Morgunblaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1997 25
Orðabók
með staf-
setningar-
villum
ORÐABÓK full af stafsetningarvill-
um kemur út í Danmörku eftir fimm
ár, hvort sem menn trúa vel eða illa.
Hugmyndin, sem í fyrstu hljómar
ekki vel, er þó að margra mati afar
góð, en hún byggist á því að ná til
þeirra sem slæmir eru í stafsetningu
og vita ekki hvernig algeng orð eru
stöfuð, að því er segir í Politiken.
Ætlunin er að orð, sem algengt
er að menn stafi vitlaust, verði birt
með villunum og svo að sjálfsögðu
rétt stafsett. Við vitlausu stafsetn-
inguna verður vísað á rétta orðið,
auk þess sem verið er að íhuga
hvernig megi einkenna orðin með
stafsetningarvillunum enn frekar,
t.d. með sérstakri leturgerð eða
merki, svo að menn sjái samstundis
að um villu er að ræða.
Orðabókin, „Den Danske Ordbog"
kemur út í sex bindum en ritstjóri
hennar er Ebba Hjorth. Hún segir
að eingöngu verði birtar algengar
stafsetningarvillur, orðabókahöf-
undar muni ekki leggja sig fram um
að tína til viliur. „Við leggjum
áherslu á að þetta er ekki stafsetn-
ingarorðabók, heldur orðabók um
danskt tal- og ritmál, það mál sem
er og hefur verið talað og ritað á
seinni hluta þessarar aldar,“ segir
Hjorth. „Við lyftum ekki vísifmgri
til að banna en segjum fólki gjarnan
til. Málið er lifandi og stafsetning
ýmissa orða, sem taldist röng fyrir
nokkrum árum, þykir ekki lengur
athugaverð."
-----♦ ♦ -■♦---
Vilja bæta
Broadway
HÓPUR leikhúseigenda, framleið-
enda og stéttarfélagsleiðtoga í New
York hyggst taka höndum saman
um að alvarleg ieikrit og minni söng-
leikir, sem nánast hafa horfið af
Broadway, verði settir þar upp á ný
og ætlar að stofna sjóð, sem veita
mundi tíu milljónum dollara (700
milljónum króna) árlega til að glæða
leikhúshverfi borgarinnar.
Leikhúslífíð á Broadway hefur ein-
kennst af yfirþyrmandi söngieikja-
uppfærslum, sem ganga svo árum
skiptir, og endursýningum á gömlum
leikritum. Vill áðurnefndur hópur að
nýir leikstjórar komist að og tryggja
að á næstu fimm árum verði sett upp
a.m.k. 25 leikrit, sem annars hefðu
aldrei komist að á Broadway.
LISTIR
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
HJÁLMAR H. Ragnarsson, Roy Goodman og Hörður Áskelsson hylltir að frumflutningi orgelkon-
serts þess fyrstnefnda loknum.
Glæsilegur orgelkonsert
TONLIST
Ilallgrímskirkja
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Flutt voru verk eftir Hjálmar H.
Ragnarsson og Camille Saint-Saens,
Einleikari: Hörður Áskelsson. Stjóm-
andi: Roy Goodman. Fimmtudagur-
inn 29. maí, 1997.
STÓRU tíðindin varðandi þessa
tónleika eru frumflutningur á orgel-
konsert eftir Hjálmar H. Ragnars-
son og einnig að á þessum tónleik-
um er innsiglað samspil Klais org-
elsins og sinfóníuhljómsveitar með
tilkomu hins nýja hljómborðs, sem
staðsett er niðri á sjálfu kirkjugólf-
inu. Nýr orgelkonsert í safn ís-
lenskrar tónlistar eru mikil tíðindi
og það sem meira er, verk Hjálm-
ars er glæsilegt að allri gerð. Kon-
sertinn hefst á kraftmiklum inn-
gangi, sem orgelið tekur þátt í, en
kemur fyrst inn að fullu með ein-
kennis tónhugmynd verksins, sem
byggð er upp af samhljómandi fer-
undum að miklu leyti. Þessi hljóm-
skipan einkennir aðalþáttinn en
smám saman er hún brotin upp en
samhljóman og hrynskipan þessa
kafla oft mjög „hijúf“.
Stutt millispil sem byggt er á
hljómklösum, fyrst litlum tvíundum,
í upphafi sérlega hljóðlátt, leiðir
síðan inn í miðþáttinn, sem er sér-
lega fagur og í andstöðu við upp-
hafsþáttinn. Þessi faliegi kafli end-
ar á cresendo í strengjunum og þá
„kemur orgelið inn“ með upphafs-
stefið og lýkur verkinu á sérlega
kraftmiklum lokakafla.
í efnisskrá segir höfundurinn að
sótt hafi að sér „að semja eitthvað
hijúft en sem þó væri um leið blíð-
legt, eitthvað svo ágengt og kraft-
mikið, að viðkvæmnin yrði að kom-
ast að...“ Þessu markmiði náði
Hjálmar svo sannarlega og er kon-
sertinn í senn hrikalegur og blíðieg-
ur, í einu orði sagt, glæsileg tón-
smíð, spunnin upp af þeim andstæð-
um er einkenna íslenska náttúru,
þ.e. ógnþrungnum átökum elds og
ísa og undursamlegri náttúrukyrrð.
Hörður Áskelsson lék mjög vel á
orgelið og hljómsveit og stjórnandi
fóru á kostum, svo að flutningurinn
í heild var mjög áhrifamikill.
Lokaverk tónleikanna var sinfón-
ía í c-moll nr. 3, eftir Camille Saint-
Saéns, sem hann samdi 1886 og
var frumflutt 19. maí sama ár, af
Royal Philharmonic í London, eða
fyrir 111 árum og 10 dögum betur.
Verkið tileinkaði hann Franz Liszt,
líklega vegna þess að tónskáldið
nýtti sér aðferðir í ummótun stefja,
sem Liszt notaði fyrstur manna,
eins og t.d. í Les Préludes. Þetta
er gott og vei samið verk, sem var
að mörgu leyti vel flutt, bæði af
orgelleikara, Herði Áskelssyni og
hljómsveit, undir stjóm Roy Good-
mans en eins og í verki Hjálmars,
var mikið hljómendursvar kirkjunn-
ar oft til baga, einkum þegar leikið
var sterkt og að því leyti til er
Hallgrímskirkja svolítið erfið fyrir
flutning stærri tónverka. Hvað svo
sem segja má um yfirhljómgun
Hallgrímskirkju voru þetta eftir-
minnilegir tónleikar og flutningur-
inn á orgelkonsert Hjálmars alveg
sérstaklega glæsilegur.
Jón Ásgeirsson
Hamsun
hent út fyrir
Steinbeck
í LJÓS hefur komið að í banda-
rísku útgáfunni á „Veröld Soff-
íu“ eftir norska heimspekinginn
Jostein Garder, hafa verið gerð-
ar breytingar á tilvitnunum í
texta, án þess að höfundurinn
væri hafður með í ráðum. Hann
er að vonum lítt hrifinn.
Það var dansk-tyrkneski þýð-
andinn Gulay Kutai, sem bendir
á þetta í grein í Samtiden, en
bókin hefur verið prentuð í
miiljónum eintaka í Bandaríkj-
unum. Ekki er gefin sama þýð-
ing á ensku út í Bretlandi og
Bandaríkjunum. í bandarísku
útgáfunni eru tilvitnanir í
Hamsun, Bjarnson og Werge-
land teknar út og í þeirra stað
vitnað í verk Steinbeck, Thomas
Hardy og Byron lávarð. Þá hef-
ur annað tilvísanaefni verið
þýtt upp á nýtt.
Gaarder segist í samtali við
Arbeiderbiadet telja það „ótrú-
lega gróft“ að strika út allar
norskar tilvitnanir. Þarna sé um
mikla þjóðernisstefnu að ræða;
allt verði að gera amerískt fyrir
ameríkana.
Hreinlætis- og
blöndunartækjasýning
íPerlunni!
Tengi elif mun ásamt Ifö SanitarAB og Mora Armatur AB Svíþjóð
kynna nýjungar í Perlunni, laugardaginn 31. maí og sunnudaginn
1. júní '97 frá kl. 13-17 báða dagana. Á sýningunni verður úrval
blöndunartækja, hreinlætistækja, sturtuklefa og stálvaska.
mora