Morgunblaðið - 30.05.1997, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 30.05.1997, Qupperneq 64
MeWiiM -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTR UM.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Trygginga- ráð fjallar um ekkna- bætur TRYGGINGARÁÐ fjallar í dag um kæru Samskipa vegna höfnunar Tryggingastofnunar á umsókn ekkna mannanna tveggja sem fór- ust með Dísarfelli um dánarbætur á þeim forsendum að skipið sigldi undir erlendum fána. Samsldp telja að fordæmi séu fyrir því að Trygg- ingastofnun hafi greitt slysabætur vegna sjómanna á skipum sem ekki eru skráð á Islandi. Fram kemur í yfirlýsingu frá Samskipum að greitt hafi verið tryggingagjald af launum sjómann- anna og skattgreiðslum þeirra hafi á allan hátt verið háttað eins og ef um sjómenn á skipi undir íslenskúm fána væri að ræða. Una Björk Omarsdóttir, lögfræðingur hjá Tryggingastofnun, segir að tengsl tryggingagjalds og réttinda úr al- mannatryggingum séu óbein, ekki sé um eiginlegt tryggingariðgjald að ræða og réttur til bóta ráðist af ákvæðum almannatryggingalag- anna. ■ Samskip áfrýja/12 Morgunblaðið/Halldór Sveinbjarnarson FUNDARMENN voru á ýmsum aldri hjá Baldri og hér er Helga Guðrún Dal Haraldsdóttir með dóttur sína. r n í - ; ÉOfgjS L j Í J $• 1 J k ' *i -fmÉSm Kosið vestra um miðlunartillögu ATKVÆÐI verða greidd í dag um miðlunartillögu sáttasemjara í kjaradeilunni á Vestfjörðum bæði hjá vinnuveitendum og þeim nærri 700 félögum í þeim sjö verkalýðsfé- lögum innan ASV sem átt hafa í verkfalli. Samkvæmt tillögunni hækka laun um 5,2% við undir- skrift samninga en hækkunin var 4,7% í samningum Verkamanna- sambandsins. Almenn launa- hækkun 17,37% Ríkissáttasemjari segir í út- drætti um tillögu sína að almennar launahækkanir á samningstíman- um séu 17,37% og að breytingar á töxtum þar sem álags- og auka- greiðslur falli inn í grunnkaup leiði til 8% hækkunar á heilu ári miðað við algengt vinnumynstur. Þá er gert ráð fyrir 12 þúsund króna eingreiðslu sem greiða skal innan 15 daga frá gildistöku samn- ings. Nærri 150 manns voru á fundi Baldurs í gær og gagnrýndi Pétur Sigurðsson, formaður Verkalýðsfé- lagsins Baldurs á ísafirði og forseti Alþýðusambands Vestfjarða, vinnuveitendur harðlega fyrir framkomu þeirra í samningavið- ræðunum og sagði þá sýna hroka. Sagði hann að ógnarvald Vinnu- veitendasambandsins réði ferðinni og ekki hefði mátt semja um annað en það sem VSÍ var búið að semja um við aðra. „Eg má kannski ekki segja eða leggja neitt til; ef ég mætti það myndi ég segja að menn ættu að fella þetta,“ sagði Pétur Sigurðsson. Vinnuveitendur skoðuðu tillög- una á fundi sínum á Isafirði í gær og segja þeir tillöguna fela í sér kostnaðarauka og að hún gangi lengra en þeir hafi verið tilbúnir til að semja um. Hins vegar vonist þeir til að hún verði samþykkt mið- að við ástandið og brýnast sé að koma atvinnulífinu í gang á ný. Formaður Vinnuveitendafélags Vestfjarða, Einar Jónatansson, sagði deiluna vera í slíkum hnút að menn hafi ekld séð aðra lausn en samþykkja að miðlunartillaga kæmi fram. ■ Kjaradeilan/32-33 Viðræður um innlimun Schengen-vegabréfasamstarfsins í Evrópusambandið Kviknaði í «■ Dregið úr valdi yfírþjóð- legra stofnana ESB SAMNINGAMENN á ríkjaráð- stefnu Evrópusambandsins hafa komið til móts við sjónarmið Nor- egs og Islands, sem telja sér tor- veldað að taka þátt í • Schengen- vegabréfasamstarílnu, verði það flutt í svokallaða fyrstu stoð sam- bandsins og sett undir lögsögu yfir- þjóðlegra stofnana. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins barst íslenzkum stjómvöld- um í fyrrakvöld nýtt uppkast að bókun um innlimun Schengen- samningsins í stofhsáttmála ESB, þar sem dregið er úr áhrifum stofn- ana sambandsins. í uppkastinu er, samkvæmt heimildum blaðsins, gengið út frá að vegabréfasamstarfið flytjist að miklu leyti í fyrstu stoðina, en mjög verði dregið úr valdi Evrópudóm- stólsins miðað við það, sem áður hefur verið gert ráð fyrir. Kveðið er á um að dómstóllinn hafi enga lög- sögu varðandi „aðgerðir eða ákvarðanir, sem tengjast almanna- reglu eða innra öryggi". Jafnframt hefur tenging bókun- arinnar og samstarfssamninganna við Island og Noreg verið gerð skýrari og ákveðnari og telja menn að þar með skapist betri samnings- grundvöllur fyrir Island og Noreg þegar kemur að þvi að semja um að- lögun ríkjanna að breyttu Schengen-samstarfi. Þá er dregið úr áhrifum fram- kvæmdastjömarinnar í þeim drög- um að samningstexta, sem nú liggja fyrir og verður hún að taka aukið tillit til aðildarríkjanna, þótt hún haldi rétti sínum til að hafa frum- kvæði að nýjum reglum. Þessar breytingar eru, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins, tilkomnar vegna þess að samn- ingamenn Svíþjóðar og Danmerkur beittu sér í málinu. Ríkjunum er í mun að viðhalda norræna vega- bréfasambandinu og jafnframt eru Danir í erfiðri stöðu í viðræðum um aukið dómsmálasamstarf á vett- vangi ESB vegna undanþágu sinnar frá slíku samstarfi. ■ Komið til móts við/6 Á húðkeip- um í flúðum og fossum BRÆÐURNIR Jón og Þorsteiim Hjaltasynir frá Akureyri æfðu sig á húðkeipum ásamt félögum sín- um í Laxá í Aðaldal fyrir skömmu og gekk mikið á í straumþungu vatninu við Heiðarenda. Akureyr- ingarnir hafa stundað kajak- íþróttina um árabil og æfa sig mest í Hörgá, auk þess sem æf- ingar eru haldnar í öðrum ám, svo sem Laxá og Skjálfandafljóti. Á sl. ári fóru þeir niður Laxá þar sem hún kemur úr Mývatni og lentu í ýmsum ævintýrum á leið- inni. Á myndinni berst Jón við strauminn, en stundum mátti vart vita hvor hefði betur. En allt fór vel að lokum og segja Akureyr- ingarnir þetta vera ólýsanlega skemmtilega íþrótt. Morgunblaðið/Atli Vigfuason farmi á ferð ELDUR kviknaði í farmi flutninga- bifreiðar um klukkan tíu í gær- morgun á leið um Kjalames, en á palli hennar voru m.a. plastbretti, rör og umbúðir úr pappír. Bifreiðin kom frá Keflavík og var ferðinni heitið til Hvalfjarðar þegar bflstjórinn varð var við að úr farm- inum rauk. Hann stöðvaði bifreiðina og losaði aftanívagninn frá bifreið- inni áður en hann kallaði til lögreglu og slökkvilið. Andrés Svavarsson slökkviliðs- stjóri á Kjalarnesi kveðst telja lík- legt að lengi hafi logað í farminum áður en eldurinn uppgötvaðist. Þeg- ar slökkviliðið kom að var mesti eldsmaturinn brunninn og mest- megnis glóð eftir, en eldinum hafði þá tekist að éta sig gegnum gólf aft- anívagnsins. Eldsupptök eru ókunn og kveðst Andrés eiga erfitt með að átta sig á þeim, ekki síst fyrir þær sakir að um opinn vagn var að ræða sem var vel loftræstur fyrir vikið. „Bflstjór- inn varð svo hissa að hann átti ekki til orð, bæði miður sín og kunni enga skýringu á þessum eldi,“ segir Andrés. Okumaðurinn sneri aftur til Keflavíkur með það sem eftir var af farmi sínum, þegar slökkvistarfi var lokið. --------------- Sjúkraflug frá Namibíu EINKAFLUGVÉL forseta Namib- íu var væntanleg til Reykjavikur í nótt með veikan íslending. Hún kemur frá Namibíu með millilend- ingum. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur var lítið vitað um veikindi mannsins en þó ljóst að þau væru alvarleg. Vélin var væntanleg til Reykjavíkur árla morguns. í beinni loftlínu eru um 12.000 til 13.000 kflómetrar á milli íslands og Namibíu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.