Morgunblaðið - 03.06.1997, Side 14

Morgunblaðið - 03.06.1997, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Albeil Kemp ÞÁTTTAKENDUR í Landsbankahlaupinu á Fáskrúðsfirði ásamt hundinum Neró. Landsbankahlaup á Fáskrúðsfirði Fáskrúðsfirði - Hið árlega Landsbankahlaup var hlaupið á Fáskrúðsfirði laugardaginn 24. maí sl. Góð þátttaka var í hlaup- inu enda má segja að þetta hafi verið fyrsti dagur sumarsins með sól og 15 stiga hita. Að hlaupi loknu fengu allir keppendur viðurkenningu frá Landsbankanum og þrír fyrstu í hverjum aldursflokki fengu styttu. Með í hlaupinu í einum aldursflokknum var hundurinn Neró sem einnig fékk viður- kenningu. Landbúnaðarsýning haldin á Hvanneyri Kynning á skóla, land- búnaði og Borgarfirði LANDBÚNAÐARSÝNING verður á Bændaskólanum á Hvanneyri dagana 4. til 6. júlí næstkomandi. Sýningin verður haldin í tengslum við Landsmót UMFÍ sem haldið verður í Borgarnesi og víðar um Borgarfjörð, meðal annars á Hvanneyri. „Sýningin er haldin til að kynna skólann, landbúnaðinn og Borgar- fjörð. Hún er á þessum tíma vegna landsmótsins," segir Jóhannes Sig- valdason, kennari á Hvanneyri, sem vinnur að undirbúningi sýn- ingarinnar. Vélar og búfé Vélainnflytjendur og einhveijir vélasmiðir sýna og kynna vöru sína á landbúnaðarsýningunni. Þar verður væntanlega allt það nýjasta. Gamlar búvélar verða einnig sýndar en á Hvanneyri er gott safn gamalla véla og tækja. Búfé verður sýnt í haga og í stíum og loðdýr verður hægt að skoða í húsi. Ýmsar stofnanir munu kynna starf sitt fyrir landbúnaðinn og þjóðina, meðal annars bændaskól- arnir, garðyrkjuskólinn, Bænda- samtök íslands, Rannsóknastofn- un landbúnaðarins, Búnaðarsam- tök Vesturlands, Hagþjónusta landbúnaðarins, Skógræktin og Landgræðslan. Þá munu nokkur fyrirtæki og stofnanir, fyrst og fremst úr Borgarfirði, kynna starf- semi sína. Keppt verður í nokkrum starfs- íþróttum Landsmóts UMFÍ á Hvanneyri, svo sem í dráttarvéla- akstiá, jurtagreiningu og að leggja á borð. Einnig verður brids-keppni Landsmótsins á Hvanneyri en á annað hundrað manns taka þátt í henni. Prjónakeppni Á vegum landbúnaðarsýningar- innar mun Ullarselið á Hvanneyri gangast fyrir pijónakeppni þátt- takenda úr Borgarfirði, af Suður- landi og Norðurlandi. Hefst keppn- in með þvi að rúin verður kind og síðan ullin unnin í fat. Þá er fyrir- hugað að keppa í gróðursetningu á vegum Skógræktar ríkisins. Ýmislegt fleira verður til gaman gert, að sögn Jóhannesar. Morgunblaðið/Egill Egilsson HERMANN Jónsson að störfum í sundlaug Flateyrar. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Eyrarlandsholti, pósthólf 280, 602 Akureyri, sími 461 1710, bréfsími 461 1148 INNRITUN Innritun til náms á haustönn 1997 lýkur föstu- daginn 6. júní. Skrifstofan er opin alla virka daga ld. 8-15. A Skólameistari. Hákarl í lauginni. Flateyri - Hætt er við að mönn- um bregði allnokkuð í brún þeg- ar þeir bregða sér næst í sund í sundlaug Flateyrar. Sundlaug- in hefur verið lokuð að undan- förnu vegna málningarvinnu, aðallega við sundlaugarbotninn. I grynnri enda sundlaugarinnar blasir nefnilega við mönnum hákarl einn með blóðugar tenn- ur, tryllt augnaráð og sveigðan sporð. Hér er þó ekki alvara á ferð og með öllu óhætt enn að bregða sér í sund, því hákarlinn er ein- göngu til sem myndverk á botni laugarinnar, dökkblár og með hvítan kvið. Það var hugmynd forstöðumanns sundlaugarinn- ar, Sigurðar Hafberg, að fá Hermann Jónsson, kennara við Grunnskóla Flateyrar og fjöl- listamann til að skreyta sund- laugarbotninn með þessu ógn- vænlegu dýri undirdjúpanna í Sundlaug Flateyrar. Til stendur að mála einnig merki það sem bannar revkinirar á botn sund- Jóhann Rafnsson gefur Stykkishólmsbæ ljósmyndasafn sitt Stykkishólmi - Jóhann Rafnsson afhenti nýverið Stykkishólmsbæ ljósmyndasafn sitt að gjöf.' Gjöfin er mikils virði fyrir Hólmara því safn Jóhanns geymir yfir 3.000 myndir og langflestar þeirra tengj- ast Hóhninum. Jóhann fæddist árið 1906. Hann byijaði snemma að safna ljósmynd- um og eftir því sem hann segir sjálfur hófst söfnunin fremur af hirðusemi en ásetningi. Jóhann hefur löngum verið vinamargur og það varð til þess að margir gáfu honum ljósmyndir strax_ þegar hann var ungur maður. Á fyrstu áratugum söfnunarinnar komst Jóhann yfir mörg fjölskyldusöfn. Það er talið að safn Jóhanns sé eitt merkasta persónumyndasafn á íslandi í einkaeign en í safninu eru þess utan margar staðarmyndir úr Stykkishólmi og víðar. Það er ósk Jóhanns að safnið verði varð- veitt í Stykkishólmi enda skuld- bindi Stykkishólmsbær sig til þess að varðveita frumsafnið í viðun- andi húsnæði og umsýslu. Hann vonar að ljósmyndasafnið verði hornsteinn miklu stærri ljósmynda- banka Stykkishólms þegar fram líða stundir. Stykkishólmsbær hefur þegar skipað framkvæmdanefnd til að hafa umsjón með safninu og koma því í það form að það verði að- gengilegt almenningi. Formaður nefndarinnar er Guðmundur Páll Ólafsson. Nefndin stefnir í að varð- veita frumsafnið í sýrufríum um- búðum. Einnig á að lesa myndirnar inn á tölvu með sérstökum mynd- lesa og síðan eru upplýsingar um myndina skráðar þannig að hægt verður að fletta upp á persónum eða bæjarheitum til að finna mynd- ir af ákveðnum einstaklingum eða ijölskyldum. Rúnar Gíslason, forseti bæjar- stjórnar, tók við gjöfinni fyrir hönd Stykkishólmsbæjar. Hann þakkaði Jóhanni fyrir þau verðmæti sem honum hefur tekist að forða frá glötun. Fyrir þessa gjöf og söfnun- arafrek sitt muni hann lifa um langa framtíð í hugum Hólmara. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason JOHANN Rafnsson afhendir Stykkishólmsbæ ljósmyndasafn sitt til eignar. Safnið inniheldur yfir 3.000 ljósmyndir og er eitt merkasta persónumyndasafn í einkaeign. Rúnar Gíslason veitti gjöfinni móttöku. Græna stjarnan á Skeiðflöt Fagradal - Þegar keyrt er um suð- urlandsveg taka margir vegfarend- ur eftir grænni stjörnu sem er í brekkunni sunnan við bæinn á Skeiðflöt í Mýrdal. Stjörnunni er haldið við með því að strengja band milli hæla sem alltaf er haldið við í brekkunni og borinn er á hana áburður á vorin. Þannig er hún grænni en annar gróður í brekkunni. Að sögn Eyþórs Ólafssonar, bónda á Skeiðflöt, var það frændi hans Kristófer Grímsson sem átti frumkvæðið að gerð stjörnunnar í kringum 1960 en hann var mikill áhugamaður um alheimsmálið esperantó og græna stjarnan er einmitt tákn esperanto-hreyfing- arinnar. Kristófer útbjó einnig stjörnu í Hamrahiíðinni í Reykjavík og í Vífilfelli. Að sögn Eyþórs hafa margir vegfarendur stoppað á þjóð- veginum og myndað stjörnuna og hafa einhveijir spurt hann hvort stjarnan sé virkilega máluð í brekk- una. Morgunblaðið/Jónas Ertendsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.