0a fyrir og verður hún að taka aukið tillit til aðildarríkjanna, þótt hún haldi rétti sínum til að hafa frum- kvæði að nýjum reglum. Enn er ómögulegt að spá fyrir um endanlega niðurstöðu málsins. Líkast | til kemur hún ekki í ljós fyrr en á ) sjálfum leiðtogafundinum í Amsterd- i am í næsta mánuði, þar sem reka á » smiðshöggið á ríkjaráðstefnuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.