Morgunblaðið - 30.05.1997, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1997
MORGUNBLAÐIÐ
JMftrgtmHafrtí
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRl
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ÖRLAGARÍK
ÁKVÖRÐUN
IDAG fer fram á Vestfjörðum atkvæðagreiðsla um miðlunar-
tillögu sáttasemjara í þeirri hörðu vinnudeilu, sem þar
hefur staðið í margar vikur. Sáttasemjara hefur verið mikill
vandi á höndum við gerð þessarar tillögu. Hann hefur í fyrsta
lagi orðið að taka tillit til þeirrar hörðu afstöðu, sem fram
hefur komið í verkalýðshreyfingunni á Vestfjörðum gegn
kjarasamningum, sem væru að langmestu leyti áþekkir þeim
samningum, sem gerðir hafa verið annars staðar á landinu.
í öðru lagi hefur sáttasemjari orðið að taka mið af þeim
veruleika, að sjávarútvegurinn á Vestfjörðum er ver staddur
og fyrirtækin mun veikari en sjávarútvegsfyrirtæki í öðrum
landshlutum. Þetta eru engin ný sannindi heldur vita allir
landsmenn, að sjávarútvegurinn á Vestfjörðum hefur átt við
mikil og djúpstæð vandamál að stríða árum saman.
í þriðja lagi hefur sáttasemjari orðið að hafa þá staðreynd
í huga, að búið er að semja um nánast land allt utan Vest-
fjarða. Ef tillaga hans hefði gert ráð fyrir kjarabótum langt
umfram það, sem aðrir hafa samið um, hefði mátt búast við
mótmælaaðgerðum verkafólks annars staðar.
Svigrúm sáttasemjara var því afar takmarkað, þótt ljóst
sé, að við gerð miðlunartillögunnar hefur hann gengið tölu-
vert lengra en gert var í þeim samningum, sem nú þegar
hafa verið gerðir.
Sú örlagaríka ákvörðun, sem launþegar og vinnuveitendur
standa frammi fyrir í atkvæðagreiðslunni í dag, er sú, að
verði miðlunartillagan felld má búast við mjög löngu verk-
falli til viðbótar þeim langa verkfallstíma, sem er að baki.
Verkalýðsfélögin á Vestfjörðum hafa lagt út í víðtækar að-
gerðir til þess að koma í veg fyrir, að landað verði úr vest-
firzkum fiskiskipum annars staðar á landinu. Útgerðarmenn
munu fljótt gefast upp á að standa í þeim átökum. Þess vegna
blasir sú hætta við, að þeir leigi frá sér kvóta fiskiskipanna
og atvinnustarfsemi í vestfirzkum sjávarþorpum leggist nán-
ast alveg niður.
Það er ekkert vit í því fyrir Vestfirðinga að stefna málum
í þennan farveg. Miðlunartillagan veitir launþegum á Vest-
fjörðum kjarabætur umfram aðra. Það er tímabært að þessi
deila verði til lykta leidd.
KÖNNUN Á ÖLLUM
KOSTUM
UMRÆÐUR um áhrif gildistöku Efnahags- og myntbanda-
lags Evrópu, EMU, á ísland, hafa verið talsverðar und-
anfarið, einkum í viðskipta- og fjármálaheiminum en síður á
vettvangi stjórnmálanna. Á þeim fundum og ráðstefnum um
EMU, sem haldnar hafa verið síðustu vikur og mánuði, hafa
umræðurnar yfirleitt miðazt við þá forsendu, að ísland standi
áfram utan Evrópusambandsins og eigi þar af leiðandi ekki
kost á aðild að myntbandalaginu eða að nota hina sameigin-
legu Evrópumynt.
Þetta er að sumu leyti skiljanlegt. Umræður um aðild að
ESB hafa verið litlar undanfarið, í ljósi þess að sjávarútvegs-
stefna sambandsins hefur þótt óhagfelld fyrir íslendinga.
Aðild að Evrópusambandinu er þó kostur, sem fáir hafa úti-
lokað, enda er sambandið í stöðugri þróun.
Á næstu vikum mun Seðlabankinn skila skýrslu um áhrif
EMU á ísland. Þetta verður fyrsta meiriháttar úttektin á
áhrifum myntbandalagsins, sem unnin er af færustu sérfræð-
ingum. Búast má við að skýrslan verði ein helzta uppspretta
upplýsinga um þetta efni á íslenzku og grundvöllur fyrir
stefnumótun stjórnvalda, fjármálastofnana og fyrirtækja.
Það væri slys, ef Seðlabankinn einskorðaði umfjöllun sína
við núverandi stöðu íslands utan Evrópusambandsins. ESB-
aðild er vissulega ekki á dagskrá ríkisstjórnar eða Alþingis.
En til þess að fá heildar yfirsýn yfir stöðu málsins, er nauð-
synlegt að um þann kost sé einnig fjallað í skýrslu bankans.
Hugsanlegt er, að Seðlabankinn kæmist að þeirri niður-
stöðu að aðild að sameiginlega gjaldmiðlinum myndi styrkja
verulega stöðu íslenzks efnahagslífs. Út frá því yrðu menn
að meta hvort sá ávinningur vægi þyngra en það óhagræði
sem kynni að fylgja aðild að ESB.
Það er líka hugsanlegt að niðurstaða Seðlabankans yrði
sú að lítill ávinningur væri af aðild'að EMU og menn gætu
þá dregið sínar ályktanir af því — væntanlega myndi slík
niðurstaða lítið breyta afstöðu íslands.
Hvernig sem á málið er litið er mikilvægt að sú sérfræði-
þekking, sem Seðlabankinn býr yfir, nýtist til að auka þekk-
ingu stjórnmálamanna, fyrirtækja og almennings á þeim
kostum, sem standa íslandi til boða.
FJÖLMENNI var á kynningarfundi í Verkalýðsfélaginu Baldri á ísafirði þegar miðlunartillaga ríki
Fjölmenni á fundi Verkalýðsfélagsins Bal(
Talað gegn miðli
tillögu sáttasem
Formaður Verkalýðsfélagsins Baldurs á
ísafirði gagnrýndi margt í miðlunartillögu
ríkissáttasemjara þegar hann skýrði hana
á fjölmennum fundi. Sagði hann að ef hann
mætti myndi hann hvetja félagsmenn til að
fella tillöguna í atkvæðagreiðslunni í dag.
Undir það var tekið á fundinum sem
Helgi Bjarnason fýlgdist með.
EG MÁ kannski ekki segja
eða leggja neitt til, ef ég
mætti það myndi ég segja
að menn ættu að fella
þetta,“ sagði Pétur Sigurðsson, for-
maður Verkalýðsfélagsins Baldurs á
ísafirði og forseti Alþýðusambands
Vestíjarða, í lok máls síns þegar hann
lýsti miðlunartillögu ríkissáttasemj-
ara til lausnar kjaradeilunni á Vest-
fjörðum á fundi félagsins síðdegis í
gær. Fundarmenn klöppuðu vel fyrir
formanninum. „Við þurfum ekki að
ræða þessa tillögu, fellum hana,“
kallaði einn fundarmanna úr sæti sínu
þegar opnað var fyrir umræður og
fyrirspurnir og nokkrir fundarmenn
tóku undir: „Fella hana, fella hana.“
Fundurinn í Baldri var haldinn í
Alþýðuhúsinu á Isafírði og var vel
sóttur. 143 mættu en þar með eru
taldir nokkrir félagar úr Verkalýðs-
og sjómannafélaginu Álftfirðingi í
Súðavík. Um 350 ísfirðingar eru í
verkfalli.
Þrýstingur á
ríkissáttasemjara
„Við erum í verkfalli til þess að
knýja á um betri kjör en við höfum
en líka til að fá ákveðið réttlæti, fá
aðra skiptingu þjóðarauðsins. Við
vildum ekki sætta okkur við að láta
skammta okkur skít úr hnefa, þess
vegna lögðum við út í verkfall og
erum tilbúin til að leggja töluvert í
sölurnar til að knýja á um leiðrétt-
ingu,“ sagði Pétur Sigurðsson í upp-
hafi ræðu sinnar. Vakti hann athygli
á því að verkfallið væri orðið eitt hið
lengsta í sögunni og það væri frá-
brugðið flestum öðrum að því leyti
að félagsmenn hefðu þurft að fara
nánast um allt land til þess að stöðva
verkfallsbrot. Þakkaði hann verkfalls-
vörðum fyrir frammistöðuna og fé-
lagsmönnum fyrir samstöðuna í verk-
fallinu.
Gagnrýndi hann vinnuveitendur
harðlega fyrir það hvernig þeir hefðu
komið fram í samningaviðræðunum.
Sagði að þeir hefðu aldrei verið tilbún-
ir til að ræða við verkafólkið, sífellt
dregið til baka það sem þeir áður
voru búnir að lýsa sig reiðubúna að
semja um. „Hrokinn er slíkur að ég
veit að menn trúa því ekki,“ sagði
hann. Sagði Pétur að ógnarvald
Vinnuveitendasambandsins réði ferð,
ekki hefði mátt semja um annað en
það hefði verið búið að semja um við
aðra.
„Þetta endaði í pattstöðu sem rík-
issáttasemjari taldi sig verða að grípa
inn í,“ sagði Pétur. Fullyrti hann að
sáttasemjari hafi verið beittur miklum
þrýstingi, bæði frá ríkisstjórn og öðr-
um stjórnvöldum og forsætisráðherra
gefið honum fyrirmæli um efni miðl-
unartillögu. „Miðlunartillagan ber því
miður merki þess sem forsætisráð-
herra sagði á tröppum stjórnarráðs-
ins,“ sagði Pétur. Hann sagði að hún
væri byggð á samningi Verkamanna-
sambands íslands, það væri eðlilegt
þar sem um væri að ræða samskonar
störf en innihaldið skipti þó mestu
og lýsti hann vonbrigðum sínum með
það hvað lítið væri í pokanum.
„Blekkingarleikur"
Formaðurinn fór ítarlega yfir miðl-
unartillöguna eins og ríkissáttasemj-
ari lýsir henni í sérstökum útdrætti.
Þar kemur fram að lágmarkstaxtar
og yfirvinna hækki um 23%. Pétur
gagnrýndi þessa framsetningu og
sagði hana blekkingarleik, beinlínis
ranga. í því sambandi benti hann á
að á móti skertist bónus um 30% og
ekki væri hægt að éta sama bitann
tvisvar. Sömu orð notaði hann um þá
framsetningu ríkissáttasemjara að
tekjuáhrif breytinganna yrðu um 8%
á heilu ári miðað við algengt vinnu-
mynstur, sagði að útreikningar fé-
lagsins á „lifandi dæmum“ sýndu að
áhrifin væru mun minni. Hins vegar
tók hann undir þá túlkun sáttasemj-
ara að í hráefnisskorti og á sérstökum
frídögum hækkuðu laun fiskvinnslu-
fólks um 23%. Þetta væri ljós punktur
en sagði einkennilegt að samningur-
inn gæfi fólki meira þegar það væri
ekki að vinna.
Pétur sagði að samningamenn
verkalýðsfélaganna hefðu verið til-
búnir til að semja til ársins 2000, eins
og miðlunartillagan gerir ráð fyrir,
en það hefði verið háð því að samning-
urinn gæfi meira en Verkamanna-
sambandssamningurinn.
Með þessu innihaldi miðlunartillög-
unnar væri komið aftan að þeim.
Hann vakti athygli á því að grunn-
kaupshækkun væri 0,5% hærri í upp-
hafi en hinir sömdu um en gagnrýndi
það harðlega að 3,5% hækkun árið
2000 væri látin koma til framkvæmda
1. mars en ekki 1. janúar eins og