Morgunblaðið - 30.05.1997, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Skynsamlegur dómur um
skiptingu kostnaðar
STARFSUMHVERFI
tæknimanna mótast
ekki eingöngu af þróun
og breytingum staðla
og tæknimála heldur
einnig af lögunum sem
gilda um þau verkefni
sem tæknimenn vinna
að. En lögin eru ekki
algild stærðfræðilíking
, heldur túlkanleg orð.
Tæknimenn þurfa því
einnig að vita af því
þegar dómstólar túíka
lög á þann hátt að það
geti breytt einhverju í
þeirra vinnu.
Fátt valdið meiri
deilum
Þetta á til dæmis við fjölbýlis-
húsalögin. Þessi lög eru mjög um-
fangsmikil enda hafa í fortíðinni
fáir málaflokkar valdið eins miklum
deilum og sambýli fólks í slíkum
húsum. I þessum lögum hafa þó
verið viss atriði sem hafa valdið
erfiðleikum í viðhaldsmálum, þó
t önnur hafi mjög skýrst við end-
urgerð laganna. Þetta hefur einkum
átt við um glugga og svalir.
í 5. grein laganna nr. 26 frá
1994 segir meðal annars um það
sem telst til séreignar (aðeins tekn-
ar tvær greinar af tíu):
„5. Sá hluti gluggaumbúnaðar
sem er inni í séreign, svo og gler
í gluggum og hurðum.
8. Innra byrði svalaveggja og
gólfflötur svala en húsfélagið hefur
ákvörðunarvald um allar breyting-
A ar, búnað og annað á svölum sem
áhrif hefur á útlit hússins og heild-
armynd.“
Þessar tvær greinar
hafa sífellt verið til
vandræða. Þetta tákn-
ar t.d. að þegar skipt
er um glugga vegna
fúinna pósta ætti
strangt tekið að skipta
kostnaðinum niður á
sameign og séreign eða
saga gluggann í sund-
ur. Sama gildir um við-
hald utanhúss. Þegar
kemur að jafn nauð-
synlegum hlut og að
mála svalagólf verður
það ákvörðunaratriði
séreignar en sú
ákvörðun getur engu
að síður haft úrslita-
áhrif á árangur viðhaldsaðgerða
sameignarhlutans.
Stefnumarkandi niðurstaða
Nú hefur Héraðsdómur Reykja-
víkur með dómurunum Eggerti
Óskarssyni og meðdómurunum
Frey Jóhannessyni og Birni
Björnssyni kveðið upp stefnu-
markandi dóm hvað fyrra atriðið
varðar.
í dómnum sem fjallar um galla-
mál í fasteignaviðskiptum þurftu
dómararnir að taka á því vanda-
máli hvort fúnir gluggar í hinu
selda, féllu einungis undir bóta-
skyldu seljandans og þar með sér-
eign eða allra eigenda hússins og
þar með sameignar eða skiptast á
milli eins og margir hafa túlkað
sameignarlögin.
í dómnum segir að „samkvæmt
því er glerið sem skipta þarf um í
borðstofuglugga séreign en glugg-
inn sjálfur ásamt frágangi að utan
Deilur fólks í fjölbýlis-
húsum hafa valdið erfið-
leikum í viðhaldsmálum,
að mati Ríkharðs
Kristjánssonar. Nú
hefur hins vegar fallið
dómur sem hann telur
auðvelda mjög skipt-
ingu viðhaldskostnaðar.
telst vera sameign, samanber nei-
kvæða skilgreiningu á hugtakinu
sameign í 6. grein laganna." Sú
grein sem þarna er vitnað til segir
að sameign sé allt það sem ekki
er ótvírætt í séreign og dómurinn
hefur nú túlkað lögin svo að gluggar
í heild sinni séu samkvæmt lögun-
um ekki ótvírætt í séreign og skuli
því falla undir sameign.
Tekið verði mið af dómi
Höfundur telur að þarna hafi
dómararnir komið fram með mjög
skynsamlega túlkun sem geti auð-
veldað mjög skiptingu viðhalds-
kostnaðar og stýringu viðhaldsað-
gerða. Undirritaður telur þar með
einnig sjálfsagt að tæknimenn taki
mið af þessum dómi í vinnu sinni
á viðhaldssviðinu og almenningur
hafi hann til hliðsjónar við skipu-
lagningu slíkra verka.
Höfundur er verkfræðingur.
Ríkharður
Kristjánsson
Um prestkosningar
í Garðaprestakalli
EFTIR að ljóst varð,
að prestkosningar
færu fram í Garða-
prestakalli, hefur því
verið töluvert á lofti
haldið, að hér væri ver-
ið að misbjóða lýðræð-
inu. Þau sjónarmið
hafa verið sett fram,
að þeir, sem söfnuðu
undirskriftum, hefðu
verið að bolast, verið
að fara gegn lýðræðis-
lega kjörnum og til
þess bærum yfirvöld-
um og væru að mis-
bjóða lýðræðinu. Enn-
fremur hefur Einar
Sveinbjömsson, veður-
fræðingur, látið uppi þá skoð-
un ... „að flokksvél Sjálfstæðis-
flokksins stæði að baki undir-
—skriftasöfnuninni.“ Hvort tveggja
er auðvitað fjarri sanni.
í fyrsta lagi er því til að svara,
að í lögum um prestkosningar er
gert ráð fyrir því, að tiltekinn hluti
sóknarbarna (25%) geti krafizt al-
mennrar, lýðræðislegrar kosningar
ef hann unir ekki niðurstöðu sókn-
arnefndar - eða óskar
eftir því að prestkosn-
ingar fari fram. í raun-
inni þurfa þeir, sem
skrifuðu nafn sitt undir
beiðni um kosningar,
alls ekki að gera að
öðm leyti grein fyrir
vilja sínum - þeir óska
einfaldlega eftir því að
fá að velja sér prest.
Hvernig má slíkt vera
ólýðræðislegt? Getur
það verið aðför að lýð-
ræði að óska eftir al-
mennum, opnum kosn-
ingum? Það sjá auðvit-
að allir, sem vilja hafa
sannleika og heiðar-
leika að leiðarljósi, að þetta er fjarri
öllu sanni.
Þeir prestar, sem sóttu um
Garðaprestakall en drógu sig til
baka, þegar ljóst varð að kosið yrði,
vissu mæta vel að hvaða reglum
þeir gengu. Þær voru þeim ekki á
nokkurn máta ókunnar. Allt tal
þeirra um að vilja ekki taka þátt í
kosningum af því að þær væm úr
vondum heimi stjórnmála er að
Hvernig má það vera
ólýðræðislegt, spyr
Bárður Halldórsson,
að sóknarbörn fái að
velja eigin prest.
sjálfsögðu markleysa. Sé gert ráð
fyrir málsskoti - áfrýjun - er þá
eitthvert vit í því að kalla það svindl,
pretti eða annað verra - þegar slíku
málsskoti er beitt? Hvernig væri
það ef menn hefðu þann hátt á um
Hæstarétt? Segðu ef máli væri vís-
að til Hæstaréttar, að það væri
búið að dæma í undirrétti og það
væri nóg! Vonandi geta menn áttað
sig á því, að ákvæðið um málsskot
fjórðungs sóknarbarna er sett inn
í lögin til þess að reyna að tryggja
að meirihluti sóknarbama fái prest
að vilja sínum.
Það er ómögulegt að átta sig á,
hvað Einari Sveinbjörnssyni gengur
til að skrifa undirskriftasöfnunina
á reikning Sjálfstæðisflokksins. Ég
ætla ekkert að hafa nein orð um
það en vísa því einfaldlega á bug
sem ósannindum. Það er ekkert
leyndarmál, að þeir sem stóðu að
undirskriftasöfnuninni voru ýmist
eindregnir stuðningsmenn Sr. Arn-
ar Bárðar Jónssonar eða áhuga-
menn um að lýðræðislegt kjör á
presti færi fram. Að lokum þetta -
hvar væri kirkjan á vegi stödd í dag
- ef postulamir hefðu allir bmgðist
eins við og prestarnir sem drógu
sig í hlé?
Höfundur er fyrrv.
menntuskótnkcnimri og íbúi í
Bessastaðahreppi.
Handrið, stálstigar, stálsmíði,
álsmíði, rústfrí stálsmíði
og stálmannvirkjagerð.
BLÁEY EHF
Álafossvegi 40, 270 Mosfellsbæ, sími 566 8999, fax 566 8833
Gerum verðtilboð.
Bárður
Halldórsson
Fagurgali
yfirkrata
HELDUR fannst
mér ólíkindaleg ræða
hins nýja foringja
krata í eldhúsdagsum-
ræðum fyrir skömmu.
Þar tilkynnti hann
hvert yrði fyrsta verk
„nýrrar ríkisstjómar".
Tvennt er umhugsun-
arefni úr þessari ótrú-
legu yfirlýsingu. Ann-
ars vegar óþolinmæði
hins nýja foringja er
virðist svífa í drauma-
heimi sem forsætisráð-
herra þjóðarinnar. Með
hveijum eða um hvað
skiptir reyndar ekki
öllu máli að því er virð-
ist. Athygli vakti líka að formaður
Alþýðubandalagsins minntist ekki
einu orði á hina ofumefndu samein-
ingu. Minnist ég þó skrifa Margrét-
ar Frímannsdóttur um að málefni
þurfi fyrst að skoða áður en gengið
sé í eina sæng. Hugsanlega endur-
speglast þarna tvö ólík sjónarmið —
annars vegar viðræður um málefni
og hins vegar sú leið Sighvats að
verða sjálfkjörinn foringi um sam-
einaðar persónur.
Afnema hvað?
Hitt vakti ekki síður athygli mína
hvað hinn dreymni foringi hugðist
láta verða sitt fyrsta verk: Afnema
löggjöf sem heimilar útlendingum
eignarhald í útgerð! Heyr á endemi.
Rökrétt í þessu samhengi er að
spyija hvaða löggjöf skuli afnumin.
Sighvatur Björgvinsson reynir á
undarlegan hátt að tengja yfirlýs-
ingu sína og drauma við lög um
samningsveð. Þvílíkar blekkingar.
Þessu lýsir formaðurinn yfir þótt
hann viti betur. Þótt hann viti að
í lögunum sé skýrt kveðið á um að
ekki sé heimilt að veðsetja afla-
heimildir. Á því er svo hnykkt í
greinargerð tveggja óháðra og
virtra lagasérfræðinga. Þess vegna
er það ótrúverðugt af leiðtoga
stjórnmálaflokks að haga orðum
sínum með svo óábyrgum hætti sem
raun ber vitni. Þetta er dæmi um
einfaldan blekkingaleik og er lítill
sómi af.
Tvískinnungur
Svo langt gengur Sighvatur
Björgvinsson í blekkingaleik sínum
að hann nánast brigslar mönnum
um landráð. Umrætt ákvæði stang-
ast ekki á við eignarrétt þjóðarinn-
ar gagnvart auðlindinni og stjórn-
völd geti hvernær sem er breytt
lögum um fiskveiðistjórnun ef svo
ber undir án þess að nokkur ein-
staklingur eigi tilkall til skaðabóta
af þeim sökum. Þetta veit formað-
urinn en kýs að láta sem hann viti
ekki. Nákvæmlega sömu rök gilda
í máli sem sami formaður studdi
dyggilega í sama ræðustóli. Þar á
ég við fjármögnun Norðuráls á
Grundartanga. Hinir erlendu §ár-
festar lána milljarða króna til að
upp megi rísa verksmiðja. Og út á
hvað skyldu þeir lána? Verksmiðju-
húsin ein og sér eru lítils virði.
Vatnsorkan ein og sér er lítils virði
meðan hún er ónýtt. Það er sam-
spil þessara tveggja þátta sem
skapa verðmætin fyrir þjóðarbúið.
Hinir erlendu íjárfestar lána Norð-
uráli vegna aðgangsins að rafork-
unni sem nýtt verður í verksmiðj-
unni. Þeir í raun veðsetja fjármagn-
ið vegna orkusamningsins. Ekki
hvarflar að nokkrum manni að hin-
ir erlendu aðilar eigi orkuna eða
virkjanir ríkisins þrátt fyrir þetta
„veð“. Sighvati Björgvinssyni er
það ljóst og þess vegna studdi hann
líka málið eins og flestir aðrir. í
ljósi þessa verður með öllu óskiljan-
legt að formaðurinn skuli halda
öðru fram í máli sem er alveg sömu
náttúru og varðar nýtingu auðlind-
arinnar á Grundartanga. Einu
skiptir hvort auðlindin er á landi
eða í sjó — hún er og verður eign
þjóðarinnar. Pólitík af
þessum toga er ekki
trúverðug.
Bakdyraleiðin
fræga
Ekki á að vera um-
deilanlegt hvort íslend-
ingar sjálfir eigi auð-
lindir sínar. Það er í
raun spurning um sjálf-
stæði okkar sem þjóð-
ar. Einmitt þess vegna
er það lævíst hjá for-
manni krata að slá um
sig með kunnum upp-
hrópunum við umræður
um veðsetningarfrum-
varpið og blása til sókn-
ar eins og hann striti við að veija
auðlind vora fyrir landráðum ríkis-
stjórnarflokkanna. í því skyni les
hann út úr frumvarpinu það sem
honum hentar í þessum blekkinga-
Helst dettur mér í
hug, segir Hjálmar
----»------------------------
Arnason, að kratar
þurfi á pólitískri áfalla-
hjálp að halda.
leik og afneitar með öllu skýringum
lögfróðra aðila.
Hitt er þó athyglisvert að þessi
sami formaður gengur vasklegar en
nokkur annar fram í því að koma
íslenskri þjóð sem fyrst inn í ESB.
Þar virðist litlu skipta að með inn-
göngunni glata íslendingar sjálfs-
forræði yfír auðlindum sinum. Það
er grundvallaratriði, það er helsta
röksemd fyrir andstöðu fjölmargra
íslendinga við ESB-aðild. Emma
Bonino hefur ítrekað staðfest að
forræði auðlindanna sé í höndum
allra aðildarríkja ESB. Eina sérstað-
an fyrir einstakar þjóðir er ákvæði
um 3 ára aðlögunartíma. Að honum
loknum hafi einstök þjóðríki ekki
einskoraðan rétt yfír auðlindum sín-
um. Á þessu byggist ESB. Þess
vegna er hlálegt að hlýða á formann
Alþýðuflokksins geysast fram sem
hvítan riddara. I annarri hendi
sveiflar hann sverði gegn tilbúnum
aðgangi útlendinga að auðlindinni
en í hinni býður hann þessum sömu
útlendingum að yfirtaka auðlindina.
Eru þetta ekki mótsagnir?
Pólitísk áfallahjálp
Reyndar hefur verið merkilegt að
hlýða á söng kratanna frá því þeir
komu úr ríkisstjórn og gerðust
stjórnarandstæðingar. Lengi vel var
þingflokkur þeirra skipaður að
meirihluta fyrrverandi ráðherrum.
Þeim sömu ráðherrum og stóðu að
eilífum uppákomum sem smám
saman firrti þá öllu trausti. Ágrein-
ingsefni voru helst „leyst“ í fjölmiðl-
um, gengið á dyr, skipt um mann-
skap — hneykslismál og vond mái.
Þeir voru rúnir trausti, fyrst og
fremst fyrir óvönduð vinnubrögð og
ótrúverðugleika. Dettur nokkrum
manni í hug að vinnulagið hafí
breyst? Hvarflar að nokkrum að
þessir sömu kratar séu ábyrgari sem
stjórnarandstæðingar? Hróp þeirra
og köll síðustu misseri lýsa öðru
fremur eigin angist. Helst hefur
mér dottið í hug að þeir þyrftu á
pólitískri áfallahjálp að halda. Og
enn er athyglisvert að þeir ætla
öðrum að starfa í ríkisstjórn með
sama hugsunarhætti og sama flum-
brugangi sem einkenndi þá sjálfa.
Þannig vinna menn bara ekki á
öðrum bæjum. Ótrúverðug vinnu-
brögð og óvandaður málflutningur
getur tæpast skilað sér til lengdar.
Þess vegna hygg ég m.a. að formað-
ur Alþýðuflokksins verði enn um
sinn að láta sér nægja drauma sína.
Höfundur er alþingismaður.
Hjálmar
Árnason