Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR rTillögurnar koma þa'g'ilega á óvart Utgarðarmenn fagna þvf aö Hafró leggi til stóraukinn þorsk- kvóta á nseata fiskvelðiári og eni búnir að reikna út sinn hlut. VÁÁÁ, stórkostleg heppni,, ótrúleg heppni, yfirnáttúruleg heppni. Lukku Stjáni hefur enn einu sinni hreppt stóra vinninginn . . . Veiðihús byggt við Laxá í Kjós VEIÐIFÉLAG Laxár í Kjós sam- þykkti á aðalfundi sínum fyrir skömmu að reist skyldi nýtt og glæsilegt veðihús við ána. Bygging hússins hefst bráðlega og er áætlað að verkinu verði lokið vorið 1998 þannig að veiðimenn við Laxá á næsta sumri verði fyrstir til að nýta sér aðbúnaðinn. Til þessa hef- ur vantað veiðihús við Laxá, veiði- menn hafa haft setustofu og borð- sal í skólahúsinu að Ásgarði og sfð- an náttað sig í svefnskálum fyrir vestan skólann. „Þetta eru mikil og góð tíðindi og bætt verður úr brýnni þörf. Það er ekki búið að ákveða nákvæmlega stærð eða lögun. Ein hugmyndin er að húsið verði í kana- A A rúiíŒim i Mmémiéí FIMMTUDAGINN 5. JÚNÍ KL. 20.00 R R Johannes Brahms: Háskólaforleikurinn Richará Strauss: Hornkonsert Piotr Tchoikovsky: Sinfónía nr. 4 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Háskólabíói vib Hagatorg, sími 562 2255 MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HLJÓMSVEITARINNAR OG VIÐ INNGANGINN dískum bjálkakofastíl. Það eina sem ég get sagt er að það verður veg- legt með 20 fermetra herbergjum fyrir veiðimenn og annan aðbúnað í stíl við það. Það er heldur ekki búið að ákveða nákvæmlega stað- setninguna. Veiðifélagið viil hafa húsið skammt neðan við svefnskál- ana við Ásgarð sem eiga að vera bústaðir starfsfólks veiðihúsins, en leigutakarnir vilja hafa húsið nokkru neðar, við Laxfoss. Úr þessu verður skorið fljótlega, en undirbúnings- vinna er hafin,“ sagði Ásgeir Heið- ar, fulltrúi leigutaka árinnar í sam- tali við Blaðið. Aðspurður sagði hann áætlað að húsbyggingin muni kosta allt að 60 millj. kr. Silungsveiði glæðist Mjög góð veiði var f Eiliðavatni fyrir um viku síðan, en dofnaði nokkuð í sunnanáttunum og slag- veðrinu sem verið hefur megnið af vikunni. Þá hefur veiði í Þingvalla- vatni tekið nokkuð vel við sér. Á sjóbirtingsslóðum í Skaftafellssýsl- um, s.s. í Grenlæk og Eldvatni á Brunasandi hefur verið nokkuð góð veiði þótt sumar sé á næsta leyti og sjóbirtingur eigi að vera farinn út í hafsauga í mat. 9 punda birting- ur veiddist í Eldvatni fyrir skömmu. Þá hefur verið mjög góð veiði á neðstu svæðum Þorleifslækjar að undanförnu að sögn Ingólfs Kol- beinssonar í Vesturröst, sem selur veiðileyfi á svæðið. „Það hafa kom- ið menn sem hafa keypt leyfi, til að kaupa sig á svæðið aftur, því fyrir um 10 dögum kom mikið af góðri sjóbleikju á svæðið. Það hafa fáir farið enn sem komið er, en aflinn hefur verið upp í 30 stykki á stöngina, mest 2-3 punda fiskur og allt að 5 punda þeir stærstu. Þetta svæði hefur stundum verið nefnt Grímslækjarsvæði. Bleikjan tekur flugu best og brúnar púpur og svo „Heimasætan" hafa gefið best,“ sagði Ingólfur. Ingólfur sagði enn fremur að fregnir hefðu borist af góðum skot- um í sjóbirtingsveiði á Hrauni í Ölfusá. „Birtingurinn kemur og fer með sjávarföllunum á þessum tíma og menn eru að taka hann á beitu og spón á aðfallinu," sagði Ingólfur. Fjölmenn ráðstefna í Háskólabíói Deyjandi einstakl- ingar þurfa sér- staka umönnun FJÖLDI starfsfólks í heilbrigðisgeiranum sækir þessa dagana fróðleik í sínu fagi, þar sem ýmist er nýlokið ráðstefn- um, þær standa yfir eða eru framundan. Þannig hafa hjúkrunarfræðingar nýlok- ið málþingi um lífsgæði sjúklinga. I gær og í dag stendur yfir norræn ráð- stefna á vegum Nordisk Fövening för Psykosocial Onkologi. Er hún ætluð fag- fólki sem sinnir andlegri og félagslegri umönnun krabbameinssjúklinga frá upphafi greiningar og á meðan þörf krefur. Á fimmtudaginn nk. hefst þriggja daga norræn ráð- stefna um umönnun við ævilok á vegum samtak- anna Nordisk Förening Omsorg vid livets Slut. Er það félagsskap- ur heilbrigðisstarfsmanna sem vinnur við meðferð og umönnun deyjandi sjúklinga. Þátttakendur í þeirri ráðstefnu eru 700 úr öllum stéttum heilbrigðisgeirans. Val- gerður Sigurðardóttir yfirlæknir er í forsvari fyrir báðum þingun- um. - Er þessi félagsskapur um umönnun til á Islandi? „Nei, en jafnvel stendur til að stofna hann í haust, því mikil þörf er á að opna umræðuna um þessi mál í þjóðfélaginu." - Hvert verður aðalumræðuefn- ið? „Aðalþemað er dauðinn, sorgin og líknin. Við nálgumst þessi málefni út frá læknisfræðilegu, heimspekilegu, menningarlegu, félagsfræðilegu og sálfræðilegu sjónarhorni." - Snýst umræðan um alia sjúkl- ingahópa? „Já, í raun og veru. Starfsfólk sem sinnir krabbameinssjúkling- um er mest áberandi innan sam- takanna, því að sá sjúklingahópur er fjölmennastur. Þeir sjúklingar hafa fleiri og erfiðari einkenni en aðrir, sem kallar á sérhæfða með- ferð og umönnun. Annar stór hóp- ur er sjúklingar sem sinnt er inn- an öldrunargeirans. Sömu grund- vallarreglur eiga þó við um alla deyjandi, hvort sem eru börn, gamalmenni eða aðrir. Við erum að reyna að koma því á framfæri að sjúklingar við lok lífsins þurfi sérhæfða meðferð, umönnun og líkn. Það tekur hins vegar tíma að breyta hugsunar- hætti fólks. Við höfum alltof lengi gengið út frá því að hægt væri að lækna alla sjúkdóma með framförum og nýrri tækni. Dauðanum var ýtt í burtu í stað þess að taka mið af aðstæðum.“ - Hvers konar meðferð fá sjúk- lingar? „Svokallaða líknar- eða ein- kennameðferð sem byggist á því að lina verki og önnur líkamleg einkenni, jafnframt því sem tekið er á félagslegum og sálrænum þáttum. Mikilvægt er að sjúkling- ur fái tækifæri til þess að ræða mál sín og aðstæður. Við þykj- umst ekki geta læknað en leggjum áherslu á að vera alltaf til taks og taka strax á þeim vandamálum sem upp koma. Það þýðir ekki að alltaf sé verið að tala um dauð- ann, heldur er mikið hlegið og gert að gamni sínu. Spurningin snýst um að gera hvern dag eins góðan og hægt er.“ - Er ekki almennt of lítið rætt Valgerður Sigurðardóttir Að ná hverjum degi eins góð- um og hægt er ►Valgerður Sigurðardóttir fæddist í apríl 1952 í Reykjavik. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1972, læknisfræði frá HÍ 1978. Hún lauk sérfræðinámi í krabbameinslækningum við Karólínska sjúkrahúsið í Stokk- hólmi, þar sem hún aflaði sér sérþjálfunar í andlegum og fé- lagslegum stuðningi við krabbameinssjúklinga. Dokt- orsprófi lauk hún 1996. Hún hefur unnið á íslandi síðan 1989, lengst af hjá Leitarstöð og í Heimahlynningu Krabba- meinsfélagsins. Frá 1989 hefur hún unnið í heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Maki Valgerðar er Ágúst Ólafur Ge- orgsson þjóðháttafræðingur og eiga þau tvö börn. um dauðann í íslensku þjóðfélagi? „Jú og hluti af þessari ráð- stefnu, sem haldin er til skiptis á Norðurlöndunum, er að taka upp umræðuna, auka hana í samfélag- inu, auka þekkingu heilbrigðis- stétta, stuðla að rannsóknum og draga fram í hveiju landi fyrir sig þá sem vinna að þessum mála- flokki, því þeir eru íjölmargir. Á ráðstefnunni koma til dæmis fram 20 íslenskir fyrirlesarar sem allir vinna að þessu málum. Þetta eru prestar, læknar úr ýmsum stéttum, hjúkrunarfræðingar, félagsráð- gjafar, sálfræðingar og fleiri.“ - Þegar kemur að því að hætta að lækna og fara að líkna er það rætt jafnt við aðstandendur og sjúklinga? „Já og það er mikilvægt að hafa fjölskylduna með í meðferðarein- ingunni, enda eru alvar- leg veikindi og dauði fyrst og síðast mál fjöl- skyldunnar. Hún er upp- lýst stig af stigi eins og sjúklingurinn. Henni er veittur stuðningur við að takast á við aðstæður. Reynt er að byggja upp kerfi til að fylgja eftir aðstand- endum eftir andlát sjúklingsins. Á ráðstefnunni er því ekk einungis fjallað um sjúklinginn og aðstand- endur heldur líka um starfsfólkið, þvl þetta er mjög krefjandi vinna sem margir koma að.“ - Hvað er brýnast íþessum efnum hér á landi núna? „Það er að líknandi meðferð verði viðurkennd sem hluti af heil- brigðiskerfinu og fái rými til þess að þróast. Alveg eins og við hugs- um sérstaklega vel um verðandi mæður og nýfædd börn, teljum við að gilda eigi það sama við lok lífs. Deyjandi einstaklingar húa við sérstök vandamál og þurfa því sérstaka nálgun, aðstæður og umönnun."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.