Morgunblaðið - 30.05.1997, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 30.05.1997, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ELSIE-Ann Hochlin: Hálsskraut. Skartgrípir MYNPLIST Norræna húsió SAMSÝNING SKARTGRIPIR Opið kl. 14-19alladagatil8.júni. Aðgangur kr. 200; sýningarskrá kr. 3.500. ÞEGAR menn velta fyrir sér ættartré listrænna umsvifa manns- ins er eðlilegt að álykta að áður en hann tók við að skreyta umhverfi sitt og hýbýli hafi hann byrjað á sjálfum sér eða sínum nánustu. Þannig hefur maðurinn væntanlega skreytt sig með einhveijum hætti frá fyrstu tíð og skartgripagerð verið með persónulegustu listgrein- um hvers tíma, þar sem efni og aðstæður ekki síður en stílar og list- ræn snilli handverksmanna hafa markað listasöguna með marktæk- um hætti. Oft er vitnað til skartgripa sem vísbendingar um menningarstig og ríkidæmi þjóða og á listasöfnum víða um heim má fínna ótal dæmi þess að slík verk endurspegli það besta sem listasagan hefur upp á að bjóða. Ber þar oft hæst gripi úr eðalmálmum og dýrum steinum, sem hafa þá gjama orðið veldistákn fremur en listaverk í augum þeirra sem sáu þau. Þessi viðhorf hafa breyst með róttækum hætti á þessari öld og skartgripurinn sem ímynd veldis eða ríkidæmis hefur í huga hönnuða að mestu leyti vikið fyrir þeirri ein- földu staðreynd að vel gerður grip- ur af þessu tagi er fullgilt lista- verk, einungis hannað fyrir mann- lega umgjörð fremur en uppheng- ingu á vegg eða uppstillingu á stöp- ul. Um leið hafa hönnuðir slíkra gripa fegins hendi nýtt sér aukið frelsi í vali á hráefnum og afrakst- urinn hefur verið lifandi skartgripa- gerð, þar sem hefðir og hugmynda- auðgi hafa oft tengst með skemmti- legum hætti. Þetta hefur mátt sjá á ýmsum innlendum sýningum á skartgripum undanfarin ár og kemur sterkt fram í sýningunni sem nú stendur yfir í Norræna húsinu. Hér er á ferðinni fyrsti norræni skartgripaþríæring- urinn, samsýning sem þegar hefur farið víða frá því hún var fyrst opnuð í Kaupmannahöfn í upphafi síðasta árs. Sýnendur koma frá öllum Norðurlöndunum, valdir af sérstakri dómnefnd, en fulltrúar íslands í þessum hóp eru þau Kat- rín Didriksen og Ofeigur Björns- son. Samhliða sýningunni hefur verið gefin út vegleg bók um nor- ræna skartgripagerð og þar má m.a. finna ágætan kafla eftir Ing- ólf Aðalsteinsson listfræðing um stöðuna á þessu sviði hér á landi. Þegar gengið er um sýninguna verður fljótt áberandi að því virð- ast lítil takmörk sett hvaða efni menn kjósa að vinna með og að það er mikil gróska og hugmynda- auðgi fólgin í þeim útfærslum sem hér ber fyrir augu. í mörgum tilvik- um er réttast að tala um að menn séu að skapa höggmyndir, að vísu í litlu formi, fremur en skrautmuni samkvæmt hefðbundnum skil- greiningum. Frá hverri þjóð má finna athyglisverða hluti og fulltrú- ar okkar eru vel að heiðrinum komnir. Katrín sýnir hér armbönd af því tagi sem hún hefur unnið um nokkurt skeið, þau eru ofin með vissum hætti og vísa þannig til hins forna víravirkis íslenskra silfursmiða; Ófeigur á hér bijóst- nælur, hálsmen og armband sem í einfaldleik sínum sýna vel hversu óhefðbundin nálgun við efniviðinn getur skilað sterkum gripum. Norðmenn eiga flesta fulltrúana á sýningunni og verk þeirra mynda afar sterka heild. Meðal norsku listamannanna má benda sérstak- lega á verk þeirra Inger Marie Berg, Elsie-Ann Hochlin og Alida Rudford Roiseland sem nota óvenjuleg efni til að skapa ríkuleg skrautverk sem þær síðarnefndu byggja á blómum og fiðrildum. Danirnir Torben Hardenburg og Torkild Thogersen eiga hér einnig góða gripi, þar sem sá síðarnefndi vísar með einföldum hætti til líf- skeðjunnar (DNA); verk Svíanna Peter de Wit, Christer G. Jonsson og Michael Hamma skapa skemmtilegar andstæður vegna efnis og forma. Loks má nefna að finnska listakonan Kaarin Bonde Jensen vísar sterkt til veiðimanna- samfélagsins, á meðan Janna Syvánoja nýtir sér afar óvenjulegt efni (blaðsíður úr bókum) til að skapa sín verk. Þessir skemmtilegu gripir líða því miður fyrir uppsetninguna sem er dimm, köld og yfirþyrmandi í glerturnum sýningarinnar. Upplýs- ingaspjöld er að finna á nokkrum stöðum í sölunum, öll á dönsku, og er iilskiljanlegt hvers vegna þeim hefur ekki verið snúið á ís- lensku fyrir íslenska sýningar- gesti. Slíkt hefur að vísu oft komið fyrir áður á þessum stað, en er jafn hvimleitt fyrir það. Hins vegar er vert að menn sætti sig við þessa vankanta til að njóta gripanna sjálfra, því framlag listafólksins er vissulega heim- sóknarinnar virði. ES.: Með því að sá sem hér skrif- ar er að hverfa að nýju starfi verð- ur þetta síðasta greinin sem ég skrifa á þessum vettvangi. Ég vil þakka lesendum blaðsins sam- fylgdina, með von um að myndlist- in eigi eftir að njóta þeirra áfram, og að sköpunargleði listamanna eigi eftir að eflast og dafna í framtíð- inni sem hingað til. Eiríkur Þorláksson Styrktartón- leikar Islensku operunnar KÓR íslensku óperunnar heldur tvenna tónleika í Islensku óperunni í dag kl. 16 og kl. 20. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af söngferð sem kórinn leggur upp í 9. júní til Norður-Ítalíu. Þar mun hann syngja á fernum tónleikum í Riva del garda, Bassano del Grappa, Bologna og Flórens. Stjórnandi kórsins er Garðar Cort- es, John Beswick leikur á píanó og einsöngvari með kórnum er Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Á efnisskrá tónleikanna er m.a. að finna íslensk lög eftir Jón Ás- geirsson, Jón Leifs, Jón Nordal, Kaldalóns, Árna Thorsteinsson og Sigfús Einarsson. Einnig óperu- kóra eftir Carl Orff, Mascagni, yerdi, Wagner, Gershwin og Jón Ásgeirsson. Allir sem að tónleikunum standa gefa vinnu sína og mun aðgangs- eyrir renna óskiptur til ferðarinn- ar. Miðasala er í höndum kórfélaga og einnig í Islensku óperunni. Miðaverð er 1.500 krónur. Sem hluti af fjáröflun býðst kórinn einnig til að koma fram á skemmtunum hjá einstaklingum og fyrirtækjum gegn vægu gjaldi, jafnt fyrir Italíuferðina sem eftir. Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju í kvöld VOCES Spontane og Manuela Wiesler koma fram á Kirkjulistahátíð í kvöld. Voces Spontane og ManuelaWiesler SÖNGTRÍÓIÐ Voces Spontane og Manuela Wiesler flautuleikari koma fram á tónleikum Kirkju- listahátíðar í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20.00. Eins og heiti hópsins ber með sér ákveða þau efnisskrána ekki fyrr en á staðn- um en í kynningu Kirkjulistahá- tíðar segir að gera megi ráð fyr- ir að val þeirra endurspegli rými kirkjunnar, andrúmsloftið og áhrif tónleikagesta. Voces Spontane skipa Cornel- ia Giese, Karin Schneider- Riessner og Gottfried Zawic- howski en þau eru hluti af hópi tónlistarmanna, Voces Wien, sem starfað hefur undir stjórn Sibyl Urbancic í Vínarborg. Ilafa þau einkum lagt stund á spuna í túlkun sinni og haldið fjölda tónleika, auk þess að taka þátt í margskonar listviðburðum, svo sem opnun málverkasýninga og á listahátíðum, koma fram i skólum og víðar. Kemur söngtríóið ýmist fram eitt eða með öðrum tónlistarmönnum, dönsurum eða leikurum. Að þessu sinni leggur þeim lið Manu- ela Wiesler flautuleikari sem er Islendingum að góðu kunn, bjó meðal annars hér á landi um tíma. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem hún kemur fram hér- lendis í hlutverki tónspunakonu. PiDNeeR* The Art of Entertainment DEH 435/útvarp og gelslaspilarl • 4x35w magnari • RDS • Stafrænt útvarp «18 stöðva minni • BSM • Loudness • Framhllð er hægt að taka úr tækinu • Aðskllln bassi/diskant • RCA útgangur • Klukka IOI The Art of Entertainment KEH 1500/útvarp og segulbandstæki • 4x22w magnari • Stafrænt útvarp • 24 stöðva mlnnl • BSM • Loudness • Framhlið er hægt að taka úr tækinu > Aðskilin bassi/diskant KBI 2500/útvarp og segulbandstækl • 4x35w magnari • Stafrænt útvarp • 18 stöðva minni • RDS • BSM • Loudness • Framhllð er hægt að taka úr tækinu • Aðskilin bassi/diskant • RCA útgangur • Klukka Umboismenn um land allt Reykjavík: Byggt og Búiö Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Asubúö.Búöardal Vestflrölr: Geirseyrarbúöin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, Isafiröi. Norðurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Verslunin Hegri, Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Kf. Hóraösbúa, Egilsstööum. Verslunin Vík, Neskaupstaö. Suöurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn.Keflavík. Rafborg, Grindavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.