Morgunblaðið - 30.05.1997, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1997 49
FRÉTTIR
Athugasemd
I MORGUNBLAÐINU hinn 4.
maí sl. birtist mynd með grein
eftir einn af pistlahöfundum
blaðsins, sem ekki var við hæfi
að birta. Myndin, sem var af ljós-
myndafyrirsætu hafði verið
klippt út úr því umhverfi, sem
hún var tekin í og slá með inn-
kaupapokum hengd á fyrirsæt-
una.
Morgunblaðið biður Ragnheiði
Guðnadóttur ljósmyndafyrirsætu
afsökunar á þessum mistökum.
Ritstj.
Nám í matvæla-
og næringar-
fræði við HÍ
Hvala- og sjófugla-
skoðun frá Sandgerði
ÚT ER komið lítið kynningarrit
um nám í matvælafræði og nær-
ingarfræði við raunvísindadeild
Háskóla íslands.
„Kynningin er fyrst og fremst
ætluð nýstúdentum, sem fá ritið
sent heim, og öðrum sem hyggja
á háskólanám og hafa stúdentspróf
frá náttúrufræði-, eðlisfræði- eða
sambærilegum brautum fram-
haldsskólanna. Það inniheldur
kafla um mikilvægi matvælafræða
og störf matvæla- og næringar-
fræðinga að námi loknu. Þar kem-
ur fram að matvælafræði og nær-
ingarfræði verða að teljast til
fræðigreina framtíðarinnar bæði
hérlendis og erlendis. Greinarnar
eru íslendingum sérstaklega mikil-
vægar þar sem matvæli standa
undir um 75% af útflutningstekjum
þjóðarinnar. Þó er það staðreynd
að stór hluti af hérlendri matvæla-
framleiðslu er á frumvinnslustigi
og margfalda má tekjur af matvæ-
laútflutningi með góðri vinnslu
vörunnar hér heima. í þeirri verð-
mætasköpun er hlutverk matvæla-
HELGARDAGSKRÁIN í Viðey
hefst með morgungöngu á laugar-
dag. Farið verður með Maríusúð úr
Sundahöfn kl. 10 og gengið af Við-
eyjarhlaði framhjá Klausturhól og
vestur á Eiði. Þar er fallegt og íjöl-
breytilegt landslag og mikið fugla-
líf.
Síðan verður gengið um Vestur-
eyna þar sem m.a. er að sjá steina
með áletrunum frá 19. öld og svo
ekki síst umhverfislistaverkið
Áfanga eftir R. Serra. Þar eru einn-
ig forn ból lundaveiðimanna og
margt fleira sem leiðsögumaður
Fyrirlestur
um ástarfíkn
VILHELMÍNA Magnúsdóttir held-
ur fyrirlestur um ástarflkn í Nor-
raana húsinu laugardaginn 31. maí
kl. 16.
„Ástarfíkn er þegar manneskja
einbeitir sér jafnmikið eða meira
að ástvini sínum (sem getur verið
maki, barn, foreldri, vinkona - vin-
ur) heldur en að sjálfri sér. Og ást-
vinurinn er ekki fyllilega til staðar,
leitar meira í vinnuna, áhugamálin,
aðra vini eða í áfengi, frekar en
að vera til staðar,“ segir í fréttatil-
kynningu.
Lýst eftir
stolnum bíl
LÝST er eftir bíl af gerðinni
Volkswagen Jetta með skrásetning-
arnúmerið OY-304, en honum var
stolið af bílastæðinu við Kolaportið
síðastliðinn mánudagsmorgun. Bíll-
inn er af árgerð 1992 og er hann
dökkblár að lit. Þeir sem geta gefið
fræðinga og næringarfræðinga
mjög mikilvægt.
í ritinu er einnig sagt frá
kennurum og frá Hnallþóru, en það
er heitið á félagi matvælafræði-
nema við HÍ. Uppbyggingu náms-
ins eru gerð góð skil en í Háskóla
íslands má ljúka BS-gráðu í mat-
vælafræði, með áherslu á hefð-
bundna matvælafræði eða næring-
arfræði, og MS-gráðu í matvæla-
eða næringarfræði. Ritið er lit-
skrúðugt og skreytt ljósmyndum
af gömlum málverkum og af stúd-
entum við nám í skólanum, auk
þess sem efnaformúlur ýmissa
næringarefna eru notaðar til
skrauts.
Háskólaútgáfan stóð að útgáfu
ritsins ásamt matvælafræðiskor og
var hún styrkt af kynningarnefnd
HÍ og markaðsnefnd mjólkuriðnað-
arins,“ segir í fréttatilkynningu frá
HÍ.
Allir þeir sem hafa áhuga á rit-
inu geta snúið sér til Námsráðgjaf-
ar Háskóla íslands.
mun fræða göngumenn um. Ferðin
tekur um tvo tíma.
Eftir hádegi kl. 14.15, laugardag
og sunnudag, verður svo staðarskoð-
un heima við. Þar verða kirkjan og
Stofan sýndar og næsta nágrenni
húsanna en einnig það geymir mikla
sögu sem fróðlegt er að kynnast.
Veitingahúsið í Viðeyjarstofu er
opið gestum og gangandi. Viðeyjar-
feijan fer á klst. fresti frá kl. 13, á
heila tímanum úr landi, en á hálfa
tímanum úr eynni til kl. 17.30. Gjald
er 400 kr. fyrir fullorðna og 200 kr.
fyrir börn.
upplýsingar um hvar bílinn er niður-
kominn eru beðnir að hafa samband
við lögreglu.
ASÍ fordæmir
tilraunir til
verkfallsbrota
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun miðstjórnar
Alþýðusambands íslands:
„Miðstjórn Alþýðusambands ís-
lands fordæmir tilraunir atvinnu-
rekenda til að bijóta löglega boðað
verkfall verkafólks á Vestfjörðum
á bak aftur með verfallsbrotum.
Þá lýsir miðstjórn ASÍ furðu sinni
á því að samtök atvinnurekenda
skuli vefengja rétt stéttarfélaga til
að grípa til samúðaraðgerða með
verkafólki sem á í vinnudeilum.
Kjaradeilur verður að setja niður
við samningaborðið þar sem samn-
ingsaðilar freista þess að ná skyn-
samlegri niðurstöðu. Að mati mið-
stjórnar ASÍ eru vinnubrögð af því
tagi vænlegri til friðsamlegrar
lausnar en ögranir og verkfalls-
brot.“
30 ára af-
mæli Meina-
tæknafélags
íslands
MEINATÆKNAFÉLAG íslands
varð 30 ára í apríl og hélt af því
tilefni afmælisráðstefnu. Yfir-
skrift hennar var: Fjölbreytni og
nýjungar í störfum meinatækna.
Þar fluttu átta meintæknar fyrir-
lestra um störf sín og rannsóknir.
Fyrsti alþjóðadagur meinatækna
var nokkrum dögum áður, þann
15. apríl, og var yfirskrift hans:
Lykiíl að lækningu berkla. Fjöl-
menni var á ráðstefnunni sem var
haldin í K-byggingu Landspítal-
EIMSKIPAFÉLAG íslands hf. og
íþróttasamband fatlaðra (ÍF) hafa
gert með sér samning um stuðning
Eimskips við ÍF vegna undirbúnings
ogjiátttöku fatlaðs íþróttafólks fyr-
ir Olympíumótið í Sydney árið 2000.
„Ohætt er að fullyrða að íslenska
íþróttafólkið á Ólympíumóti fatl-
aðra í Atlanta 1996 hafi staðið sig
frábærlega vel þar sem það kom
heim með fímm gullverðlaun, fern
silfurverðlaun og fímm bronsverð-
laun um leið og það setti fjölmörg
heims-, ólympíu- og íslandsmet.
Arangur íslensku keppendanna á
Olympíumóti fatlaðra í Atlanta
1996 var afrakstur marvissrar
vinnu þar sem allt var gert til þess
að búa þá 10 keppendur er þátt
tóku sem best undir mótið. Eftir
Ólympíumót fatlaðra í Barcelona
1992 var mörkuð stefna, landsliðs-
þjálfarar voru ráðnir og í samráði
við þá undirbúningshópur fyrir
mótið í Atlanta 1996. Á sama tíma
FARIN verður sjóferð til hvala- og
fuglaskoðunar laugardaginn 31.
maí. Mæting er við Fræðasetrið í
Sandgerði kl. 13. Siglt verður um
Garðssjó umhverfis Eldey ef veður
leyfir og eftir því sem tími gefst
verður siglt utar í átt að Reykjanes-
hrygg. Þeir sem vilja geta komið á
bílastæðið við Búnaðarbankann á
Hlemmi en þaðan verður farið kl.
11.30.
I þessari ferð má búast við að sjá
margar áhugaverðar tegundir hvala.
Hnýðingur sýnir sig ávallt en mögu-
leiki er á leiftri, háhyrningi, hrefnu
og hnúfubak. Utar, í átt að kantin-
var unnið að því að afla tekna til
þess að hópurinn gæti undirbúið sig
sem best og náð hámarks árangri.
Af framansögðu má ljóst vera að
íþróttasamband fatlaðra leggur
metnað sinn í að fatlaðir íslenskir
íþróttamenn séu landi og þjóð til
sóma.
Undirbúningur vegna Ólympíu-
móts fatlaðra í Sydney árið 2000
er hafinn og verður undirbúningn-
um hagað líkt og áður hefur verið
gert. Framundan eru mörg stór
verkefni og því er stuðningur Eim-
skips við Iþróttasamband fatlaðra
ómentanlegur til þess að íþrótta-
mennimir geti haldið áfram mark-
vissum undirbúningi sínum fyrir
leikana árið 2000,“ segir í fréttatil-
kynningu frá íþróttasambandi fatl-
aðra.
Samningur Eimskipafélags ís-
lands og Iþróttasambands fatlaðra
gildir fram yfir Ólympíumót fatl-
aðra í Sydney árið 2000.
um, eru meiri líkur á sandreyði, land-
reyði og stærstu dýrategund jarðar-
innar, steypireyðinni.
Ferðin er farin í samvinnu við
Fræðasetrið í Sandgerði og Ferða-
þjónustu Helgu Ingimundardóttur
sem hefur langa reynslu af hvala-
skoðun. Fargjald er 3.000 kr. á
mann, hálft gjald fyrir börn yngri
en 12 ára. Mælst er til að fólk taki
með sér nesti, skjólgóðan fatnað,
sjónauka og fuglabók. Sérfræðingar
um hvali og fugla verða með í för.
Áætlað er að siglingin taki 3-4 tíma.
Tilkynna skal þátttöku í síma
Fræðasetursins í Sandgerði.
Vorferð
Hjallasóknar
í Kópavogi
SAFNAÐARFÉLAG Hjallakirkju í
Kópavogi stendur fyrir árlegri vor-
ferð safnaðarins sunnudaginn 1.
júní.
Farið verður frá Hjallakirkju kl.
11 og haldið áleiðis um Grímsnesið
og að Hmna í Hrunamannahreppi.
Kl. 14 hefst messa í Hmna og að
henni lokinni verður snætt nesti.
Síðan heldur hópurinn af stað að
Flúðum, byggðasafnið og fleira
verður skoðað. Á heimleið verður
komið við á Selfossi.
Leiðsögumaður frá Leiðsögu-
mannafélaginu sér um kynningu á
leiðinni. Áætluð heimkoma er um
kl. 18. Allir áhugasamir eru vel-
komnir. Vinsamlega tilkynnið þátt-
töku í kirkjuna.
Kynningar-
fundur um
svæðisskipulag
miðhálendis
ALMENNUR kynningarfundur um
tillögu að svæðisskipulag miðhá-
lendis íslands verður haldinn á
Hótel Loftleiðum föstudaginn 30.
maí kl. 16.
Ávarp flytur Guðmundur Bjarna-
son, umhverfisráðherra, Snæbjörn
Jónsson, formaður samvinnunefnd-
ar um svæðisskipulag miðhálendis-
ins greinir frá störfum nefndarinnar
og ráðgjafar Landmótunar kynna
skipulagstillöguna.
Tillagan er stefnumörkun í land-
notkun á miðhálendinu næstu tutt-
ugu ár og þar er fjallað um þætti
eins og vemdun, orkuvinnslu, hefð-
bundnar nytjar, samgöngur, ferða-
mál og byggingar. Tillaga þessi
verður auglýst skv. skipulagslögum
þann 6. júní nk. og geta allir gert
skriflegar athugasemdir á kynning-
artímanum sem stendur til 10. októ-
ber 1997. Kynningarfundurinn er
öllum opinn, aðgangur ókeypis.
Viðey um helgina
ans.
STEINUNN Böðvarsdóttir, kynningarstjóri Eimskipafélags ís-
lands hf. og Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður Iþróttasambands
fatlaðra, undirrita kostunarsamninginn. Með þeim á myndinni
er Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri ÍF.
Eimskip styður
starfsemi Iþrótta-
sambands fatlaðra