Morgunblaðið - 30.05.1997, Side 45

Morgunblaðið - 30.05.1997, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1997 45 verið tekin svona snemma burt frá mér. Þeirri spumingu verður eflaust aldrei svarað. Elsku Sara, þú varst svo falleg stelpa sem áttir alla fram- tíðina fyrir þér. Það var svo margt sem við áttum eftir að gera saman. Þú varst alltaf svo glöð og ánægð með allt í kringum þig. Ég gat aldrei verið döpur í nálægð þinni. Þú komst mér alltaf til að brosa og sjá það já- kvæða við hlutina. Þú varst fljót að kynnast fólki enda var framkoma þín alltaf mjög aðlaðandi og því skilur þú eftir þig stóran og mikinn vinahóp. Ég á fjöldann allan af minningum um þig, Sara mín. Ég man það sum- ar er við unnum saman í unglinga- vinnunni. Við vorum einu stelpumar í hópnum. Þetta var rosalega skemmtilegt sumar og við brölluðum ýmislegt saman. Þessu sumri mun ég aldrei gleyma meðan ég lifí. Ferðin sem við stelpurnar fórum í til Þýska- lands er mér líka mjög minnisstæð. Við höfðum unnið okkur inn fyrir þessari ferð í eitt ár og var þessi ferð mjög skemmtileg fyrir okkur allar. Vinátta okkar hefur haldist í öll þessi ár. Þó náðum við ekki að hitt- ast eins oft og áður því ég fór í ann- an skóla en þið stelpumar og flutti ég svo í Kópavoginn. Þú fórst líka að umgangast annað fólk. En þú varst alltaf að tala um að við yrðum að fara að hittast meira allar gömlu vinkonumar, því vorum við famar að hafa meira samband upp á síðkastið. Ég vildi þó að við hefðum verið dug- legri að hittast. Nú fer að líða að því að við krakkamir sem vorum saman í Lækjarskóla föram að hittast aftur enda þrjú ár síðan við útskrifuðumst. En það verður aldrei það sama því stórt skarð er nú komið í vinahópinn og það verður aldrei fyllt upp í það. Elsku Sara mín, enda þótt þú sért farin frá mér og ég þurfi að glíma við þessa miklu sorg þá veit ég að þú hefur það gott núna og það hefur verið tekið vel á móti þér. Ég trúi því að þér hafi verið ætlað eitthvert ákveðið hlutverk annars staðar. Ég bið góðan Guð um að styrkja fjöl- skyldu þína, ættingja og aðra að- standendur í þessari miklu sorg. Elsku Sara mín, nú kveð ég þig, kæra vinkona. Ég hef ákveðið að láta ákveðið ljóð fylgja með því mér fannst það eiga svo vel við. Ég mun aldrei gleyma þér, ástin mín, og þú mun ætíð eiga ákveðinn stað í mínu hjarta. Vinkona mín sem brosir stór og falleg hjá sólinni í apríl Þú ert sú sem horfir í fegurðarátt meðan hlýjan læðist í aup þín og hár Vinkona mín á himninum á morgun sprinpr sólin í maí út og gægist um endalaust hnappagatið á blússunni þinni. Vinkona mín (Steinunn Sigurðardóttir.) Siddý. Elsku Sara. Nú er kveðjustundin rannin upp, því miður allt of fljótt. Þegar þessi hörmungarfregn barst okkur var að- eins eitt sem við gátum sagt: „Hvers vegna hún Sara?“ En þegar stórt er spurt verður fátt um svör. Og eina svarið sem við fengum var það að þeir deyja ungir sem guðimir elska og þér var ætlað eitthvert stærra og viðameira verk fyrir handan. Við fengum því miður aðeins að njóta vináttu þinnar í stuttan tíma en stundin var næg til að bindast traustum vináttuböndum sem við munum ávallt minnast. Og þær voru yndislegar samverastundir sem við fengum að eiga með þér. Þú varst einstök persóna, talaðir aldrei illa um einn né neinn og fannst ætíð björtu og skemmtilegu hliðamar á málunum. Og þegar þú gekkst inn í herbergi eða hvert sem þú fórst náðir þú athygli allra með þínum heillandi persónuleika og útgeislun. Þú varst alltaf brosandi, hress og skemmtileg. Því fóram við alltaf í gott skap þegar þú komst eins og sólargeisli til okkar. Þú vildir öllum vel og gerðir allt sem þú gast til að láta öllum líða sem best. Við viljum í lokin þakka þér fyrir þann tíma sem við fengum með þér. Elsku Sara, þú varst einstök og átt í hjarta okkar sérstakan stað sem er aðeins ætlaður þér. Við viljum biðja góðan guð að styrkja ijölskyldu þína, ættingja og vini á þessum erfíðu tím- um. Elsku Sara, minningin um einstak- an vin lifir. Þökk fyrir allt. Þínar vinkonur, Sigríður og Hrönn. Elsku Sara mín. í dag föstudag 30. maí verður þú, vinkona mín, til moldar borin. í þess- um heimi er ekkert annað öraggt en það, að við fæðumst og við deyjum. Samt er það svo að þegar dauðinn knýr á dyr er það svo ósköp sárt. Föstudaginn 23. maí er ég frétti andlát þitt fór ég að hugsa um allar þær skemmtilegu og góðu stundir sem við áttum saman. Þú varst ætíð svo einlæg og örlát á gleði þína og vænt- umþykju. Oft var mjög kátt í kringum þig og var bros þitt og hlátur það smit- andi að er þú hlóst þá leið ekki á löngu þar til allir í kringum þig vora farnir að hlæja. Elsku Sara mín, minningin um þig verður mér ætíð dýrmæt. Ég kveð þig með hlýhug og votta fjölskyldu þinni samúð mína. Er sárasta sorg okkur mætir, og sðknuður huga vorn grætir, þá líður sem leiftur af skýjum Ijósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. J. Hallgr.) Þín vinkona, Sigurrós Halldórsdóttir. Elsku Sara mín. Það var föstudaginn 23. maí sem ég var að gera mig tilbúna fyrir stóra kvöldið okkar þegar mér barst sú frétt að þú værir dáin. Sársaukinn var gífurlegur að hugsa um að þú, mín besta vinkona, værir farin frá mér. Þegar ég hugsa til baka þegar við voram yngri, minnist ég allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman. Við höfðum verið vinkonur síðan við voram litlar og gengum saman í gegnum súrt og sætt. En eftir barnaskóla slitnaði sambandið og við fórum hvor í sína áttina, en í byijun ársins 1997 urðum við bestu vinkonur og þakka ég Guði fyrir þann stutta en ómetanlega tíma sem við eyddum saman. Við gerðum allt saman og með hveijum degi sem líð- ur sakna ég þín meira. Ég sakna þeirra stunda þegar við fórum út saman, sátum heima að tala saman, en mest sakna ég bross þíns og hlát- urs. Þú varst alltaf svo góð við mig, og þau voru ófá skiptin sem þú sagð- ist elska mig og ég vona að þú vitir að ég elska þig líka. Þú varst alltaf svo örlát, glaðlynd og til í hvað sem var. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku Sara mín, aldrei gleyma þegar þú hringdir í mig oft á dag til að tala um ekkert, allt, þig, mig og aðra eða bara að heyra í mér, þegar þú komst heim og kallaðir á mig með orðum eins og „elskan“, „dúllan“, og „ástin mín“. Þú varst einstök persóna sem enginn mun gleyma og minningarnar um þig og góðu stundirnar okkar MIIVININGAR verða alltaf efst í huga mér. Þú fyllt- ir auða plássið í hjarta mínu þegar við urðum vinkonur á ný, þú varst alltaf tilbúin að hlusta á mig þegar þess þurfti. Þú varst alltaf svo fal- leg, lífsglöð og traust vinkona. Þú færðir mér nýjan ástvin í líf mitt sem ég mun aldrei geta þakkað þér nóg fyrir. Þú átt alla heiðurinn af minni hamingju í dag. Elsku Sara mín, ég kveð þig sárt og mun sakna þín. Hugur minn er og verður ætíð hjá þér. Ég elska þig, elskan mín. Megi Guð styrkja Kristin, Kristínu, Mörtu og Fróða á þessum erfiða tíma. Með titrandi, tárvotum augum ástarinnar horfði ég á þig. Með blóðlituðum, sárum þófum hlaupandi úlfs leitaði ég þín. Heitar en þeir vítislogar, sem brenndu sál mína, þráði ég þig. Kaldar en frostið, sem frystir lífið og dauðann, fraus mynd þín inn í mig. Með hjálp stjamanna, norðurljósanna, tunglsins, næturinnar, skynjaði ég þig. Sem bitur og beittur sannleikurinn trúði ég þér. Sem endalausir, stingandi, kveljandi eyðimerkurvindar stakkst þú inní sál mína. Og égm Gat ekkert gert, ekkert sagt, aðeins öskrað af veikum mætti út í auðnina: „Elskaðu mig!!!“ (A.M. Wolf.) Þín besta vinkona, Ásbjörg. Elsku Sara. Nú ert þú farin í burtu frá okkur svo skyndilega. Og nú eigum við að- eins góðar og fallegar minningar um þig. Ekki er svo langt um liðið síðan við kynntumst þér og var það í gegn- um systur okkar, Ásbjörgu. Á þessum stutta tíma urðum við vinkonur og hefðum við viljað eyða meiri tíma með þér. Þegar þú komst í heimsókn eða þegar við hittum þig geislaði af þér gleði og hamingja sem leiddi til þess að okkur leið ofsalega vel í kring- um þig. Þú varst alltaf svo örlát, fal- leg og blíð. Það leið ekki sá dagur að þú hringdir ekki heim í leit að Ásbjörgu og lentum við þá oft í góðu spjalli við þig og einnig áttum við góðar stundir með þér þegar við fór- um út á lífið. Elsku Sara, minningar um þig munu ætíð lifa í okkar hjarta og söknum við þinnar nærvera. Yndi það sem ást þín skóp er minn stærsti hagur. Vanti þig í vinahóp verður langur dagur. (Guðlaug Bjartmarsdóttir.) Við vottum foreldrum þínum, systkinum, ættingjum og vinum dýpstu samúð okkar. Þínar vinkonur, Katla og Hrafnhildur. t Innilegar þakkir til allra, er sýndu mér samúð við fráfall eiginmanns míns, HJÁLMARS GUNNARS STEINDÓRSSONAR, Hvassaleiti 6. Rannveig Magnúsdóttir frá Vöilum. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur okkar, HULDU RÖGNU MAGNÚSDÓTTUR, Starrahólum 4. Gyða Magnúsdóttir og Guðmundína Magnúsdóttir. Elsku Sara. Föstudaginn 23. maí fengum við þær sorgarfréttir að þú værir farin frá okkur. Það hefur verið höggvið stórt skarð í vinahóp okkar. Minning- arnar hrannast upp. Það fyrsta sem kemur upp í hugann, þegar þín er minnst, er hversu indæl þú varst, það geislaði af þér, þú brostir, sama hvað bjátaði á. Það fór ekki fram hjá neinum hversu falleg þú varst og þú lést okkur finna hvað þér þótti vænt um okkur á þinn sérstaka hátt. Þú varst alltaf reiðubúin til að rétta okkur hjálparhönd þó að þú hafir e.t.v. verið sú sem þurftir mest á henni að halda. Það er engin spuming að þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar og þannig verður þín ávallt minnst. Elsku Sara, við munum sakna þín að eilífu og kveðjum þig með þínum orðum: „Bæ, bæ, elskan." Elsku Kristín, Kristinn, Marta og Fróði, megi Guð styrkja ykkur á þess- um erfiðu stundum. Bekkjarfélagar úr Lækjarskóla. Elsku hjartans Sara mín. Þegar ég rifja upp allar stundimar sem við átt- um saman, þá get ég ekki annað en hlegið. En samt er það sárt að rifja þær upp þegar þú ert farin og ég veit að þær verða ekki fleiri. En ég hugga mig við það að ég veit að þú ert strax búin að koma þér fyrir á himnunum og þér líður vel. Og núna sit ég og hugsa um allar dýrmætu stundimar okkar saman, sem ég vildi að hefðu getað orðið miklu fleiri. Þessar stundir mun ég alltaf geyma á góðum stað í hjarta mínu. Manstu, þegar við voram á leiðinni á skóla- böll, þá voram við alltaf alltof seinar því við höfðum svo margt að segja hvor annarri, og áður en við vissum af þá voram við búnar að skipta oft- ar en einu sinni um föt. Og alltaf hlógum við jafn mikið hvor að ann- arri. Þú varst mér svo dýrmæt. Þegar eitthvað var að gerast í skólanum þá varst þú alltaf fyrst til að segja: „Stelpur, eigum við ekki að hittast heima hjá mér?“ Þú vildir alltaf hafa okkur allar saman, þú sýndir okkur væntumþykju þína, þú fórst ekki dult með hana, við vissum ekki af fyrr en þú varst búin að segja: „Stelpur, mér þykir svo vænt um ykkur.“ Núna þegar við stelpurnar hittumst vantar alltaf einhvern til að fylla staðinn þinn, en það mun engum takast þvi þar verða geymdar minningamar um þig, og af þeim er alveg nóg. Ég get ekki lýst þér öðravísi en að þú varst engill, dýrmætur engill með svo fal- legt bros og yndisleg augu. Ég veit að ég á eftir að sakna þess að heyra þig ekki segja: „Hæ, elskan," því það vora þín orð. Þín orð sem ég mun alltaf geyma. Vemdi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín; líði þeir krinpm hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Nei, nei það varla óhætt er englum að trúa fyrir þér; engill ert þú og englum þá of vel kann þig að lítast á. (Steingr. Thorst.) Ég bið góðan guð að styðja og styrkja fjölskylduna þína, ættingja og vini. Minningin um þig verður mér alltaf kær, elsku Sara mín. Þín að eilífu, Hjördís Ósk. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýju, við andlát og jarðarför elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa, langafa og bróður, ÁRNA ÞORVALDSSONAR, Sólvangsvegi 1, áður Kelduhvammi 9, Hafnarfirði. Hulda Ágústsdóttir, Þorvaldur Örn Árnason, Ragnheiður Elísabet Jónsdóttir, Þorvaldur Árnason, Eva Ákerman, Hjördís Árnadóttir, Sigurður Kristófersson, Margrét Árnadóttir, Arnar Jónsson, Ingibjörg Hildur Árnadóttir, Gerður Árnadóttir, Friðrik Ágúst Helgason, Margrét Guðmundsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ÞÓRÐAR EINARSSONAR fyrrverandi sendiherra. Karólína Hlíðdal, Sigríður Þórðardóttir, Francis Worthington, Þorvaldur Hlíðdal Þórðarson, Sigurlaug Anna Auðunsdóttir, Jóhannes Þórðarson, Arndís Inga Sverrisdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARGAR ELLINGSEN, Njörvasundi 32, Reykjavík. Ema Ragnarsdóttir, Auður Ragnarsdóttir, Davíð Helgason Jón Óttar Ragnarsson, Margrét Hrafnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.