Morgunblaðið - 30.05.1997, Page 40

Morgunblaðið - 30.05.1997, Page 40
40 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR JÚLÍUS GÍSLASON + Júlíus Gíslason fæddist á Hóli á Langanesi 3. októ- ber 1938. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 22. maí síðastliðinn. Móðir hans er Sig- ríður Hólm Samú- elsdóttir (f. 22. jan- úar 1918) nú á Hvammi, dvalar- \ heimili aldraðra á Húsavík. Hann ólst upp hjá fósturfor- eldrum sínum, öm- musystur sinni Ingi- björgu Gísladóttur (f. 7. apríl 1887, d. á vordögum 1979) og manni hennar Jóni Arnasyni (f. 11. maí 1894, d. á vordögum 1964). Yngri systir hans er Sara Hólm, gift Jóni Arna Gunnlaugs- syni. Börn þeirra eru Jón Arni, Heiðdís og Ingibjörg. Fóstur- systur Júlíusar eru Ólöf og Steinþóra Jónsdætur. Steinþóra er látin. Hann kvæntist Ragnhildi Björg- vinsdóttur árið 1969. Börn henn- i ar eru Hrafnhildur Hrafnkels- dóttir og Björgvin Hallgríms- son. Þau slitu samvistum. Eftir- lifandi sambýlis- kona hans og lífs- förunautur síðustu nítján árin er Inga Sigurlaug Þor- steinsdóttir, þroska- þjálfi. Júlíus gekk þremur yngstu son- um hennar í föður- stað, Þorsteini, f. 1964, Haraldi, f. 1966, og Jóni Elvari, f. 1968. A meðan Júlíus var á Hóli vann hann öll sveitastörf, vega- vinnu og smíðar. Hann fór ungur til sjós og var á ýmsum bátum og skipum en lengst af á hjá útgerðarfélaginu Ogurvík, fyrst háseti, síðan báts- maður. Eftir að hann greindist með hjartasjúkdóm árið 1987 hætti hann á sjónum að læknis- ráði. Fljótlega hóf hann störf hjá Securitas og var öryggis- vörður í Seðlabankanum þar til í apríl 1994, en þá var heilsu hans þannig komið að hann gat ekki lengur starfað við öryggis gæslu. Utför Júlíusar fer fram í Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Nú hefur kær vinur kvatt þennan heim, þegar nóttin er næsta björt á æskustöðvum hans og ailt er að lifna af vetrardvalanum í sveitinni norður undir Dumbshafi. Það er erfitt að skilja af hveiju hann er tekinn í burtu ekki eldri. En eins og Jonna dóttir mín sagði: „Hann hefur verið búinn að taka út sinn þroska." ■# Ég minnist margra góðra stunda á heimili þeirra Ingu og Júlíusar, þegar setið var við eldhúsborðið og talað um heimsfréttirnar eða hús- bóndinn sagði frá æskustöðvum sín- um eða ferðum á farkostum hafsins eins og aflaskipinu Ögra. Hann var fróður maður sem hafði unnið fjöl- breytt störf bæði til sjós og lands. Júlíus var skarpgreindur, hafði gott minni og sérstaka frásagnargáfu. Hann lýsti atburðum og staðháttum á myndrænan hátt. Hvort sem hann sagði frá þokunni á afréttarlöndum heimabyggðar sinnar eða björtum sumarnóttum norðursins þá fannst mér að ég hefði komið þar. Svo lif- andi voru lýsingar hans á hestunum, hundinum og öðrum dýrum á æsku- heimilinu Hóli að það var líkast og horft væri á myndband. Einnig varð honum tíðrætt um fóstra sinn og það leyndi sér ekki hvað honum þótti mikið til hans koma. Fóstri hans var fróður maður og átti mikið af góðum bókum og það voru honum kærkomnar stundir þegar tími vannst til lestrar. Júlíus var bók- hneigður og las mest fræðibækur um hin ýmsu efni. En uppáhalds lestrarefnið hans var um siglingar, fiskveiðar og björgunarstörf. Það er engum vafa undirorpið að fóstri hans gaf drengnum unga, unglingn- um og unga manninum gott vega- nesti út í lífið. Júlíus talaði líka oft um fóstru sína og hvað hún var söng- elsk og söng vel. Myndarskapur hennar í öllum verkum var víða ró- maður. Á Hóli var tekið á móti öilum sem að garði komu sem höfðingjum og skipti þá ekki máli hvort gestur- inn var ríkur eða snauður. Þannig voru fósturforeldrarnir og þannig var hann sjálfur. Það lýsir fróðleiks- fýsn hans vel að innan við fermingu las hann allar Islendingasögurnar á fornmáli en þær voru til á heimilinu. Móðir Júlíusar, Sigríður, var heimilisföst á Hóli fyrstu tíu árin og vann öll störf sem til féllu. Hún stundaði einnig vinnu utan heimilis og var oft kölluð til aðstoðar á bæj- um þar sem erfiðleikar steðjuðu að. Veðurglöggur var Júlíus með af- brigðum og sá fyrir hvernig vindar blésu á næsta degi. Hann mundi einnig hvenær hin ýmsu veður geis- uðu á sjó og landi, og hann mundi ekki síður góðviðrisdaga á æskuslóð- um sínum. Júlíus var traustur heimilisfaðir og góður uppalandi, eins og það unga fólk sem hann ól upp ber glöggt vitni. Hann var ekki gefínn fyrir að láta bera á sér en samt var það svo að eftir honum var tekið. Hann var maður traustur og með eindæmum bóngóður. Á heimili þeirra Ingu var mjög gestkvæmt og þar var gott að koma. Ég vissi alltaf frá því að ég sá Júlíus fyrst á heimili vinkonu minnar Ingu, að hann var maðurinn sem myndi færa henni og sonum hennar gæfu. Núna þegar komið er að kveðju- stundinni og iitið er til baka vil ég þakka allar þær stundir sem ég átti á heimili þeirra Ingu og Júlíusar. Um leið þakka ég alla aðstoð sem þið veittuð mér og börnum mínum á erfiðum stundum. Nú hefur stórt skarð verið höggvið í vinahópinn sem seint verður fyllt. Aldraðri móður Júlíusar sem ekki getur verið við útför sonar síns bið ég allrar blessunar og bið þann sem öllu stjórnar að styrkja hana í sinni miklu sorg. Ég votta Ingu, minni kæru vin- konu, sonum hennar og Söru systur hans og öllum öðrum aðstandendum Júlíusar mína dýpstu samúð. Freyja Jónsdóttir. Nú er kær fósturfaðir okkar búinn að kveðja þennan heim. Frá upphafi kynna okkar hefur hann staðið við bakið á okkur í gegnum þykkt og þunnt. Ávallt gátum við leitað til hans þegar erfiðleikar steðjuðu að og alltaf var hann tilbúinn að að- stoða okkur í einu og öllu. Ógleym- anlegar eru siglingarnar sem við fórum í með honum þegar hann var á Ögra. Okkur er orða vant að lýsa þeim tilfinningum sem í bijóstum okkar bærast, þegar við lítum til baka yfir þau góðu verk sem hann hefur unn- ið í gegnum tíðina, og verður ekki gerð tilraun til þess hér. Vertu sæll, kæri vinur, þú munt alltaf vaka yfir velferð okkar. Megir þú hvíla í friði, þú átt það svo sannar- lega skilið. Fóstursynir. Það var fimmtudaginn 25. maí að ég fékk þær fréttir að Júlli afi minni væri látinn. Það var eins og hluti af hjarta mínu hyrfi. Ég skynj- aði ekki strax hvað var að gerast, ég trúði því ekki. Vildi ekki trúa þvi. Mér fannst einhverra hluta vegna, að hann mundi aldrei fara. Ég trúði því alltaf að hann myndi ná sér. Það er örugglega ekkert jafn sárt og að missa einhvern svona náinn og sárin eru lengi að gróa. Minningarnar byrjuðu að hlaðast upp. Ég man þegar ég var lítil og ég kom í heimsókn til ömmu og afa og við lékum okkur saman og mér fannst svo skemmtilegt að fá að toga í skeggið hans. Ég man að við fórum oft saman að versla og við keyptum alltaf bleika fiskinn (lax) eins og við kölluðum hann því hann var uppáhaldið mitt. Ég man að afi og amma komu oft í heimsókn til mín til Egilsstaða og ég fékk stund- um að keyra með þeim hálfan hring- inn um landið. Ég verð afa og ömmu ævinlega þakklát fyrir að aka austur til að vera við ferminguna mína. Þótt veðrið hafi verið með versta móti á þeim tíma. Það átti ekki vel við afa að vera veikur, eða bundinn vegna veikinda. Hann hafði alla tíð verið athafnamað- ur mikill og haft nóg fyrir stafni og unnið alls konar störf á lífsleiðinni. Minnisstætt er mér þegar hann var á sjó og leyfði mér sem barni að sjá þær vistarverur sem hann bjó við um borð. Þar sýndi afi mér ýmis- legt er laut að starfi hans um borð og var það fyrir mig sem barn heilt ævintýri sem aldrei gleymist. Þetta eru allt minningabrot sem verða geymd ásamt öðrum í huga mér allt mitt líf og enginn getur tekið frá mér. Minningar um afa eru mér kærar. Sunna. Fyrir tæpum áratug flutti nýtt fólk í húsið hjá okkur. Við mæðgurn- ar bönkuðum upp á til að bjóða þau velkomin og kynna okkur og kom- umst að því að þau hétu Inga og Júlíus. Frá þeim degi hafa þau Inga og Júlíus verið hinn fasti póll í tilver- unni hér í Þingholtsstrætishúsinu á horninu. En nú er Júlíus horfinn og Inga flytur ein í annað húsnæði og þá lýkur tímabili í sögu hússins okk- ar sem ekki kemur aftur en er litað ljúfmennsku þeirra og hlýju sem vart á sér sinn líka. Það er ekki á neinn hallað og engin minningargreinauppgerð þeg- ar ég segi að Júlíus hafi verið sá bónbesti maður sem ég hef kynnst. Þegar dóttir mín ung vældi yfír því að við værum ekki með Stöð 2 var hún varla búin að sleppa orðinu á efri hæðinni þegar hann var kominn upp til að bjóða henni niður til sín eldsnemma á laugardags- og sunnu- dagsmorgnum, rétt eins og hann hefði heyrt sífrið niður í gegnum gólfijalirnar; sagðist hvort eð væri vakna snemma sjálfur. Þegar hún varð svolítið eldri og fékk hvergi leigubíl til að komast í partí á gaml- árskvöld þá varð Júlíus himinglaður yfir að fá að aka henni um miðja nótt; sagðist hafa haft nokkrar áhyggjur af því að þetta yrði fyrsta gamlárskvöldið sem hann þyrfti ekki að skutla neinum neitt. Það var sama hvað var, varla virtist hægt að gera Júlíusi neitt betra en að biðja hann um greiða, enda hefur hallað meira og meira á vogarskálarnar milli hæða gegnum árin. Hinar skynlausu skepnur hafa oft gleggra auga fyrir mannkostum en við mannfólkið og það er engin til- viljun að fljótlega eftir að Júlíus og Inga fluttu í húsið tók kötturinn okkar, hann Spotti, sig upp og flutti búferlum niður til þeirra. Síðan hef- ur ekki gengið hnífurinn á milli Júl- íusar og kisa og sá síðarnefndi vart komið upp til okkar nema í skammæjar vísitasíur til að kanna hvort ekki sé allt í sómanum og hann geti áfram verið áhyggjulaus hjá Júlíusi og Ingu. En eftir að Júl- íus fór á sjúkrahúsið hefur hann komið nokkru oftar og verið í honum hálfgert eirðarleysi; kannski grunað að hveiju drægi. Það er sagt að maður komi í manns stað, en nú þegar Júlíus er horfinn og Inga að flytja, vitum við mæðgur að lífið í húsinu okkar verð- ur ekki samt aftur. Minningin um Júlíus Gíslason og veru þeirra Ingu hér í húsinu mun fylgja okkur alla tíð og andi Júlíusar mun iifa hér í Þingholtsstrætishúsinu á horninu á meðan það stendur. Við Gríma sendum Ingu og öðrum aðstandendum Júlíusar okkar inni- legustu samúðarkveðjur og þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast góð- um dreng. Ingunn Ásdísardóttir. + Marta Guðjóns- dóttir fæddist á Akranesi 12. mars 1906. Hún lést á sjúkradeild dvalar- heimilisins Selja- hliðar 22. mars síð- astiiðinn. Foreldrar hennar voru Mál- fríður Magnúsdótt- ir, f. 23. okt. 1877, d. 30. okt. 1950 og ,7 Guðjón Magnússon, f. 28. ágúst 1884, d. 5. nóv. 1969, skó- smíðameistari í Hafnarfirði. Marta ólst upp hjá móðurfólki sínu á Akranesi en fluttist til Reykja- víkur 1918. Marta giftist Karli Sigurðssyni, f. 8. des. 1904, d. 13. júní 1949, 25. júní 1936 og áttu þau þrjú börn. Þau eru: Kristín, f. 1. febrúar 1937, gift Jóhannesi Helgasyni, f. 26. ág- úst 1929, þau eiga fjögur börn. 2) Hrafnhildur, f. 30. júli 1943, hún var gift Brynjari Snorra- Mig iangar til að minnast Mörtu Guðjónsdóttur nokkrum orðum. Það má raunar segja að kynni okkar hafi hafist við fæðingu mína, þar sem hún bjó þá í sama húsi og foreldrar mínir. Þá átti Marta ' þriggja og hálfsmánaðar gamla dótt- syni, f. 26. nóv. 1938, d. 17. okt. 1995, og á tvö börn. 3) Jón Sigurður, f. 14. júlí 1946, kvænt- ur Rósu Kjartans- dóttur, f. 1. mars 1947 og eiga þau tvö börn. Marta var einn vetur við nám í Al- þýðuskólanum á Hvítárbakka. Hún vann ýmis störf auk húsmóðurstarfa, s.s. síldarsöltun, fiskvinnu og ræst- ingar, en síðar lengi við mötu- neyti og veitingastarfsemi, síð- ast í mötuneyti Landsbanka ís- lands, Aðalbanka, til 73 ára ald- urs og veitingahúsinu Sigtúni. Hún var félagi í Góðtemplara- reglunni frá tólf ára aldri til dauðadags. Útför Mörtu fer fram frá Bústaðakirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 15. ur, Kristínu og urðum við strax og við fórum að hafa nokkurt vit hinar bestu vinkonur. í okkar huga höfum við alltaf verið vinkonur og stendur sú vinátta enn þann dag í dag. Við sátum saman í barnaskólanum og vorum saman í barnastúkunni. Ég vil einnig minnast Karls Sig- urðssonar, eiginmanns Mörtu, sem var einstakt góðmenni. Ég minnist þess t.d. að oft fylgdi hann mér lan- gleiðina heim eftir að ég hafði verið hjá Kristínu, vinkonu minni. Karl lést langt um aldur fram frá þremur ungum börnum sínum og var það Mörtu mjög þungbært. Á þeim árum voru flestar mæður heimavinnandi húsmæður, en þar sem Marta varð ekkja á besta aldri og með þijú börn, tólf ára, fimm ára og tveggja ára, þurfti hún að fara að vinna utan heimilis. Ég minnist þess að til að byija með vann Marta við ræstingar í Menntaskólanum í Reykjavík. Með því að vinna seinni part dags gat hún sjálf gætt yngri barnanna, Hrafnhildar og Jóns, fyrri part dags- ins en um eftirmiðdaginn tók Kristín við að gæta systkina sinna meðan mamma hennar var í vinnu. Kristín var 12 ára er faðir hennar lést og hafði notið ástar hans og umhyggju lengur en yngri systkinin. Fráfall föður hennar var henni mikið áfall og hún syrgði hann mjög en þrátt fyrir það axlaði hún þá ábyrgð sem aðstæðurnar lögðu henni á herðar og fórst henni vel. Það var Mörtu og börnum hennar til gæfu á þessum árum að Jón bróðir Karls studdi fjöl- skylduna með ráðum og dáð og ef til vill hefur það gert börnum Mörtu kleift að menntast eins og hugur þeirra stóð til, en þau áttu öll ein- staklega létt með allt nám. Marta var afar gestrisin og ég man að oft voru margir gestir í eld- húsinu hjá henni, en hýbýlin voru þá mun þrengri en þau gerast að jafnaði nú. Kynni okkar Mörtu héldu áfram þótt Kristín vinkona mín flytti úr bænum. Ég held að Mörtu hafi allt- af fundist hún eiga eitthvað í mér og hún bar alla tíð hag minn og ijöl- skyldu minnar fyrir bijósti. Marta var mikilvirkur félagi í Góðtemplarareglunni þar sem ég hef einnig starfað. Hún gekk í barna- stúkuna Æskuna árið 1918, en áður hafði hún verið í barnastúku á Akra- nesi. Hún lagði barnastúkunni lið eftir mætti og var heiðursfélagi hennar. í stúkunni Einingunni þar sem við störfuðum var Marta for- maður sjúkrasjóðsstjórnar um ára- tuga skeið. Hún heimsótti þá félaga sem áttu við veikindi að stríða og átti hún einkar auðvelt með að tala við þá sem áttu bágt og þurftu á stuðningi að halda. Fyrir þetta vil ég sérstaklega þakka. Mér er einnig kunnugt um að hún var í tengslum við starfsemi Rauða krossins og heimsótti sjúklinga á þeirra vegum. Marta var mestan hluta ævi sinnar heilsugóð og gat því stundað vinnu lengur en algengt er, enda eftirsóttur starfskraftur. Ég man nú ekki eftir öllum stöðunum sem hún starfaði á en lengi vann hún ýmist í eldhúsi eða við fatavörslu á veitinga- og skemmti- staðnum Sigtúni og einnig við mötu- neyti í Landsbankanum. Eftir að hún var hætt að vinna vegna aldurs, kom fyrir að hún leysti af matráðskonuna í Landsbankanum. Það er sannarlega guðsþakkar vert að halda heilsu og starfsorku fram á gamals aldur en slíkir eiga að jafnaði erfiðast með að sætta sig við þegar starfsorkuna þver. Síðustu árin dapraðist sjónin og heils- an versnaði og rétt fyrir níræðisaf- mælið veiktist hún alvarlega og var við rúmið eftir það. Ég kveð nú góðan vin og sam- starfsmann og votta Kristínu, Hrafnhildi og Jóni og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Sigrún Gissurardóttir. Við Einingarfélagar innan vé- banda IOGT höfum undanfarin miss- eri þurft að sjá á bak nokkrum af okkar bestu félögum og nú seinast Mörtu Guðjónsdóttur, sem nú er lát- in á 92. aldursári. Marta átti að baki tæplega 80 ára félagsaðild að samtökum góðtempl- ara, en hún hafði gengið í barna- og unglingastúkuna Æskuna árið 1918. Síðar, 1938, gerðist hún fé- lagi í Einingu og hafði því verið þar félagi tæplega 60 ár og lengst af virkur félagi, uns hár aldur og veik- indi hömluðu þáttöku í starfinu fyrir nokkrum árum. Marta var um tíma gæslumaður í Æskunni og sýndi starfsemi henn- ar alla tíð stuðning á einn eða annan hátt. Hún tók virkan þátt í starfi Einingar. Þannig var hún um langt skeið formaður sjúkrasjóðs, sem stóð fyrir fjársöfnun til að unnt væri að gleðja þá, sem eiga við sjúkleika að stríða, og aldraða félaga. Við Einingarfélagar minnumst Mörtu á kveðjustund með þakklæti fyrir langt samstarf og giftudijúgt framlag og órofa tryggð við Eining- una og verndarstúku hennar, Æsk- una. Marta var á sínum tíma kjörin heiðursfélagi Æskunnar, Einingar og stórstúkunnar. Við blessum minningu Mörtu og sendum börnum hennar og öðrum ástvinum hugheil- ar samúðarkveðjur. Einar Hannesson. MARTA GUÐJÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.