Morgunblaðið - 03.06.1997, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.06.1997, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Margrét Þóra ÞESSIR krakkar eru úr Æskulýðsfélagi Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Ungmenni í breiðþotu til Akureyrar Fjölmenni í popp- messu í flugskýli GLAÐBEITTUR hópur ungmenna, um 360 talsins, steig út úr Lockheed- Tristar breiðþotu flugfélagsins Atl- anta á Akureyrarflugvelli á sunnu- dag og skundaði beint í flugskýli Flugfélags Norðurlands. Þar var haldin poppmessa að viðstöddu fjöl- menni, en gestirnir eru félagar í æskulýðsfélögum kirkjunnar á Reykjavíkursvæðinu. Flugfélagið Atlanta lánaði Æskylýðssambandi kirkjunnar í Reykjavíkurprófasts- dæmum vélina endurgjaldslaust. Skemmtilegur dagur Þegar allir höfðu komið sér fyrir í risastóru flugskýlinu hófst messan, en prestar úr Eyjafjarðarprófasts- dæmi þjónuðu fyrir altari og sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir prédikaði. Tónlistin var fjölbreytt, hljóm- sveitin Nýir menn lét til sín taka, hornafiokkur úr Tónlistarskólanum á Akureyri lék og Björn Steinar Sóibergsson, organisti Akureyrar- kirkju, lék á orgel. Þá aðstoðuðu unglingar við messugjörðina. Þær voru sammála um það vin- konurnar Rut, Erna, Elfa, Rakel, Ingunn og Gulla sem allar eru í Æskylýðsfélagi Hjallakirkju í Kópa- vogi að dagurinn hefði verið afar skemmtilegur. „Eg fór til dæmis í fyrsta skipti í flugvél," sagði Rut og var himinlifandi yfir þeirri reynslu og Erna hafði aldrei komið fljúgandi til Akureyrar og þótti það líka svolít- ið sport. Flugið tók um tuttugu mín- útur og sögðu stelpurnar að mikið fjör hefði verið á leiðinni. Krakkarn- ir töluðu saman og sungu. En hvern- ig var messan? Jú, stúlkunum þótti hún ágæt, en hefðu samt viljað meira fjör, meira af lögum sem allir kunna. „En dagurinn hefur verið rosalega skemmtilegur." Blíðskaparveður var yfir öllu land- inu á sunnudag og á leiðinni suður yfir heiðar á ný var flogið yfir jökla og þeir skoðaðir en efnið „náttúran sem kennslustofa Guðs“ var til íhug- unar á heimleiðinni. AKUREYRI Mörg skemmtiatriði á sjómannadaginn á Akureyri Hátíðarhöld í blíðskaparveðri Morgunblaðið/Margrét Þóra Sjómenn heiðraðir ÞRIR sjómenn voru heiðraðir á Akureyri nú á sjómannadaginn og fór athöfnin fram við minnisvarða um týnda sjómenn við Glerárkirkju. Þeir sem heiðraðir voru að þessu sinni voru Agn- ar B. Óskarsson, Gylfi Heiðar Þorsteinsson og Jón Sigurðsson. Allir eiga þeir langan og farsælan sjómennskuferil að baki. BYKO kaupir rekstur Metró SJÓMANNADAGURINN var hald- inn hátíðlegur í blíðskaparveðri á Akureyri á sunnudaginn. Sjó- mannadagsráð stóð fyrir ijölskyldu- hátíð við Oddeyrarbryggju og þang- að kom mikill fjöldi fólks á öllum aldri og skemmti sér vel. Hátíðin hófst með ávarpi Stein- gríms J. Sigfússonar, alþingis- manns og formanns sjávarútvegs- nefndar Alþingis, en síðan sté Magnús Scheving á svið og brá á leik með gestum. Magnús náði vel til yngri kynslóðarinnar en einnig tókst honum að fá fullorðna fólkið til að sleppa sér lausu. Götuleikhús- ið skemmti gestum og gangandi og þá var fjöldi skemmtilegra leik- tækja á svæðinu. Jakahlaup og Smugubikarinn Á pollinum innan við göngubrúna við Strandgötu var keppt í þrautum. í jakahlaupi áttu keppendur að hlaupa eftir nokkrum plastkubbum og synda stutta vegalengd í flotgöll- um. Það var Kristján Vilhelmsson, einn framkvæmdastjóra Samherja, sem fór með sigur af hólmi í jaka- hlaupinu. í keppni um Smugubikarinn áttu keppendur að synda dágóða vega- lengd í flotgöllum, sprengja blöðru á miðjum pollinum (í Smugunni) og synda til baka. Þetta reyndist hin mesta þrekraun en svo fór að Stefán Hauksson frá Samheija hafði nokkuð öruggan sigur. Dagskráin á laugardeginum riðl- aðst að þvi leyti að róðrarkeppnin féll niður vegna óhagstæðra veður- skilyrða. í innanhússknattspyrnu sjómanna fögnuðu Samheijamenn sigri en A-lið yíðis EA fór með sig- ur af hólmi. í golfmóti sjómanna var það hins vegar Sigvaldi Torfa- son, skipvetji á Árbaki EA, togara UA, sem bar sigur úr býtum. SAMNINGUR á milli BYKO hf. og Bílanausts hf. um kaup BYKO á rekstri bygginga- og heimilisvöru- verslunarinnar Metró á Akureyri eru á lokastigi. Að sögn Jóns Helga Guðmundssonar, forstjóra BYKO, er stefnt að því að reka alhliða byggingavöruverslun í húsnæði Metró á Furuvölium 1 sem áfram verður í eigu eigenda Bílanausts. Hann segir að verslunin verði rekin með nafni Metró til að byija með en þegar fram í sækir undir merkjum BYKO. „Við ætlum að kynnast markaðnum áður en við förum í stórar aðgerðir." Verslunin verður lokuð fyrri part vikunnar, m.a. vegna vörutalningar en Jón Helgi segir stefnt að því að opna aftur nk. föstudag. Öllu starfsfólki Metró á Akur- eyri, um 10 manns, hafði verið sagt upp störfum. Jón Helgi segir að BYKO muni taka yfir þær starfs- skyldur sem á fyrirtækinu hvíla gagnvart starfsfólkinu. BYKO rekur byggingavöruversl- anir í Reykjavík, Kópavogi, Hafnar- firði og Keflavík og hyggst nú einn- ig hasla sér völl á Akureyri. Einn tryggasti nemandi VMA Morgunblaðið/Kristján ALLS 146 nemendur voru brautskráðir frá VMA sl. laugardag og á myndinni er hópurinn ásamt skólameistara sínum, Bernharði Haraldssyni. 86 stúdentar brautskráðust, 17 húsasmiðir, 13 vélstjór- ar, 10 bifvélavirkjar, 6 meistarar, 5 sjúkraliðar, 4 nemendur sérdeildar, 1 pípulagningamaður, 1 vél- smiður, 1 stálskipasmiður, 1 rennismiður og 1 netagerðarmaður. 4. stigs vélstjórar brautskráðir frá VMA í fyrsta sinn Vonandi upphaf að meiri tækni- og verkmenntun Fékk sjöunda skírteinið „MUGGUR Matthíasson er einn tryggasti nemandi okkar. í hvert sinn sem hann hefur fengið brautskráningarskírteini hefur hann sótt um nám að nýju. Hann hefur í dag fengið 7. skírteinið," sagði Bernharð Haraldsson, skólameistari Verkmennaskól- ans á Akureyri, við skólaslit sl. laugardag. „Muggur hefur lokið alls 330 einingum, sem nemur eininga- fjölda nær tveggja og hálfs stúd- entsprófs. Slíkt hefur enginn gert fyrr hér á landi svo vitað sé. Muggur hefur meðfram námi kennt dálítið og staðið sig vel. Hann hefur og látið í Ijós þann draum sinn að verða skólameist- ari.“ Árið 1990 lauk Muggur námi í vélvirkjun og 1993 útskrifaðist hann sem vélavörður frá skólan- um. Ári síðar útskrifaðist hann með stúdentspróf af tæknisviði Morgunblaðið/Kristján MUGGUR Matthíasson með blómvöndinn sem Bernharð, skólameistari VMA, færði honum við skólaslitin. og lauk meistaraskóla fyrir vél- virkja. Árið 1995 lauk hann 2. og 3. stigi vélstjórnar og sl. laugardag útskrifaðist hann með 4. stigi vélstjórnar. „Ég þakka honum tryggðina með þessum litla blómvendi og bendi honum jafnframt á að hann á t.d. alveg eftir nám á sjúkra- liðabraut og á hússtjórnarsviði. Þangað er hann auðvitað vel- kominn, strax næsta haust eða síðar ef honum hentar það bet- ur,“ sagði Bernharð ennfremur. VERKMENNTASKÓLANUM á Ak- ureyri var slitið í þrettánda sinn sl. laugardag og fór athöfnin fram í íþróttahöllinni. 4. stigs vélstjórar voru nú braut- skráðir frá skólanum í fyrsta sinn. „Það er mikill áfangi því nú getum við veitt sambærilegt nám og Vél- skóli íslands, einir skóia utan Reykjavíkur. Megi það verða öllum til góðs. Þessi dagur er því dagur nýs árangurs, við höfum með góðra manna hjálp stigið enn eitt skrefið að vera verkmenntaskóli," sagði Bernharð Haraldsson skólameistari í skólaslitaræðu sinni. Hann sagði að menntun ætti ekki aðeins að vera fáanleg á suðvestur- horninu, hún ætti að vera sem flest- um tiltæk, hvar í sveit sem þeir byggju. „Eg vona að þetta stutta skref okkar sé upphafið að aukinni tækni- og verkmenntun við Eyja- fjörð.“ Nemendur hafa aldrei verið jafn- margir í VMA og í vetur. Við upphaf skólaársins voru um 1.100 nemendur skráðir í dagskóla á Eyrarlandsholti og á Dalvík. í ræðu Bernharðs kom fram að fyrir tæpum 16 árum, er hafist var handa um byggingu Verk- menntaskólans, var reiknað með og reyndar sett á prent, að væntanlegur nemendafjöldi yrði um 650-700 manns. Samkvæmt sömu prentuðu heimildum skyldi skólinn fullbúinn á innan við 10 árum en nú eru aðeins um 70% húsa hans risin. í sumar hefst vinna við gerð nýs húss fyrir trésmíðadeildina, um 1.000 fm að flatarmáii. Vonast er til að byggingunni verði lokið síðla árs 1998, um 10 árum síðar en gert var ráð fyrir í upphafi. í ráði er að stofna sérstaka vetraríþróttabraut við VMA, í tengslum við íþrótta- brautina sem fyrir er. Bernharð sagðist vonast til að haustið 1998 yrði hægt að bjóða upp á kennslu í vetraríþróttum við skólann. Matvinnsiubraut er vinnuheiti á nýrri námsbraut sem verið er að undirbúa við skólann. í máli Bern- harðs kom fram að kannski yrði farið að kenna á matvinnslubraut næsta haust, í síðasta lagi haustið 1998. Niðjamót Afkomendur Sigurlaugar Jónasdóttur og Helga Eiríkssonar frá Botni verður haldið á Hótel Vín, Hrafnagili, Eyjafirði, 21. júní nk. og verður sett kl. 14.00. Þeir, sem ekki hafa nú þegar skráð sig, vinsamlegast geri það sem fyrst. Nánari upplýsingar og skráning hjá Helgu Hallgrímsdóttur, sími 463 1241 og Þór Aðalsteinssyni, sími 463 1238.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.