Morgunblaðið - 03.06.1997, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SÁ fyrsti kominn á land, Friðrik Þ. Stefánsson t.v. mundar
rotarann, en Kristján Guðjónsson heldur laxinum í heljargreip
þannig að hann sýni ekkert fararsnið.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
ÞAÐ gekk hvorki né rak þjá þeim félögum Hallgrími Gunnars-
syni t.v. og Gunnari Helgasyni á bökkum Þverár í Borgarfirði.
Sjö fyrstu laxarnir
úr Norðurá
SJÖ laxar voru komnir á land
úr Norðurá í Borgarfirði á há-
degi í gær, en enn var beðið
eftir fyrstu löxunum úr Þverá
og Laxá á Ásum. „Áin er að
hreinsa sig núna og við höfum
séð talsvert af laxi að ganga,
bæði á Stokkhylsbroti og uppi í
Fossi,“ sagði Friðrik Þ. Stefáns-
son formaður Stangaveiðifélags
Reykjavíkur í samtali við blaðið
í gærdag. Friðrik veiddi fyrsta
lax sumarsins, tæplega 10 punda
hrygnu við Skerið í Norðurá.
Laxinn tók flugu, Black Sheep
túbu.
Friðrik sagði menn hæst-
ánægða þó skilyrði hefðu verið
slæm. Fyrsta daginn var áin
mikil, gruggug og vatnshitinn
aðeins fjórar gráður. í gær var
mikill hiti í Borgarfirði snjóbráð
í ánni, en þó var áin farin að
hreinsast og hlýna. Laxarnir
voru sex 7,5-10 pundaáaðal-
svæðinu og auk þess veiddist
einn 8,5 punda á Kálfhylsbroti
í Stekknum, en hann tilheyrir
Munaðarnessvæðinu um þetta
leyti. Þá hafa nokkrir laxar
sloppið, m.a. tveir sem taldir
voru 15-18 punda.
Þverá var skoluð og erfið til
veiða. Að sögn Jóns Ólafssonar,
eins leigutaka árinnar hafa
menn séð lax á nokkrum stöðum
í ánni, en þeir hafa ekki tekið.
Efri hluti Þverár, I^jarrá, verð-
ur opnaður 7. júní. I Laxá á
Ásum var enginn lax kominn á
þurrt er blaðamaður Morgun-
blaðsins leit þar við um miðjan
gærmorgun. Veiði hófst síðdeg-
is á sunnudag. Veiðimenn sem
renndu í ána höfðu þó orðið
varir við lax, í svokölluðum
Dulsum.
Nú opna árnar hver af ann-
arri, á fimmtudagsmorgun hefst
þannig veiði í Blöndu og Laxá
í Kjós og 7. júní verður Kjarrá
opnuð.
Efnahagur íslenskra heimila samkvæmt Hagtölum mánaðarins
Skuldír og eignir juk-
ust jafnt á síðasta ári
SKULDIR íslenskra heimila jukust
um 25 milljarða á föstu verðlagi á
síðasta ári en í fyrsta skipti frá
1980 jukust eignir jafnmikið. Lang-
stærstur hluti skuldanna tengist
fjármögnun náms, íbúðarhúsnæðis
og annarrar eignaöflunar. Kemur
þetta fram í nýjasta hefti Hagtalna
mánaðarins, riti Seðlabankans.
Eignir heimilanna námu í lok árs
1996 1.153 milljörðum króna en
skuldir 349 milljörðum og er því
hrein eign 804 milljarðar. Með eign-
um teljast eignir í lífeyrissjóðum
en ekki eignarhlutir í fyrirtækjum
eða lausafjármunir, svo sem innbú.
íbúðir eru stærstur hluti eignanna
eða 48% og þar á eftir kemur eign
í lífeyrissjóðum, nærri 25%. Fjár-
eignir koma næst, 20%, en til þeirra
teljast innstæður í bönkum, skulda-
bréfa- og skammtíma verðbréfa-
eign og bílar eru 7% eigna heimil-
anna.
Skuldir við lánakerfíð námu í árs-
lok 1996 349 milljörðum króna. Juk-
ust þær um 33 milljarða frá 1995
en 25 milljarða á fostu verðlagi eða
um 7,7% miðað við 6,6% árið áður.
Stærstur hluti skuldanna er við hús-
næðislánasjóði, tæplega 57%, 19,5%
eru við bankakerfíð, við lífeyrissjóði
rúm 11% og við LÍN rúm 10%. Aðr-
ar skuldir eru m.a. við tryggingafé-
lög og verðbréfasjóði.
Allt frá árinu 1980 hefur eigin-
fjárhlutfall heimilanna farið lækk-
andi þar til í fyrra. Eignir hafa
aukist jafnt og þétt en skuldir jafn-
framt meira en í fyrra var nánast
jafnvægi.
Hæst skulda-
hlutfall á íslandi
Þá eru skuldir heimilanna i hlut-
falli við ráðstöfunartekjur bornar
saman við það sem gengur og ger-
ist í öðrum löndum í fyrrnefndri
grein um efnahag heimila í Hag-
tölum mánaðarins. Til að leiðrétta
samanburð er bætt við áætlaðri
hlutafjáreign íslenskra heimila en
hún er jafnan talin með hjá erlend-
um þjóðum. Er ísland borið saman
Skuldir og hrein eign
heimila í nokkrum löndum
Hlutfall af ráðstðfunartekjum
Skuldir Hrefn eign
ísland 128 447
Kanada 105 490
Bandaríkin 101 515
Bretland 110 563
Japan 112 674
Frakkland 70 423
Ítalía 33 646
við Bandaríkin, Japan, Frakkland,
Ítalíu, Bretland og Kanada.
Kemur fram að sem hlutfall af
ráðstöfunartekjum eru skuldir ís-
lenskra heimila 128 og hrein eign
447 og hefur ísland hæsta hlutfall
skulda en lægst hlutfall hreinnar
eignar fyrir utan Frakkland. Hjá
Bandaríkjamönnum er hlutfall
skulda 101 á móti 515 í hreinni
eign, á Ítalíu eru skuldir 33 á móti
646 í hreinni eign, Kanada 105 á
móti 490, svo dæmi séu tekin.
Við erum
búnir að
semja
„VIÐ erum einfaldlega búnir að
semja en þeir eru sjálfir með sína
samninga. Ef þeir semja um eitt-
hvað meira er það bara þeirra. Þetta
er réttur félaganna, valdið liggur
hjá þeim en ekki samböndunum,"
sagði Bjöm Grétar Sveinsson, for-
maður Verkamannasambands ís-
lands, aðspurður um hvort hugsan-
lega yrði gripið til aðgerða af hálfu
annarra verkalýðsfélaga ef samið
yrði um meira við verkfallsmenn á
Vestfjörðum en almennt var samið
um í vor.
Aðspurður sagði Björn Grétar að
þau félög VMSI sem væru búin að
semja hefðu friðarskyldu. Einu upp-
sagnarákvæði samninganna tengd-
ust kaupmáttarþróun í helstu við-
skiptalöndum. Hann sagði ekki eins-
dæmi að einstakir landshlutar hefðu
náð hærri kauptöxtum en aðrir.
----------» ♦ ♦----
Samræmd próf
tvisvar á ári
Gætu hafist
um næstu
áramót
SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir, for-
maður stefnumótunarnefndar um
endurskoðun aðalnámskráa grunn-
og framhaldsskóla, segir það jafnvel
geta komið til framkvæmda þegar
á næsta skólaári að samræmd próf
í tíunda bekk grunnskóla verði lögð
fyrir tvisvar á ári, fyrir áramót og
að vori.
I tillögum nefndarinnar, sem
kynntar voru í ríkisstjórn sl. föstu-
dag, kemur fram að með þessu fyrir-
komulagi verði nemendum gert
mögulegt að Ijúka grunnskólaprófí
um áramót og hefja nám í fram-
haldsskóla strax í janúar.
„Ég tel að þetta geti verið hvetj-
andi fyrir duglega nemendur að
leggja sig fram og geta klárað
grunnskólann fyrr. Fyrir hina eru
þetta líka skilaboð um að ef þeir
væru duglegir og legðu sig fram
þá hefðu þeir þennan möguleika,"
segir Sigríður Anna.
Hún kveðst telja það mögulegt
að hrinda þessari breytingu í fram-
kvæmd án mikils undirbúnings, en
það sé þó nokkuð dýrt. Menntamála-
ráðherra hafi svigrúm fram á haust-
ið til að skoða tillöguna betur og í
ljósi umræðunnar um samræmd
próf að undanförnu sé ekki hyggi-
legt að hrapa að neinu.
i
Útgerðarmenn á Vestfjörðum farnir að huga að breyttum útgerðarháttum
Ekkí enn farið
að selja kvóta
Þokkaleg staða
hjá Básafelli
VESTFIRSKIR útgerðarmenn sem
rætt var við í gær bundu vonir við
að skriður kæmist á samningamál á
fundi verkfallsmanna á Vestfjörðum
og viðsemjenda þeirra hjá ríkissátta-
semjara í gær. „Ennþá erum við
ekki í neinum vandamálum en ef
þetta heldur áfram í einhveijar vikur
í viðbót þá liggur Ijóst fyrir að það
verður farið að selja einhvern kvóta,“
sagði Magnús Reynir Guðmundsson,
formaður stjómar Gunnvarar og ís-
húsfélags ísafjarðar.
Meta stöðuna
af alvöru
Fyrirtækin tvö gera út Júlíus
Geirmundsson, sem liggur í ísa-
fjarðarhöfn með fullfermi af karfa,
Framnes, hálffrystitogara sem ligg-
ur við bryggju og þarf losun á rækju
úr frystilest og Stefni sem hefur
aflað hráefnis fyrir landvinnslu ís-
húsfélagsins. „Það er ekkert hægt
að segja um það á þessari stundu
hvað gerist en í lengstu lög höldum
við í okkar kvóta,“ sagði Magnús
Reynir.
Ingimar Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Frosta í Súðavík,
sagði aðspurður að fyrirtækið væri
ekkert farið að huga að því að leigja
frá sér kvóta til loka fískveiðaársins
vegna þess hve verkfallið hefði dreg-
ist á Ianginn. Bæði skip Frosta liggja
við bryggju með fullar lestar. Ingi-
mar vildi engu um það svara hvort
hann teldi koma til greina að leigja
kvóta frá skipunum ef verkfall
dregst frekar á langinn.
Arnar Kristinsson, framkvæmda-
stjóri Básafells, sagði að þokkaleg
staða væri varðandi skip fyrirtækis-
ins. Sléttanesið landaði á Þingeyri
eins og áður en þar er ekkert verk-
fall. Nóg pláss er í lestum Orra og
Skutull verður viku til viðbótar á
veiðum.
„Það segir sig sjálft að eftir að
skipin stoppa láta menn kvótann
ekki falla niður. Við vorum búnir
að stilla málið þannig af að við áttum
rækju fyrir allan okkar flota út físk-
veiðiárið," sagði Arnar. „Við erum
ekki í vandræðum ennþá en ef verk-
fallið tefst í einhveijar vikur í viðbót
er ljóst að það verður farið að selja
einhvern kvóta.“
Hólmadrangur, togari samnefnds
fyrirtækis á Hólmavík, kom inn til
heimahafnar vegna sjómannadags-
ins en hélt að því búnu aftur í veiði-
ferð sem áætlað er að standi fram
í miðjan júní. „Síðan á hann að fara
í slipp og eftir það kemur í Ijós hvað
verður, það er ekkert ákveðið," sagði
Gústaf Daníelsson, framkvæmda-
stjóri Hólmadrangs. Gústaf sagði að
miðað við framhald verkfalls væri
óljóst hvernig hægt yrði að landa
rækju úr skipinu.
Fram hefur komið að Hólma-
drangur íhugi að loka rækjuvinnslu
sinni á Hólmavík til hausts en Gúst-
af varðist í gær allra frétta af fyrir- )
ætlunum fyrirtækisins ef til þess j
kemur að verkfall dragist á lang- i
inn. Hann sagði þó að ef ekkert
breyttist gæti verið að í þessum
mánuði eða upp úr næstu mánaða-
mótum yrði farið að huga að þvj
að gera ráðstafanir til þess að kvóti
skipa fyrirtækisins ónýtist ekki í lok
fiskveiðiársins. Hólmadrangur á
6-700 tonna rækjukvóta ónýttan.
Auk vinnslunnar á Hólmavík rekur
Hólmadrangur rækjuvinnslu á ,
Drangsnesi sem báturinn Víkurnes
sér fyrir hráefni en ekkert verkfall
er á Drangsnesi, fremur en á Þing-
eyri, Bíldudal og Tálknafirði.