Morgunblaðið - 30.05.1997, Side 27

Morgunblaðið - 30.05.1997, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1997 27 György Sebök með tónleika og námskeið á Islandi VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS INNRITUN NÝNEMA VORIÐ 1997 Nýútskrifaðir grunnskólanemar UNGVERSKI píanóleikarinn György Sebök mun halda tónleika í íslensku óperunni á morgun, laug- ardag, kl. 16. Þetta er í annað sinn sem Sebök kemur hing- að til lands en hann hélt hér tónleika og námskeið árið 1991. A tónleikunum á morgun mun Sebök leika verk eftir Bach, Brahms og Franz Liszt. Hann mun einnig halda námskeið hér í píanóleik og kam- mertónlist í sal FÍH 2.-6. júní. Sebök hóf tónlist- arnám fimm ára gamall og hélt sína fyrstu tón- leika þegar hann var ellefu ára. Hann lék skömmu síðar í píanó- konsert Beethovens undir stjórn ungverska hljómsveitar- stjórans Ferenc Fricsay. Frama- haldsnám stundaði Sebök við Franz Liszt Tónlistarháskólann í Búdapest og má nefna að tónsmíðakennari hans var Zoltan Kodaly. Að námi loknu hófst hefðbundið tónleikahald einkum í Mið- og Austur-Evrópu. Sebök vann fyrstu verðlaun í alþjóð- legri keppni ungra píanóleikara í Berlín og í Búdapest hin mjög svo eftirsóttu Franz Liszt verðlaun. Árið 1957 fluttist Sebök til Parísar þar sem ferill hans hófst fyrir alvöru. Hann ferð- aðist um og hélt tón- leika austan hafs og vestan. Hann hefur verið eftirsóttur kenn- ari. Hann varð prófess- or við háskólann í Blo- omington í Indiana í B andaríkj unum 1962 og settist þá að vestan hafs. Þýski gagnrýnand- inn, Joachim Keiser, hefur líkt Sebök við Rubinstein og Wilhelm Kempf. í umsögn sinni um leik hans segir Keiser: „Það er ótrúlegt að listamaður á borð við György Sebök skuli ekki teljast í hópi þeirra allra þekktustu því hann er vissulega í hópi þeirra allra bestu,“ og bætir við: „Ef til vill skortir hann metnað eftir frama eða hann tekur kennsluna fram yfir sviðsljósið." György Sebök Morgunblaðið/Ásdís GUÐRÚN Birgisdóttir, Snorri Sigfús Birgisson og Martial Nardeau. Flaututónleikar í Norræna húsinu Umsóknarfrestur um skólavist í Verzlunarskóla íslands rennur út 6. júní kl. 16.00. Verzlunarskóli Islands getur ná innritað 280 nemendur til náms í 3. bekk. Berist fleiri umsóknir verour valið úr þeim á grundvelli einkunna í samræmdum greinum á grunnskólaprófí. Reiknað er meðaltal samræmdra einkunna og skólaeinkunna. Eldri umsækjendur og þeir sem hafa stundað nám í erlendum grunnskólum eru þó metnir sérstaklega. Námsbrautir Verzlunarskóla Islands hafa verið endurskipulagðar og geta nemendur, sem nú innritast, valið eftirtaldar námsbrautir til stúdentsprófs: Braut Sérkenni Alþjóðabraut: Tjáning og samskipti á erlendum tungumálum. Alþjóðastofnanir, samningar og viðskipti. Góður grunnur að háskólanámi í ýmsum greinum, t.d. þjóðfélagsgreinum. Hagfræðibraut: Viðskiptagreinar, stærðfræði og tungumál. Góður grunnur að háskólanámi í hagfræði og öðrum þjóðfélagsgreinum. Málabraut: Fimm erlend tungumál í kjarna. Góður grunnur að háskólanámi í erlendum tungumálum og málvísindum. Stærðfræðibraut: Stærðfræði, raungreinar og viðskiptagreinar. Góður grunnur að háskólanámi í verkfræði og raunvísindum. Viðskiptabraut: Rekstur og stjórnun fyrirtækja. Stofnun og rekstur eigin fyrirtækis. Góður grunnur að háskólanámi í viðskiptagreinum • Á fyrsta ári er val milli þýsku og frönsku en að öðru leyti stunda allir sama nám. • Að loknu íyrsta námsári er valið milli brauta. • Allar brautir búa nemendur vel undir þátttöku í atvinnulífinu. • Sérkenni hverrar brautar mótast af því framhaldsnámi sem stefnt er að og þeirri þjálftxn sem nemendur fá til starfa í atvinnulífinu. • Verslunarpróf er tekið að loknu tveggja ára námi á öllum brautum. Uinsóknareyðublaðfylgir grunnskólaskírteinum en það má einnigfá á skrifstofu skólans ogþar sem sameiginleg innritun í framhaldsskóla fer fram. Nemendur með verslunarpróf Innritað verður á fjórar tveggja ára námsbrautir til stúdentsprófs. Brautir eru: Verk eftir Snorra Sigfús frumflutt TÓNVERK Snorra Sigfúsar Birg- issonar, Quaternio, sem skrifað er fyrir tvær flautur, verður frumflutt á hádegistónleikum í Norræna hús- inu á morgun, laugardag, kl. 12.30. Flytjendur verða systir hans og mágur, Guðrún Birgisdóttir og Mart- ial Nardeau, en jafnframt verður á efnisskránni Spil eftir Karólínu Ei- ríksdóttur, annað verk fyrir tvær flautur. Quaternio samdi Snorri haustið 1995 en „lagfærði það aðeins" á þessu vori. Var verkið „dæmt til að heita Quaternio", svo sem tónskáldið kemst að orði. Ekki eingöngu fyrir Sýning að loknu vetrarstarfi SÝNING á hannyrðum og list- munum aldraðra í Furugerði 1 verður á morgun, laugardag, milli kl. 13-17. Sýndir verða munir frá starfi félagsmanna í vetur. Þar getur að líta útsaum, útskurð, leirmuni og fl. Kaffiveitingar verða seldar á vægu verði. þær sakir að það er í fjórum köflum, heldur jafnframt þar sem nóturnar spanna sextán blaðsíður í hrein- skrift. „Samkvæmt orðabókinni minni nefnast fjórir fjögurra blaðs- íðna „kálfar“ Quaternio þegar þeir eru saumaðir saman og úr verða sextán blaðsíður,“ upplýsir Snorri. Quaternio er tileinkað Guðrúnu og Martial. Kveðst Snorri hafa sam- ið verk fyrir systur sína þegar þau voru börn en síðan hafi hann lítið samið fyrir flautu nema í samhengi við annað. „Það var því tími til kom- inn fyrst það eru tveir flautuleikarar í fjölskyldunni." Snorri er vanur að semja tónverk með ákveðna flytjendur í huga. Seg- ir hann þau vinnubrögð eiga vel við sig enda verði verkefnið „lífrænna" fyrir vikið. Viðurkennir tónskáldið að það hafi ekki spillt fyrir að þessu sinni að flytjendurnir skyldu standa honum svo nærri. Tónskáldið hefur vitaskuld fylgst grannt með æfingum að undanförnu og fullyrðir að allt hafi gengið að óskum, jafnvel þótt verkið sé „svolít- ið erfitt" í flutningi. „Guðrún og Martial kunna sitt fag.“ Segist það vel geta hugsað sér að skrifa fleiri verk fyrir flautu, þótt ekki vilji það lofa neinu fram í tímann. 1. Málabraut 2. Hagfræðibraut - málalína 3. Hagfræðibraut -stærðfræðilína 4. Stærðfræðibraut Umsóknum þarfað skila á sérstöku eyðublaði sem fest á skrifstofu skólans. Umsóknarfrestur rennur út 6. júní kl. 16.00. Upplýsingar á heimasíðu skólans Upplýsingar um nám er að finna á heimasíðu skólans http://www.tvi.is Þar er einnig hægt að leggja inn fyrirspurnir og umsókn um skólavist. verður í Verzlunarskóla Islands mánudaginn 2. júní kl. 16-19. Þar munu kennarar og námsráðgjafar veita upplýsingar um námið í skólanum og taka á móti umsóknum. Verið velkomin. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.