Morgunblaðið - 30.05.1997, Page 44

Morgunblaðið - 30.05.1997, Page 44
44 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SARA KRISTINSDÓTTIR + Sara Kristins- dóttir fæddist í Reykjavík 10. maí 1978. Hún andaðist á heimili sínu í Hafn- arfirði 23. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Kristinn Öskarsson, f. 9.9. 1946, í Vestmanna- eyjum, og Kristín María Indriðadóttir, f. 28.6. 1953 á Þórs- höfn á Langanesi. Systkini Söru eru: Marta, f. 11.6. 1980, nemandi i Flens- borg, og Fróði, f. 17.12. 1986, nemi. Sara var nemandi í Flens- borg i Hafnarfirði, en starfaði með náminu á Dominos Pizza og hafði starfað þar í þrjú ár. Útför Söru fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ævintýrið hófst á vordögum 1978 í lífi Stínu Maju og Didda. Þá fædd- ist Sara elsta dóttir þeirra. Sara var frá fyrsta degi ljós í lífi foreldra sinna og allra sem fengu að umgangast hana. Hún var ljúft, fallegt og yndis- legt bam. Æska hennar var björt enda ólst hún upp við mikið ástríki sem skilaði sér í fari hennar og per- sónuleika. Oscar Wilde sagði ein- hveiju sinni að öruggasta aðferðin til þess að eignast góð böm væri að sjá til þess að þau yrðu hamingjusöm. Það sannaðist á Söru. Sara óx úr grasi og varð fallegri með hveijum deginum. Tindrandi brún augun, bjarta brosið og tignar- legt, sítt ljóst hárið heillaði og vakti athygli hvar sem hún fór. En fegurð- in var ekki bara að utan. Hún var ónísk á faðmlög og bros til allra sem á vegi hennar urðu. Oft tók hún utan um mömmu sína, kyssti hana og færði henni smá gjafír til þess að sýna að henni þætti vænt um hana, enda var samband þeirra mæðgna einstaklega náið. Miklir kærleikar voru einnig með Söru og Mörtu syst- ur hennar. Þær voru mikið saman og margt var skrafað og brallað. Fróði litli bróðir hennar fór heldur ekki varhluta af elsku systur sinnar sem lét helst allt eftir honum og þoldi vel prakkarastrikin hans. Þegar bömun- um okkar gengur vel í skóla og öðru því sem þau taka sér fyrir hendur erum við stolt. Það leyndi sér aldrei að Diddi var stoltur af dóttur sinni enda var hún vel að því komin. Nú er aftur komið vor og hringn- ura er lokað í ævi Söru. En ævintýr- ið er ekki á enda, það er ólíkt öllym öðrum ævintýrum. Ævintýrið um Sðru getur enginn tekið frá okkur. Missirinn er mikill og söknuðurinn sárari en orð fá lýst. En Stína Maja, Diddi, Marta og Fróði, þið eruð rík að eiga góðar minningar um elsku- lega og góða stúlku. Rut. í dag kveðjum við okkar elskulegu frænku. Sara, þú varst aðeins 19 ára gömul, áttir allt lífíð framundan, svo lffsglöð, hamingjusöm og bjartsýn. Þegar við sitjum hér og hugsum til þín hrannast upp minningar um þig. Það er óskiljanlegt að þú skyldir vera tekin svo fljótt frá okkur. Hvers vegna svo ung? Fátt er um svör en eins og spakmælið segir: Þeir deyja ungir sem guðimir elska mest. Því viljum við trúa og treysta. Við vitum að hvar sem þú ert líður þér vel og heldur vemdarhendi yfír okkur öllum. Elsku Sara, minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar og hug um alla ævi og við minnumst þín sem fallegr- ar og góðrar vinkonu og frænku. Við viljum þakka þér, Sara okkar, fyrir allar samverustundimar og fyrir að hafa fengið að njóta þín þó þennan tíma. Við viljum kveðja þig með þess- um fallegu orðum: „Takk fyrir vináttuna þína, faðm- lög þín, allar góðu stundirnar, stuðn- inginn þinn, einlægni þína, skilning- inn þinn, umburðarlyndið, fallegu orðin þín, fallega brosið þitt.“ (Þ.O.) Elsku Stína Maja, Diddi, Marta og Fróði, við viljum votta ykkur okkar dýpstu samúð. Megi minningin um yndislega dóttur styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Guð veri með ykkur og styrki ykkur. Þínar elskandi frænk- ur Nína og Dagný. Elsku Sara frænka, nú ertu dáin. Það er erfitt að hugsa til þess að við eigum aldr- ei eftir að sjá þig aftur í þessari ver- öld. Þau örlög em grimm sem taka burt svo unga stúlku sem átti allt líf- ið framundan, unga stúlku sem var alltaf reiðubúin að gera allt fyrir alla og hugsaði ekki bara um sjálfa sig. En dauði þinn skildi eftir sig fjöl- mörg hjörtu sem nú em umlukt mik- illi sorg, sem alltaf mun hvfla í hjört- um okkar eins og ör sem aldrei hverfa. Og í hvert sinn sem okkur verður lit- ið á þessi ör skjótast minningar um þig upp í kollinn og vekja söknuð en jafnframt ánægju og þakklæti fyrir það að hafa fengið að þekkja þig í þennan alltof stutta tíma sem þú dvaldir á meðal okkar, elsku Sara. En það er okkur styrkur í þessari miklu sorg að vita til þess að afí tek- ur vel á móti þér þama hinum meg- in, og gætir þín og leiðbeinir í þessum nýja heimi sem nú býður þín. Og við emm viss um að þú færð það besta sem völ er á, enda áttu ekki annað skilið. Síðan takið þið á móti okkur þegar okkar tími kemur. En þangað til eigum við margar góðar minningar um þig sem munu hjálpa okkur þang- að til við hittumst á ný. Elsku Sara, þú munt alltaf lifa í hjörtum þeirra íjölmörgu sem þótti vænt um þig. Við munum aldrei gleyma þér. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast, þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur ■ og dóm þann enginn skilur. En skmið logaskæra sem skamma stund oss gladdi, það kveikti ást og yndi með öllu sem það kvaddi þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik G. Þórieifsson). Elsku Stína Maja, Diddi, Marta og Fróði, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg, Alda, Brynja, Drífa og Edda. Stundum erum við minnt á það hve skammt getur verið milli lífs og dauða. Síðastliðinn fimmtudag gekk Sara Kristinsdóttir út úr skólanum glöð í bragði eftir að hafa lokið síð- asta prófínu. Morguninn eftir var hún dáin. Sara Kristinsdóttir var að ljúka öðru námsári sínu í Flensborgarskól- anum. Hún var um margt góður nemandi, viðmótsþýð og skemmtileg í framkomu og tök hennar á náms- vinnunni urðu sífellt betri. Við henni virtist geta blasað björt og farsæl . framtíð. En enginn má sköpum renna. Ævi Söru varð ekki nema rétt rúmlega 19 ár. Skyndilega og óvænt var hún kölluð af þessum heimi og minning- amar einar eru eftir. Við sem tengjumst Flensborgar- skólanum erum að vonum öll harmi slegin. Nemendur syrgja góðan fé- laga, við kennarar hörmum efnilegan og vaxandi nemanda. Mestur hlýtur þó söknuðurinn að vera hjá þeim sem stóðu henni næst, foreldrum, systkin- um og öðrum ástvinum. Við vottum þeim okkar dýpstu og innilegustu samúð í raunum þeirra. Kristján Bersi Ólafsson. Elsku Sara. Hvers vegna varstu tekin í burtu frá okkur svona ung að árum? Þess- ari spumingu fær maður líklega aldr- ei svarað en eina huggunin er að ég veit að Guð hefur ætlað þér mikil- vægt hlutverk á himnum uppi og að þú munt vaka yfír vinum þínum og ástvinum sem eiga um sárt að binda á þessari stundu. Sara, þú varst svo falleg og ein- staklega góð og hjartahlý manneskja og áttir svo sannarlega allt hið besta skilið í lífinu. Þú varst alltaf svo glöð og ánægð þegar við hittumst, sama hvað bjátaði á og hreifst alla með þínu fallega brosi. Þín verður sárt saknað, Sara, af öllum þínum vinum og ástvinum og vil ég biðja Guð um að styrkja fjöl- skyldu, vini og aðra aðstandendur í sorginni sem nú þyrmir yfir þá. Eg kveð þig nú með söknuði í hinsta sinn, elsku Sara mín, með þessum erindum eftir Vigdísi Run- ólfsdóttur: Lokið er kafla í lífsins miklu bók. Við lútum höfði í bæn á kveðjustund, biðjum þann guð, sem gaf þitt líf og tók græðandi hendi að milda sorgarstund. Ó, hve við eigum þér að þakka margt, þegar við reikum liðins tíma slóð. I samfylgd þinni allt var blítt og bjart, blessuð hver minning, fógur, ljúf og góð. Gkkur í hug er efst á hverri stund ást þín til hvers, sem lífsins anda dró, hjálpsemi þín og falslaus fómarlund. FViðarins guð þig sveipi helgri ró. Þín vinkona Anne Birgitte Johansen. Nú ert þú, elsku Sara, dáin, þú þessi blíðlega og brosmilda stúlka sem lífsgleðin geislaði af. Það skipti ekki máli hvar þú varst, það geislaði af þér hamingja og fegurð, já það má með sanni segja að þú hafír ver- ið falleg, þú með þitt síða Ijósa hár og brúnu augun. Það tóku allir eftir þér hvar sem þú gekkst og þá ekki síst sterkara kynið. Alltaf varst þú, elsku Sara, tilbúin til að hlusta á mann ef eitthvað bját- aði á, þú varst sannur vinur sem okkur líður aldrei úr minni. Við munum halda fast í fallegar og skemmtilegar minningar um þig. Eitt er víst að þú ert ekki víðsfjarri. Þú ert og verður meðal okkar. Þú fagra, blíða, þér titmðu tár svo tær eins og daggarsærinn, og sál þín var hrein, eins og hvítur snjór og hugur þinn ljúfur sem blærinn. Þú lifir í minningu þess lýðs, er þig sá, sem ljósasta, tryggasta mærin. (Jónas Hallgr.) Elsku Stína, Diddi, Marta og Fróði, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi góður Guð styðja ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning yndislegrar stúlku. Þínar vinkonur Eva Lind og Borgný. Elsku Sara mín. Þú ert horfín frá okkur úr þessu lífi. Tómleikanum og sársaukanum sem brotthvarf þitt skilur eftir sig verður ekki með orð- um lýst. Með söknuði í hjarta rifjast upp margar af þeim yndislegu sam- verustundum sem við áttum saman. Ég minnist verslunarmannahelgar- innar ’93, við þá 15 ára gamlar. Okkur langaði mest til að fara á þjóð- hátíð í Vestmannaeyjum, en foreldr: ar okkar voru ekki á sama máli. í staðinn fyrir þjóðhátíð fórum við með ömmu minni og afa upp í sumarbú- stað. Þar fórum við á harmonikku- ball og dönsuðum hringdans með eldra fólkinu fram á nótt. Okkur fannst þetta nú ekki það mest spenn- andi sem hægt var að gera um þessa helgi. Það eru aðeins nokkrir dagar síðan við hlógum saman og rifjuðum upp þessar minningar. Einnig situr ofarlega í huga mínum utanlands- ferðin sem við fórum saman með félagsmiðstöðinni Vitanum til Þýska- lands. Þar áttum við góðar stundir saman. Þessar minningar og allar aðrar sem við áttum saman mun ég varðveita vel í hjarta mínu. Þú varst alltaf svo hugulsöm og sæt í þér. Þegar sonur minn var skírður gafst þú honum hálsmenið Trú, von og kærleikur. Þetta hálsmen mun ég geyma og varðveita, og seinna þegar sonur minn hefur aldur til mun ég segja honum frá þér og hversu yndisleg þú varst. Elsku Stína mín, Kristinn, Marta og Fróði, ég votta ykkur samúð mína og megi góður guð gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Takk fyrir vináttu þína, faðmlög þín, allar góðu stundimar stuðning þinn, einlægni þína skilning þinn, umbyrðarlyndið fallegu orðin þín, fallega brosið þitt. (Þ.Ö.) Þín vinkona, Berglind. Elsku Sara mín. Nú ertu farin, tekin frá okkur langt um aldur fram og í blóma lífsins, aðeins 19 ára. Við kynntumst er við byijuðum sam- an í Flensborg og urðum strax mjög góðar vinkonur. Það var alltaf svo gott að tala við þig og þú varst allt- af til staðar. Þú varst alltaf í góðu skapi og síbrosandi. Þú áttir mjög auðvelt með að eignast vini eins og stór vinahópur bendir til og tókst á móti öllum með brosi og hlýju. Á svona stundu vakna upp alls kyns spurningar eins og af hveiju, af hveiju svona ung og falleg stelpa sem átti framtíðina alla fyrir sér. En svörin við þessu veit hann einn. En við verðum að hugga okkur við aliar góðu minningamar og ég trúi því að það verði vel tekið á móti þér og að þér líði vel þar sem þú ert. Ég sakna þfn sárt og í hjarta mínu munt þú ætíð lifa. Elsku Stína, Kristinn, Marta, Fróði og aðrir ættingjár og vinir, ég votta ykkur mína innilegustu samúð og bið góðan guð um að gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Þín vinkona, Bryndís Hauksdóttir. Nú sest ég hér niður til að minn- ast hennar Söru vinkonu minnar í fáeinum orðum. Ekkert hefði getað búið mig undir þær fréttir að hún væri nú fallin frá, langt fyrir aldur fram, mitt í blóma lífsins. Sagt er að við skiljum dauðann þá fyrst er hann leggur hönd sína á einhvem sem við unnum. En skilningur á dauðanum má sín lítils gagnvart þeim söknuði sem fráfalli hennar Söm fylgir. Þegar ég horfí um öxl minnist ég hennar sem góðs vinar og félaga, allt frá þvi ég kynntist henni fyrst fyrir nokkmm ámm. í minningunni munu lifa allar þær ánægjulegu stundir sem við áttum saman, tvö ein eða í góðra vina hópi, þar sem hún var hvers manns hugljúfí. En nú er Sara, þetta fallega, saklausa blóm, horfín úr lífsins garði og tilveran tölu- vert fátæklegri í kjölfarið. Það er því nú að ég kveð hana Söm vinkonu mína í hinsta sinn með sorg í hjarta en jafnframt með þakklæti fyrir það að hafa fengið tækifæri til að kynn- ast henni, enda þótt þau kynni hafí reynst allt of stutt. Fjölskyldu hennar og vinum votta ég mína dýpstu samúð og bið ég Guð að veita þeim styrk í raunum þeirra. Helgi M. Kristinsson. Lífíð er ein hulin ráðgáta þar sem bilið á milli lífs og dauða er misjafn- lega breitt. í þessu tilviki vom það rétt rúmlega 19 ár. Elsku Sara, það er erfítt að kyngja þeirri staðreynd að þú sért farin frá okkur að eilífu og að við munum ekki fá að njóta nærvera þinnar aftur. Við þessar hörmulegu fréttir þyrmdi yfír okkur mikil sorg og söknuður þar sem þú varst yndislegur persónuleiki, bæði örlát og góð og vildir öllum vel. Sara, þú varst dýrmæt vinkona og átt ávallt sæti í vinahóp okkar sem ætíð mun verða varðveitt og minnst. Elsku Sara, það er sárt að þurfa að kveðja þig á þennan hátt þar sem þessi orð em aðeins brot af því sem við vildum hafa getað sagt við þig. Spumingamar hrannast upp en það verður fátt um svör. Það er erfítt að sætta sig við að svona ung og falleg stelpa skuli vera farin. Minningamar em mjög margar og á svona stundum hjálpa þær manni í gegnum sorgina. Elsku Sara, efst í huga okkar er bros þitt og hláturinn, því sama var hvað á bjátaði, þú brostir alltaf og fékkst okkur hin til að gera hið sama. Við vonum, elsku ástin okkar, að þú bros- ir jafnmikið og að þér líði vel þar sem þú ert núna. Manstu þegar við mættum í skól- ann á hveijum degi með hárið sleikt aftur í tagt en þú varst sko ekki að hafa fyrir því heldur mættir í skólann með úfíð hárið og í rauðum stígvélum? Hver dagur hófst því á að greiða þér upp á nýtt. En tímamir breyttust og ekki leið langur tími þar til þú varst farin að mæta ávallt reiðubúin með burstann í annarri hendinni. Það era ótrúlega margar góðar samvemstundir sem við höfum átt saman bæði í skólanum og í félags- miðstöðinni. Þessar og fleiri minning- ar em okkur ofarlega í huga og viljum við þakka þér fyrir þessar yndislegu stundir. í sorginni huggum við okkur við máltækið þeir deyja ungir sem guðimir elska og að þín hafí verið þörf annarstaðar. Við þökkum Guði fyrir þær dýrmætu stundir sem Sara hefur verið með okkur og munum við ávallt varðveita þær í hjarta okkar. Elsku Kristín, Kristinn, Marta, Fróði og aðrir ástvinir, megi Guð styrkja ykkur og vemda á þessum erfiðu stundum. Haddý og Bergþóra. Elsku Sara mín, aldrei datt mér í hug að ég þyrfti að kveðja þig svona fljótt og hvað þá að einhver af mínum vinkonum myndi fara í blóma lífsins. Oft hefur maður reynt að setja sig í spor þeirra sem hafa misst nána ætt- ingja og vini og haft samúð með þeim. Það er ekki fyrr en maður lendir í þessu sjálfur að maður skilur hvemig þeim leið í raun og vem. Stórt skarð er nú komið í vinahóp okkar sem aldrei verður fyllt en von- andi með tímanum mun þetta skarð fyllast smátt og smátt af minningum um þig. Það era einmitt minningamar sem hjálpa manni í gegnum þennan erfíða tíma og vegna þeirra munt þú halda áfram að lifa og vera hluti af okkar lífí. Ég á svo margar og skemmtilegar minningar um þig að það væri sko efni í heila bók. Þér tókst að heilla alla með fram- komu þinni, alltaf brosandi og kát. Það var alltaf svo mikið um að vera hjá þér enda lifðir þú lífinu hratt, kannski að þú hafir innst inni vitað að þú myndir ekki vera hér lengi. Elsku Kristín, Kristinn, Marta og Fróði. Megi guð styrkja ykkur á þess- ari erfiðu stundu. Ég mun sakna þín sárt. Þín vinkona, Camilla. Yndisleg vinkona mín Sara Krist- insdóttir er látin. Nú vitum við að maður á ekki að taka lífinu sem sjálfsögðum hlut. Það er sú allra dýrmætasta gjöf sem við nokkum tíma eignumst. Þú nýttir þinn tíma vel, alltaf svo mikið um að vera hjá þér og margt spennandi að gerast. Þú gafst svo mikið af þér og ég vil þakka þér fyrir allar þær stund- ir sem við áttum saman. Bijóst mitt er fullt af stolti yfir að hafa átt þig sem vinkonu og góðum minningum frá samverastundum okk- ar. Það hef ég til að hugga mig við meðan við yfirstígum þann söknuð og það erfíði sem fylgir fráfalli þínu. Sara mín, þú varst gull. Og líkt og gullið þá glóði af þér og þú varst prýði hvar sem þú komst. Væntumþykja mín til þín eykst með hveijum deginum sem líður og alltaf dáist ég meir og meir að þér. Elsku Kristín, Kristinn, Marta mín og Fróði. Megi guð veita ykkur allan þann styrk sem þið nú þurfið á að halda. Elska þig að eilífu. Þín vinkona, Inga. Elsku Sara mín, núna ertu farin frá mér, komin á einhvem annan stað þar sem ég veit að þér líður vel. Ég trúi því að þú munir ætíð vaka yfír mér og vera vemdarengillinn minn í framtíðinni. Það hvarflaði ekki að mér þegar við töluðum saman siðast að það yrði í síðasta skiptið sem ég talaði við þig. Ég náði ekki að kveðja þig, elsku vinkona. Ég hef margoft spurt sjálfa mig af hveiju þú hafir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.