Morgunblaðið - 30.05.1997, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1997 41
-I- Páll Kristbjörn
' Sæmundsson
var fæddur í Veiði-
Ieysu í Árneshreppi
á Ströndum 9. júní
1924, en ólst upp á
Kambi í sömu sveit.
Hann lést á Land-
spítalanum 23. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Sæmundur
Guðbrandsson,
bóndi á Kambi, f.
17. okt. 1889, d. 30.
júlí 1938, og Kristín
Jónsdóttir, húsmóð-
ir, f. 29. júlí 1892, d. 26. jan.
1978. Systkini Páls eru: Vil-
helmína Pálína, f. 18. 6. 1913;
Auðbjörg Anna, f. 27.8. 1914,
d. 24. 7.1974; Alfreð Gunnar,
f. 6. 9. 1915, d. 14. 11. 1983;
Kristín Halla, f. 24. 1. 1918;
Ríkarður Sigurvin, f. 16. 10.
1920, Guðbrandur, f. 13. 11.
1921; Marta Sigurlijja, f. 1. 4.
1923; Líney Ólöf, f. 4. 12. 1925;
Kristinn, f. 20. 12. 1927; Sóley
Ásta, f. 6. 4.' 1931; Kristmundur
f. 26. 10. 1932, d. 28.
10. 1980; Jóna Aldís,
f. 20. 7. 1934.
Hinn 20. mai 1950
kvæntist Páll Lilju
Jónsdóttur, f. 6.8.
1930. Foreldrar
hennar voru Jón
Magnússon sjómaður
á Gjögri í Árnes-
hreppi, f. 11. 12.
1886, d. 5. 6. 1946,
og Benónía Bjarn-
veig Friðriksdóttir,
f. 3. 6. 1897, d. 10.
4. 1976. Páll og Lilja
bjuggu á Djúpuvík í
Árneshreppi allt til ársins 1983,
fluttu þá til Reykjavíkur en
dvöldu áfram öll sumur á Djúpu-
vík. í fyrstu var Páll vélstjóri við
síldarverksmiðjuna á Djúpuvík
og siðar umsjónarmaður með
eigum Djúpuvíkur h/f uns það
fyrirtæki var lagt niður. Þá
stundaði hann búskap og sjó-
mennsku. Eftir að hann fluttist
suður starfaði hann þjá Olíufé-
laginu h/f. Þau Lijja áttu fjóra
syni. Þeir eru: 1) Jónbjörn Páls-
son, f. 19.3. 1949, kvæntur Þóru
Guðnýju Gunnarsdóttur. Dóttir
þeirra er Brynja. Jónbjörn var
áður kvæntur Ástu Baldvins-
dóttur, börn þeirra eru Sigrún,
Páll og Baldvin. Sigrún er í
sambúð með Þresti Árna Gunn-
arssyni og þeirra synir eru
Gunnar Björn og Birkir Már.
Börn Jónbjörns og Hólmfríðar
Sigurðardóttur eru Jóna Dagm-
ar og Jóel Mar. 2) Sæmundur
Pálsson, f. 10.11.1953, kvæntur
Jónu Ingibjörgu Bjamadóttur.
Þeirra böm em Lilja Krist-
björg, Páll Kristbjöm, Bjarni
Kristinn, Harpa Kristín og
Hmnd. Lilja Kristbjörg er i sam-
búð með Boga Leiknissyni og
Bjami Kristinn í sambúð með
Lindu Geirdal. 3) Sævar Páls-
son, f. 8.10.1956, kvæntur Soff-
íu Sæunni Haraldsdóttur. Þeirra
böm em Eyrún Inga, Araar Þór
og Jóhanna Rut. 4) Vilhelm
Páll Pálsson, f. 25. 10. 1958, í
sambúð með Eybjörgu Guðnýju
Guðnadóttur. Vilhelm Páll var
áður kvæntur Helgu Sigurðar-
dóttur, dætur þeirra em Anna
Sigríður og Lilja Björk. Anna
Sigríður er í sambúð með Sveini
Hauki Valdimarssyni.
Útför Páls fer fram frá Ás-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
PALL KRISTBJORN
SÆMUNDSSON
Kveðjuorð til ástsæls bróður.
Hugurinn reikar til bernsku- og
unglingsáranna norður á Kambi.
Við héldum mikið saman og þér á
ég svo mikið að þakka frá þessum
tíma. Ég minnist góðvildar þinnar
og glaðlyndis. Leiðir okkar skildu
þegar við fluttum frá Kambi. Ég
fór suður en þú settist að á Djúpu-
vík og eignaðist þína fjölskyldu.
Eftir að vegasamband komst á
norður í Ámeshrepp heimsóttum
við þig og þína fjölskyldu ævinlega
á sumarferðum okkar norður. Eg
heyrði á þér um daginn, er þið hjón-
in voruð kvöidstund hjá okkur í
heimsókn að þú hlakkaðir til að
komast norður um mánaðamótin,
en tveim kvöldum síðar veiktist þú
skyndilega.
Vertu sæll, kæri bróðir, og þakka
þér fyrir allt og allt. Lilju, sonunum
fjórum og fjölskyldum þeirra votta
ég mína dýpstu samúð.
Kristinn Sæmundsson.
Þegar líða tók á maí fórum við,
sem búum í Árneshreppi að tala
um það, að nú færu Páll og Lilja
að koma „norður". Það að koma
norður þýddi, að þau væru væntan-
leg á fornar slóðir, „heim til Djúpu-
víkur“ til sumardvalar.
Um miðjan maí barst sú frétt,
að Páll hefði veikst alvarlega, og
væri ekki hugað líf. 24. maí frétt-
ist, að hann hefði látist á sjúkra-
húsi daginn áður. Fréttin kom ekki
á óvart, enda dauðinn öllum vís.
En það, að Páll kemur ekki aftur
að vitja átthaganna þýðir að eitt-
hvað hefir raskast, þeim fækkar
um einn, sem leita norður í Árnes-
hrepp á vorin.
Fyrstu 18 ár búskapar síns voru
foreldrar Páls í húsmennsku í Veiði-
leysu, eins og það var þá kallað.
Þá var margbýlt í Veiðileysu og er
vandséð hvemig þær fjölskyldur
allar hafa getað framfleytt sér og
sínum. Eðlislæg nægjusemi og þrot-
laus vinna gerði þessu fólki kleift
að sjá sínum farborða. Árið 1931
fá foreldrar Páls jörðina Kamb hér
í sveit til ábúðar. Þó sú jörð þætti
heldur kostarýr var þó rýmra um
heldur, en í margbýlinu í Veiðileysu
enda komst fjölskyldan bærilega
af þar.
Páll var áttundi í hópi fjórtán
systkina, svo nærri má geta, að
mikið hefir þurft til heimilis fyrir
svo stóra fjölskyldu, en það tókst
og öll komust bömin upp, hið mann-
vænlegasta fólk.
Þegar Páll komst á legg biðu
hans hefðbundin sveitastörf, eins
og títt var um böm og unglinga. Á
þeim ámm, sem hann er að verða
fulltíða maður er vor í lofti í Ámes-
hreppi. Síldarverksmiðjan á Djúpu-
vík í fullum gangi hvert sumar,
önnur verksmiðja í byggingu í Ing-
ólfsfirði. Hér átti ungt fólk greiðan
aðgang að vinnu, og notaði sér
það. Ungur aflaði hann sér vél-
stjórnarréttinda, og tegingnum var
kastað, hann settist að í Djúpuvík.
Hann gerðist fastur starfsmaður
við verksmiðjuna. Síldin hvarf, en
reynt var að halda í horfi, og þá
gerðist hann umsjónarmaður með
þeirri starfsemi, sem eftir var og
líklega var hann síðasti starfsmaður
við síldarverksmiðju í Djúpuvík, og
einn af þeim, sem best var til frá-
sagnar, þegar gerð var heimilda-
mynd um „Síldarævintýrið“ á
Djúpuvík.
Eftirlifandi kona Páls er Lilja
Jónsdóttir frá Fögmbrekku við
Gjögur. Þau eignuðust fjóra syni,
Jónbjörn, Sæmund, Sævar og Vil-
helm Pál.
Þau stofnuðu sitt heimili í Djúpu-
vík, og höfðu fyrstu árin afkomu
af vinnu við verksmiðjuna, eins og
áður sagði. Þegar verksmiðjan
hætti starfsemi sinni fluttu flestir
burtu, sem þar höfðu sest að og
unnið við verksmiðjuna. En Páll og
Lilja sátu eftir ásamt nokkrum fjöl-
skyldum, sem eftir voru og stund-
uðu jöfnum höndum búskap og sjó-
sókn. Sauðfjárbúskapur þeirra
hjóna var aldrei stór í sniðum, enda
möguleikar til ræktunar ekki auð-
veldir. En þau áttu fallegt og af-
urðagott fé, enda var Páll laginn
fjármaður, og umhirða þeirra öll
bar vott um snyrtimennsku. Enda
var Páll lagtækur til hverra verka
í besta lagi, sem virðist vera kyn-
fylgja Veiðileysumanna. Einnig átti
Páll trillubát í félagi við nágranna
sinn, Þórð Magnússon, og stunduðu
þeir sjóinn með búskapnum.
Þó þau hjón Páll og Lilja hefðu
ekki mikið umleikis var afkoma
þeirra jafnan góð, enda nægjusemi
og ráðdeild í fyrirrúmi.
Árin liðu, þau höfðu tekið ást-
fóstri við Djúpuvík, enda hafði Páll
lagt þar hönd á margt. En fólkinu
hélt áfram að fækka bæði í Djúpa-
vík, eins og reyndar í sveitinni. Um
1980 eru aðeins orðnar þrjár mann-
eskjur til vetrardvalar í Djúpuvík.
Þau hjónin Páll og Lilja, ásamt
Þórði Magnússyni, sem lengst af
var vinnufélagi Páls, tóku því þá
ákvörðun að bregða búi og Djúpa-
vík stóð mannlaus vetrarlangt. Aft-
ur leituðu þau átthaganna á vorin
og höfðu sumardvöl í Djúpuvík. Og
nú var vorið framundan, og Páll
var farinn að hringja í kunningjana
og spyija um vorkomuna, því nú
var hugurinn farinn að leita til átt-
haganna, hann hugðist halda áætl-
un og koma á svipuðum tíma og
vant er til Djúpuvíkur. En nú var
breytt um áætlun, sá sem öllu ræð-
ur hafði tekið í taumana.
Páll var þátttakandi í félagsmál-
um sveitarinnar, sat í sóknarnefnd
nokkuð lengi og var sóknarformað-
ur um tíma, þá sat hann í hrepps-
nefnd Árneshrepps um langt ára-
bil. Þar lágu leiðir okkar saman og
þar kynntist ég honum best, og á
af því góðar minningar. Páll var
einn af þessum mönnum, sem eru
ætíð glaðlegir í viðmóti, og fylgdist
vel með og hafði gaman af að ræða
atburði líðandi stundar. Alla tíð var
hann dyggur viðskiptamaður Kaup-
félags Strandamanna, laus við alla
aðfinnslusemi, en spurði þó um
gang mála. Hann var samvinnu-
maður í lífsskoðun. Páll gat einnig
verið fastur fyrir, lét ekki ganga á
hlut sinn, ef því var að skipta.
Heimili þeirra hjóna í Djúpuvík
bar allt vott um snyrtimennsku.
Þegar bamabörnin komust á legg
leituðu þau til sumardvalar til afa
og ömmu í Djúpuvík ásamt fleiri
bömum fjarskyldari. Það mátti oft
sjá hóp af bömum við leik og störf
í kringum hús þeirra. Það var nota-
legt að vera gestur þeirra, manni
var tekið með mikilli hlýju og glað-
værð, og þau vom þakklát gestkom-
unni.
Gamli samstarfsmaður þeirra
frá Djúpuvíkurárunum, Þórður
Magnússon, minnist þess oft hvað
þau hjón hefðu verið góðir félagar.
Ég finn það á honum, að þar hafði
myndast vinátta, sem ekki gat
rofnað.
En Páll er horfinn yfir móðuna
miklu, en eftir stendur minningin
um góðan samferðamann. En þegar
Páll er allur hefir brostið hlekkur í
mannlífi I sveitinni, við emm enn
minnt á það, að þetta er einn af
þessum hlekkjum, sem verður lík-
lega ekki endurnýjaður af næstu
kynslóð.
í dag er Páll kvaddur hinstu
kveðju af ættingjum og vinum. En
undarleg em örlögin, þetta er dag-
urinn sem hann ætlaði að nota til
að undirbúa annað ferðalag. Hann
ætlaði að fara að gera klárt fyrir
ferðina norður yfír heiðar, heim á
fomar slóðir í Djúpuvík. Hann
minntist oft á það, að sér fyndist
sumardvölin helst til stutt, en hann
sætti sig við það lífsmunstur sem
þau hjónin urðu að búa við.
Kannske er hann nú laus við þessi
tímamörk.
Að leiðarlokum sendum við hjón-
in Lilju og bömum þeirra og fjöl-
skyldum ásamt öðmm ættingjum
innilegar samúðarkveðjur.
Ég er þakklátur fyrir þá vináttu,
sem hann sýndi mér alla tíð.
Gunnsteinn Gíslason,
Norðurfirði.
Þegar maður er ungur gefur
maður sér ekki alltaf tíma til að
hugsa um að dagurinn í dag gæti
verið sá síðasti. Auðvitað er það
rangt að hugsa um endalokin en
það koma þeir tímar sem maður
getur ekki litið hjá því óhjákvæmi-
lega. Nýlega andaðist maður sem
átti töluverðan þátt í uppeldi mínu.
Þegar ég var smá polli tóku foreldr-
ar mínir uppá því að senda ihig {
sveitina. Héldu að það væri hollt
og gott að vera innan um sauðfé
og himinhá fjöll. Það var frænka
mín Lilja og maðurinn hennar Palli
sem fengu það vandasama verk að
hýsa mig í húsi sínu á Djúpuvík.
Smá polla sem var vanur að leika
sér með félögunum og glápa á imb-
ann leist kannski ekki alveg nægi-
lega vel á að vera sendur á eitt-
hvert krummaskuð á Vestfjörðum.
Eftir heilmiklar fortölur og þolin-
mæði af hálfu foreldra minna sló
litli garpurinn til og skellti sér í
sveitina. Hann var þar mörg næstu
sumur. Þegar maður er á þessum
aldri þarf einhvern til að leiðbeina
manni, sýna manni lífsins lysti-
semdir, vera félagi og siða mann
til. Það verk féll í hendur Palla og
Lilju á sumrin. Auðvitað kvartaði
maður og kveinaði. Ekke'rt er nægi-
lega gott fyrir 8 ára höfðingja og
ekki bætti úr skák að oftar en ekki
vorum við þarna nokkrir frændurn-
ir á sama aldrinum og gerði það
verkið ekki auðveldara. En Palli og
Lilja leystu þetta vandasama verk
með mikilli prýði. í sveitinni lærðum
við margt sem ekki hefði verið
hægt að kenna okkur í borginni.
Við smöluðum, sáum um hænsnin,
fórum á rekavið og unnum ýmisleg
sveitaverk sem ég tel eftir á að
hyggja að hafi gert okkur frænd-
uma að betri og sjálfstæðari ein-
staklingum. Palli var hið mesta ljúf-
menni. Hann æsti sig ekki upp
nema eitthvað stórkostlegt hefði
komið upp á. Man ég eftir nokkrum
atriðum sem við frændurnir fengum
skammir fyrir. Til dæmis þegar við
lokuðum fyrir allt símasamband í
sveitinni og þegar við geymdum
bensín í lekum brúsa undir rúmi
þar sem við sváfum. Við fengum
nokkrum sinnum tiltal frá honum
Palla. En alltaf þó þannig að við
lærðum af reynslunni og endurtók-
um ekki fyrri mistök. Palli leyfði
okkur strákunum að leika lausum
hala eins langt og leyfílegt var, þá
greip hann inn í.
Það er erfitt að skrifa grein um
mann eins og Palla, hann er í huga
mínum meira en Palli á Djúpuvík.
Hann er stórmerkilegur maður sem
lifði tímana tvenna. Á sínum yngri
árum starfaði hann í Síldarverk-
smiðjunni í Djúpuvík og sagði hann
mér ótal sögur frá þeim tíma. Hann
leyfði ungum forvitnum huga að
spyija endalaust og aldrei stóð á
svörum. Hann tók mig með að fiska
og á seinni árum mínum í sveitinni
fékk ég borgað fyrir aflann og má
segja að mín fyrsta atvinna hafi
verið fyrir tilstuðlan Palla Sæm.
Það fær kannski þeim Lilju og Palla
best lýst að á hveiju kvöldi var
gestagangur í húsi þeirra í Djúpu-
vík. Sveitungar komu í kaffi og
mikið var rætt. Fólk virti Palla og
hlustaði af heilum hug á það hann
hafði að segja. Það var einnig þann-
ig með mig. Þegar Palli tók til
máls þá hlustaði ég.
Á seinni tímum, eftir að maður
fullorðnaðist, hefur leiðin oft legið
norður á Gjögur og alltaf er stopp-
að í Djúpuvík. Það á eftir að vera
sárt að geta ekki heilsað upp á
Palla lengur, hann var orðinn svo
fastur liður í tilverunni að það verð-
ur erfitt að sætta sig við fráhvarf
hans. Þó ég hafi aðeins séð hann
við og við á seinni árum sakna ég
hans samt nú þegar. Maðurinn sem
ég var hjá í fjöldamörg sumur er
nú horfínn á æðri staði. Eftir skilur
hann tómarúm sem enginn mun
fylla. Hann var einstakur og hans
verður alltaf minnst sem slíks.
Hann var virtur og elskaður af þeim
sem þekktu hann og þannig fer frá
okkur. Palli var fram á síðasta dag
stálhraustur en það er víst svo eins
og Oscar Wilde sagði: „Nú á dögum
lifa menn flest af, nema dauðann."
Þannig er lífið, að lokum er sýning-
unni lokið og tjöldin falla. Páll Kr.
Sæmundsson skilaði hlutverki sínu
í lífíns leikriti með sóma. Hann átti
að minnsta kosti stóran þátt í að
gera mig að betri leikara og kenndi
mér að hætta að væla yfir öllu og
einfaldlega takast á við verkefnið.
Um leið og ég votta Lilju og bömum
þeirra mína dýpstu samúð, vil ég
segja af öllu hjarta að við þurfum
ekki að syrgja hann Palla. Minning
hans er svo sterk í huga okkar að
hann mun aldrei frá okkur fara.
Páll Kr. Sæmundsson, ég þakka
þér fyrir kynni okkar á lífsleiðinni.
Fyrir tilsögn þína og þolinmæði.
Ég kveð þig með brosi því ég veit
að þú ert til himna halla kominn
og ert án efa sáttari við þig þar en
í höfuðborginni. Leo Tolstoj sagði
eitt sinn: „Að deyja er að vakna.“
Palli, ég vona að lífið hafi verið þér
fagur draumur.
Hilmar Þór Guðmundsson.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur,
bróðir og afi,
JÚLÍUS SÆVAR BALDVINSSON,
Skagabraut 44,
Garði,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn
27. maí.
Hafrún Ólöf Viglundsdóttir,
Baldvin Haukur Júlfusson,
Kristfn Jóh. Júlíusdóttir,
Anna Hulda Júlíusdóttir,
Karl Júlfusson,
Júlíus Júlíusson,
Anna Hulda Júlfusdóttir,
Baldvln Jóhannson,
systkini, barnaböm og tengdafólk.
t
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
AÐALBJÖRG SKÆRINGSDÓTTIR,
óður til heimilis
á Óðinsgötu 15,
andaðist á Hrafnistu miðvikudaginn 28. maf.
Sigurður Sveinsson, Theodóra Sveinsdóttir,
Hildur Hermannsdóttir, Haraldur Eggertsson,
Erling Hermannsson, Þórlaug Einarsdóttir.